Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 4

Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÍSLI Freyr Valdórsson, sem starfaði á kosn- ingaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor, segir að stuðnings- menn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi fengið uppfærða skrá yfir félaga í flokknum sem aðrir frambjóðendur í prófkjörinu í Reykjavík um liðna helgi höfðu ekki aðgang að. Skráin hafi einnig bor- ist stuðningsmönnum Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Gísli Freyr greindi frá þessu í Kastljósi Rík- issjónvarpsins í gærkvöldi. Í samtali við Morg- unblaðið sagði hann að honum og öðrum á kosn- ingaskrifstofunni hefði verið tjáð að mikilvægt væri að færa rétt símanúmer inn í flokksskrána því hún væri ekki sérlega nákvæm að þessu leyti. Grunsemdir hefðu vaknað hjá honum þegar hann heyrði stuðningsmann Guðlaugs sem jafnframt sá um tölvukerfið segja að menn ættu að passa upp á númerin „því við ætlum að nota hana í haust“. Í ljósi fyrri viðskipta við stuðningsmenn Guðlaugs hefði hann strax grunað að halda ætti uppfærðu skránni fyrir Guðlaug. Því hefði hann og nokkrir aðrir ákveðið að leggja gildrur sem fólust í því að Gísli Freyr setti númerið sitt við nöfn tveggja kunningja sinna. Þetta hefðu fleiri gert. Í próf- kjörsbaráttunni hefði síðan verið hringt í númer hans frá kosningaskrifstofu Guðlaugs og spurt eft- ir þessu kunningjum og sama hefði gerst hjá öðr- um. Aðeins hefði verið hringt frá skrifstofu Guð- laugs og sagði Gísli Freyr að þetta sýndi fram á að stuðningsmenn Guðlaugs hefðu ráðið yfir hinni uppfærðu flokksskrá. Hann hefði síðan séð tölvu- póst frá skrifstofu Guðlaugs til stuðningsmanna Guðfinnu S. Bjarnadóttur sem innihélt uppfærðu flokksskrána. Gísli Freyr sagði mjög óeðlilegt að aðeins stuðningsmenn Guðlaugs hefðu haft aðgang að skránni og hann telur að athugun Valhallar á málinu hefði átt að fara fram um leið og upplýs- ingar um málið bárust þangað, 20. október, en ekki tveimur sólarhringum síðar. Guðlaugur Þór Þórðarson vildi ekki veita Morg- unblaðinu viðtal í gær en sendi svohljóðandi yf- irlýsingu: „Ávirðingar Gísla Freys Valdórssonar hafa komið fram áður. Að beiðni þeirra sem stjórn- uðu úthringingum fyrir framboð mitt, voru þessar ávirðingar rannsakaðar af starfsfólki Valhallar. Niðurstaðan var afgerandi á þá leið að enginn grunur væri uppi um misnotkun. Sú niðurstaða var rædd á fundi með fulltrúum allra frambjóðenda og komu engar athugasemdir fram þar. Þess má geta að Gísli Freyr var kosn- ingastjóri Birgis Ármannssonar og er stuðnings- maður Björns Bjarnasonar og hafði alla möguleika á að koma fram með athugasemdir og tilmæli á umræddum fundi ef hann hefði kosið svo.“ Ekki náðist í Andra Óttarsson sem brátt tekur við sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Deilur í Sjálfstæðisflokknum um uppfærða flokksskrá Í HNOTSKURN » Gísli Freyr Valdórsson segir að stuðn-ingsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi einir haft aðgang að uppfærðri skrá. Þeir hafi síðan veitt Guðfinnu Bjarnadóttur aðgang að henni. » Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nið-urstaða athugunar flokksins hafi verið sú að enginn grunur væri um misnotkun. NÚ þegar nóvember er runninn upp og veðrið tekið að versna veitir ekki af að þvo glugga í verslunum enda sest á þá af saltinu sem borið er á götur bæj- arins. Það má því segja að það mæði mikið á auglýs- ingum og öðrum límmiðum í gluggum verslana