Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 40

Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ hefur nefnd sú sem Val- gerður Sverrisdóttir skipaði á grundvelli laga um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu skilað skýrslu sinni Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls. Verkefni nefndarinnar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að móta til- lögur um með hvaða hætti valið verði milli umsókna um rann- sóknar- og nýting- arleyfi skv. lögunum og í öðru lagi að marka framtíðarstefnu um nýtingu auðlindanna sem lögin ná til. Þriðji þáttur verkefnisins, leiddi svo af þeim fyrsta, en í honum fólst að ákveða þau svæði eða virkj- anakosti sem orkufyr- irtækjunum stæðu op- in þar til framtíðarstefnan liti dagsins ljós. Nefndin náði að mestu saman um annan megintilgang starfsins, þ.e. hvernig haga skuli vinnu við fram- tíðarstefnumótun fram til 2010. Um hitt meginverkefnið náðist hins veg- ar ekki samstaða. Fulltrúar orku- fyrirtækjanna vildu ganga lengra í úthlutun leyfa en meirihluti nefnd- arinnar og sú sem þetta ritar vildi ganga mun skemur í þeim efnum. Þannig má segja að nefndin sé þrí- klofin í afstöðu sinni. Þó skýrslan eigi að geta auðveld- að áframhaldandi vinnu við stefnu- mörkun um náttúruvernd og auð- lindanýtingu þá er það dapurlegt að ekki skyldi nást samstaða um að hefta að einhverju marki orkuöfl- unaráform vegna stór- iðju til 2010. Nú liggur það fyrir að orkufyr- irtækin stefna einbeitt að orkuöflun vegna fjögurra stóriðjuverk- efna sem stefna stjórn- valda hefur alið af sér: Stækkun álversins í Straumsvík, nýtt álver á Húsavík, nýtt álver í Helguvík og lokaáfangi stækkunar álversins á Grundartanga. Þegar staða útgefinna rann- sóknarleyfa er könnuð kemur í ljós að þau eru öll veitt með forgangi að nýtingu. Af því leiðir að orkufyrirtækin eru komin með öll sín áform í skjól og ekki líklegt að hægt verði að vinda ofan af þeim að neinu leyti, nema til komi kraftmikil andstaða þjóðarinnar í Alþing- iskosningunum framundan. Stefna VG í auðlinda- og orku- málum Sem fulltrúi Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs í nefndinni hlaut ég í afstöðu minni að taka mið af stefnu flokksins í auðlinda- og orkumálum. Við nýtingu endurnýj- anlegra náttúruauðlinda þarf að mati VG að gæta þess að höfuðstóll þeirra sé í engu skertur og þeim sé ekki varið til mengandi stóriðju. Þingflokkur VG hefur haft sérstöðu á Alþingi þegar lagasetning um orkumál hefur verið þar til umfjöll- unar. Þannig lagði hann til að sér- staða íslensks raforkumarkaðar yrði viðurkennd og ekki yrðu inn- leiddar hér sameiginlegar reglur um innri markað á sviði raforku. Þá lagðist þingflokkurinn gegn breyt- ingum á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, sem gerðar voru á síðasta löggjaf- arþingi. VG hefur beitt sér fyrir breyttri stjórnsýslu auðlindamála og vill efla umhverfisráðuneytið sem meg- instjórnstöð auðlindamála. Rökrétt væri því að forræði orkumála færð- ist frá iðnaðarráðuneyti til umhverf- isráðuneytis, þ.m.t. forysta um vinnu að rammaáætlun. Ég lít því á það sem ávinning að starfshópur sá, sem nefndin leggur til að móti lang- tímastefnuna verði á forræði for- sætisráðherra. Stend ekki að ákvæði til bráða- birgða Tillaga meirihluta nefndarinnar að úrlausn mála uns framtíð- arstefna um verndun og nýtingu hefur verið mörkuð er að mínu mati óásættanleg. Í henni felst í raun að fórnað yrði víðfeðmum og við- kvæmum svæðum sem eðlilegra væri að