Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í TILEFNI þess að RÚV-Sjónvarp
fagnar nú 40 ára starfsafmælinu sínu
senda Táknmálsfréttir stofnuninni
innilegar hamingjuóskir á tímamót-
um.
Þó svo táknmálsfréttir séu lítill
hluti af framleiðslu sjónvarpsins á
innlendu útsendingarefni stofnunar-
innar er það að segja að táknmáls-
fréttir eru mikilvægar áhorfendum
þeirra, heyrnarlausum sem hafa
táknmál að fyrsta máli sínu. Tákn-
málsfréttir eru löngu orðnar að föst-
um tilverupunkti í daglegu lífi þessa
fólks, svona rétt eins og sjöfréttirnar
í sjónvarpinu eru almenningi. Í tákn-
málsfréttum eru sagðar helstu frétt-
ir dagsins, tíminn er það naumur að
frásögn af hverri frétt verður að vera
vel sögð, hnitmiðuð og án allra end-
urtekninga. Það gefur líka augaleið
að táknmálsfréttirnar gera þessum
hópi táknmálstalandi kleift að fylgj-
ast með hvað er að gerast í þeirra
eigin landi sem og þeim úti í heimi á
sínu máli.
Fyrsta útsending táknmálsfrétta
var 1. nóvember 1980. Þessi útsend-
ing átti sinn aðdraganda sem Félag
heyrnarlausra og Foreldra- og
styrktarfélag heyrnardaufra stóðu
að sem og Esperantistafélagið Au-
roro en það félag samdi ályktun sem
byggðist á 19. grein mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og
var Ríkisútvarpið beðið meðal ann-
ars í ályktuninni að flytja á táknmáli
vikulegt yfirlit frétta í sjónvarpi.
Þetta var 14. desember 1979 og var
ályktunin send yfirstjórn Rík-
isútvarpsins, útvarpsráði og útvarps-
stjóra og þeir beðnir að halda í heiðri
þessi mannréttindi sem um getið var
í mannréttindayfirlýsingunni. Mál-
inu var svo fylgt eftir og 1. október
1980 var textaður útdráttur birtur í
lok fréttatíma og mánuði síðar, 1.
nóvember 1980, urðu táknmálsfréttir
að veruleika og urðu þar með fastur
liður í dagskrá Sjónvarpsins. (Heim-
ild: Heyrnarlausir á Íslandi, sögulegt
yfirlit, útg. 1989, bls 158–161.)
Ég vil með þessari grein koma
þeirri hugsun margra sem horfa á
táknmálsfréttir til skila að Sjón-
varpið er að sinna mikilvægu hlut-
verki með því að hafa þær, þetta eru
sjálfsögð mannréttindi og það er sér-
stakt gleðiefni að þær séu tryggðar í
rekstri Sjónvarpsins til jafns við aðra
fasta dagskrárþætti Sjónvarpsins.
Enn og aftur til hamingju með af-
mælið og bestu framtíðaróskir.
F.h. táknmálsfréttaþula,
SIGURLÍN MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR,
táknmálsþula.
Táknmálsfréttir
í RÚV –Sjónvarp
Frá Sigurlín Margréti
Sigurðardóttur:
STÚDENTAR mæla með þekking-
arþjóðfélagi. Menntamál eru at-
vinnumál og aukin menntun þjóð-
arinnar skilar sér í fjárhagslegum
og andlegum gróða þjóðfélagsins.
Útgjöld stjórnvalda til háskólamála
eru skammarlega lág miðað við það
sem gengur og gerist á Norð-
urlöndum.
Stúdentar mæla með jafnrétti til
náms. Jafnrétti til náms verður ekki
tryggt með upptöku skólagjalda eða
fjöldatakmörkunum. Háskóli Ís-
lands sinnir hlutverki þjóðskóla, þar
sem allir eiga að geta sótt gæða-
menntun.
Stúdentar mæla með nýsköpun.
Bjóða verður hátækni- og nýsköp-
unarfyrirtækjum sanngjarnt rekstr-
arumhverfi til að þau geti blómstrað
á alþjóðlegum vettvangi. Menntun
er forsenda fyrir nýsköpun.
