Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 43

Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 43 Elsku Jói afi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Takk fyrir allt. Þínir afa- strákar, Guðjón Már og Arnór Már. HINSTA KVEÐJA ✝ Jóhannes BjarniJónsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 5. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Eva Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 22. ágúst 1908, d. 16. desember 1993, og Jón Hjaltason vega- verkstjóri, f. 29. mars 1898, d. 7. des- ember 1972. Systk- ini Jóhannesar eru Hjalti Ólafur, f. 5. október 1926, d. 25. ágúst 2006, Ragnheiður Elín, f. 9. desember 1927, og Sæbjörg Elsa, f. 30. des- ember 1941. Sonur Jóhannesar og Guð- bjargar Lilju Pétursdóttur, f. 14. spítala og Kópavogshæli. Jóhannes tók virkan þátt í félagsstarfi sam- taka rafvirkja. Fljótlega eftir að hann hóf nám í rafvirkjun var hann kominn í forystu Félags nema í rafiðnum, var þar ma kjör- inn ritari. Var ætíð í samninga- nefndum og trúnaðarmaður á sín- um vinnustöðum. Var ritari í stjórn Félags íslenskra rafvirkja frá 1973–1977 og síðar endurskoðandi félagsins um langt árabil. Jóhann- es var virkur þátttakandi við stofn- un Rafiðnaðarsambands Íslands árið 1970 og var í miðstjórn sam- bandsins til ársins 1976 og fulltrúi þess á öllum þingum sambandsins til ársins 1996. Hann hlaut gull- merki Félags íslenskra rafvirkja árið 1991. Útför Jóhannesar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. ágúst 1955, er Atli Már, f. 20. maí 1973. Kona hans er Líney Björg Sigurðardóttir, f. 4. nóvember 1972. Synir þeirra eru Guð- jón Már, f. 10. júlí 2001, og Arnór Már, f. 18. apríl 2004. Jóhannes nam raf- virkjun við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1961. Meistari hans var Eiríkur Þorleifs- son. Áður starfaði hann á kaupskipum.Hann starfaði lengi við raforkuframkvæmdir hjá Landsvirkjun og síðar við há- spennudreifikerfi hjá RARIK, hjá Bræðrunum Ormsson og Sam- virkja. Síðustu starfsárin var hann rafvirkjameistari við Vífilstaða- Elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessu ljóði langar okkur að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við trúum því að nú líði þér betur – bet- ur en þér hefur liðið síðastliðin fimm ár. Nú getur þú haldið áfram að segja sögur, haft skoðanir á hlutun- um, gengið um, skrifað allt sem þig langar, lært meira og bara allt sem þig hefur dreymt um að gera síðustu ár. Guð veri með þér. Þinn sonur og tengdadóttir, Atli Már og Líney Björg. Látinn er í Reykjavík Jóhannes Bjarni Jónsson rafvirkjameistari. Vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Kynni okkar Jóa, svo sem hann var oft nefndur, hófust á ár- unum 1973–1974, en áður hafði hann vissulega vakið athygli mína á fund- um í Félagi íslenskra rafvirkja, þar sem hann var ófeiminn við að segja meiningu sína. Jói var mikill verka- lýðssinni og vildi hag rafvirkjastétt- arinnar sem mestan. Hann vann marga stundina fyrir félaga sína, ýmist sem trúnaðarmaður á vinnu- stöðum, eða í samninganefndum. Frá árinu 1974 varð kunningsskapur okkar Jóa nánari. Ég átti þá um sárt að binda eftir fráfall fyrri konu minnar og naut ég þá vináttu Jó- hannesar sem og Jóns Norðdahl vin- ar hans. Er mér í minni að á árinu 1975 fórum við Jói saman til Horna- fjarðar að sækja bifreið sem Jói átti, en hann starfaði við uppbygginguna á Neskaupstað eftir hina válegu at- burði er snjóflóðin féllu þar. Hafði Jói ásamt félögum verið á ferð í bíln- um er snjóflóð féllu yfir veginn bæði fyrir framan sem og aftan bílinn. Voru þeir þar hætt komnir, en bílinn varð Jói að skilja eftir fyrir austan til viðgerðar. Við flugum sem sagt til Hornafjarðar og gistum um nóttina á hótelinu þar. Daginn eftir lögðum við síðan af stað til Reykjavíkur í fallegu veðri, sól og blíðu og gekk ferðin með ágætum. Jóhannes starfaði víða sem rafvirki. Hann vann m.a. hjá Bræðr- unum Ormsson, Hannesi Vigfússyni og Rafmagnsveitum ríkisins, en síð- ast starfaði hann sem rafvirkja- meistari hjá Ríkisspítölum á Vífils- stöðum og í Kópavogi. Hann var góður fagmaður og var vel látinn sem starfsmaður. Hann var hrein- skiptinn og einlægur og kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Hann hafði gaman af skoðanaskipt- um og marga rimmuna áttum við saman og höfðum báðir gaman af, þótt ekki værum við ætíð sammála um leiðir að settu marki. Jóhannes bjó lengi í Möðrufelli 3 í Reykjavík. Hann bjó sér þar hlýlegt heimili og var þar oft gestagangur, því hann var vinmargur og veitull. Hann var með fyrstu mönnum til að ræða stofnun lífeyrissjóðs fyrir raf- virkja á félagsfundum og gladdist þegar málið var í höfn. Með öðrum félögum sínum í Félagi íslenskra rafvirkja tók hann þátt í stofnun Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hlaut gullmerki Félags íslenskra rafvirkja, og á margan annan hátt var honum auðsýnd virðing og þakk- læti rafiðnaðarmanna fyrir vel unnin störf í þeirra þágu. Jóhannes varð að hætta störfum vegna alvarlegra veikinda fyrir um 5 árum. Hann lá lengi á Grensásdeild og var batinn hægur. Smám saman fór þó að rætast úr og var það mikið undur hvern bata hann fékk með tímanum. Þó var jafnvægisskynið horfið og kom ekki aftur. Hann var með fyrstu sjúklingum sem fluttust í Sóltún og þar leið honum eins vel og hægt var. Hann lét vel af dvölinni þar og var þakklátur fyrir frábæra umönnun starfsfólksins. Þrátt fyrir veikindin hélt hann sínu góða skapi. Þó var farið að gæta þreytu hjá hon- um síðustu mánuðina. Maður getur hvorki lifað né dáið, sagði hann við mig undir það síðasta. Við Sigurður Hallvarðsson hjá FÍR skiptumst á um að heimsækja Jóa eftir að hann varð veikur. Varði sú tilhögun með- an Sigurður hafði heilsu til. Eftir það reyndi ég að fjölga heimsóknum mínum til Jóa og flytja honum fréttir af félagsmálum og öðru því sem efst var á baugi. Hafði hann ætíð áhuga á því sem var að gerast í félags- og at- vinnumálum sem og menntunarmál- um rafiðnaðarmanna. Honum leist vel á þegar ég sagði honum að ég væri staðráðinn í því að fara til Pétursborgar og Moskvu nú í haust. Ekki þótti honum verra að ferðin var að hluta til skipulögð af MÍR. Fórum við saman yfir ferða- áætlunina, og rifjaði Jói þá upp ferð sem hann fór til Moskvu á 6. ára- tugnum og gaf mér góð ráð um hvað ég skyldi skoða. Ég spurði hann hvað ég mætti helst færa honum er ég kæmi til baka, en fátt varð um svör. Varð þó að samkomulagi að ekki myndi hann slá hendinni á móti fallegu merki með hamar og sigð, ef ég sæi slíkan hlut. Þannig fór að ég festi kaup á vasafleyg merktum með hamri og sigð ásamt litlu hulstri með 4 stálstaupum sem einnig bar hið umsamda merki. Vorum við báðir ánægðir er gjöfin var afhent. Ég heimsótti Jóhannes í síðasta sinn daginn áður en hann lést. Sýndi ég honum myndir úr ferðinni og vildi þá einnig svo til að ég tók af honum ljósmynd. Mun það sennilega vera síðasta myndin sem af honum var tekin. Jóhannesi Bjarna vil ég þakka góð kynni og vinskap gegnum árin. Árna ég honum allra heilla á nýjum veg- um. Góður maður er genginn. Atla Má og fjölskyldu ásamt öðrum ætt- ingjum viljum við Guðrún votta sam- úð okkar. Bjarni Sigfússon. Þegar ég fór að sækja fundi hjá Félagi íslenskra rafvirkja upp úr 1970 tók ég fljótlega eftir því hverjir voru í forsvari fyrir samtök rafiðn- aðarmanna. Jóhannes Bjarni var