Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ELLEN, ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ ÉG ÆTLA ÚT AÐ BORÐA MEÐ ÞÉR EF ÞÚ GRÁTBIÐUR MIG HAHAHA HAHA HAHAHAHA HAHAHA ÖFUGA SÁLFRÆÐIN ER EKKI AÐ VIRKA ÞÚ SAGÐIR ÞAÐ SIGMUND TIL HVERS ER ÞESSI LITLA VINDMILLA? HÚN Á AÐ LOSA OKKUR VIÐ SKORDÝR ÞEGAR VINDURINN BLÆS ÞÁ SNÝST HÚN OG FÆR JÖRÐINA TIL ÞESS AÐ TITRA MÍN HLIÐ AF SKÓGINUM ER GRÓÐRI VAXIN OG FALLEG... ÞÍN HLIÐ ER FULL AF RUSLI. ÞÍN HLIÐ ER MIKLU LJÓTARI EN MÍN EN ÞÍN HLIÐ ER MINNI KONAN MÍN MÍN SAGÐI AÐ ÉG MÆTTI EKKI LENGUR FARA MEÐ HEIMSKU VINUM MÍNUM Á BARINN ÞANNIG AÐ ÉG VARÐ AÐ STÍGA NIÐUR FÆTINUM OG HVAÐ GERÐI HÚN? HÚN STEIG BARA Á FÓTINN Á MÉR! HVERNIG GET ÉG FARIÐ ÚT Í ALMENNINGSGARÐ MEÐ EYRUN Á MÉR LÍMD? ÞETTA ER EKKERT MÁL, ÞÚ SETUR BARA BÓMULL Á EYRUN HVAÐ Á ÉG EIGINLEGA AÐ VERA? PARTÝDÝR MÉR FINNST ÞAÐ MIKILVÆGT AÐ KIDDA LÆRI AÐ ÚTLITIÐ ER EKKI ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI Í FARI KVENNA... ÞESS VEGNA FÓR ÉG Á BÓKASAFNIÐ OG NÁÐI Í BÓK UM FRÆGAR KONUR Í SÖGUNNI NÆSTA KONA ER BRÍET BJARNHÉÐINSDÓTTIR ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÉG LÍT EKKI ÚT EINS OG HÚN FRAMLEIÐANDINN VILL AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN SÉ Í MYNDVERINU Í DAG FARÐU VARLEGA PETER ÞÚ VEIST HVAÐ NASHYRNINGURINN ER HÆTTULEGUR OG ÞAÐ SEM VERRA ER AÐ ÉG ER VISS UM AÐ HANN VILJI DREPA MIG Heilablóðfall – algengi,greining og meðferð erheiti námskeiðs semkennt verður hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla Íslands í haust. Umsjónarmenn námskeiðsins eru læknarnir Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir og Einar Valdimarsson en þau eru bæði sérfræðingar í heila- og taugasjúkdómum. „Námskeiðið er einkum ætlað heilbrigðisstarfsmönnum sem koma nálægt meðferð og ummönnun heila- blóðfallssjúklinga,“ útskýrir Sig- urlaug en námskeiðið var áður hald- ið árið 2002. „Margar starfsstéttir taka þátt í umönnun heilablóðfalls- sjúklinga og mikilvægt að halda námskeið með reglulegu millibili þar sem frætt er um nýjustu aðferðir í greiningu og meðferð heilablóð- falls.“ Árlega fá um 700 einstaklingar á Íslandi einkenni heilablóðfalls eða tímabundinnar blóðþurrðar í heila: „Heilablóðfall getur leitt til mismik- illar fötlunar og er mikilvægt að greina ástæður blóðfallsins og bregðast rétt við til að sjúklingurinn fái sem mestan og hraðastan bata,“ segir Sigurlaug. Námskeiðið varir í heilan dag og er dagskráin tvískipt: fyrir hádegi er fjallað um læknisfræðileg atriði; or- sakagreiningu og meðferð heilablóð- falls á ýmsum stigum. Eftir hádegi er einkum fjallað um umönnun, þjálfun og bata. Einar M. Valdimarsson heldur tvo fyrirlestra: Sá fyrri er um orsaka- greiningu heilablóðþurrðar en miklu skiptir að greina orsök heilablóðfalls rétt svo koma megi í veg fyrir að blóðþurrð endurtaki sig. Seinni fyr- irlestur Einars er um svokallaðar heilablóðfalls-viðbragðseiningar sem starfræktar eru við sjúkrahús víða um heim. „Rannsóknir hafa ver- ið gerðar undanfarin ár sem sýna að best er að heilablóðfallssjúklingar hljóti meðferð hjá sérstökum heila- blóðfalls-teymum. Þannig má lækka dánarhlutfall, og auka líkur á bata.