Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 58

Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Samnorrænir vísnatónleikarverða í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 12. október, kl. 20. Á bak við Freyjuleiðangurinn standa Siggi Björns frá Íslandi, Espen Langkniv frá Danmörku, Anne-Lie frá Svíþjóð og Kristin Grunde frá Noregi. Aðgangseyrir er 1.000 kr. www.nordice.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Verkið Heima er bezt er blandaaf málverki og pólitísku inn- leggi í anda hefðbundins veggja- krots. Sem málverk takmarkast verkið af eðli Gallerís Veggverks. Þannig mun þetta verk og þau sem á eftir koma vera til styttri tíma en hefðbundin málverk því listamenn- irnir munu allir nota sama rýmið. Sýningin stendur til 25. nóv. Hjörtur Hjartarson sýn-ir í Anima gallerí til 4. nóvember. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu og síð- asta ári þar sem myndlist- armaðurinn vinnur með náttúruform, liti og ljós. Sýningin er opin þriðju- daga–laugardaga kl. 13–17. Rannveig Fríða Braga- dóttir messósópran og Ger- rit Schuil píanóleikari verða í dag á hádegistón- leikum í Anima í Ingólfs- stræti 8. Á efnisskránni eru söng- lög eftir Franz Schubert. www.animagalleri.is. Tónlist Anima gallerí | Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran og Gerrit Schuil píanóleikari verða á hádegistónleikum í Anima í Ingólfs- stræti 8. Á efnisskránni eru sönglög eftir Franz Schubert. www.animagalleri.is Café Paris | DJ Lucky spilar Soul, Funk og Reggí tónlist. Norræna húsið | Samnorrænir vísna- tónleikar í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. okt. kl. 20. Á bak við Freyjuleiðangurinn standa Siggi Björns frá Íslandi, Espen Langkniv frá Danmörku, Anne-Lie frá Sví- þjóð og Kristin Grunde frá Noregi. Að- gangseyrir kr. 1000. Myndlist 101 gallery | Sýning Spessa, Verkamenn! Workers. Sýningartími fimmtudag til lauga- dags frá kl. 14–17. Til 14. október. Anima gallerí | Hjörtur Hjartarson. Á sýn- ingunni eru málverk unnin á þessu og síð- asta ári, þar sem myndlistamaðurinn vinn- ur með náttúruform, liti og ljós. Opið þri.–lau. kl. 13–17. www.animagalleri.is Art-Iceland.com | Charlotta Sverrisdóttir með sýninguna Litasinfóníu í Míru-Art, Bæjarlind 6, Kópavogi. Íslenski mosinn og hraunið greipa sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina. Aurum | Aron Bergmann sýnir til 13. okt. Gallerí 100° | Guðmundur Karl Ásbjörns- son – málverkasýning í sýningarsal Orku- veitunnar – 100°. Opin frá kl. 8.30–16 alla virka daga og laugard. frá kl. 13–17. Gallerí Fold | Rætur – Sýning Soffíu Sæ- mundsdóttur. Soffía er með MFA gráðu frá Mills College. Hún útskrifaðist úr MHÍ 1991 og frá Kunstschule í Vín 1985. Soffía hefur haldið margar einkasýningar hér á landi, í Noregi og Belgíu. Til 22. október. Gerðuberg | Sýning á afrískum minjagrip- um sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann- fræðingur hefur safnað saman. Skemmti- leg blanda af gömlum munum og nýstárlegum en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ljósmynd- irnar sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Lítil augna- blik í lífi fólks á götum og opinberum stöð- um borgarinnar. Sýning Sigurbjörns Kristinsson stendur yf- ir. Í lýsingu sýningarstjórans, Sigríðar Ólafsdóttur, segir: Litir og form, heimur blárra, gulra og brúnna tóna eða er það kanill, skeljasandur, sina og haf? Á sýning- unni má sjá abstraktmyndir í anda gömlu íslensku meistaranna. Opin virka daga frá 11–17 og um helgar frá 13–16. Hafnarborg | Einkasýning á verkum Val- gerðar Hauksdóttur 7.–30. október. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk, ljósmyndir og grafíkverk unnin með blandaðri tækni. Í Sverrissal er kynning á hugmyndum og að- ferðum er liggja að baki myndsköpun Val- gerðar. Hallgrímskirkja | Haustsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju á myndverkum Haf- liða Hallgrímssonar í forkirkju til 23. okt. Hoffmannsgallerí | „Tölvuprentið tekið út.