Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 35 menning Það var með tilhlökkun sembíófélagar brugðu sér í bæ-inn að sjá nýjustu mynd finnska meistarans, Aki Kauris- mäki, Borgarljós. Myndin hans þar áður, Maður án fortíðar, var meist- araverk, sem hélt áfram að vaxa við skoðun númer tvö. Borgarljós voru sem sagt tekin fram yfir nýjustu mynd Clints Eastwood, Flags of our Fathers, sem er nýkomin í frönsk bíó, og fram yfir árlega kvikmyndahátíð í Montpellier, sem kennd er við Mið- jarðarhafið, Festival du cinéma méditerranéen. En það er varla iðja nema fyrir hörðustu bíófíkla að stunda kvikmyndahús þennan tím- ann, því sumaraukinn hefur enn teygt úr sér, með blíðskaparveðri fram eftir öllum kvöldum. Þá er gott að setjast á Place de la Cano- urgue, í mestu rólegheitum og njóta útsýnis yfir fagurskapaðan glæsileikann.    Þar heitir veitingahús Comptoirde l’arc, og það er til allra veit- inga nytsamlegt á hvaða tíma dags- ins sem er. Á þessu torgi, sem bíó- félagar hafa kosið það dægilegasta í Montpellier, þótt af nógu sé að taka, reyndist viðdvölin góð mótvægisaðgerð gegn dimmum Borgarljósum Kaurismakis. Síðustu tvær bíómyndir Aki Kaurismäkis eiga margt sameigin- legt hvað efni varðar. Lítilmagninn í höndunum á öflum sem eru fyrir utan hans stjórn – ofbeldið og niðurlægingin sem sá má þola sem er of meinlaus eða of góður til að bera hönd fyrir höfuð sér. Sameig- inlegt með myndunum er líka að persónurnar fara í gegnum þreng- ingar og fátækt með reisn. Kaurismäki gerir aldrei lítið úr fólkinu sínu, sama hvernig það er statt, og það er eitt af því sem heillar og gleður við myndirnar hans. Um innri gleði er þó ekki að tala í Borgarljósum, því hún er nánast eins þunglyndisleg og hugsast get- ur. Sá innri ljómi er horfinn sem var svo skær þrátt fyrir allt í Manni án fortíðar. Meðal annars þess vegna átti ég í brösum með að finna tengingu við Borgarljós meistara Chaplins, sem lýsa innan frá, sama hvað gengur á. Efni finnsku borgarljósanna er skuggalegt frá upphafi til enda. Venjulegur maður, öryggisvörð- ur, sem bófaforingi miðar út sér til aðstoðar við innbrot – án þess hann viti af því. Söguþráðurinn er áhuga- verður og vel gerður, og handritið hnitmiðaðra en í Manni án fortíðar. Áhorfandinn horfir spenntur og dregst mjög viljugur áfram, þrátt fyrir þyngslin í myndinni. Það er athyglisvert hvað Kaurismaki get- ur gengið langt í að gera söguhetj- una sína að fórnarlambi. Þegar ör- yggisvörðurinn er byrjaður að koma undir sig fótum aftur eftir fangelsisvist, gerir tilviljunin hann að fórnarlambi bófaforingjans á nýjan leik. Eftir þá viðureign er ekki einu sinni víst að hann haldi lífi. Áhorfandinn er þó ekki skilinn eftir í algjöru vonleysi, því konan sem er hrifin af honum, og trygg, hefur fundið hann þar sem hann situr hjálparvana upp við stórvirka vinnuvél, á víðavangi. Hún biður hann að deyja ekki. „Ég ætla að deyja annars staðar“, eru loka- orðin, þau flottustu sem ég man eftir úr bíómynd. Gætu sem best verið úr Íslendingasögunum.    