Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 38

Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÉTTLEYSI sumarhúsaeigenda á leigulóðum til sveita hefur nú enn einu sinni orðið umfjöllunarefni í fjölmiðlum, ekki síst hér á síðum Morg- unblaðsins. Enn einu sinni hefur verið skip- aður starfshópur af hálfu opinberra aðila til þess að skoða málið. Og enn einu sinni bíða eigendur húsanna eftir því hvort yfirvöld og hagsmunaaðilar komi sér saman um leiðir til að tryggja réttarstöðu þeirra gagnvart nýjum og yfirgangssömum eigendum jarða sem skipulagðar hafa verið fyrir frí- stundabyggð. Þeir hafa fjárfest, vilja að fólk kaupi lóðirnar fyrir of fjár og ljá ekki máls á leigu áfram með sama hætti og gilt hefur um áratugi. Mörgum annað heimili Um þessar mundir eiga ríflega 12.000 fjölskyldur hús á skipulögð- um jörðum í sælu íslenskra sveita. Húsin sem fólk hefur reist eru mörgum eins og annað heimili, hvort sem við nefnum þær bygg- ingar sumarhús, frístundahús eða heilsárshús. Jafnvel eru nýleg dæmi um að fólk sé með lögheimili sín í þessum húsum. Landeigendum sem eru að byrja að skipuleggja jarðir sínar fyrir frí- stundabyggð er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig þeir verðleggja þær lóðir sem þeir ætla að selja á al- mennum markaði og enn hefur ekki verið byggt á. Þar hafa kaupendur val, sætta sig við uppsett verð og kaupa eða leita á önnur mið þar sem verðið er hagstæðara. Frelsi breytist í fjötra Allt öðru máli gegnir um lóðir sem fólk hefur leigt í áratugi. Þar hafa handhafar leigusamninga byggt hús sín og stundað trjárækt og umhverfisbætur. Þeir hverfa úr ys þéttbýlisins á vit náttúrunnar, hlusta á þýðan fuglasöng og teyga að sér sveitaloftið. Og við þær að- stæður birtist „fagfjárfestir“ úr höf- uðborginni í gervi nýs landeiganda, segist ætla að selja landræmuna sem húsið stendur á og réttir við- komandi verðmiða sem er gjör- samlega óásættanlegur. Framleng- ing leigusamnings er ekki til umræðu! Í stað frelsis úti í guðsgrænni nátt- úrunni er eigandi sum- arhússins í raun í fjötr- um. Hann kemst hvorki lönd né strönd. Hundraðföld árs- leiga! Væri verið að tala um sanngjarnt kaup- verð lóðanna gætu eig- endur sumarhúsanna líklega hugsað sér að kaupa en það er nú eitthvað annað? Hér eru tvö staðfest dæmi af jörð einni í Borgarfirði um nýja verðlagningu leigulóða sem fyrir löngu hefur ver- ið byggt á. Lóðirnar eru misstórar en á dýrasta hluta jarðarinnar. Í fyrra tilvikinu keyptu hjón gamlan bústað á leigulóð fyrir fáein- um árum en lóðarsamningur, sem þau tóku yfir, rennur út á næsta ári. Þeim er nú gert að greiða sem svar- ar 75 ára leigu fyrir spilduna sem húsið stendur á. Sá kaupahéðinn sem á jörðina núna hefur enn ekki léð máls á framlengingu leigusamn- inga á svæðinu og virðist allt snúast um að sem flestir kaupi til þess að hann geti sem hraðast ávaxtað sitt pund. Hitt dæmið er af hjónum sem leigt hafa þokkalega stóra lóð und- anfarinn áratug, reist þar dágott heilsárshús og gróðursett hundruð trjáa. Nú vill nýr landeigandi selja þeim svæðið sem húsið og trén standa á. Verðið samsvarar hvorki meira né minna en 123 ára leigu- gjaldi miðað við leigu síðasta árs á þessari lóð. En sem betur fer er talsvert eftir af gildistíma leigu- samnings þessarar lóðar svo að leigjendurnir er tiltölulega rólegir. Rétt er að taka fram að sumir þeirra fjárplógsmanna sem um þessar mundir leggja undir sig sveitir landsins hafa í vinsemd sinni gefið þeim sumarhúsaeigendum sem ekki hafa viljað kaupa lóðirnar kost á að leigja áfram en … að vísu ekki á sömu kjörum og gilt hafa, heldur á leigugjaldið að hækka um allt að 400%! Og þeim bita kyngja menn ekki svo glatt. Sami skiki úr 2 í 15 milljónir á fjórum árum Svigrúm sumra sumarhúsaeig- enda er orðið ansi lítið, fjár- málamenn farnir að þrengja að þeim og leigusamningar þeirra að renna út. Uppsett söluverð á skik- unum hækkar stöðugt. Á fjórum árum hafa þrír aðilar átt sumarhúsajörð eina í Borg- arfirði. Hjá þeim fyrsta var hægt að fá hektara lands á ákveðnu svæði jarðarinnar á 2 milljónir, sá næsti setti upp