Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ kemur iðulega fram í al- þjóðlegum samanburði að Norð- urlöndin eru í fararbroddi á ýms- um sviðum og að samkeppnisstaða landanna er afar sterk. Samstarf ríkjanna miðar að því að viðhalda og treysta þessa stöðu með sam- starfi um verkefni sem stuðla að framþróun á sem flestum sviðum. Landbúnaðarráð- herrar Norðurlanda hafa átt gott og far- sælt samstarf um langt árabil og staðið að fjölmörgum verk- efnum til að treysta hag matvælafram- leiðslu og stuðla að fjölbreytileika henn- ar. Á fundi ráðherranna síðastliðið sumar var samþykkt að efla sam- starfið enn frekar með nýrri sam- starfsáætlun sem gengur undir heitinu ,,Nýr norrænn matur“. Samstarfstarfsáætluninni er ætlað að varpa ljósi á þá fjöl- breyttu möguleika til verðmæta- sköpunar sem felast í mat- vælaframleiðslu Norðurlanda. Tilgangurinn er að auka samstarf landanna í matvælaframleiðslu og matreiðslu og jafnframt að tengja þetta verkefnum á sviði ferðaþjón- ustu, heilbrigðis, byggðaþróunar og viðskipta. Matvæli gegna fjöl- þættu hlutverki í efnahagslífinu sem ekki hefur verið metið að verðleikum og ýmsir möguleikar á þessu sviði hafa enn ekki verið nýttir. Verkefnið ,,Nýr norrænn mat- ur“ er til þess fallið að virkja ein- staklinga, samtök og fyrirtæki í löndunum til samstarfs um hin margþættu og ólíku verkefni sem tengjast matvælum. Reynsla okk- ar af norrænu starfi segir okkar að það skilar áþreifanlegum ár- angri. Þegar ólíkir aðilar með ólíka reynslu taka saman höndum yfir landamærin, mótast oft og iðulega nýjar hugmyndir sem geta stuðlað að framförum. Samstarfsáætlun um ,,nýjan norrænan mat“ á rætur að rekja til þess, að innan Evr- ópu er sívaxandi áhersla lögð á að draga fram svæðis- og staðbundin sér- kenni matvæla og vaxandi hópur fólks hefur mikinn áhuga á að kynnast og upplifa matvæli sem tengjast tilteknum svæðum. Þá er vaxandi eftirspurn eftir gæðamatvælum og matvælum sem búa yfir sér- stökum hreinleika og eiginleikum sem talin eru hafa jákvæð áhrif á heilsufar. Hvað allt þetta varðar hafa Norðurlöndin styrka stöðu í alþjóðlegu samhengi og þessa sér- stöðu má nýta til að skapa við- skiptatækifæri. Talið er að mörg byggðalög sem eiga undir högg að sækja gætu nýtt þennan styrkleika sér til framdráttar. Þó Norðurlöndin hafi ólíka for- sendur til matvælaframleiðslu hafa matreiðslumenn á Norð- urlöndum í vaxandi mæli verið að draga fram atriði sem einkenna svæðið sem heild. Það er hlutverk samstarfsáætlunar að draga enn betur fram þessi einkenni og styrkja ímynd þeirra sem hráefnis sem einkennist af hreinleika, bragðgæðum og hollustu. Hver veit nema þegar fram líða stundir verði ,,Norræna eldhúsið jafn vel þekkt og ,,Miðjarðarhafs eldhús- ið“. Með samstarfinu vill Norræna ráðherranefndin skapa betri fjár- hagslegar forsendur fyrir sam- starfi um matvæli með því að veita styrki til verkefna sem talin eru geta stuðlað að þessu. Jafnframt er fyrirhugað að stofna til tengsla milli aðila í löndunum sem eru að fást við svipuð viðfangsefni á þessu sviði, þannig að þeir geti sótt hugmyndir og stuðning til að efla sitt starf. Samstarfsáætlun á einnig að stuðla að norrænum rannsóknum á sérkennum og eig- inleikum norrænna matvæla. Verkefnið á að draga betur fram það sem sérstakt er og ein- stakt við norræn matvæli, það sem skapar fjölbreytilega og upplifun og styrkir ferðaþjónustuna. Samstarfsáætluninni verður formlega hleypt af stokkunum á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn þann 1. nóvember og hún nær til þriggja ára. Skipuð verður sérstök verkefnisstjórn og verkefninu hefur verið tryggt fjár- hagslegt brautargengi. Jafnframt verða skipaðir ,,sendiherrar fyrir nýjan norrænan mat“, sem fá það hlutverk að stuðla að framgangi verkefnisins. Fulltrúar Íslands í þeim hópi verða þeir Baldvin Jónsson og Siggi Hall. Samstarfs- áætlunin verður kynnt sérstaklega á fundi í Reykjavík þann 10. nóv- ember n.k. Norræn matvæli í nýju ljósi Guðni Ágústsson fjallar um norræn matvæli »Með samstarfinuvill Norræna ráðherranefndin skapa betri fjárhagslegar forsendur fyrir samstarfi um matvæli með því að veita styrki til verkefna sem talin eru geta stuðlað að þessu. Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra og situr í Norrænu ráðherranefndinni um matvæli. RITSTJÓRI Morgunblaðsins hefur undanfarna daga og sein- ast í síðasta Reykjavíkurbréfi látið eins og hann gæti haft í hótunum við herstöðvaandstæð- inga og sósíalista með því að rifja upp fornar væringar ef þeir létu ekki af því að krefjast þess að hin svokölluðu hlerunarmál yrðu upplýst. Rétt eins og við ættum að vera eitthvað hræddir við slíka upprifjun. Ég get að vísu ekki talað fyrir aðra en segi bara fyrir mína parta: Komdu ef þú þorir. Auð- vitað að því tilskyldu að fyllsta jafnræðis verði gætt. Að ég fái jafnmikið rúm í blaðinu um þessi tilteknu efni og ritstjórinn. Ég frábið mér líka að láta að hræra saman í einn graut sem einskonar rússaþjónkun baráttu verkafólks fyrir lífskjörum sín- um, andstöðu við erlenda hersetu vegna þjóðvitundar, hugsjónum sósíalista um réttlátara samfélag – og þeim örfáu einstaklingum sem höfðu svo leynileg og inn- múruð fjárhagstengsl við Moskvu að jafnvel framkvæmda- stjóri Sósíalistaflokksins vissi ekki af þeim. Loks dugir ekki að ástunda þess háttar tímaflakk að blanda til að mynda saman fjórða og áttunda áratug 20. ald- ar eins og þeir væru sama tíma- svið. Að þessu uppfylltu mundi ég hlakka til slíkra orðaskipta. Árni Björnsson Komdu ef þú þorir Höfundur er doktor í menningarsögu. VIRÐING fyrir einstaklingnum, ungum sem öldnum, er inntak sjálfstæðisstefnunnar. Ég er stoltur boðberi þeirrar góðu stefnu og gef kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi sem fram fer þann 11. nóvember. Málefni eldri borg- ara hafa verið fyr- irferðamikil í um- ræðunni síðustu misseri og er mikil hvatning í þjóðfélag- inu til þess að haldið verði áfram að bæta kjör þeirra í hópi aldraðra sem minnst hafa úr að spila. Rík- isstjórnin og Lands- samband eldri borg- ara undirrituðu mikilvægt sam- komulag í byrjun sumars þar sem fjöl- mörg baráttumál samtakanna voru ým- ist leyst eða komið í góðan farveg. Því ber að fagna. Enn eru fjölmörg verkefni fyr- ir höndum á þessu sviði bæði í búsetumálum eldri borgara og hvað varðar ýmsar tekjutengingar innan almanna- tryggingakerfisins. Það vill oft gleymast í umræðu um málefni eldri borgara að þeir eru ekki bara hópur fólks á sama aldursskeiði, heldur samansafn ólíkra einstaklinga með mismun- andi kröfur og áhugamál. Eldri borgarar eru ekki afmarkaður einsleitur hópur. Allt eins og með- al ungs fólks eru þarfir eldri borg- ara mismunandi, óskir þeirra, reynsla og starfsorka. Öldrun hefst nefnilega ekki þegar ein- hverju tilbúnu aldursmarki er náð. Þökk sé betri heilsu og auknum lífsgæðum hefur meðalaldur hækkað jafnt og þétt og ný „kyn- slóð“ eldri borgara, ef svo mætti kalla, hefur orðið til. Ég get tekið sem dæmi föður minn sem er 75 ára gamall. Hann er kraftmikill einstaklingur sem gengur á fjöll, spilar golf og hjólar bæjarhlutanna á milli. Hann gætir fjögurra ára sonar míns hvenær sem eftir því er leitað og bregður sér til útlanda þegar tækifæri gefst. Hann er þó fyrir löngu orð- inn „gamalmenni“ í skilningi lag- anna. Heilsan er hins vegar sem betur fer í góðu lagi þannig að manni dettur síst af öllu orðið gamalmenni þegar maður hittir hann. Af hverju þessi litla dæmisaga. Jú, úrræði í málefnum eldri borgara verða að taka mið af sögum sem þessum. Faðir minn er einfaldlega ekki gamall þó hann sé „gamalmenni“. Í