Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BLÁSIÐ verður til þriggja afmælistón- leika í tilefni 40 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Í kvöld, á fimmtudagskvöld og á sunnudag verða tónleikar í Salnum í Kópavogi. Auk kórsins koma fram einsöngv- ararnir Guðrún Gunnarsdóttir og Bergþór Páls- son. Píanóleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir og auk hennar leikur þriggja manna hljómsveit und- ir. Stjórnandi er Björn Thorarensen. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og er miðaverð 2000 krónur. Nánari upplýsingar á www.salurinn.is. Afmælistónleikar Samkór Kópavogs fagnar 40 árum Samkór Kópavogs. NÆSTKOMANDI fimmtudag hefja göngu sína nýir útvarps- þættir á Rás 2 sem nefnast Tímaflakk. Um er að ræða leikna útvarpsþætti „þar sem sprell og vitleysa eru í aðal- hlutverki,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Umsjón- armenn Tímaflakks eru Bjarni „töframaður“ Baldvinsson, Ey- vindur Karlsson og Þórhallur Þórhallsson, en þeir skrifa handrit þáttanna auk þess að fara með öll hlut- verkin. Tímaflakk verður fluttur í tvennu lagi á hverjum fimmtudegi, klukkan 8.15 í Morg- unútvarpi Rásar 2 og klukkan 9.15 í Broti úr degi. Útvarpsþáttur Þremenningar flakka um tímann Bjarni „töframað- ur“ Baldvinsson KONUNGSBÓK eftir Arnald Indriðason kemur út í dag hjá Vöku Helgafelli. Konungsbók gerist að mestu í Kaupmanna- höfn árið 1955 og tengist leyndarmáli sem snertir helsta dýrgrip Íslands, Konungsbók Eddukvæða. Konungsbók er tíunda skáldsaga Arnaldar Indr- iðasonar, en bækur hans hafa selst í um það bil þremur millj- ónum eintaka. Enginn íslenskur rithöfundur hef- ur nokkru sinni náð slíkri útbreiðslu. Jafnframt hefur Arnaldur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar. Bækur Ný bók eftir Arnald kemur út í dag Arnaldur Indriðason TVEIR þættir úr barnasjónvarps- þáttaröðinni Latabæ verða sýndir í Sjónvarpinu um jólin. Á aðfangadag kl. 15.05 verður sérstakur jólaþáttur sýndur, og á jóladagsmorgun kl. 9.30 verður einn hefðbundinn þáttur sýndur, sem ekki hefur verið sýndur hérlendis áður. Eiga enn endursýningarrétt Þættirnir um fólkið í Latabæ nutu mikilla vinsælda hjá íslenskum börn- um þegar þeir voru sýndir í Rík- issjónvarpinu síðasta vetur og bíða mörg þeirra eflaust spennt eftir því að þeir snúi aftur á skjáinn. Ný þáttaröð er hins vegar enn í fram- leiðslu, og hefur RÚV því ekki enn fest kaup á henni. Að sögn Guðrúnar Helgu Jón- asdóttur, varadagskrárstjóra hjá RÚV, er þó líklegt að Sjónvarpið muni festa kaup á nýju þáttaröðinni og sýna hana þegar þar að kemur. „Auk þess eigum við ennþá nokkra endursýningarrétti af fyrri þátta- röðinni sem við gætum nýtt okkur,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið, en þættirnir voru end- ursýndir tvisvar í viku síðasta vetur; frumsýndir á föstudagskvöldum og endursýndir á laugardagsmorgnum og fimmtudögum. Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru nýverið tilnefndir til BAFTA- verðlaunanna í Bretlandi, og til Emmy-verðlaunanna síðastliðið vor. Væntanleg Nýjasta þáttaröð Latabæjar er enn í framleiðslu. Latabæjar- þættir um jólin á RÚV Nýjasta þáttaröðin enn í framleiðslu TILKYNNT hef- ur verið hverjir séu tilnefndir til inntöku í Frægð- arhöll rokksins, en sú höll er safn og stofnun í Cle- veland í Ohio í Bandaríkjunum. Árlega eru tekn- ir inn listamenn og þykir mikill heiður að vera þeirra á meðal. Safninu er ætlað að gera rokksögunni skil og hlotnast þeim einum heiðurinn sem þykja hafa haft afgerandi áhrif á fram- gang þeirrar sögu. R.E.M., Van Halen, Ronettes og Patti Smith eru meðal þeirra sem hljóta tilnefningu í ár, en aðrir eru Dave Clark Five, Grandmaster Flash, Chic, Stooges, Joe Tex og Furious Five. Yfir fimm hundruð kjósendur – úr röðum tónlistarmanna og ann- arra áhrifamanna í rokkheiminum – munu svo skera úr um hvaða fimm sveitir verða teknar inn í Frægðarhöllina á árlegri hátíð sem haldin verður þann 12. mars á næsta ári á Waldorf-Astoria lúx- ushótelinu á Manhattan-eyju. Hljómsveitir eða tónlistarmenn eru aðeins gjaldgengir til inntöku í Frægðarhöll rokksins 25 árum eftir útkomu fyrstu breiðskífu þeirra. Fyrst var tekið inn í höllina í jan- úar 1963 þegar m.a. sjálfur kóng- urinn, Elvis Presley, fékk inni. Tilnefningar í Frægðarhöllina Patti Smith Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NÝTT LEIKSVIÐ verður tekið í notkun í Þjóð- leikhúsinu á laugardaginn. Leiksviðið, sem ber nafnið Kúlan, er staðsett undir Kassanum, þar sem var áður Litla svið Þjóðleikhússins á Lind- argötu 7. „Kúlan er hugsuð sem tilraunasvið, helgað minni sýningum og þá fyrst og fremst sýningum fyrir börn, en líka og jafnframt nýrri leik- húsreynslu óháð aldri,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri. Kúlan verður opnuð með sýningunni Umbreyting – Ljóð á hreyfingu sem hefur verið kynnt sem brúðusýning fyrir full- orðna. „Við leggjum þó áherslu á að sýningin er fyrir alla aldurshópa en hún kallar á ákveðna kyrrð og einbeitingu og hentar því ekki mjög ung- um börnum. Sýningin var frumsýnd í Kassanum á listahátíð í vor. „Viðtökurnar voru frábærar en nú flytjum við hana niður til að gefa henni lengra líf. Með því að setja þessa sýningu þarna inn erum við svolítið að marka upphaf þess sem koma skal. Þarna verður sannkölluð töfraveröld. Í anda þess að rýmið uppi fékk nafnið Kassinn ákváðum við að nefna þetta Kúluna. Rýmið er ekki kúlulaga en fyrir okkur er þetta kúlan sem töfrarnir birtast inni í, þetta er leikur að orðum en um leið er þetta yfirlýsing um aukinn þunga á leiklistaruppeldi Þjóðleikhússins.“ Auka barnastarfið Barnastarfið mun þó vera mest áberandi í Kúl- unni en Tinna segir Þjóðleikhúsið leggja aukna áherslu á barnastarf og leiklistaruppeldi í fram- tíðinni. „Þjóðleikhúsið á að þjóna öllum aldurshópum. Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og verkefnastjóri fræðsludeildar, mun sjá um barnastarfið í Kúl- unni. Leikhúsið hefur alltaf sýnt eina stóra barna- leiksýningu á ári en með Kúlunni færum við út kvíarnar og festum í sessi það ferli sem hófst með sýningunni Leitin að jólunum í fyrra. Við stefnum að því að geta reglulega boðið upp á smærri sýningar fyrir börn, samhliða öðru starfi. Umbreytingin verður aðeins sýnd í nóv- ember, en eftir áramót verður brúðuleiksýningin Pétur og úlfurinn í Kúlunni fyrir börn auk þess sem við frumsýnum eina smábarnasýningu þar með vorinu,“ segir Tinna. „Reynslan frá því í fyrra segir okkur að það sé mikil þörf fyrir fjölbreyttara úrval á leiksýn- ingum fyrir börn og það allt niður í mjög ung börn, eins og aðsóknin á Skoppu og Skrítlu núna í haust staðfestir, en sú sýning hefur verið sýnd fyrir fullum sal á Leikhúsloftinu á laugardags- og sunnudagsmorgnum í haust. Ég held að það sé al- veg ljóst að foreldrar á Íslandi vilja að börn þeirra fái að upplifa leikhús og það er frábært. Þessari þörf viljum við mæta.“ Viðbygging á teikniborðinu Framtíðaruppbygging Þjóðleikhússins hefur mikið verið í umræðunni en húsið þykir hafa sprengt utan af sér fyrir löngu. Tinna segir sam- þykkt deiliskipulag liggja fyrir um að það megi reisa 4.200 fermetra viðbyggingu við leikhúsið til austurs. „Það er búið að vera vitað og viðurkennt í áratugi að það þurfi að byggja við leikhúsið. Fyrr- verandi húsameistari ríkisins, Garðar Hall- dórsson, er búinn að setja fram útlitshugmyndir en nákvæm útfærsla eða teikning á húsinu hefur ekki átt sér stað. Það liggur fyrir hvað þarf að gera til að bæta aðstöðuna í húsinu en það er bara spurning um opinberan vilja.“ Tinna segir viðbygginguna aðallega verða til að bæta aðstöðu þeirra sem vinna við húsið. „Það er ekkert hliðarsvið sem tilheyrir Þjóðleikhúsinu svo allur rekstur á sviðinu er mjög erfiður. Með þess- ari viðbyggingu í austur fengjum við hliðarsvið fyrir leikmyndir sem myndi auðvelda okkur reksturinn, auk þess að losa okkur við að leigja skemmur og geymslur úti um allt undir starfsem- ina.“ Spurð af hverju ekki hafi verið ráðist í það fyrr að byggja við húsið og halda því við segir Tinna að þetta sé allt spurning um pólitískan vilja. „Þetta hús var reist af miklum myndarbrag en síðan hef- ur ekki tekist að halda því við. Nú er verið að taka á þessum sýnilega þætti með að laga ytra byrði hússins en með sama stórhug þarf að líta til þess að nú þarf að stækka og tæknivæða leikhúsið. Ég er að vona að það sé pólitískur vilji til að setja fjármagn í viðbygginguna, ég held að ráðamenn skilji að það megi ekki láta staðar numið við ytra byrðið heldur þurfi að klára dæmið, að nútíma- væða Þjóðleikhúsið,“ segir Tinna og bætir við að hún voni að eftir kosningar í vor verði hægt að ná samstöðu um uppbygginu Þjóðleikhússins. „Okk- ur ber að varðveita húsið og sjá til þess að það geti starfað við bestu aðstæður og gegnt hlutverki sínu,“ segir þjóðleikhússtjóri að lokum. Nútímavæða þarf Þjóðleikhúsið, segir Tinna Gunnlaugsdóttur leikhússtjóri Treystir á opinberan vilja Deiliskipulag Á reitnum sem afmarkast af Kjallarasundi, Lindargötu, Smiðjustíg og Hverfisgötu má reisa allt að 4.500 fm viðbyggingu skv. samþykktu deiliskipulagi. Rauði reiturinn fyrir miðri mynd markar svæði nýbyggingar. Dökkgulu reitirnir eru einnig hugsanleg viðbót. Morgunblaðið/Kristinn Veröldin Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með heiminn að baki sér í Kúlunni, nýju sviði Þjóðleik- hússins sem tekið verður í notkun á laugardaginn með brúðusýningunni Umbreyting. Kúlan opnuð um næstu helgi með brúðuleiksýningu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.