rúmar 5 milljónir fyrir hektarann og nýlega birti sá þriðji sumarhúsafólki verðskrá sína yfir blettina sem bústaðirnir standa á. Og nú á að borga hvorki meira né minna en 15 milljónir fyrir þennan sama hektara! Er furða þótt fólki blöskri? Tryggja verður réttinn Úrlausn þessara mála þolir enga bið. Það verður að tryggja með lög- um sjálfsagðan rétt þeirra fjöl- mörgu landsmanna sem í góðri trú hafa reist sér sumarhús til sveita – til þess að leigja áfram spildur sínar með sama hætti og lóðirnar undir hús sín í þéttbýli. Starfshópurinn verður að hafa hraðar hendur og Alþingi í framhaldinu að lagfæra þann alvarlega galla sem verið hef- ur á löggjöfinni. Núverandi ástand þessara mála er engan veginn ásættanlegt. Verð á byggðum sumar- húsalóðum nemur leigu- gjaldi í allt að 120 ár Ólafur Ragnarsson fjallar um réttleysi sumar- húsaeigenda á leigulóðum »Úrlausn þessaramála þolir enga bið. Það verður að tryggja með lögum sjálfsagðan rétt þeirra fjölmörgu landsmanna sem í góðri trú hafa reist sér sum- arhús til sveita … Ólafur Ragnarsson Höfundur er fyrrum fréttamaður, ritstjóri og bókaútgefandi en fæst nú við ritstörf. ÍSLAND er eitt af ríkustu lönd- um heims. Við höfum náð ótrúlega langt miðað við stöðuna í kringum aldamótin 1900. Lykillinn að vel- megun okkar er nálægðin við hafið og gjöful fiskimið allt í kringum landið. Tilfærslan frá sjálfsþurftarbúskap yfir í verstöðvar, sem smám saman urðu að þorpum og bæjum, færði þjóðinni vel- sældina. Auður þjóð- arinnar var skapaður í þessum byggð- arlögum af ungu fólki sem sýndi fádæma dugnað og þol á þess- um umrótartímum ungu þjóðarinnar. Nú er ævikvöldið runnið upp hjá mörg- um þeirra sem tóku þátt í uppbyggingunni og hömuðust á síld- arplönum, á dekki, í sveitum og á barn- mörgum heimilum. Hvernig búum við þessari kynslóð áhyggjulaust ævikvöld með þeirri reisn sem hún á svo sannarlega skilið? Þegar fólk er spurt hvar það vilji eyða ævikvöldinu er svarið oftar en ekki á heimsalóðum og auð- vitað í nálægð við fjöl- skyldu og vini. Á norðanverðum Vestfjörðum er ágæt heilbrigðisþjónusta. Það er hins vegar smánarblettur á annars ágætri þjónustu að heilabil- unardeild og hvíldarinnlögn fyrir fólk sem þjáist af heilabilun er ekki fyrir hendi. Reyndar er það þannig að hvíldarinnlagnarrými ætluð fólki á Íslandi með heilabilun eru sárafá og langt undir þörf. Veikir ein- staklingar þurfa því oft að flytjast hreppaflutningum til þess að eyða síðustu árunum, fjarri ástvinum. Þetta er afleit staða. Við getum svo auðveldlega boðið þessa þjónustu í héraði. Það er enginn að tala um heilabilunardeild í hverju þorpi á Íslandi en það ætti að vera stefnan að hafa slíkt úrræði í hverjum fjórðungi fyrir utan Reykjavík. Miðað við mannfjölda má ætla að 30 einstaklingar á Norðanverðum Vestfjörðum þjáist af heilabilun og helmingur þeirra þurfi á stofn- anaþjónustu að halda. Í Bolung- arvík hefur um árabil verið rekin heilbrigðisstofnun sem fyrir utan hefðbundna heilsugæslu hefur boð- ið upp á sjúkrarými fyrir eldri borgara. Deild þessi hefur reynst gríðarlega vel sem m.a. sést á starfsmannaveltu en hún er hverfandi í samanburði við flest ef ekki öll sambærileg úr- ræði á Íslandi. Það vantar ekki mikið upp á að þessi stofnun geti tekið í gagnið heilabil- unardeild og hvíld- arinnlagnarúrræði. Kostir þess að setja á laggirnar slíkt úr- ræði í Bolungarvík eru ekki aðeins metnir út frá samfélags- og byggðarlegum sjón- armiðum heldur einn- ig fjárhagslegum. Sparnaður þess að setja á laggirnar úr- ræði í húsnæði sem aðeins þarf að breyta en ekki byggja er um- talsverður. Líklega væri hægt að reka slíka deild í nokkur á fyrir þá fjármuni sem sparast Undanfarið hefur umræðan að mestu snúist um Háskóla- sjúkrahúsið í Vatns- mýrinni og vandræði í tengslum rekstur þess. Heilbrigðisþjónusta utan höf- uðborgarsvæðis hefur orðið nokkuð undir í þeirri umræðu. Snúum þeirri þróun við og kortleggjum styrkleika og veikleika þjónust- unnar sem er veitt úti á landi. Ég fullyrði að deild fyrir heilabilaða og hvíldarinnlagnarpláss í tengslum við hana mun án nokkurs efa til- heyra styrkleikaflokknum verði slík deild sett á laggirnar í Bolung- arvík. Styrkur deildarinnar væri sterk fagleg tenging við Heilbrigð- isstofnanir á norðanverðum Vest- fjörðum og hugsanlega við Há- skólasjúkrahúsið. Það væri mikið framfara- og gæfuspor að taka slíka deild í notkun. Af málefnum heilabilaðra Grímur Atlason gerir tillögu um stofnun deildar fyrir heila- bilaða á Bolungarvík Grímur Atlason »Kostir þessað setja á laggirnar slíkt úrræði í Bolung- arvík eru ekki aðeins metnir út frá samfélags- og byggð- arlegum sjón- armiðum heldur einnig fjárhags- legum. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá neinum, að á undanförnum árum hafa lífskjör öryrkja og aldraðra hér á landi verið stórlega skert. Reiknimeist- arar ríkisstjórn- arinnar hafa að vísu löngum þann steininn klappað að þvert á móti hafi hlutur um- ræddra hópa verið stórbættur undir þeirra verndarvæng. Og þeir gengu svo hart fram í því að telja þjóðinni trú um að þeir vildu allt gera til að rétta hlut þess fólks sem þarf að lifa af bótum að þeir neyddu fulltrúa aldraðra til að skrifa undir yfirlýsingu sem átti að heita sátt milli þeirra og rík- isstjórnarinnar. Sú „sátt“ fól í sér harla aumar bætur til þessara hópa. Stór hópur aldraðra hefur lýst megnri óánægju með þetta svokallaða „samkomulag“. Svo hátt rís óánægjubylgjan um þessar mundir að samkvæmt Gallup- könnun vill ríflega fjórðungur þjóð- arinnar sjá framboð aldraðra í komandi kosningum í þeim tilgangi að stöðva ofbeldisverk ríkisstjórnarinnar gagnvart því fólki sem á sinni starfsævi bjó í haginn fyrir núverandi „velferðarsamfélag“. Jóhanna Sigurð- ardóttur hefur á und- anförnum þingum æ ofan í æ flutt mál sitt um afkomutryggingu fyrir öryrkja og aldr- aða af miklum sann- færingarkrafti og jafn- oft hefur málið verið sent til nefndar eftir fyrstu um- ræðu og skilvíslega svæft þar. Þau sömu örlög hafa á undanförnum þingum hlotið aðrar þær tillögur frá stjórnarandstöðunni þar sem leitast hefur verið við að bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Allt sem til bóta horfir er stungið hinu lamandi svefnþorni meirihlutans og sent í nefnd og eftir það aldrei svo mikið sem rætt. Samfylkingin og hinir stjórn- arandstöðuflokkarnir hafa nú sam- eiginlega lagt fram tillögur á Al- þingi um lagfæringar á kjörum eldri borgara og öryrkja þar sem lagt er til að komið verði á af- komutryggingu þannig að rík- issjóður ábyrgist að allir bótaþegar fái að minnsta kosti 133 þús. í mánuði hverjum sér til framfærslu. Því miður verður það líklega nið- urstaðan af þeirrri umræðu að málið verður svæft í nefnd. Ég held að þessi reynsla sem við höfum á undanförnum árum af „svæfingadeild Alþingis“ þar sem minnihlutinn er nánast áhrifalaus og varla að meirihlutamenn nenni að taka þátt í umræðu um frum- vörp þeirra og þingsályktun- artillögur kenni okkur að þeir sem virkilega ætla að bæta stöðu þess- ara hópa verða að hljóta þá kosn- ingu að þeir verði meirihlutaafl og geti framkvæmt hugmyndir sínar með ríkisstjórnarfrumvörpum á næsta kjörtímabili. Og ríkisstjórn- arfrumvarpið um afkomutryggingu mætti þá gjarnan fara sem næst neysluútgjöldum einstaklinga eins og þau birtast í neyslukönnun Hagstofu Íslands þar sem þau eru talin 178 þúsund krónur á mánuði. Ég vildi líka sjá að þetta rík- isstjórnarfrumvarp innihéldi til- lögur um frítekjumark að upphæð 900 þús. á ári eins og tillögur stjórnarandstöðunnar gera ráð fyr- ir. Ef þetta yrði að lögum á næsta kjörtímabili gætum við sem berj- umst fyrir jafnaðarhugsjóninni borið höfuðið hærra. Meðal annars í þessum tilgangi skulum við stefna að sigri núver- andi stjórnarandstöðuflokka í kosningunum á vori komanda. Afkomutrygging Sigríður Jóhannesdóttir skrifar um lífskjör öryrkja og aldraðra »Ef þetta yrði að lög-um á næsta kjör- tímabili gætum við sem berjumst fyrir jafn- aðarhugsjóninni borið höfuðið hærra. Sigríður Jóhannesdóttir Höfundur er kennari og fyrrverandi alþingismaður og býður sig fram í 2. til 3. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Hlíðarsmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.