“ Albert Páll Sigurðsson mun ræða um bráðameðferð við slagi og Sig- urlaug Sveinbjörnsdóttir um fyr- irbyggjandi meðferð. Þá mun Ólafur Kjartansson röntgenlæknir fjalla um myndgreiningu við uppvinnslu heiablóðfalls. Eftir hádegishlé ræðir Marianne E. Klinke um reynslu hjúkr- unarfræðinga af vinnu með heila- blóðfallssjúklingum. Margrét Magn- úsdóttir fjallar um sjúkraþjálfun heilablóðfallssjúklinga og Lillý Sverrisdóttir um iðjuþjálfun þeirra. Sigríður Magnúsdóttir talmeina- fræðingur heldur erindið „Tjáning og geta til þess að nærast“, Sólveig Jónsdóttir fjallar um mat og ráðgjöf taugasálfræðinga og Sigríður Guð- mundsdóttir mun fjalla um hlutverk félagsráðgjafa. Loks mun heilablóð- fallssjúklingur segja frá reynslu sinni af móttöku og meðferð á Land- spítala. Námskeiðið Heilablóðfall – al- gengi, greining og meðferð verður haldið 6. nóvember, frá 8 til 16. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands á vefsíðunni www.end- urmenntun.is Heilsa | Námskeið fyrir heilbrigðisstarfs- menn hjá Endurmenntun HÍ í nóvember Meðferð og grein- ing heilablóðfalls  Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1975, Cand.Med. gráðu frá HÍ 1981 og stundaði framhaldsnám í meðferð heila- og taugasjúkdóma í Kaupmannahöfn og Lundúnum. Sigurlaug hefur starfað við Land- spítala, síðar LSH, síðan 1993. Hún er nú yfirlæknir á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar og sér- fræðingur við taugasjúkdómadeild. Sigurlaug á einn son. Leikarinn oghjartaknús- arinn George Clooney segist ekki geta boðið sig fram til for- seta Bandaríkj- anna þar sem hann hafi stundað of mikið kynlíf um ævina. Clooney segist hafa sofið hjá alltof mörgum konum til að geta boðið sig fram til embættisins. „Ég hef mikinn áhuga á stjórn- málum en ef ég stefndi að því að bjóða mig fram til forseta kæmu nokkrar bitastæðar sögur upp úr kafinu,“ segir Clooney. ,,Ég hef líka neytt of mikilla eiturlyfja og farið í of mörg villt partí.“ Fleiri Holly- wood-leikarar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki bjóða sig fram til for- seta, þar af Robin Williams sem við- urkenndi fyrir skömmu að hafa farið í meðferð við áfengissýki. Williams sagði orðrétt: ,,Ég gæti ekki boðið mig fram til forseta, Bill Clinton er Amish-maður í samanburði við mig.“ Williams telur þó að leikarinn Jack Nicholson eigi að reyna fyrir sér í stjórnmálum þar sem hann eigi auðvelt með að tjá sig um fortíð sína. ,,Jack myndi segja: ,,Kynlífs- hneyksli? Hvað viltu fá að vita? Ég hef reynt allt. Tvisvar. Og ég á það á myndbandi!“ sagði Williams og líkti eftir Nicholson af alþekktri snilld. BangShowbiz slúðurfréttaveitan segir frá þessu. Fólk folk@mbl.is Bandaríska leikkonan EllenBarkin seldi skartgripi fyrir rúmar 20 milljónir dollara á uppboði í fyrradag, tæpa 1,4 milljarða króna, en þá fékk hún að gjöf frá fyrrver- andi eiginmanni sínum, millj- ónamæringnum Ron Perelman. Barkin og Perelman skildu fyrr á árinu og sagði Barkin þá að hún ætl- aði að losa sig við glingrið. Christiés uppboðshúsið í New York bauð upp skartgripina og voru þar m.a. 108 demantshringar, hálsmen og gripir frá þekktum skartgripasölum á við Bulgari og Tiffany. Hæst verð fékkst fyrir skartgripi frá merkinu JAR, Joel Arthur Ro- senthal, 22,76 karata demants- hringur seldist fyrir litlar 1,8 millj- ónir dollara, tæpar 124 milljónir króna. Einstaklingur hefur ekki hagnast eins vel af sölu skart- gripasafns síns seinustu 15 ár í Bandaríkjunum. Perelman, sem er 40. ríkasti mað- ur Bandaríkjanna, keypti snyrti- vörufyrirtækið Revlon á 9. áratugn- um. Auður hans er metinn á sjö milljarða dollara, um 480 milljarða íslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.