skólamálum er talað um einstaklingsmiðað nám – ég tel að við eigum að taka upp einstaklingsmiðaða þjónustu í öldr- unarmálum. Þannig komum við sjálfstæð- isstefnunni betur inn í þann málaflokk. Við eigum að stuðla að auknum valkostum. Við eigum að tryggja það að eldri borgari sem kýs að búa heima fái þá heimaþjónustu sem hann þarfnast. Það er ekki endilega hjúkrun sem hann þarf á að halda, kannski kæmi þessum einstaklingi betur að fá félagsskap nokkra eftirmiðdaga í viku eða að einhver kæmi að þrífa heimilið. Hvað sem það er vil ég að hann geti valið það sem honum hentar. Við verðum ennfremur að tryggja að hjón sem lifað hafa saman langa ævi verði ekki aðskilin í ell- inni vegna þess að þau voru sett í sitt hvorn „kassann“, með sitt hvort úrræðið. Í eldri borgurum býr ónýtt auð- lind reynslu, þekkingar og dugn- aðar. Við megum ekki draga fólk í dilka einungis eftir aldri heldur eigum við að hugsa hvernig við getum best nýtt kraft þann sem í þessum einstaklingum býr. Við þurfum nýja hugsun, nýja nálgun. Við þurfum að leyfa einkaaðilum að spreyta sig í þessum geira í miklu meira mæli en nú er gert, einkum hvað varðar búsetuúrræði. Við þurfum að tryggja að sveigj- anleg starfslok verði raunhæfur valkostur með því að draga úr eða afnema vinnu letjandi tekjuteng- ingar eftirlauna. Það er okkur öll- um í hag að virkja þann kraft sem í eldri borgurum er. Sjálfstæðisstefnan í öldrunarmálum Ragnheiður Elín Árnadóttir fjallar um málefni eldri borgara Ragnheiður Elín Árnadóttir » Í skóla-málum er talað um ein- staklingsmiðað nám – ég tel að við eigum að taka upp ein- staklingsmiðaða þjónustu í öldr- unarmálum. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi. UNGLINGARNIR í fé- lagsmiðstöðvum ÍTR bjóða Reyk- víkingum í heimsókn í dag! Í dag, miðvikudag- inn 1. nóvember, standa félagsmið- stöðvar ÍTR fyrir fé- lagsmiðstöðvadeg- inum í Reykjavík. Dagurinn er sam- starfsverkefni þeirra 18 félagsmiðstöðva sem starfa í Reykja- vík og verða allar fé- lagsmiðstöðvarnar opnar fyrir gesti og gangandi frá kl. 17 til 21 og boðið verður upp á fjölbreytta dag- skrá. Markmið fé- lagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasöm- um tilefni til að heim- sækja félagsmiðstöð- ina í sínu hverfi og kynnast því sem þar fer fram. Hverf- isbúum gefst því kær- komið tækifæri til að kynnast af eigin raun unglingunum í hverfinu og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi frístundaráðgjafa í félagsmiðstöðinni. Dagskrá félagsmiðstöðvadagsins verður breytileg milli félagsmið- stöðva. Undirbúningur í hverri fé- lagsmiðstöð hefur hvílt á ungling- aráðum og unglingunum sjálfum ásamt frístundaráðgjöfum. Megináhersla dagskrárinnar mun þó alls staðar vera á framlag og sköpunargleði unglinganna sjálfra. Samvera foreldra og barna er mikilvæg, ís- lenskar rannsóknir sýna að þeir ungling- ar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjöl- skyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkni- efna. Stuðningur og hvatning fullorðinna við tómstundir barna og unglinga skiptir miklu máli og því er dagurinn kjörið tæki- færi fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér starfið að kíkja inn, jafnt forvitna ung- linga, foreldra, ömm- ur, afa og systkini og eiga skemmtilega samverustund með unglingum í fé- lagsmiðstöðvum ÍTR. Allar nánari upp- lýsingar um dagskrá félagsmiðstöðvadagsins er að finna á heimasíðum félagsmið- stöðvanna www.itr.is Vertu velkomin! Komdu í heimsókn, nú er tækifæri! Soffía Pálsdóttir fjallar um starfsemi félagsmiðstöðva Soffía Pálsdóttir » Stuðningurog hvatning fullorðinna við tómstundir barna og ung- linga skiptir miklu máli. Höfundur er skrifstofustjóri tómstundamála hjá ÍTR. vaxtaauki! 10% Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.