einn þessara manna. Hafði fé- lagslegan þroska á mjög háu stigi og hafði mjög gott stöðumat og var með góða útgeislun og framsetningu. Átti auðvelt með að koma skoðunum sín- um á framfæri og aflaði hann sér mikilla vinsælda og virðingar meðal rafiðnaðarmanna. Hann var eins og svo margir í verkalýðshreyfingunni, áhugamaður um öll þjóðmál, vel les- inn. Skapmikill hugsjónamaður sem fór mikinn í umræðum á fundum og á kaffistofum. Það er óhætt að segja að Jóhann- es Bjarni hafi verið í forystusveit rafiðnaðarmanna seinni helming síð- ustu aldar. Eftir að hann tók sveins- próf í rafvirkjun 1961 lét hann strax til sín taka með öflugri þátttöku í fé- lagsstarfi innan Félags íslenskra rafvirkja. Hann varð fljótt vel þekkt- ur meðal rafiðnaðarmanna sem mik- ill baráttumaður félagshyggju og jafnaðar í þjóðfélaginu og flutti eld- heitar þrumuræður á öllum fé- lagsfundum með hnefann reiddan á lofti. Þar fór stór maður þó svo hon- um væri skapaður lítill líkami. Gekk fremstur manna í öllum 1. maí kröfu- göngum og stóð fremstur meðal jafningja á öllum útifundum. Jó- hannes Bjarni var virkur þátttak- andi í undirbúningsvinnu við stofnun Rafiðnaðarsambands Íslands og var í miðstjórn sambandsins frá stofnun þess 1970 í 3 kjörtímabil og var fulltrúi Félags íslenskra rafvirkja á öllum þingum sambandsins til ársins 1996. Jóhannes Bjarni sat í fjöl- mörgum nefndum fyrir rafiðnaðar- menn og var ritari í stjórn Félags ís- lenskra rafvirkja og síðar endurskoðandi félagsins. Hann hlaut gullmerki félagsins árið 1991. Jóhannes Bjarni var ætíð í samn- inganefndum og trúnaðarmaður á sínum vinnustöðum. Ákaflega fylginn sér og gætti vel að í engu væri brotið á launamönnum og naut virðingar beggja vegna borðsins á samningafundum og útsjónasamur um hvernig mætti ná málum fram. Það skipti hann engu í þeim efnum hvort um væri að ræða rafiðnaðar- menn eða ekki, hann var ætíð kom- inn í fremstu víglínu til þess að verja réttindi fólks. Menntun rafiðnaðar- manna var honum hugleikin og hann fylgdist vel með framförum í rafiðn- aðargeiranum og var ætíð boðinn og búinn til þess að huga að því hvernig hægt væri að þróa nám rafiðnaðar- manna samfara tækniþróuninni og var óþreytandi við að hvetja sam- starfsmenn sína til þess að sinna vel endurmenntun svo þeir gætu treyst atvinnuöryggi sitt og krafist hærri launa. Með Jóhannesi Bjarna er genginn mikill og eftirtektarverður mannvin- ur, en naut ekki alltaf sannmælis fyrir þessa baráttu sína, eins og svo oft á við um hugsjónamenn. Þeir verða fyrir barðinu á úrtölumönnum og þá reynir oft á hversu harður skrápurinn er. Jóhannes Bjarni tók inn á sig ósanngjörn ummæli og sveið undan þeim og ræddi þau stundum í þröngum vinahópi. Það tókust strax mjög góð kynni með okkur Jóa litla eins og hann var svo nefndur í okkar hóp og leitaði ég oft til hans til þess að hlýða á álit hans á þeim málum sem til umræðu voru hverju sinni. Hann var traustur og góður vinur, góður drengur eins og við segjum. Fyrir hönd Rafiðnaðar- sambands Íslands færi ég Jóhannesi Bjarna þakkir fyrir hans miklu og óeigingjörnu störf fyrir rafiðnaðar- menn, reyndar alla launamenn. Ég færi syni Jóa, Atla Má og fjölskyldu hugheilar samúðaróskir frá rafiðn- aðarmönnum. Guðmundur Gunnarsson. Jóhannes Bjarni Jónsson ✝ Hrefna Guðjóns-dóttir fæddist á Brekastíg 14 í Vest- mannaeyjum 21. jan- úar 1940 og var sjö- unda í röðinni af níu börnum hjónanna Sigríðar Mark- úsdóttur, f. í Valst- rýtu í Fljótshlíð 1902, d. 1993, og Guðjóns Karlssonar, sjómanns og vél- stjóra, f. í Hafn- arfirði 1901, d. 1966. Hrefna ólst upp í til Svíþjóðar með unnusta sínum Smára Steingrímssyni, en þau gengu í hjónaband þar 1970 og fluttu síðan að Æsustöðum í Eyja- fjarðarsveit og tóku þar við búi af tengdaforeldrum hennar. Smári lif- ir konu sína og eru börn þeirra: 1) Steingrímur, f. 13.6. 