Stjórnmálamenn geta ekki huns-
að kröfur þúsunda háskólanema,
þúsunda atkvæða nota bene, um
skýra stefnu í menntamálum. Stúd-
entar mæla með menntun og því
hvetjum við alla, og ekki bara há-
skólanema, til að sýna stuðning í
verki.
Í dag kl. 15.30 munu stúdentar
við Háskóla Íslands og velunnarar
þeirra safnast saman á Austurvelli
og mæla með háskólamenntun.
Löngu er orðið tímabært að stjórn-
málaflokkar landsins gefi skýr svör
um stefnu þeirra í menntamálum og
þá sérstaklega málefnum há-
skólastigsins. Undirskriftasöfnun til
stuðnings menntunar fer fram á
www.student.is/undirskriftir.
STEINDÓR G. JÓNSSON,
ALMA JOENSEN
Stúdentaráði.
Mælum með menntun
Frá Steindóri Grétari Jónssyni og
Ölmu Joensen:
Steindór Grétar
Jónsson
Alma Joensen
ÉG ER búinn að standa í ströggli í
nokkra mánuði við þá sem gefa út
Fréttablaðið um að fá ekki blaðið
sent. En það kemur alltaf aftur og
aftur. Ég er við það að gefast upp og
velti því fyrir mér hvort ég eigi að
sitja fyrir blaðberanum. Ég hef stað-
ið í rökræðum við símadömurnar
(þjónustufulltrúa) hjá Fréttablaðinu
og þær lofa því æ ofan í æ að láta vita
að ég vilji ekki blaðið.
En allt kemur fyrir ekki, eftir
nokkra daga fer blaðið að berast inn
um lúguna hjá mér aftur. Síðast þeg-
ar ég hringdi var símadaman eða
þjónustufulltrúinn bara nokkuð góð
með sig og sagði mér að ég ætti bara
að útbúa miða og setja á lúguna þar
sem ég bæðist undan því að fá blaðið.
Ég svaraði að ég væri ekki með
límmiðafyrirtæki og þeir ættu þá
bara sjálfir að skaffa miðana. Þar að
auki hef ég aldrei beðið um að fá
þetta blað. Ég er með miða á lúgunni
sem segir „Enginn fjölpóstur“ en
samt lendi ég iðulega í því að rífast
við bréfberana um hvað sé fjöl-
póstur. Svo ég spyr, hvað er fjöl-
póstur?
Mér datt nú bara í hug að skrifa
þetta í Morgunblaðið þar sem ég var
að lesa fréttina um það að Danir af-
þakki fríblöðin í sífellt meira mæli.
Og neytendasamtökin þar í landi
skaffa þeim miða með þeim skila-
boðum. Er ekki hægt að reyna að
koma þessu í gegn hér? Ég er t.d.
óánægður neytandi sem er þving-
aður æ ofan í æ til að bera Frétta-
blaðið í ruslatunnuna mína.
Kannski er ég að eyða kröftum
mínum á vitlausum stöðum, en hvað
get ég gert?
ÁKI SNORRASON
Suðurholti 1, Hafnarfirði.
Afþökkun fríblaða
Frá Áka Snorrasyni:
HREYFING er nokkuð sem er
sjálfgefið þeim sem eru heilbrigðir.
Að geta gengið, hlaupið og hreyft sig
á eðlilegan hátt er
sjálfsagður hluti af lífi
þeirra. Þetta er hins-
vegar alls ekki sjálf-
gefið hjá flestöllum
sem eru með gigt-
arsjúkdóma.
Hvað er það sem
veldur því að fólk með
gigt getur ekki gengið
eða hreyft sig eins og
aðrir? Ástæðurnar
geta verið margar, en
það sem helst hamlar
eru verkir, stirðleiki,
þreyta og orkuleysi.
Margir sem eru heilbrigðir eiga erfitt
með að skilja þetta, sér í lagi þar sem
verkir og þreyta eru ekki sýnileg.
