Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 19
|miðvikudagur|1. 11. 2006| mbl.is daglegtlíf Arkitektinum Sturlu Þór Jóns- syni finnst lítið mál að hjóla í vinnuna dag hvern – jafnvel þótt hann búi í Grafarvogi en vinni í Kópavogi. Hann er líka vanur mun lengri vegalengdum. » 20 hreyfing Kvef og flensa eru ekki sami hlutur þótt smit- leiðir séu svipaðar, en til að halda ónæmiskerfinu heilbrigðu borgar sig að lifa heilsusamlegu lífi. » 20 kvef Offita eykur líkurnar á því að fá astma um ein 60%, segir dokt- or María Gunnbjörnsdóttir, en raki er einnig áhættuþáttur fyr- ir astma og öndunarfæraein- kenni. » 21 astmi Sú var tíðin að heldra fólk fór ekki úrhúsi nema setja upp leðurhanska ennú geta allir sem velja slíkanvettlingvalið úr fjölbreyttri flóru á viðráð- anlegu verði. Leðurhanskar eru ekki lengur tákn um stétt og stöðu – þeir eru í tísku. Til allrar lukku, því auk þess að vera tígulegir á hendi verja þeir fingur vel fyrir kulda og frosti. Og við íslenskar konur ættum nú að vita að það getur stundum verið þrautin þyngri að klæða sig í samræmi við tískuna og kuldabola! Fallegir leðurhanskarnir gleðja því ekki að- eins augað, þeir ylja og eiga alls staðar við, jafnt við sparikjólinn sem gallajakkann. Tískuhúsin Gucci, Hermés og Chanel eru meðal þeirra sem lagt hafa línurnar en þær eru nokkuð margar. Pönkaðir hanskar með hekli, hjólreiðahanskar, milliháir hanskar og rómantískir hanskar, oft með litlum slaufum á, eru meðal þeirra. En hver sem stíllinn er þá er það víst að hanskar úr leðri og rúskinni gefa tón sem er allt í senn klassískur, töff og tígulegur. Lítil veski, sem fara vel í greipinni, setja svo punkt- inn yfir i-ið, við hvert tækifæri … Hversdagslegir Svartir hanskar, 2.990 kr., passa vel við rautt veski, 1.599 kr. Accessorize. Morgunblaðið/Kristinn Krúttlegir Hanskar 4.390 kr. Noa Noa, veski 2.499 kr. Accessorize. Rómantískir Dömulegir hanskar 3.290 kr. og veski 4.490 kr. Friis Company. Tígulegir og töff Klassískir Vínrauðir hanskar, 3.990 kr. og veski í stíl, 990 kr. Warehouse. Töff Rauðir hanskar 2.990 kr. Oasis og blágræn- ir hanskar með prjónaáferð, 5.790 kr. Noa Noa. uhj@mbl.is NÝ rannsókn bendir til þess að dvergveirur, sem geta meðal annars valdið kvefpestum eða mænusótt, geti borist í heilann og valdið minn- isglöpum, að því er fram kemur í grein í tímaritinu Neurobiology of Disease. Á ári hverju smitast rúmur millj- arður manna af dvergveirum. Talið er að fólk smitist tvisvar eða þrisvar að meðaltali á ári af slíkum veirum. Veira, sem nefnist iðraveira 71, er sérlega líkleg til að valda heila- skaða, að sögn vísindamanna í Minnesota sem önnuðust rannsókn- ina. Veiran er algeng í Asíu, getur borist í heilann og valdið heilabólgu, sem getur leitt til svefndás og dauða. Einn vísindamannanna, Charles Howe, sagði að veirusýkingar gætu „valdið minnistapi smám saman með árunum og að lokum leitt til klínískra minnisglapa þegar fólk eldist“. Rannsóknin byggist á tilraunum á músum sem voru sýktar með veiru sem líkist mænusóttarveirunni. Veirur geta stuðl- að að minnistapi Morgunblaðið/Ásdís Veirur Á ári hverju smitast rúmur milljarður manna af dvergveirum. Það er fagnaðarefni fyrir vísna-vini að út er komin bókin Axar- sköft sem inniheldur ljóð og teikn- ingar Jóhanns P. Guðmundssonar, betur kunnur sem Jói í Stapa. Fyrsta vísan í bókinni er svohljóðandi: Hæfileika Guð mér gaf af göfgum vilja sínum, en langmest þekktur er ég af axarsköftum mínum. Jói er kunnur fyrir haglega smíðaðar náttúrustemningar og er skemmtinn og hraðkvæður þegar svo ber undir. Í sumarferð Iðunnar árið 1995 var komið við hjá bónda á Barðaströnd sem rak smáverslun, þar sem ætt og óætt var til sölu hlið við hlið, s.s. olía, kex og koppafeiti, kál og kirnur, brjóstsykur og bólu- efni, og vitaskuld harðfiskur. Jói í Stapa orti: Á Barðaströndu búið var býsna vel að mörgu leyti. Helst til átu er hafður þar harðfiskur og koppafeiti. Og margar sígildar vísur eru eftir Jóa í Stapa, þar á meðal: Þó að ellin þyngi spor og þjaki í ýmsum greinum geymi ég alltaf ylríkt vor innst í hugarleynum. VÍSNAHORNIÐ Af Jóa í Stapa pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.