1970, kvæntur Drífu Úlfarsdóttur og eiga þau fjögur börn; búsett í Kanada. 2) Hanna Sigríður, f. 14.10. 1971, í sambúð með Arnari Arngrímssyni og eiga þau tvö börn; búsett á Ak- ureyri. 3) Auður, f. 12.4. 1976, í sambúð með Indriða I. Stefánssyni; búsett í Kópavogi. Útför Hrefnu Guðjónsdóttur verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Reykjavík hjá for- eldrum sínum. Hún gekk í Laugarnes- skóla, var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum á Laugarvatni og tók Landspróf frá Gagn- fræðaskólanum við Vonarstræti. Hún starfaði um tíma í Englandi og Dan- mörku og eftir að hún sneri heim aftur vann hún hin ýmsu versl- unarstörf. Árið1969 flutti hún Hrefna frænka okkar er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hrefna var stórbrotin kona sem gaman var að ræða við. Hún var skarpgreind og víðlesin og hægt var að ræða við hana um alla hluti því að hún hafði skoðanir á öllum málum. Hún leyndi ekki skoðunum sínum og var oft á öndverðum meiði við aðra en var alltaf með svör á reiðum hönd- um af hverju hún var með eða á móti málefninu. Við hittum hana oft á síðasta ári þegar hún bjó hjá Auði dóttur sinni og voru það skemmtilegar stundir er við áttum saman. Hún lagði okkur lífsregl- urnar og hrósaði okkur mikið fyrir það sem við vorum að gera og heimili okkar. Hrefna var mjög minnug og mundi margar sögur frá fyrri tíð, t.d. af ömmu okkar og var alltaf jafngaman að hlusta á hana því að hún hafði skemmtilegan frá- sagnarmáta og óborganlegan húm- or. Það var stundum ótrúlegt að horfa á hana því að hún var svo lík ömmu okkar. Alltaf var gaman að koma í sveitasæluna á Æsustöðum og voru þrjú af okkur systkinunum í sveit á sumrin hjá Hrefnu og Smára. Við vottum Smára, Steingrími, Hönnu, Auði og öðrum aðstandendum hennar, okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Systkinin Grétar, Sigríður, Jóna, Hrafnhildur og Sólveig. Hrefna Guðjónsdóttir Þegar fallinn er frá Kristinn Jónsson, eða Kiddi eins og hann var alltaf kallaður, koma upp í hugann allar þær minningar sem hann gaf mér og mínum á okkar sameiginlegu lífsleið. Á uppvaxtarárum mínum var þess alltaf beðið með mikilli eft- irvæntingu ár hvert þegar Kiddi mætti í sveitina, bæði tilhlökkun að sjá á hvaða drossíu hann kæmi og svo hitt að fá smáglettni og stríðni í þokkabót. Eftir að nám mitt hófst í Reykjavík gekkstu mér í föðurstað og bjó eg hjá ykk- ur hjónunum á meðan á skóla- göngu minni stóð. Á þeim tíma kynntumst við enn betur og fékk Kristinn Jónsson ✝ SigurlaugurKristinn Jóns- son fæddist á Skára- stöðum í V-Hún. 12. október 1925. Hann andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 20. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 26. september. eg að sjá þann góða, blíða og hjálpsama manni sem gerði öll- um eins gott og mögulegt var. Þær voru ófáar skákirnar sem við tókum og skemmtum okkur vel. Eftir að skóla- göngu lauk og fugl- inn flaug úr hreiðr- inu var alltaf opið hús hjá þér og þinni elskulegu konu, henni Birnu frænku minni. Ætíð var höfðinglega tekið á móti mér og minni fjölskyldu. Minnisstætt er hvað við áttum frá- bærar stundir í mörg ár við Arn- arvatn bæði við byggingu skála þar og eins við veiðar. Einnig hvað góður kokkur þú gast verið, og gert silunginn gómsætan beint úr vatninu. Guð geymi þig á þeim stað sem þú ert á núna, og einlægar þakkir fyrir samverustundirnar. Elsku Birna og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Karl Ragnarsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.