Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég ætla bara að vona að þeir leyfi sér aldrei að skylda okkur konurnar í plastpoka, það myndi draga verulega úr „lúkkinu“. VEÐUR Það er forvitnilegt að fylgjast meðfjaðrafokinu í Danmörku þar sem dregin er upp sú mynd af Ís- lendingum að þeir hafi óhreint mjöl í pokahorninu í kjölfar útrásar ís- lenskra fyrirtækja.     Svo virðist semDanir hafi kunnað betur við Íslendinga í gamla daga – með myglað mjöl í dönskum pok- um.     Vilhjálmur ÖrnVilhjálmsson fornleifafræðingur þekkir vel til misgóðra samskipta Íslendinga og Dana í aldanna rás. En loks virðist mælirinn fullur.     Vilhjálmur Örn hefur kært ExtraBladet, að því er fram kom í Ríkisútvarpinu, og segir að umfjöll- un blaðsins brjóti gegn ákvæðum danskra hegningarlaga, en þau banni að farið sé orðum um þjóðir í þeim tilgangi að sverta þær:     Í þessu tilfelli þá er verið að lýsaþví yfir að 300 þúsund manns frá vindblásinni klettaeyju í Atlantshafi hafi fengið þá grillu að taka yfir heiminn,“ segir Vilhjálmur og bætir við að borið sé lögbrot upp á heila þjóð.     Til viðbótar var sagt frá því íFréttablaðinu í gær að hagfræð- ingur Danske Bank, Lars Christen- sen, varaði við breytingum á gengi krónunnar. Hann segir vandann í ís- lensku efnahagslífi ekki „óhreint“ fjármagn heldur ójafnvægi. En skrifar þó í tölvupósti að Roman Abramovitsj hafi átt fund með for- seta Íslands „en það er auðvitað al- veg „eðlilegt“ … eða hvað??“ og ráðleggur mönnum að fara varlega.     Hver ætli túlkun Christensensverði á fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, á mánudag. Það er „auðvit- að alveg „eðlilegt“ … eða hvað??“ STAKSTEINAR Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Mjöl, Íslendingar og Danir SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- '. '- '- ./ .- +0 1 '- / '2 3! 3! 4 3! 5  4 3!    3! 3! 3! 4 3! 4 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   6 . ( 7 .. .' .' .. .. ( +. 3!    8 4 3! 4 3! 3! )*3! 3! 8 *%     *%   3! 4 3! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) . +. +7 +1 +. +.. +6 ' 6 - .' 3! 4 3! ) % 4 3! 3!  !  ! 3! 8   %    ! 3! 9! : ;                    " #       $  #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    !#-         !!  *        )  : % <6        *     ;   *        <  .-<.19    ;  )  8  %     3  ) 7 .' %  => *3  *?    "3(4= =<4>"?@" A./@<4>"?@" ,4B0A*.@" -'- 100 -;6 -;/ '66 00/ 711 .'./ (0/ .-11 .'02 .(6- .012 ./-' .(17 2.- 2'/ 2.. (06 ./.. ./-0 .707 .76/ '.'1 '66. 6;. .;7 .;. .;2 .;6 -;7 -;0 -;/ 6;1 ';- .;' -;2 -;6            GÆSLUVARÐHALD yfir karlmanni á þrítugs- aldri sem grunaður er um að hafa nauðgað er- lendri stúlku aðfaranótt sunnudags 22. október sl. rennur út kl. 16 í dag. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir ekki hafa verið ákveðið hvort óskað verði eftir framlengingu varð- haldsins. Lögregla hefur hins vegar enga grunaða vegna tveggja nauðgana sem framdar voru í og við miðbæ Reykjavíkur í nýliðnum mánuði. Stúlkan, sem er rétt rúmlega tvítug, leggur stund á nám hér á landi. Hún var stödd á Lauga- vegi eftir skemmtanahald í miðbænum og þáði þaðan far með ókunnugum manni. Maðurinn keyrði hana hins vegar ekki á áætlunarstað en ók þess í stað út fyrir íbúðarbyggð þar sem hann þröngvaði henni til samræðis við sig. Eftir að hafa lokið sér af keyrði hann stúlkuna aftur til byggða. Stúlkan kærði málið til lögreglu samdægurs. Um klukkutíma áður hafði maðurinn boðið ann- arri stúlku far á svipuðum slóðum. Henni þótt þetta sérkennileg hegðun og skráði niður númer bílsins. Hún hafði síðan samband við lögreglu þeg- ar hún heyrði af nauðgunninni og gaf upp númer bílsins sem maðurinn ók. Tvær nauðganir til viðbótar í miðbæ Reykjavík- ur eru til rannsóknar hjá lögreglunni. Er þar um keimlík mál að ræða en í báðum til- fellum áttu hlut að máli tveir menn ókunnugir fórnarlömbum sínum. Stúlkurnar gátu aðeins lýst árásarmönnunum takmarkað og hefur rannsókn enn ekki borið árangur. Að sögn lögreglu er ekk- ert sem bendir til að um sömu menn sé að ræða. Einn í haldi vegna nauðgunar Enginn liggur undir grun vegna tveggja nauðgana í og við miðbæ Reykjavíkur GUÐFRÍÐUR Lilja Grétars- dóttir, forseti Skáksambands Íslands, gefur kost á sér í 2. sæti í sameiginlegu forvali Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjör- dæmunum og Suðvesturkjördæmi sem fram fer 2. desember nk. „Skýrt gildismat er forsenda góðra verka. Ég vil beita mér fyrir hugarfarsbreytingu í samfélaginu þar sem virðing, samábyrgð og sál- arheill eru í forgrunni á öllum svið- um,“ segir í tilkynningu frá Guðfríði. Guðfríður Lilja telur að umhverf- ismál hafi aldrei átt jafn brýnt erindi í íslensku samfélagi og nú. VG gegni þar lykilhlutverki enda hafi flokkur- inn staðið vörð um þau meðan aðrir hafi brugðist. Guðfríður Lilja er með BA-próf í sagnfræði frá Harvard í Bandaríkj- unum og MA-gráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge-há- skóla í Bretlandi. Hún hefur starfað sem alþjóðaritari á alþjóðasviði Al- þingis frá árinu 2001 og gegnt starfi framkvæmdastjóra þingmanna- nefndar um norðurskautsmál. Gefur kost á sér í 2. sætið hjá VG Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.