Gigtin er sveiflukennd þannig að
suma daga getur gigtarfólk meira en
aðra og mörgum reynist erfitt að að-
lagast þeim breyttu mörkum sem
gigtin setur þeim. Að takast á við líf
með langvinnan sjúkdóm getur kraf-
ist mikillar aðlögunar og á það ekki
bara við þann sem er með sjúkdóm-
inn, heldur alla fjölskyldumeðlimi.
Hjá sumum breytir gigtin öllum þátt-
um daglegs lífs.
Regluleg hreyfing er gríðarlega
mikilvæg fyrir fólk með gigt. Aukinn
vöðvastyrkur og úthald skilar sér
margfalt. Þó gigtarfólk stundi reglu-
lega þjálfun eða hreyf-
ingu er ekki hægt að
lofa þeim betri líðan, en
að vera í betra lík-
amlegu formi auðveldar
þeim að takast á við
hindranir í daglegu lífi.
Hreyfingu verður að
aðlaga ástandi sjúk-
dómsins hverju sinni.
Sumir eru verri á
morgnana, aðrir á
kvöldin. Líðan getur
einnig verið misjöfn yfir
daginn og jafnvel milli
daga. Engu að síður
skiptir regluleg hreyfing miklu máli.
Ef þörf er á, er hægt að leita aðstoðar
sjúkraþjálfara til að fá ráðleggingar
um æskilega þjálfun og hreyfingu.
Hingað til hefur gigtarfólk ekki
verið áberandi hópur í samfélaginu
þrátt fyrir að hópurinn sé stór, en
núna ætlum við að láta á okkur bera.
Í dag, 12. október, stendur Gigt-
arfélagið fyrir göngu sem fyrst og
fremst er ætluð fólki með gigt og að-
standendum þess. Upphitun hefst kl.
17.20 á Lækjartorgi, síðan verður
gengið upp Bankastræti og Skóla-
vörðustíg og göngu slitið við Hall-
grímskirkju. Fyrir þá sem eiga mjög
erfitt með gang er hægt að koma inn
í gönguna við Bergstaðastræti.
Gangan er táknræn til að sýna að það
er á brattann að sækja fyrir gigt-
arfólk og þess vegna göngum við upp
í móti.
– Við göngum til að sýna að við er-
um mörg sem erum með gigt-
arsjúkdóma sem stoppa okkur í
ýmsu, en sem einnig gefur okkur
aðra lífssýn.
– Við göngum með von um að
virkja aðra sem eru í sömu sporum
og gera okkar stóra hóp sýnilegan í
samfélaginu.
– Við göngum til að vekja athygli á
alþjóðlega gigtardeginum sem er í
dag og kjörorðið um allan heim er
„Af stað“.
– Við göngum til að vekja athygli á
30 ára afmæli Gigtarfélags Íslands
og þeirri miklu starfsemi og þjónustu
sem þar fer fram.
– Við göngum til að minna á að þó
við getum hvorki gengið eins hratt né
eins langt og okkur langar getum við
samt verið með!
Gigtarfólk, sýnum samstöðu og
mætum í gönguna!
Gigtargangan
– Af hverju
göngum við?
Svala Björgvinsdóttir fjallar
um hreyfingu og gigt
Svala Björgvinsdóttir
»Regluleg hreyfing ergríðarlega mikilvæg
fyrir fólk með gigt. Auk-
inn vöðvastyrkur og út-
hald skilar sér margfalt.
Höfundur er verkefnastjóri fræðslu
hjá Gigtarfélaginu.
ÍSLAND hefur sóst eftir kosn-
ingu til setu í Örygg-
isráði Sameinuðu
þjóðanna árin 2009–
2010 ásamt tveimur
öðrum frá Evrópu.
Ráðið skipar fimmtán
aðildarríki en af þeim
hafa fimm stórveldi
fast sæti auk þess sem
þau hafa neitunarvald.
Allsherjarþingið kýs í
Ráðið tíu önnur aðild-
arríki, hvert til
tveggja ára.
Framboð Íslendinga
til Öryggisráðsins er
umdeild aðgerð. Kostnaður við
framboðið er talsverður.
Greinarhöfundur telur að Íslend-
ingar eigi erindi í Öryggisráðið.
Hvort tímasetning framboðs okkar
nú sé hentug skal ekki fullyrt. Ís-
lendingar eiga mjög líklega stuðn-
ing Norðurlandaþjóðanna. En eig-
um við vísan stuðning annarra
þjóða? Tyrkland og Austurríki eru
sterkir frambjóðendur og eiga
væntanlega stuðning fjölmargra
þjóða.
Hvað sem því líður mun seta
okkar í Öryggisráðinu, ef til kemur,
marka tímamót í þeirri viðleitni
okkar til að axla
aukna ábyrgð varð-
andi alþjóðleg öryggis-
mál. Í Öryggisráðinu
munum við með okkar
atkvæði eiga mögu-
leika á að hafa áhrif á
gang mála. Ríkisstjórn
Íslands hefur rætt um
að styðja mögulegar
breytingar á Örygg-
isráðinu. Breytingar í
svo stórri stofnun ger-
ast hvorki hratt né
auðveldlega. Vænleg-
ast til árangurs er
þegar mörg ríki standa að baki
breytingartillögum. Ég tel að til-
laga sem felur í sér að auka beri
fjölda þeirra ríkja sem hafa neit-
unarvald sé þó fremur óraunhæf.
Þau fimm ríki sem hafa haft neit-
unarvald frá upphafi munu vera
treg til að samþykkja að fleiri bæt-
ist í þann hóp. Hins vegar mætti
vel leggja til að fjölga þeim ríkjum
sem kosin eru til tveggja ára í
senn. Öryggisráðið hefur legið und-
ir gagnrýni um hversu svifaseint
það er í að bregðast við. Íslend-
ingar geta verið þátttakendur í til-
lögum sem miða að því að auka
skilvirkni Öryggisráðsins. Önnur
markmið sem ríkisstjórn Íslands
hefur talað um að beita sér fyrir er
afvopnunarmál og takmörkun á út-
breiðslu gereyðingarvopna.
Með setu gefst tækifæri til að
taka þátt í ákvörðunum í þessum
málaflokkum. Seta okkar í Örygg-
isráðinu mun án efa einnig hafa
ýmiss konar óbein áhrif okkur í
hag. Með framboðinu fylgir mikil
kynning á landi og þjóð og myndun
nýrra vina- og menningartengsla.
Alþjóðlegt samstarf er þjóðinni
mikilvægt, bæði svæðisbundið sam-
starf og Evrópusamstarf. Aðild Ís-
lendinga að Sameinuðu þjóðunum
hefur skilað miklu. Í slíkum sam-
tökum þar sem ein þjóð hefur eitt
atkvæði geta smáþjóðir eins og Ís-
lendingar orðið sterkar. Áherslan
er ekki á fjölda þegna heldur á
sjálfstætt, fullvalda ríki. Í Örygg-
isráðinu eiga Íslendingar eins og
aðrar þjóðir sitt atkvæði. Saga Ís-
lendinga í Sameinuðu þjóðunum
felur í sér ýmsa sigra. Íslendingar
hafa á þessum vettvangi t.d. staðið
vörð um hafréttarmál sín og oft
hagað málum í samræmi við eigin
sannfæringu, innsæi og þann hæfi-
leika að geta sett sig í spor ann-
arra þjóða. Þetta má sjá ef litið er
yfir söguna t.d. hvernig Íslendingar
studdu margar nýlendurnar í bar-
áttu sinni til fullveldis. Eins hafa
Íslendingar sýnt staðfestu þegar
fjallað hefur verið um afvopn-
unarmál og mengunarmál á þingi
Sameinuðu þjóðanna.
Eiga Íslendingar
möguleika á aðild 2009?
Kolbrún Baldursdóttir skrifar
um aðild Íslendigna að Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna
» Greinarhöfundur tel-ur að Íslendingar
eigi erindi í Örygg-
isráðið.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er varaþingmaður og býður
sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050