Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 41
KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
/ ÁLFABAKKA
THE DEPARTED kl. 5 - 7 - 8 - 10:10 B.i. 16
THE DEPARTED VIP kl. 5 - 8
THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12
JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
BARNYARD m/ensku tali kl. 4 - 8 - 10:10 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
THE DEPARTED kl. 5:30 - 8:30 - 10 B.i. 16 DIGITAL
BÆJARHLAÐIÐ kl. 6 LEYFÐ m/ísl. tali
THE GUARDIAN kl. 10:30 B.i. 12
MATERIAL GIRLS kl. 8 LEYFÐ
BEERFEST kl. 8:30 B.i. 12
/ AKUREYRI
THE DEPARTED kl. 8 b.i. 16
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
THE GUARDIAN kl. 8 b.i. 12
/ KEFLAVÍK
MÝRIN kl. 8 B.I. 12
GUARDIAN kl. 10:10 B.I. 12
THE TEXAS CHAINSAW... kl. 10 B.I. 18
THE DEVIL WEARS PRADA kl. 8 LEYFÐ
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.is
Þú átt eftir
að skemmta
þér sjúklega
vel.
eee
EMPIRE ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
BESTA MYND MARTINS
SCORSESE TIL ÞESSA
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA
UPPRUNALEGU PARTÝ-
DÝRIN ERU MÆTT
Þegar hættan
steðjar að ...
fórna þeir öllu
„THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST
BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
Munið afsláttinn
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI
eee
H.J. MBL
Omega 3-6-9
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Fjölómettaðar
fitusýrur
NNFA QUALITY
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Iðkaðu óskilyrta ást eingöngu. Þú veist,
þeirrar tegundar sem merkir að hinn að-
ilinn getur verið eins og honum sýnist og
samt notið aðdáunar þinnar. Þó að þú
gerir ekkert annað en þetta í dag, er það
meira en nóg.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er í eilífu ákvörðunarferli.
Kannski er það orðið leitt á þessu og lík-
lega að bíða þess tíma er enginn spyr
það að neinu. Bráðum munu allir skilja
til hvers er ætlast af þeim og spurn-
ingaflóðinu linna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn stefnir ótrauður þangað sem
hann ætlar sér og þarf á leiðbeiningum
að halda til þess að sortera þá veik-
byggðari frá. Hérna er vísbending – eitt
helsta einkenni þroskaðrar manneskju
er að hún tekur ábyrgð á sínu eigin
ástandi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Munurinn á uppbyggilegri gagnrýni og
niðurrifi er geta hinnar manneskjunnar
til þess að meðtaka það sem þú hefur
fram að færa. Hafðu dómgreindina til
hliðsjónar að þessu leyti, þannig verður
þú líka góður leiðtogi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið hefur ekkert til þess að hafa sam-
viskubit yfir og á að losa sig við þessa
neikvæðu tilfinningu í eitt skipti fyrir öll.
Slíttu hana upp með rótum. Það krefst
smávegis ígrundunar og þess að þú rótir
aðeins upp í fortíðinni og í dag er rétti
dagurinn til þess.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fikraðu þig í átt að markmiði þínu með
eitt takmark í huga, en þröngt sjón-
arhorn. Ef þú segir „já“ við of mörgum
nýjum kvöðum á það bara eftir að
íþyngja þér. Dans eða hröð líkams-
þjálfun gefur þér tíma til þess að með-
taka svörin sem þú hefur beðið eftir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ástin sigrar allt, að lokum. En það ást-
ríkasta sem maður getur gert, er ekki
endilega alltaf það auðveldasta. Skoraðu
á sjálfa þig að setja markið hátt í hvaða
aðstæðum sem kunna að koma upp.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hugmynd einhvers um skemmtun sam-
rýmist þinni alls ekki. Eyddu meiri tíma
með fólki sem „nær“ þér og kemur þér
til þess að hlæja, eins og einhverjir í
ljóns- eða meyjarmerki. Þín bíður ein-
stök gjöf í kvöld, en hún er samt ekki í
umbúðum með slaufu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Fyrirgefðu. Fúslega. Öllum. Það er fljót-
legasta leiðin til þess að verða sú mann-
eskja sem þú þarft að vera til þess að
öðlast allt sem þú þarft og óskar eftir.
Ástríkt samband sem þú getur reitt þig
á er eitt af þessu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það sem steingeitina langar til þess að
gefa er ekki endilega það sem aðrir vilja
fá. Gerðu breytingar. Ekki vera hrædd
við að spyrja ástvini hvers þeir þarfnast
frá þér. Niðurstaðan leiðir til þeirrar til-
finningar að allir leggi sitt af mörkum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Að vera viðkunnanlegur eða góður er
stórlega ofmetið. Allir bera ábyrgð á sín-
um eigin gjörðum. Ef maður gerir það
ekki, bitnar vanrækslan á því sem maður
er að fást við. Þú þarft meira á árangri
að halda en samþykki.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki vera hissa þótt enginn í kringum
þig hugsi jafn stórt og þú. Hvað þig
varðar, ertu ekki bara að reyna að vera á
undan boltanum, heldur viltu senda
hann í mark og vinna leikinn.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Merkúr og Satúrnus takast
á að nýju. Stuttorðar
stjörnusamræður laða
mótþróann fram í hvorri
plánetu fyrir sig – og hið
sama gildir um samtöl í
mannheimum. Höfum í huga að það er
sjaldnast það sem maður segir sem vekur
tilfinningar hjá öðrum heldur hvernig
það er sagt. Tökum ákefðarmælinn í
hönd og höfum stjórn á okkur.
