Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 29
Atvinnuauglýsingar
Nonnabiti
óskar eftir reyklausum starfskrafti, í fullt starf
eða hlutastarf. Upplýsingar í síma 846 3500
eða á staðnum, Hafnarstræti 11.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna
í Langholtshverfi
Aðalfundur
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Langholts-
hverfi verður haldinn þriðjudaginn 7. nóvember
2006 kl. 17.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Tilkynningar
Borgarbyggð
Breyting á deiliskipulagi við Galtarholt
2, Borgarbyggð
Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir
athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi
frístundabyggðar í Galtarholti 2.
Breyting felst í því að byggingarskilmálar fyrir
húsgerð A breytist úr 90 m² í 115 m².
Breytingartillagan mun liggja frammi á skrif-
stofu Borgarbyggðar frá 1. nóvember 2006 til
29. nóvember 2006.
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna
fyrir 13. desember 2006 og skulu þær vera
skriflegar.
Borgarnesi, 25. október 2006.
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
Borgarbyggðar.
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag og breytingar
á deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með
auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi og tillögur að
breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík.
Reitur 1.182.0 Klapparstígsreitur.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.182.0,
Klapparstígsreit sem afmarkast af Klapparstíg,
Skólavörðustíg, Vegamótastíg og Grettisgötu.
Í deiliskipulaginu er m.a. gefin heimild til nýbygg-
ingar á lóðinni að Klapparstíg 40 og viðbygginga
við núverandi hús að Klapparstíg 40 og á sam-
einaðri lóð Skólavörðustígs 13 og 13A. Einnig
að heimilt verði að gera minniháttar breytingar á
húsum, s.s. gera skyggni, svalir og minni kvisti án
þess að breyta þurfi deiliskipulagi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Traðarland 1, vegna íþróttasvæðis
Víkings.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Traðarland
1 vegna íþróttasvæðis Víkings.
Tillagan gerir ráð fyrir nýjum upplýstum gervi-
grasvelli á suðurhluta svæðisins og að núverandi
malarvelli verði breytt í grasæfingarsvæði. Þrjú
möstur verða á hvorri langhlið og er lýsingu beint
inn á völlinn og leitast við að lágmarka glýju með
því að velja lampa með tilliti til þess og setja sér-
staka glýjuvörn á þá. Enn fremur verður gert ráð
fyrir 85 nýjum álagsstæðum á opnu svæði norð-
austan við núverandi íþróttahús.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Úlfarsárdalur.
Tillagaaðbreytinguádeiliskipulagi fyrirÚlfarsárdal,
hverfi 4, austurhluti.
Tillagan gerir ráð að á austasta hluta 1. áfanga
Úlfarsárdals er lóðum fyrir einbýlis- og parhús
fjölgað og fjölbýlishúsum fækkað að sama skapi,
leikskóli fluttur til vesturs á lóð sem áður var af-
mörkuð fyrir stofnun, leiksvæði við Sifjarbraut
verður flutt norður fyrir Sjafnarbraut og lóðar-
mörkum grunnskóla er lítillega breytt.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargaga.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu-
lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að
Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15,
frá 1. nóv. til og með 13. desember 2006. Einnig má sjá
tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega
eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi
síðar en 13. desember 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 1. nóv. 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Henrik Ibsen
í Norræna
húsinu
Í tilefni af Ibsenárinu 2006:
Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20.00:
„Brúðuheimili“ Henriks Ibsens í uppfærslu
Norska sjónvarpsleikhússins, sýnt á stórum
skjá í sal Norræna hússins. Textað á norsku/
ensku. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Föstudaginn 3. nóvember kl. 17.00-19.30:
Málþing um Henrik Ibsen.
Þátttakendur: Brynhild Mathisen stundakennari
í norsku, Gro Tove Sandsmark sendikennari í
norsku, Kári Halldór Þórsson leikari, leikstjóri
og leiklistarkennari, Melkorka Tekla Ólafsdóttir
leiklistarráðunautur, Róbert Haraldsson dósent
í heimspeki, Trausti Ólafsson leiklistarfræðingur.
Fundarstjóri: Per Landrø.
Léttar veitingar í boði Norska sendiráðsins.
Allir velkomnir!
Norska sendiráðið í Reykjavík í samvinnu
við sendikennarann í norsku og
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.