fengju umfjöllun á vett- vangi starfshópsins sem marka á framtíðarstefnuna. Langflest þau nýtingaráform sem nú eru uppi varða fyrirætlanir um mengandi stóriðju sem VG hefur lýst andstöðu við og ganga m.a. gegn þeim mark- miðum sem Ísland hefur skuld- bundið sig að fylgja. Afstaða mín varðandi þau rann- sóknarleyfi, sem þegar hafa verið gefin út er sú að þau eigi ekki að halda gildi sínu nema að ákveðnu lágmarki. Telja má eðlilegt að lokið verði þeim rannsóknarþætti sem þegar er byrjað á, en að ekki verði hafnar frekari boranir á svæðunum fyrr en ljóst er hver lokanið- urstaðan verður um verndun eða nýtingu þeirra. Þ.a.l. ætti ekki held- ur að gefa út nýtingarleyfi á grund- velli gildandi rannsóknarleyfa fyrr en Alþingi hefði fjallað um og sam- þykkt framtíðarstefnu um nátt- úruvernd og auðlindanýtingu. Og alls ekki að gefa út ný rann- sóknaleyfi hvorki vegna jarðhita né vatnsafls fyrr en framtíðarstefnu- mörkun er lokið. Við verklok Við verklok tel ég mikilvægt að lýsa því sjónarmiði mínu að stærsta brotalömin í áliti meirihluta nefnd- arinnar sé í tillögunni um að fyrsti áfangi rammaáætlunar skuli lagður til grundvallar leyfisveitingum. Ég tel nauðsynlegt að væntanlegur starfshópur um langtímastefnu- mörkun láti yfirfara alla þá kosti fyrsta áfangans sem fengið hafa ófullnægjandi umfjöllun til þessa. Fyrst að því loknu og eftir rækilega umfjöllun Alþingis væri hægt að leggja þennan áfanga rammaáætl- unar til grundvallar við leyfisveit- ingar í framtíðinni. Af því sem hér kemur fram sést að stórpólitísk álitaefni bíða úr- lausnar sem þjóðin þarf að taka af- stöðu til. Þannig er starf nefnd- arinnar aðeins upphafið að viðamiklu verkefni sem felur í sér stefnumörkun um á hvern hátt sé best að tryggja verndun auðlind- anna og stýra sókn manna í þær. Fyrirvari við skýrslu auðlindanefndar Kolbrún Halldórsdóttir kynnir fyrirvara sinn við álit og skýrslu auðlindanefndar » ...stórpólitísk álita-efni bíða úrlausnar sem þjóðin þarf að taka afstöðu til. Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður VG og átti sæti í auðlindanefnd HVAÐ ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þetta er spurning sem dynur á okkur frá blautu barnsbeini. Við viljum verða bílstjórar og hár- greiðslukonur, flugkonur eða söngv- arar. Ýmislegt er það sem við kjós- um sem börn og ekkert endilega það sama og foreldrarnir sjá fyrir sér í framtíð- inni. En hvar börnin búa á ekki að koma í veg fyrir að þau geti valið sér hvaða fram- tíðarstarf sem er þeg- ar þau vaxa úr grasi. Þegar við hugum að atvinnuuppbyggingu á landinu þurfum við að líta fram á við en ekki eingöngu til núsins. Íslensk stjórnvöld hefur skort þessa framsýni. Þau leggja áherslu á núið, að setja plástur á núið án þess að kanna hvernig grær til framtíðar. Lands- byggðin hefur fengið að blæða á und- anförnum árum og áratugum. Störfum hefur fækkað úti á landsbyggðinni og þau orðið fábreyttari. Þetta hefur leitt til þess að íbúar landsbyggð- arinnar hafa neyðst til að leita til höfuðborgarinnar í leit að störfum við hæfi. Ungt fólk snýr ekki aftur heim að lokinni menntun einfaldlega vegna þess að störf við hæfi vantar. Því miður hefur stefna stjórnvalda verið sú að setja plástur á þetta mein. Plásturinn endist einungis í skamma stund en ekki til fram- búðar. Stóriðja á að bjarga öllu, enda mörg störf þar í boði á einu bretti. En er það framtíðin? Eru þetta þau fjölbreyttu störf sem kalla á menntafólkið aftur heim í hérað? Eru þetta störfin sem við viljum