um þessar mundir enda hefur verið bæði kalt og blautt í veðri að undanförnu. Þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti leið um Austurstrætið var þessi starfsmaður að taka til hendinni og þvo glugga verslunarinnar. Einbeitingin skein úr andliti starfsmannsins og svo virðist sem andlitið á auglýsingunni fylgist vel með hvað er að gerast. Morgunblaðið/Ásdís Gluggaþvottur í miðbænum EFTIR fráfall Sólveigar Pálsdóttur sl. helgi, sem náði því að verða elst allra Íslendinga, 109 ára og 68 daga gömul, eru elstu núlifandi Ís- lendingar nokkrum árum yngri. Elsta konan hérlendis er nú Kristín Guðmundsdóttir í Hafn- arfirði sem er 104 ára, en Frey- steinn Jónsson í Mývatnssveit er elstur karla, 103 ára. Þetta kemur fram á vef Jónasar Ragnarssonar, www.jr.is/langlifi. Nýjustu tölur sýna að alls séu 34 Íslendingar á lífi á aldrinum frá 100 til 104 ára. Það sem eftir er ársins gætu fjórir bæst við og allt að sextán á næsta ári. Horfur eru á að árið 2008 ætti nokkur fjöldi að ná þeim áfanga að verða 100 ára. Ekki hefur tekist að sanna að nokkur Íslendingur hafi náð hundr- að ára aldri fyrr en árið 1907. Síð- an hafa 444 náð þessum áfanga hér á landi og fimmtán erlendis. Einnig kemur fram að líkurnar á því að ná hundrað ára aldri hafa margfaldast á sl. 150 árum, farið úr 0,1% í 0,74%. Elsti Íslend- ingurinn er 104 ára Alls 34 Íslendingar eru 100–104 ára HJÓN sem lentu í átökum á skemmtistaðn- um Café Victor um liðna helgi hafa lagt fram kæru til lögregl- unnar í Reykja- vík vegna þáttar fjögurra manna í málinu. Máls- aðila greinir á um hvað þeim fór á milli. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær lentu hjónin í átökum á salerni skemmtistaðarins. Þar var læsing biluð og svo virðist sem mennirnir fjórir hafi gengið inn á konuna. Eiginmaður hennar kom að skömmu síðar og upp hófust átök. Að sögn lögreglu er að svo stöddu ekki hægt að staðfesta hver málsupptök voru en átökin enduðu með að mennirnir fjórir gengu í skrokk á eiginmanninum. Salernið sem um ræðir er notað af báðum kynjum. Lögðu fram kæru vegna átaka við fjóra menn Vettvangur átak- anna á Café Victor. LÖGREGLUNNI í Reykjavík hefur ekki enn tekist að hafa uppi á manni sem bauð ungri stúlku upp í bifreið sína í Árbæjarhverfi, skammt frá Rauðavatni, á sunnu- dag. Málið er litið alvarlegum aug- um og rannsókn heldur áfram. Vigdís Erlendsdóttir, forstöðu- maður Barnahúss, segir slík tilfelli afar sjaldgæf, en þau hafi vissulega borist inn á borð Barnahúss. „Al- mennt geta flest börn varað sig á svona plati og ég held að gagnvart ókunnugum séu mörg börn mjög vel á verði,“ segir Vigdís sem telur foreldra sér afar meðvitandi um hvar hætturnar leynast og duglega við að fræða börn sín. Vel á verði gagn- vart ókunnugum MAÐURINN sem slasaðist alvar- lega þegar hann varð fyrir bifreið á Suðurlandsvegi á sunnudagskvöld er laus úr öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Slysið varð þegar verið var að flytja fé af vagni dráttarvélar yfir á fjárflutningabíl. Ökumaður bíla- leigubíls varð traktorsins var of seint og ók fyrst utan í dráttarvél- ina og síðan á manninn sem stóð fyrir utan dráttarvélina. Laus úr öndunar- vél eftir slys ANDRÉS Ásmunds- son læknir lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 30. október sl. Andrés var níræður, fæddur 30. júní 1916 í Stykk- ishólmi. Faðir Andrésar var Ásmundur Guðmunds- son, skólastjóri Al- þýðuskólans á Eiðum, prófessor við Háskóla Íslands og síðar biskup Íslands. Móðir Andrés- ar var Steinunn Sigríð- ur Magnúsdóttir, hús- freyja. Andrés varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk BA-prófi í þýsku, ensku og frönsku frá Háskóla Íslands árið 1945. Hann lauk læknisprófi frá Karolinska Mediko-Kirurgiska In- stitutet í Stokkhólmi í apríl 1952 og hlaut síðar sérfræðingsleyfi í hand- lækningum, kvensjúk- dómum og fæðingar- hjálp. Andrés var starfs- maðurÚtvegsbanka Íslands á árunum 1935–1945 og á árun- ujm 1952–1961 vann hann sem læknir í Sví- þjóð. Frá 1961–1989 var hann starfandi læknir í Reykjavík og Kópavogi, m.a. á Fæð- ingarheimili Reykja- víkur frá 1961-1986. Þá var hann trúnaðar- læknir ýmissa fyrir- tækja m.a. Sambands íslenskra samvinnufélaga og Samvinnutrygg- inga. Andrés kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Þorbjörgu Guðrúnu Pálsdóttur myndhöggvara, árið 1945. Andrés og Þorbjörg eignuð- ust fimm börn og tvö kjörbörn en þrjú barna þeirra eru látin. Andrés Ásmundsson Andlát TÓLF Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúkavirkjun hafa unnið dóms- mál gegn starfsmannaleigunni 2b ehf. fyrir Héraðsdómi Austurlands sem dæmdi starfsmannaleiguna til að greiða mönnunum vangoldin laun og andvirði flugfarseðla til Póllands. Að mati dómsins var starfsmannaleig- unni ekki heimilt að draga ýmsan út- lagðan kostnað frá skuld mannanna auk þess sem hún var ekki talin hafa fært sönnur á hluta kostnaðarins. Vangoldin laun námu á fjórðu milljón króna og málskostnaður á aðra millj- ón króna sem 2b var gert að greiða. Meðal óumdeildra atriða málanna var að laun mannanna skyldu fara eftir svokölluðum virkjunarsamningi sem gilti um kaup og kjör við virkj- unarframkvæmdir á vegum Lands- virkjunar. Deilt var um hvort 2b ehf. hefði verið heimilt að draga ýmsan útlagðan kostnað frá launum og hvort mennirnir ættu rétt á launum út ráðningartíma samkvæmt ráðning- arsamningi. Einnig var deilt um hvort mennirnir gætu krafið stefnda um andvirði flugfarseðla til Póllands. Forsvarsmaður 2b sagði fyrir dómi að bók þar sem starfsmenn kvittuðu fyrir fyrirframgreiðslum hefði týnst og þá hefðu fyrirframgreidd laun stundum verið skilgreind sem útlagð- ur kostnaður á launaseðlum. Þessar skýringar þóttu ótrúverðugar að mati dómsins. Óheimilt að greiða kaup með skuldajöfnuði Dómurinn tilgreindi að skv. lögum um greiðslu verkkaups mætti ekki greiða kaup með skuldajöfnuði nema um það hefði áður verið sérstaklega samið. Gegn mótmælum mannanna varð ekki talið að svo hefði um samist með málsaðilum að 2b væri heimilt að draga fyrrgreindan útlagðan kostnað frá launum. Krafa 2b um endur- greiðslu á ferðakostnaði til Póllands þótti vera í andstöðu við ákvæði ráðn- ingarsamningsins þar sem fram kom að atvinnurekandi greiddi heimflutn- ing mannanna til Póllands að starfs- tíma loknum. Sömuleiðis væri krafa 2b um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysatryggingar í andstöðu við svokallaðan virkjunarsamning, en þar kom fram að vinnuveitanda væri skylt að slysatryggja starfsmenn sína. Þá þótti 2b ekki hafa sýnt fram á með framlögðum gögnum að útlagð- ur kostnaður vegna þýðingar rétt- indabréfa og vottorða eða gistingar og fæðis hefði verið inntur af hendi. Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri dæmdi málin. Lögmaður Pólverj- anna var Jón Jónsson hdl. og fyrir 2b var Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl. 12 útlendingar unnu mál gegn starfsmannaleigu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.