Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 53

Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 53 Einhverjir skemmtilegustusjónvarpsþættir sem rekið hafa á mínar fjörur nefnast Arres- ted Developement og koma frá Bandaríkjunum. Þó eru greinilega ekki allir á sama máli því þriðja þáttaröð sjón- varpsþáttanna var heldur enda- slepp, einungis voru framleiddir 13 þættir í stað 22 vegna lélegs áhorfs. Sá síðasti var sýndur í Bandaríkjunum 10. febrúar fyrr á þessu ári. Þáttaraðirnar tvær og hálf standa þó eftir fyrir okkur áhuga- söm til áhorfs.    Arrested Developement er hug-arfóstur Hitchell nokkurs Hurwitz en meðal framleiðanda er leikstjórinn Ron Howard, sem jafnframt er sögumaður í þátt- unum. Howard fékk þá hugmynd fyrir um fjórum árum að gera gam- anþætti sem teknir væru á hand- heldar myndavélar og bæru því keim af raunveruleikaþætti, þó leikið væri. Hurwitz var annar handritshöfunda sem var haft samband við og hann lumaði á hugmynd um fjölskyldu sem væri viðriðin fjármálahneyksli, á borð við það sem skók fyrirtækið Enron á þeim tíma. Hugmyndinni var tekið fagnandi og afraksturinn Arrested Developement. Þættirnir fjalla um Bluth- fjölskylduna, foreldra og fjögur börn þeirra, tvö barnabörn og einn tengdason. Miðjusonurinn, Michael Bluth (Jason Bateman), tekur við fyr- irtæki föður síns, George (Jeffrey Tambor), sem situr í fangelsi fyrir innherjaviðskipti og fjársvik. Síð- ar kemur svo upp úr krafsinu að meðal viðskiptavina kauða eru Saddam Hussein. Michael neyðist ekki bara til að halda utanum illa rekið fyrirtækið heldur þarf líka að sinna drykk- felldri móður sinni, fégráðugum systkinum og syninum George Michael(!) (Michael Cera). Tengda- sonur fjölskyldunnar, Tobias (Dav- id Cross) er svo hýr á kantinum, hættir í vinnu sinni sem sálfræð- ingur og á sér þann draum heit- astan að verða leikari.    Fjöldi skrautlegra karakterafléttast svo inn í sögu fjöl- skyldunnar. Þar er fremstur með- al jafningja lögfræðingur fjöl- skyldunnar, hinn einskis nýti Barry Zukerkorn (Henry Win- kler). Ýmsir leikarar hafa tekið að sér gestahlutverk í þáttunum, meðal annarra Ben Stiller og Charlize Theron.    Eins og fyrr sagði eru þættirnirteknir með handheldum myndavélum, fjórum til fimm í einu, og hafa yfirbragð raunveru- leikasjónvarpsþátta. Margir gætu haldið að atriðin séu spunnin á staðnum en svo er ekki. Fyrirfram skrifuðu handriti var fylgt mjög nákvæmlega og það leikaranna að gera öll samtöl sem eðlilegust.    Styrkur Arrested Developementfelst fyrst og fremst í góðri persónusköpun. Karakterarnir eru flestir afburða vel leiknir og kostur að leikararnir eru fæstir mjög þekktir. Þó svo að bróðirinn Buster Bluth sé í miklu uppáhaldi er það unglingurinn George Michael sem er langsamlega fyndnasta persóna þáttanna og frábærlega leikinn af Michael Cera, svo dásamlega vandræðalegur.    Að lýsa efnistökum í þáttunum áeinhvern hátt væri eins og að útskýra brandara, afraksturinn verður klúður. Sjón er sögu rík- ari … Bluth-fjölskyldan fyndna » Að lýsa efnistökum íþáttunum á einhvern hátt væri eins og að út- skýra brandara, af- raksturinn verður klúð- ur. Sjón er sögu ríkari … Bluth fjölskyldan Michael (Jason Bateman), George Michael (Michael Cera), (Maeby) Alia Shawkat, Buster (Tony Hale), Tobias (David Cross), Lindsay (Portia de Rossi), Gob (Will Arnett), George (Jeffrey Tambor) og Lucille (Jessica Walter). birta@mbl.is AF LISTUM Birta Björnsdóttir fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17.00 Tónleikakynning Vinafélagsins í Sunnusal Hótels Sögu. Árni Heimir Ingólfsson kynnir efnisskrá tónleikanna. Dagskráin hefst kl. 16. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Boðið verður upp á veitingar. tónleikakynning vinafélagsins „Ævi Jóns var svipuð verkum hans, full af dramatík og stórum tilfinningum. Engar málamiðlanir.“ HILMAR ODDSSON, KVIKMYNDALEIKSTJÓRI sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn hermanns bäumer schola cantorum undir stjórn harðar áskelssonar Einsöngvarar gunnar guðbjörnsson bjarni thor kristinsson jón leifs: edda 1 – sköpun heimsins VIÐ ERUM KOMIN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA EINBÝLISHÚS SSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA - HAUST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.