börnum okkar eftir nám þeirra í framtíðinni? Það þýðir ekki að einblína á eina lausn heldur þarf landsvæðið að verða sjálfbært atvinnusvæði. Það fæst með samhentu pólitísku átaki þar sem hið opinbera fer í broddi fylkingar. Hjá hinu opinbera eru gríðarmörg störf sem ekki þurfa að vera innt af hendi á höfuðborg- arsvæðinu. Stjórnvöld hafa á stund- um rekið augun í þetta en þau hafa viljað færa bjargið í heilu lagi í stað þess að taka eitt skref í einu. Drop- inn holar steininn og með einföldu átaki má snúa þessari þróun við. Það má auðveldlega sér- merkja þau opinberu störf sem ekki krefjast ákveðinnar staðsetn- ingar. Þetta hefur verið gert í jafnréttisátaki hins opinbera og nú er komið að því að jafna hlut íbúa landsbyggð- arinnar. Með réttu hug- arfari má auðveldlega finna nokkur hundruð störf innan hins op- inbera sem alls ekki þurfa að vera unnin á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfarið má hvetja einkageirann til að gera slíkt hið sama og aug- lýsa sérstaklega eftir fólki á landsbyggðinni í ákveðin störf hjá sér. Sveitarfélögin, sem vissulega sjá sér hag í fjölgun starfa á svæð- inu, geta ef til vill lagt sín lóð á vogarskálarnar. Þau gætu jafnvel fyrst um sinn lagt fram hús- næði við hæfi, en víða á landinu hafa sveitarfélögin leyst til sín yfirgefið húsnæði sem nú er vannýtt. Má ætla að það myndi fljótt borga sig til baka ef starfsmennirnir fengju tímabund- ið inni í þessu húsnæði á meðan verkefnið væri þróað. Þessi lausn er ekki skyndilausn, þar sem gríðarleg innspýting pen- inga og fólks yrði á svæðinu á einu bretti, með tilheyrandi fórnarkostn- aði. Hér er verið að huga að framtíð- inni, einu starfi fylgir fjölskylda sem kallar á þjónustu og þá fleiri störf handa íbúum svæðisins. Með þess- um hætti má hægt og rólega, en þó af festu, fjölga markvisst störfum um allt land, í samræmi við þarfir íbúanna. Við græðum til framtíðar Helga Vala Helgadóttir skrifar um atvinnuuppbyggingu Helga Vala Helgadóttir » Því miðurhefur stefna stjórnvalda ver- ið sú að setja plástur á þetta mein. Höfundur er laganemi og fjölmiðla- kona og sækist eftir 2.–3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi. ALFREÐ Þorsteinsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Orku- veitunnar og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýnir eftirmann sinn, Guðlaug Þór Þórðarson alþing- ismann. Guðlaugur tók við stjórn- arformennsku í Orkuveitunni í vor sem fulltrúi meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks. Tilefnið er það sem Al- freð kallar „óverðskuldað sjálfshól“ vegna stefnubreytingar á fyrirhugaðri frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Það er rétt að taka undir með Alfreð hvað þetta mál varðar. Á fundi borgarstjórnar 6. júní lagði ég fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd okkar Vinstri grænna: „Borgarstjórn samþykkir að óska eftir því að OR/Klasi dragi til- lögur að skipulagi sumarhúsa- byggðar við Úlfljótsvatn til baka og allt málið verði endurskoðað frá grunni.“ Eftir nokkrar um- ræður um málið og skoðanaskipti sameinuðumst við Alfreð og Guð- laugur Þór um breytingartillögu og samþykkti borgarstjórn sam- hljóða tillöguna þannig breytta: „Borgarráð samþykkir að óska eftir því að OR/Klasi endurskoði fyrirliggjandi tillögur að skipulagi sumarhúsabyggðar við Úlfljóts- vatn og málið verði endurskoðað í heild sinni.“ Þannig er alveg ljóst að það var fyrir frumkvæði okkar Vinstri grænna að málið var tekið upp og hefur nú fengið farsælan endi því fyrirhugðum sumarhúsum hefur verið fækkað úr 600 í 60. Það er manndómsbragur að því hjá Al- freð að vekja athygli á frumkvæði Vinstri grænna í málinu. Skyldi Guðlaugur Þór reynast sami drengskaparmaður? Árni Þór Sigurðsson Meira af stolnum fjöðrum Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. TRAUST borgaranna á stjórn- sýslu hins opinbera er frumskilyrði þess að hér á landi fái þrifist virkt lýð- ræði. Í dag skipum við okkur á bekk með þeim þjóðum sem hvað best gera í þessu efni en bet- ur má ef duga skal. Staðan Við búum enn við úr- elt og hálfhulið ráð- herraræði. Ákvarðanir bera þess merki að vera teknar utan og ofan við þá farvegi sem þær eiga að vera í. Þetta birtist hvað best í nýlegum upplýsingum um íslenska leyniþjón- ustu sem svo vel var falin að enginn vissi af henni nema innvígðir sjálf- stæðismenn. Allt frá miðri síðustu öld hafa þeir rekið slíkt fyrirbæri í ráðu- neytum sínum og undirstofnunum. Engin stofnun samfélagsins virðist þess umkomin að taka á málinu en þjóðin og þeir einstaklingar sem þol- að hafa mátt skerðingu á persónu- frelsi sínu eiga kröfu til þess. Þeir stjórnmálmenn sem ábyrgð bera verða að axla ábyrgð á undir- málum sínum gagnvart þjóðinni. Þetta er einn- ig augljóst við skipan æðstu embætta þar sem fyrst er litið á stjórnmálaviðhorf, ætt- erni og ítök en minna hugað að menntun og hæfni þeirra sem til greina koma. Þetta er óviðunandi og ljóst að stjórnsýslan getur ekki annast um eftirlit með sjálfri sér líkt og er í dag. Alþingi þarf að koma að skipan æðstu embættismanna og hafa virkara eftirlit með framkvæmd stjórnsýslunnar. Ráðherrar verða að þurfa að standa Alþingi betri skil starfa sinna í stað þess að geta skotið sér í skjól stjórnarmeirihluta og kom- ið í veg fyrir opna og lýðræðislega umræðu um störf sín og fyrirrennara sinna. Nauðsynlegar breytingar Setja verður skýrar reglur um veit- ingu embætta og tryggja aðkomu Al- þingis að ákvarðanatöku um veitingu æðstu embætta innan stjórnsýsl- unnar og ekki síst innan dómsýsl- unnar. Samhliða verður að ætla minnihluta Alþingis og alþing- ismönnum öllum vettvang til þess að rannsaka og upplýsa mál er varða at- hafnir æðstu embættismanna þjóð- arinnar. Stjórnmálamönnum er ætlað sífellt minna hlutverk við beina stjórnun efnahagslífsins og það er vel. Hins vegar verður að gæta þess að stjórnmálamenn eru umboðsmenn þjóðarinnar gagnvart efnahagslífinu og höfundar og gæslumenn þeirra leikreglna sem þar gilda. Jafnframt ber, þrátt fyrir að sífellt meiri al- mannaþjónusta sé að komast á hend- ur einkaaðila á markaði, að gæta þess að ekki verði dregið úr skyldum hins opinbera til þess að tryggja að einnig sá hluti stjórnsýslunnar lúti gegnsæj- um, einföldum og lýðræðislegum leik- reglum. Það er verk að vinna Ég tel að Samfylkingunni sé best treystandi til þess að vinna þau í sátt við allt samfélagið. Ég hvet þig ein- dregið til þess að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi 4.11 næstkomandi og leggja þitt af mörkum til að móta sterkan og frambærilegan framboðs- lista í kjördæminu. Ég vil taka 2.–3. sætið á þeim lista og óska eftir stuðn- ingi þínum. Gegnsæ og opin stjórnsýsla Magnús M. Norðdahl skrifar um virkt lýðræði » Setja verður skýrarreglur um veitingu embætta og tryggja að- komu Alþingis að ákvarðanatöku um veit- ingu æðstu embætta innan stjórnsýslunn- ar... Magnús M. Norðdahl Höfundur er lögfræðingur ASÍ og býður sig fram í 2.–3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.