ÞEIR Wilson-bræður skilja sjálf-
sagt ekki eftir sig djúp spor í kvik-
myndasögunni en þeir eru geðþekk-
ir piltar og liðtækir gamanleikarar
báðir, Luke og Owen. Nú færast
þeir fullmikið í fang, láta ekki gott
heita að dandalast framan við
myndavélina heldur setur Luke sig
í mikilúðlegar stellingar og skrifar
handritið og leikstýrir ásamt þriðja
bróðurnum, Andrew.
Afleiðingin, The Wendell Baker
Story, er hvorki fugl né fiskur, víða
bólar á góðum hugmyndum, atrið-
um og leikhópurinn er vel mann-
aður með karla á borð við Stanton,
Cassell, Ferrell og Kristofferson
innanborðs, sem jafnan standa fyrir
sínu og lífga upp á hversdagsleik-
ann og hugmyndaleysið sem annars
ræður ríkjum hjá Wilsonunum.
Sagan er ekki flókin, Luke leikur
smákrimma í Texas sem gómar
ólöglega innflytjendur frá Mexíkó –
til þess að selja þeim fölsuð skilríki.
Lendir í grjótinu, missir kærustuna
(Mendes), í hendur kaupmannsins á
horninu (Ferrell); snýr út aftur og
setur upp hrikalegt plott til að jafna
um fjendur sína. Nýtur til þess
stuðnings vistmanna á elliheimilinu
sem hann er skikkaður til að vinna
á meðan á skilorðinu stendur.
Myndin kemst aldrei á siglingu
þrátt fyrir talsverðar væntingar af
og til, Luke er handónýtur höf-
undur en tekst að setja af stað
örfáa fyndna spretti (alla með hjálp
Cassells, Farrells og Stantons), en
kæfir þá jafnharðan í vel kunnri
suðurríkja „Good-old-boys-kátínu“
sem virkar ekki og ákefð í að koma
öllum í gott skap án þess að eiga
inni fyrir því. Undir The Wendell
Baker Story duna linnulaust gamlir
og góðir kántrísmellir, þeir eru
mun hressilegri en myndefnið sem
hugnast hvað helst unnendum slíkr-
ar tónlistar.
Luke Wilson „Þeir Wilson-bræður skilja sjálfsagt ekki eftir sig djúp spor í
kvikmyndasögunni en þeir eru geðþekkir piltar og liðtækir gamanleikarar
báðir, Luke og Owen,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda.
Bræðrabylta
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
Leikstjórn: Andrew Wilson, Luke Wilson.
Aðalleikendur: Luke Wilson, Seymour
Cassel, Owen Wilson, Eddie Griffin,
Harry Dean Stanton, Kris Kristofferson,
Eva Mendes, Will Ferrell. 95 mín. Banda-
ríkin 2005.
The Wendell Baker Story Sæbjörn Valdimarsson
vaxtaauki!
10%
„Mamma hvað gerðir þú eig-
inlega?“,“ sagði Victoria í viðtali við
Radio 1 í Bretlandi.
„Þeir voru alveg rosalega hrifnir af
myndinni og hafa horft á hana aftur
og aftur síðan þá. Einn daginn þegar
ég kom heim kom Romeo hlaupandi
á móti mér og spurði: „Mamma, hef-
ur þú verið að vinna með Spice
Girls?“ Ég gat ekki valdið honum
vonbrigðum og sagði bara já.“
Victoria segir hins vegar að litlar
líkur séu á því að hún, Mel C, Mel B,
Emma Bunton og Geri Halliwell
muni koma saman aftur. „Ég efast
um að það muni gerast því við erum
allar að gera okkar eigin hluti núna.
Ég held ég nenni ekki að fara að
skoppa um upp á sviði aftur.“
Leikarahjónin Reese Witherspoon og Ryan Phil-lippe hafa skilið að borði og sæng. Frá þessu
greindi fjölmiðlafulltrúinn Nancy Ryder í gær. Í yf-
irlýsingu frá henni kemur fram að þau muni skuld-
binda sig fjölskyldu sinni þrátt fyrir viðskilnaðinn.
Þá óskuðu þau eftir því að fjölmiðlar myndu virða
einkalíf þeirra og barnanna þeirra.
Witherspoon, sem er þrítug, og Phillippe, sem er
32ja ára, eiga saman tvö börn. Dótturina Övu, sem
fæddist árið 1999, og soninn Deacon, sem fæddist
árið 2003. Þau léku saman í kvikmyndinni Cruel In-
tention árið 1999 og giftust síðar sama ár.
Witherspoon hlaut Óskarinn í mars sl. fyrir hlut-
verk sitt sem June Carter í kvikmyndinni Walk the
Line. Phillippe lék aukahlutverk í kvikmyndinni
Crash sem var valin besta kvikmyndin á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni í ár. Hann leikur nú eitt aðal-
hlutverka Flags of Our Fathers í leikstjórn Clints
Eastwoods.
Fréttir
í tölvupósti