Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Alex-andersdóttir
fæddist í Reykjavík
8. mars 1920. Hún
lést á heimili sínu
22. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Alex-
ander Jóhannesson,
f. 19. júní 1894, d.
25. júlí 1940, bak-
arameistari í
Reykjavík, og Guð-
rún Guðmunds-
dóttir, f. 27. apríl
1895, d. 11. júlí
1964, húsmóðir í Reykjavík.
Systkini Jóhönnu eru: Áslaug Al-
af hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur. Foreldrar hans voru Þorkell
Sæmundsson, f. 27. september
1878, d. 2. maí 1963, fæddur að
Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, og
Oktavía Guðmundsdóttir, f. 18.
maí 1882, d. 29. september 1960,
fædd í Fljótsdal í Fljótshlíð. Börn
Jóhönnu og Ísleifs eru: 1) Minný
Ísleifsdóttir, f. 17. janúar 1942,
hennar maður var Ólafur Ingi
Sveinsson, f. 27. júlí 1943, d. 27.
september 1995. Sonur þeirra er
Ísleifur Ólafsson, f. 3. september
1979. 2) Guðrún Ísleifsdóttir, f.
24. júlí 1954, hennar maður er
Haukur Guðmundsson, f. 9. nóv-
ember 1947. Dætur þeirra eru
Jóhanna Linda Hauksdóttir, f. 6.
október 1975, og Ingibjörg Ragn-
heiður Hauksdóttir, f. 10. sept-
ember 1984.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
exandersdóttir, f.
21. mars 1927, d. 4.
nóvember 2005,
Gyða Rannveig Al-
exandersdóttir, f. 6.
ágúst 1918, d. 1.
apríl 1981, Katrín
Svava Alexand-
ersdóttir, f. 24. apríl
1922, d. 27. nóv-
ember 1991, og
Kristján Alexand-
ersson, f. 2. maí
1924.
Jóhanna giftist 29.
október 1938 Ísleifi
Þorkelssyni, f. 1914, d. 1987, frá
Vestmannaeyjum, starfaði lengst
Minningarnar um ömmu mína eru
fjölmargar og veita þær manni hugg-
un á þessum erfiða tíma. Það var allt-
af notalegt að vera hjá ömmu. Ég
man fyrst eftir henni þegar hún pass-
aði mig þegar ég var lítil. Hún var svo
góð að spila og segja mér sögur úr
sveitinni. Þegar ég lærði að lesa
fannst mér gaman að æfa mig og lesa
sögur okkur til skemmtunar. Hún var
alltaf ánægð þegar barnabörnin
komu heim með einkunnirnar sínar.
Við lékum okkur mikið heima hjá
henni og þegar við urðum eldri reynd-
um við að heimsækja hana sem oftast.
Um helgar hittist fjölskyldan og var
þá alltaf eitthvað gott til með kaffinu.
Voru pönnukökur og vöflur það vin-
sælasta hjá krökkunum í fjölskyld-
unni. Alltaf þegar við heimsóttum
ömmu leið okkur eins og heima hjá
okkur. Fjölskyldan var henni afar
mikilvæg og hafði hún áhuga á að vita
hvað allir voru að gera. Farið var í
nokkrar sumarbústaðaferðir og einu
sinni til Benidorm. Auk þess var
amma hjá okkur yfir jólin sem var
alltaf gaman.
Amma var ekki eins og flestar eldri
konur. Hún fylgdist vel með öllu sem
var að gerast í samfélagi nútímans.
Mörgum fannst sniðugt þegar ég
sagði að ömmu fyndist gaman að
horfa á sjónvarpsþætti sem voru ætl-
aðir yngra fólki. Það má segja að hún
hafi verið mjög ung í anda og minn-
ugri en flestir í kringum hana. Hún
var alltaf hress og auðvelt að tala við
hana um ýmsa hluti. Þó að hún væri
mikið heima hafði hún alltaf eitthvað
fyrir stafni. Hún las mikið ásamt því
að horfa á sjónvarp og hlusta á út-
varp. Heimilið var prýtt fallegum
hlutum sem hún hafði saumað gegn-
um árin. Mér fannst amma mjög dug-
leg kona sem kvartaði aldrei og gerði
það sem hún ætlaði sér.
Elsku amma mín, við söknum þín
mikið en við vitum að þú ert á góðum
stað núna og fylgist með okkur.
Ingibjörg Ragnheiður
Hauksdóttir.
Elsku amma. Takk fyrir allt.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Þín
Jóhanna Linda.
Jóhanna
Alexandersdóttir
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs föður, tengdaföður, afa og langafa,
FERDINANDS SÖEBECH GUÐMUNDSSONAR
frá Byrgisvík á Ströndum,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og kór
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir,
Sigríður G. Ferdinandsdóttir, Olle Nordlöf,
Steinunn Ferdinandsdóttir, Pálmar Guðmundsson,
Erla Ferdinandsdóttir, Þröstur Ingvarsson,
Sæmundur B. Ferdinandsson, Ingunn Lind Þórðardóttir,
Freyr Ferdinandsson, Unnur Jónsdóttir,
Ríkey Ferdinandsdóttir, Guðni Þorri Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FJÓLA ÓLAFSDÓTTIR,
Selbraut 8,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
2. nóvember kl. 15.00.
Ólöf Björnsdóttir,
Ólafur B. Björnsson, Hrefna Sigurðardóttir,
Snorri Björnsson, Hrafnhildur Svavarsdóttir,
Guðrún S. Björnsdóttir, Gísli Jóhannsson,
Fjóla Björnsdóttir, Kristinn Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn,
GUÐBRANDUR AÐALSTEINN SIGFÚSSON
frá Skálafelli í Suðursveit,
Víkurbraut 26,
Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn
3. nóvember kl. 14.00.
Birna R. Aðalsteinsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEFANÍA ARNFRÍÐUR HEIÐAR
SIGURJÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hofskirkju Vopnafirði föstu-
daginn 3. nóvember kl. 13.00.
Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir,
Jóna Hildur Jósepsdóttir,
Þorgerður Jósepsdóttir,
Gyða Álfheiður Jósepsdóttir,
Jósep Hjálmar Jósepsson
og fjölskyldur þeirra.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður,
systur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði
fyrir umhyggju og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smári Hermannsson,
Brynjar Þórðarson, Unnur Jónasdóttir,
Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
AXEL RÖGNVALDSSON,
Sogavegi 144,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 2. nóvember nk. kl. 15.00.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki göngu-
deildar Landakoti, Hrafnistu Kleppsvegi og Vífils-
stöðum fyrir frábæra umönnun.
Pálmi Rögnvaldsson,
Ingvaldur Rögnvaldsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL GUÐMUNDSSON
stýrimaður,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 3. nóvember kl. 13.00.
Guðrún Karlsdóttir, Jón Snædal,
Guðmundur Karlsson, Lynn Karlsson,
Sigurður Karlsson, Gunnhildur Gísladóttir,
Jóhannes Karlsson,
Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR ÓLADÓTTIR,
Garðatorgi 7,
Garðabæ,
sem lést á Holtsbúð, Garðabæ, mánudaginn
23. október, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju
föstudaginn 3. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barna-
spítalasjóð Hringsins, símar 543 3724/543 3700.
Þórunn Kolbeinsdóttir, Gísli Jónsson,
Þórdís Kolbeinsdóttir, Hafsteinn Sæmundsson,
Egill Kolbeinsson, Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Eir þriðjudaginn 31. október.
Anna Jóna Óskarsdóttir, Þórir Þorsteinsson,
Auður Inga Óskarsdóttir Hansen, Bent V. Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar