Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 33 menning Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar erumeð nýrri tromlumeð vaxkökumynstri semferbeturmeðþvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ ÞvottavélW2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður Ég hefði ekki verið í vand-ræðum með að svara al-ræmdri spurningu sem var hluti af inntökuprófi inn í Læknadeild HÍ fyrir nokkrum ár- um: Hvernig er Barbapabbi á lit- inn? Hann er auðvitað bleikur. Ég hefði meira að segja staðist miklu þyngra próf um þennan bleika og perulaga fír. Ég er nefnilega af þeirri kynslóð sem ólst upp í félagsskap við Barba- pabba og síðar Barbamömmu og barbabarnanna sjö.    JPV útgáfa hefur nú endur-útgefið fyrstu bókina um Barbapabba. Þetta er auðvitað al- veg rakið því foreldrar barna á leikskólaaldri í dag voru þau börn sem lásu Barbapabba spjald- anna á milli á sínum tíma. Þau fagna nú tækifærinu til að end- urnýja gömul kynni og lesa bók- ina fyrir börn sín. Reyndar virðast Barbapabbi og fjölskylda vera mikið tískufyr- irbrigði um þessar mundir. Í ýms- um löndum Evrópu má finna alls kyns Barbapabbavarning (t.d. Barbapabbasvuntur og -púða) í jafnvel þar til gerðum Barba- pabbaverslunum. Ein slík er meira að segja á Laugaveginum. Sá bleiki á augljóslega upp á pall- borðið í dag.    Smá sagnfræði. Fyrsta bókinum Barbapabba kom út árið 1970 í Frakklandi og þremur ár- um síðar á Íslandi í þýðingu Jónu Hrannar Elsudóttur. Höfundarnir eru tveir, hin franska Annette Ti- son og hinn bandaríski Talus Taylor. Samvinna þeirra tókst svo vel að þau giftust fljótlega eftir að hafa komið Barbapabba í heiminn. Hugarfóstri þeirra var strax tekið opnum örmum og óhætt að fullyrða að Barbapabbi hafi lagt heiminn að fótum sér. Hann hef- ur verið þýddur á yfir 30 tungu- mál og eftir bókunum hafa verið gerðar styttri og lengri teikni- myndir sem sýndar hafa verið um víða veröld.    Bækurnar um Barbapabbaurðu nokkrar. Í fyrstu bók- inni – þeirri sem nú er verið að endurútgefa – segir frá óvenju- legri fæðingu söguhetjunnar; hann sprettur upp úti í garði. Fylgst er með tilraunum hans til að fóta sig í heimi mannfólksins, sem ganga vægast sagt brösug- lega uns óvenjulegir hæfileikar hans til að breyta um lögun (hann breytir sér í stiga og síðar búr) verða til þess að hann er hylltur sem hetja. Í seinni bókunum kemur svo til skjalanna kvendýr af sömu teg- und og Barbapabbi, þó svart og meira keilulaga. Saman eignast þau sjö börn í öllum regnbogans litum sem sökkva sér hvert ofan í sitt áhugamálið.    Á frummálinu nefnist Barba-pabbi Barbapapa. Mun það myndað úr orðunum barbe à papa sem er franska fyrir ullar- brjóstsykur (e. candy floss), þetta dísæta, bleika og ullarkennda sælgæti sem skýtur ávallt upp kollinum á tyllidögum. Mér fannst ullar- brjóstsykur ljúffengur sem krakki en komst að því nú í sumar að hann er í raun óætur, þegar ég gerði tilraun til að endurlifa þjóðhátíð- ardagsstemm- ingu æsku minnar í gegnum bragð- laukana. Það er þannig með margt. Það stendur ekki undir þeim væntingum sem byggja á bernskuminningunum. Þar sem ég fletti í Barbapabba í bókabúð um helgina virðist mér hann hins vegar alltaf standa fyr- ir sínu. Hin bleika hetja snýr aftur Breytt um lögun