Morgunblaðið - 01.11.2006, Page 32

Morgunblaðið - 01.11.2006, Page 32
|miðvikudagur|1. 11. 2006| mbl.is Staðurstund Steinunn Sigurðardóttir skrifar frá Montpellier eins og venja er á miðvikudögum. Nú segir hún meðal annars frá nýjustu kvik- mynd finnska leikstjórans Aki Kaurismäki, Borgarljósum. » 35 kvikmynd Ríkarður Örn Pálsson brá sér á afmælistónleika Tónlistarskóla Mosfellsbæjar fyrir skemmstu, þar sem mörg af fegurstu söng- lögum íslenskra tónbókmennta hljómuðu. » 33 tónlist Geðþekki bleiki Barbapabbi hef- ur nú ratað í bókabúðir á nýjan leik. Flóki Guðmundsson fjallar um sögu Barbapabba og fjöl- skyldu hans í Af listum-pistli dagsins. » 33 af listum Sæbjörn Valdimarsson gagn- rýnandi telur þá Wilson-bræður, Luke og Owen, ekki eiga eftir að marka djúp spor í kvikmynda- söguna þó þeir séu liðtækir gamanleikarar. » 41 kvikmynd Leikarahjónin Ryan Philippe og Reese Witherspoon eru skilin að borði og sæng. Þau óska eft- ir að fjölmiðlar virði einkalíf þeirra og barnanna tveggja sem þau eiga saman. » 41 fólk Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is E flaust muna margir eftir kvikmyndinni Moonst- ruck sem kom út undir lok níunda áratugarins og skartaði þeim Nicol- as Cage og söng-/leikkonuni Cher í aðalhlutverkum. Kvikmyndin varð gríðarlega vinsæl og hlaut í kjölfarið þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars fyrir besta handrit Johns Patrick Shanleys. Það sem færri vita er að þegar Óskarsverðlauna-handritið var fyrst skrifað kallaðist það Danny and the Deep Blue Sea og var skrifað fyr- ir leikhús. Annað kvöld verður leikritið sýnt í sinni upphaflegu mynd í Silfurtungl- inu, litla sviði Austurbæjar, í leik- stjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar og í flutningi bresku hjónanna Nicolette Morrison og Matthew Hugget. Jón Gunnar hefur áður getið sér gott orð með áhugaleikhúsum hér á landi en hann er nú nýkominn frá Englandi þar sem hann nam leikstjórn við Drama Center í London. Nútíma ævintýri „Leikritið sem við sýnum annað kvöld og um helgina er mun grófara en handrit myndarinnar varð að lok- um í höndum Hollywood. Í stuttu máli er þetta verk um tvær einmana sálir sem hittast á bar og ná saman í gegnum sameiginlegt vonleysi á framtíðina. Í verkinu er að finna mik- ið ofbeldi, dóp, drykkju og volæði en undir niðri er þó að finna vissa fegurð í samskiptum þessa fólks … það má segja að þetta sé í grunninn nútíma- ævintýri.“ Þau Jón Gunnar, Nicolette og Matthew sýndu verkið í London í mars og apríl og segir Jón Gunnar að það hafi gengið mjög vel. „Við ætl- uðum okkur að sýna verkið aftur í London í haust en svo opnaðist þessi möguleiki fyrir okkur að sýna verkið hér og mér fannst það mjög spenn- andi að sýna Íslendingum bæði það sem ég hef lært þarna úti og svo að bjóða Íslendingum upp á breskt leik- hús. Nicolette og Matthew eru eins og fyrr sagði ung hjón sem kynntust Jóni Gunnari í Drama Center en bak- grunnur þeirra beggja er ekki alls ólíkur bakgrunni persónanna sem þau leika. Ólík umgjörð „Þau eru bæði úr stétt verka- manna í Englandi og hafa upplifað sitt hvað á ferð sinni í gegnum lífið. Þannig séð er valið á leikurunum eins og gott og það getur orðið þó þau hafi í upphafi beðið mig um að leikstýra þeim í þessu verki á sínum tíma,“ seg- ir Jón Gunnar. Ungu leikarahjónin voru full til- hlökkunar þegar undirritaður leit við á æfingu í Austurbæ í gær. Munurinn á sýningunni hér og í London er með- al annars sá, segja þau, að þar fór sýningin fram á efri hæð öldurhúss í Camden Town þar sem skvaldur gestanna slæddist inn í verkið. Sögð- ust þau búast við minni látum hér en í London þó að umgjörð sýningarinnar í Camden Town hafi vissulega átt við verkið. Morgunblaðið/Eyþór Leikararnir Nicolette Morrison og Matthew Hugget eiga margt sameiginlegt með persónum verksins. Breskt leikhús í Silfurtunglinu Frumsýning 2. október. 2. og 3. sýning 3. október, 4. og 5 sýning 4. október. Miðasala fer fram í Austurbæ. HLJÓMSVEITIN Sykurmolarnir heldur afmælistónleika í Laug- ardalshöllinni 17. nóvember næst- komandi í tilefni þess að 20 ár eru frá því að fyrsta smáskífa sveit- arinnar kom út. Að þessu tilefni ætlar Rás 2 að efna til samkeppni um bestu Syk- urmola-ábreiðuna („cover“). Öllum er frjálst að senda inn hljóðritun af Sykurmolalagi að eig- in vali með sínu nefi. Sérstök dóm- nefnd hlustar og velur áhugaverð- ustu útgáfurnar sem verða svo settar á vef útvarpsþáttarins Popp- lands www.ruv.is/poppland og það er síðan íslenska þjóðin sem velur bestu Sykurmola-ábreiðuna. Áhugasamir senda geisladisk með upptökum fyrir 9. nóvember næstkomandi til RÚV í Efstaleiti merkt „Sykurmola-ábreiðan 2006“. Tónlistarmaðurinn eða hljóm- sveitin sem vinnur fær að launum flugmiða fyrir fjóra til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu og sigurvegararnir fá auðvitað miða á tónleikana með Sykurmol- unum í Höllinni í boði FL Group, auk þess sem þeim verður boðið út að borða á veitingastaðinn Vox. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu í Popplandi á tónleika- deginum auk þess sem lagið verður reglulega leikið á Rás 2. Sigurvegaranum mun líka verða boðið að flytja lagið í Kastljósinu í Sjónvarpinu. Það er FL Group sem er bakhjarl keppninnar og tónleikanna. Til heiðurs Sykurmolunum og íslenskri tónlist Morgunblaðið/Sverrir Sykurmolarnir Björk og Einar Örn munu þenja raddböndin í Laugardalshöllinni 17. nóvember næstkomandi. Samkeppni í tilefni afmælistónleika

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.