“ Myndlistarverk í formi tölvuprents eft- ir 11 listamenn í Hoffmannsgalleríi í hús- næði ReyjavíkurAkademíunnar, fjórðu hæð, opið kl. 9–17, alla virka daga. Hrafnista Hafnarfirði | Þórhallur Árnason og Guðbjörg S. Björnsdóttir sýna myndlist í Menningarsal til 24. október. i8 | Sýning Hildar Bjarnadóttur, Bak- grunnur, opin þriðjudaga–föstudaga kl. 11– 17 og laugardaga kl. 13–17. Til 21. okt. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft- ir 1980 í Listasafni Íslands. Sýningin rekur þróunina í málverkinu frá upphafi níunda áratugar tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á annað hundrað verk eftir 56 lista- menn eru á sýningunni. Til 26. nóv. Listasafn Reykjanesbæjar | Verk Stein- unnar Marteinsdóttur frá 1961–2006. Ker- amikverk og málverk. Til 15. okt. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Inn- setningar og gjörningar eftir 11 íslenska listamenn sem fæddir eru eftir 1968. Sýn- ingin markar upphaf nýrrar sýningarstefnu í Hafnarhúsinu sem miðar að því að kynna nýjustu stefnu og strauma í myndlist og gera tilraunir með ný tjáningarform. Til 22. okt. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum Þórdísar Aðalsteins- dóttur, ungrar, íslenskrar listakonu sem bú- ið hefur og starfað í New York. Málverk Þórdísar eru frásagnarkennd og vekja upp spurningar um tilfinningar sem lúta að samskiptum fólks. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasalur Mosfellsbæjar | Steinunn Mar- teinsdóttir sýnir í Listasal Mosfellsbæjar, nýjustu málverk sín sem fjalla um land og náttúru. Hún nálgast náttúruna sem lifandi veru hlaðna vissri dulúð. Listasalur Mos- fellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn virka daga kl. 12–19 og laugard. kl. 12–15. Sýningin stendur til 14. okt. Listhús Ófeigs | Sara Elísa sýnir málverk sem fjalla um tilvist mannsins til 18. okt. Næsti Bar | Ásgeir Lárusson með rýming- arsölu á eldri og nýrri verkum sínum. Safn | Tilo Baumgärtel og Martin Kobe, ungir málarar frá Leipzig í Þýskalandi, sýna ný verk sín. Innsetning svissneska lista- mannsins Romans Signer á miðhæð. Gjörningar í Safni; 13.–28.okt. SAFN, Laugavegi 37. Opið mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17 www.safn.is Ókeypis að- gangur. Opið til 5. nóvember. Saltfisksetur Íslands | Sýning á verkum William Thomas Thompson stendur yfir í Listasal Saltfisksetursins. William er vel þekktur listamaður í Bandaríkjunum. Sýn- inguna kallar hann Sýnir og stendur hún til 6. nóvember. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11–18. VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda af málverki og pólitísku innleggi í anda hefðbundins veggjakrots. Sem málverk takmarkast verkið af eðli Gallerísins Vegg- Verk. Þannig á þetta verk, og þau sem á eftir munu koma, styttri líftíma en hefð- bundin málverk, því listamennirnir munu allir nota sama rýmið. Til 25. nóv. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek- ið á móti hópum eftir samkomulagi. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið eftir sam- komulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin KVARTS stendur yfir til 15. okt. í sýningarsal safns- ins við Garðatorg 7, Garðabæ. Þar sýna tvær finnskar listakonur: Camilla Moberg hönnuður, sem vinnur í gler, og Karin Wid- näs leirlistakona. Opið 14–18, nema mánu- daga. Aðgangur ókeypis. Iðnaðarsafnið á Akureyri | Á safninu er kynnt starfsemi 70 fyrirtækja sem áttu sinn þátt í því að Akureyri var oft nefnur iðnaðarbær á 20. öldinni. Gestum gefst tækifæri á að fá leiðsögn um safnið með hjálp einnar af tækninýjungum 21. aldar þ.e. með i–pod. Opið alla laugard. kl. 14–16. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimað- ur, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist – sýningartími lengdur. Trúlofunar- og brúð- kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung- barnaumönnun og þróun klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá 1800–2005. Unnið í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Opið laugardaga og sunnudaga til 19. nóvember frá 14–16. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunt- ing.is Þjóðmenningarhúsið | Saga þjóð- argersemanna, handritanna, er rakin í gegnum árhundruðin. Ný íslensk tísku- hönnun. Ferðir íslenskra landnema til Utah- ríkis og skrif erlendra manna um land og þjóð fyrr á öldum. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til sýnis útsaumuð handverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin bygg- ist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson text- íl- og búningafræðings. Myndefni útsaums- ins er m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fyrri alda; þarna er stíl- fært jurta- og dýraskraut o.fl. Leiklist Kringlusafn | Leikhússpjall í Kringlusafni fimmtudaginn 12. okt. kl. 20. Leiðin frá höf- undi til áhorfanda. Hafliði Arngrímsson leikstjóri, Snorri Freyr Hilmarsson leik- myndahönnuður og Bergur Þór Ingólfsson leikari ræða um vinnu leikhópsins með leik- verkið Mein Kampf eftir George Tabori. Velkomin í bókasafnið. Reiðhöll Gusts | Hvað er Þjóðarsálin? Er hún hjartnæm fjölskyldusápa? Er hún dramatísk og kraftmikil hestasýning? Er hún hárbeitt ádeila? Er hún sterkar konur í fyrsta klassa? Eða hraustir menn með stinna rassa? Þjóðarsálin er allt þetta og svo miklu meira. Miðasölusími: 694 8900 midasala@einleikhusid.is Skemmtanir Garðheimar | Húllumhæ í Garðheimum við Stekkjarbakka fyrir eldri borgara milli kl. 13–16 í dag: Gerðubergskórinn, tískusýning, danssýning, föndursýning, Snyrtistofan Mist býður upp á handsnyrtingu og förðun, Urtasmiðjan kynnir náttúrulegar húðvörur, kaffi og kleinur. Allir velkomnir. Kvikmyndir Gerðuberg | Kviksjá – Heimildamyndamið- stöð ReykjavíkurAkademíunnar sýnir heimildamyndina In and Out of Africa í Akademíunni fimmtudagskvöldið 12. októ- ber kl. 20. Myndin er sýnd í tengslum við sýninguna Flóðhestar og framakonur: Afr- ískir minjagripir á Íslandi sem er í Gerðu- bergi. Sjá nánar á www.gerduberg.is Fyrirlestrar og fundir Askja | Vísindadagur RHLÖ (Rann- sóknastofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum) verður haldinn föstudaginn 13. okt. nk. kl. 13.15 í Öskju sal Náttúrfræðahúss HÍ. Yf- irskrift dagsins er Byltur og þjálfun. Skrán- ing fer fram á netinu og skal sendast á halldbj@landspitali.is yfir og er þátttöku- gjald kr. 2000. Lögberg stofa 101 | Fimmtudaginn 12. október kl. 18 mun Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, halda málþing í stofu 101 í Lögbergi við Suðurgötu, um dóm sem kvaddur var upp í Héraðsdómi 25. sept- ember sl. nr. S–872/2005, eða svokallað Ásláksmál. Stjórn Orators. staðurstund Myndlist Heima er best í Veggverki Tónlist Samnorrænir vísnatónleikar Myndlist Myndlistarsýning og tónleikar í Anima galleríi Frábær gamanmynd um þrjár vinkonur sem standa saman og hefna sín á fyrrverandi kærasta sem dömpaði þeim! eeee Empire eeee VJV. Topp5.is ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA AUMINGI! kvikmyndir.is eeee - Topp5.is e Með hinni sjóðheitu Sophia Bush úr One Tree Hill. STÆRS TA GAM ANMY ND ÁRSIN S Í USA Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eeee HJ - MBL “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” eee MMJ Kvikmyndir.com HEILALAUS! BREMSULAUS Monster House m.ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Draugahúsið m.ísl.tali kl. 4 og 6 B.i. 7 ára Talladega Nights kl. 5.30, 8 og 10.25 Talladega Nights LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.25 John Tucker Must Die kl. 6, 8 og 10 Clerks 2 kl. 10:15 B.i. 12 ára Þetta er ekkert mál kl. 8 Draugahúsið m. ísl. tali kl. 6 B.i. 7 ára Talladega Nights kl. 8 og 10 Crank Síðustu sýningar kl. 6 og 10 B.i. 16 ára John Tucker Must Die Síðustu sýningar kl. 6 „Stórskemmtileg hryllingsmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur ekki í veg fyrir svefn hjá smáfólkinu!“ FG, FBL Æðislega spennandi ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með ensku og íslensku tali eeee - S.V. Mbl. eee DV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.