Hinir óvenjulegu hæfileikar Barbapabba koma sér vel þegar bjarga þarf fólki úr eldsvoða. Slökkviliðsmennirnir verða honum svo þakklátir að þeir skála fyrir honum í víni. AF LISTUM Flóki Guðmundsson » Í seinni bókunumkemur svo til skjal- ana kvendýr af sömu tegund og Barbapabbi, þó svart og meira keilu- laga. Saman eignast þau sjö börn í öllum regn- bogans litum sem sökkva sér hvert ofan í sitt áhugamálið. floki@mbl.is MIKIÐ var um dýrðir í Mosfellsbæ þegar tónlistarskóli staðarins fagn- aði 40 ára afmæli sínu á laugardag. Auk Skólahljómsveitar Mosfells- bæjar tóku hvorki fleiri né færri en sjö kórar sveitarfélagsins (upp undir 300 manns) þátt í flutningnum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir ávarp frumkvöðulsins Birgis D. Sveinssonar hóf SÍ tarantellusóp- andi „Rómverska kjötkveðjuforleik- inn“ eftir Berlioz. Fljótt á litið sló íþróttamusterið að Varmá mann sem furðugott tónlistarhús. Flest er hvort eð er skárra en Háskólabíó, og þóttist ég m.a.s. geta greint óvenju- skýrt á milli hljóðfærahópa í tutti- köflum. Þegar lúðrarnir bættust í leikinn raskaðist þó samvægið veru- lega strengjum í óhag. Sama gilti um kórinn þegar hann kom inn í næsta atriði, syrpu fimm íslenzkra laga í útsetningu Páls P. Pálssonar, að þrátt fyrir ríflegan söngmannafjölda léði handboltahljómburðurinn hvergi nærri kórnum þá fyllingu sem góður tónlistarsalur hefði gert. Auk þess virtist sem hvorki söngv- arar né spilendur heyrðu nógu vel í sjálfum sér né hinum, og varð það, ásamt mikilli fjarlægð á milli út- horna, þess valdandi að sumt lét ekki jafn samtaka í eyrum og skyldi – t.a.m. í „Hvert örstutt spor“ (Jón Nordal) og síðast í „Hjá lygnri móðu“ (Jón Ásgeirsson). Þegar SÍ lék ein í upphafi og í lokaatriðinu, 1812 forleik Tsjækovskíjs, gekk hins vegar betur, enda aðal reyndra fag- manna að treysta fremur stjórnand- anum en eyranu í erfiðum sal. Engu að síður var gaman að ís- lenzku syrpunni, er auk nefndra höf- unda flíkaði lögum eftir Jón Þór- arinsson („Íslenzkt vögguljóð á hörpu“), Gunnar Reyni Sveinsson („Haldið ún Gróa hafi skó“) og Atli Heimir Sveinsson („Maríukvæði“). Efstgreindir einsöngvarar sungu inngangshlutann í Lokakór úr Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar með stakri prýði. Slavneskur glæsibrag- ur kórónaði síðan lokaatriðið við hæfi, jafnvel þótt aðstandendur spöruðu sér valfrjálsu falls- tykkjadrunurnar í síferskum kons- ertforleik Tsjækovskíjs. Var flestu bráðvel fagnað, enda lögðu jafnt staðarbúar sem SÍ sig alla fram und- ir snarpri stjórn Kurts Kopeckys. Sjö kóra ljóð TÓNLIST Íþróttahúsið að Varmá Afmælistónleikar Tónlistarskóla Mos- fellsbæjar. Álafosskórinn (stjórnandi Helgi R. Einarsson), Kammerkór Mos- felssbæjar (stj. Símon Ívarsson), Karla- kórinn Stefnir (stj. Atli Guðlaugsson), Kirkjukór Lágafellssóknar (stj. Jónas Þórir), Kvennakórinn Heklurnar (stj. Björk Jónsdóttir), Reykjalundarkórinn (stj. Íris Erlingsdóttir), Skólakór Var- márskóla (stj. Guðmundur Ómar Ósk- arsson) og Skólahljómsveit Mosfells- bæjar (stj. Daði Þór Einarsson). Einsöngvarar: Guðlaugur Atlason og Bjarni Atlason. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Kurts Kopeckys. Laug- ardaginn 21. október kl. 15. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.