Eitt af einkennum finnskameistarans er ótrúleg fundvísi á típur. Þar man ég ekki eftir nema ein- um leikstjóra sem skákar honum, Fellini sjálfum. Það er haft eftir Fellini að allar manneskjur passi við andlitið á sér. Ég veit ekki hvort það er rétt í veruleikanum, en svo mikið er víst að það gera persónurnar hjá honum og hjá Aki Kaurismäki. Borgarljós upp á finnsku » „Ég ætla að deyjaannars staðar“, eru lokaorðin, þau flottustu sem ég man eftir úr bíó- mynd. Gætu sem best verið úr Íslendingasög- unum. BÍÓKVÖLD Í MONTPELLIER Steinunn Sigurðardóttir Bíókvöld Úr kvikmyndinni Maður án fortíðar. LARS Jansson er einn af þessum flinku sænsku djasspíanóleikurum sem virðast geta spilað allt, spilað með öllum þeim bestu, og vera alls staðar á toppnum. Hingað er hann kominn og leiðir Stórsveit Reykja- víkur á tónleikum í Ráðhúsinu kl. 20.30 í kvöld. Jansson er bæði höf- undur verka og einleikari kvöldsins. Þeir sem vilja taka tónlistardag- inn í dag snemma eiga kost á Há- skólatónleikum í Norræna húsinu kl. 12:30. Þar verður flautugúrúinn Kolbeinn Bjarnason við völd, með þema sem honum er gjörkunnugt; japanska flautumúsík. Reyndar er músíkin ekki öll japönsk, því fyrir utan tvö verk eftir japanska tón- skáldið Toshio Hosokawa leikur hann verk eftir rúmensku tón- skáldkonuna Doinu Rotaru. Það verk ber heitið Japanskur garður, og er samið sérstaklega fyrir Kol- bein. Þegar japanskan garð ber á góma kvikna óneitanlega myndir af friðsælum reit sem ber með sér nið aldanna, fuglasöng og angan, en verkið er samið fyrir bassaflautu og rafhljóð, og spennandi að heyra hvernig japönsk garðhönnun Rot- aru tekst með þeim verkfærum. Í hádeginu á morgun verða Guð- rún Ingimarsdóttir óperusöngkona og Antonia Hevesi gestir Hafn- arborgar og lofa bravúraaríum, sem veit auðvitað á flúr og flottheit, en Guðrún er líka ein glæsilegasta Næturdrottning sem við höfum átt. Í hádeginu á föstudag verður hin píaníska bravúra hins vegar alls ráðandi í Ketilhúsinu á Akureyri, þar sem Aladar Rácz leikur þrjú verk eftir Franz Liszt: Funérailles, La campanella og Dante-sónötuna. Ekki má gleyma mini-seríu Sin- fóníuhljómsveitarinnar á fimmtu- dagskvöld, þar sem tvö Bé eru í sviðsljósinu, Beethoven og Brahms, einn konsert og ein sinfónía; að þessu sinni 3. píanókonsert þess fyrrnefnda og 4. sinfónía Brahms. Einleikari á tónleikunum verður Víkingur Heiðar Ólafsson. Á sunnudaginn kl. 17 verður óvenjuleg dagskrá á Tónlist- ardögum Dómkirkjunnar. Marta Halldórsdóttir, Örn Magnússon og Sigursveinn Magnússon flytja göm- ul íslensk lög. Tónleikarnir verða í sannkallaðri baðstofustemningu á kirkjuloftinu, enda við hæfi, þar sem hljóðfærið sem leikið verður á með söngnum er langspil. Það verða hins vegar kertaljós sem skapa stemninguna á tón- leikum Tríós Reykjavíkur í Hafn- arborg á sunnudagskvöldið, en þeir heita Klassík við kertaljós. Gestur tríósins verður Danwen Jiang, fiðlu- leikari frá Kína, en hún spilar á Stradivarius. Prokofijev, Beethoven og Schumann eru tónskáld kvölds- ins. Morgunblaðið/Kristinn Bé tveir Víkingur Heiðar spilar Beethoven með Sinfóníunni annað kvöld. Söngkona Guðrún Ingimarsdóttir. Liszt og langspil AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 - fyrir íslenska verslun Hvalveiðar í atvinnuskyni Efnahagslegur ávinningur eða óráðsía? Útflutningshópur FÍS boðar til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 2. nóvember kl. 12:00 í Skálanum Hótel Sögu Framsögumenn fundarins verða: Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Að loknum erindum munu framsögumenn svara fyrirspurnum fundarmanna. Þátttökugjald með hádegisverði er 2.500 kr. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: linda@fis.is eða í síma 588 8910. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Raðhús á einni hæð auk bílskúrs óskast. Staðgreiðsla í boði. Hentug stærð 125-170 fm. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Á VATNSENDASVÆÐINU ÓSKAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.