Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 13 ÚR VERINU             !     "  #$$%&#$$'( )         * +          *         *,          -,            .                       /         *,          0           *           -1         *+         2  3           Atvinnurekstrardeild Trygginga- miðstöðvarinnar hefur gert samning við Heilsuverndarstöðina ehf. um heilsufarsskoðun á sjómönnum fyrir þau útgerðarfélög sem TM vátrygg- ir. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður á Íslandi. Í skoðuninni felast bæði árlegar heilsufarsskoðanir áhafnarmeðlima og skoðanir á nýráðnum starfsmönn- um. Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að bættri heilsu, draga úr fjarvistum vegna slysa og veikinda og auka öryggi sjómanna. Þar með er hægt að fækka slysum og veikindum áhafnarmeðlima og jafn- framt draga úr útgjöldum útgerðar- fyrirtækja og TM vegna þeirra. Heilsufarsskoðunin er athugun á líkams- og heilsufarsástandi ásamt fræðslu um hvernig efla megi heils- una. Hver og einn er skoðaður út frá áhættuþáttum sem tengjast aldri, sögu og starfi. Skoðunin er löguð að þörfum sjómanna og lögð er áhersla á ráðgjöf um lífshætti og lífsstíl auk þess sem farið er yfir hreyfingu, svefn og næringu. Samið um skoðun á sjómönnum Markmiðið að stuðla að bættri heilsu Skagaströnd | Það verður að teljast óvenjulegur meðafli sem Arnar HU 1 kom með úr síðustu veiðiferð. Í trollið hafði komið risastór síld, rúmlega 50 sm löng. Hér er ekki um venjulega síld að ræða heldur síld af tegundinni maísíld (Alosa alosa) eða augnasíld (Alosa fallax) en báðar tegundirnar eru mjög sjaldséðar á Íslandsmiðum. Ekki er nema á færi sérfræðinga að þekkja þessar tegundir sundur, svo líkar eru þær. Þær eru merki- legar fyrir þá sök að þær hrygna í ósöltu vatni og ganga þá gjarnan upp í ármynni í Evrópu til þess. Báðar tegundirnar eru á válista vegna útrýmingarhættu. Augnsíld- in hefur stærra útbreiðslusvæði en maísíldin og mun sú fyrrnefnda berast hingað upp að Austur- og Suðausturlandi einstaka sinnum. Arnar var einmitt að veiðum á Austfjarðamiðum þegar þessi fal- legi fiskur kom upp í einu halinu. Annar evrópskur gestur Annar evrópskur gestur kom líka um borð í túrnum. Sá kom fljúgandi sjálfur og settist á skipið. Var hann fangaður en lifði ekki nema nokkra klukkutíma þrátt fyrir að skipverj- ar gerðu allt sem þeir gátu til að halda lífi í honum. Þetta var gló- kollur sem er minnsta fuglategund Evrópu. Samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er glókollur nýlegur varpfugl á Ís- landi en vitað er til að hann hafi verpt hér á landi síðan 1995. Mjög misjafnt er eftir árum hversu mörg varppör er um að ræða og er talið að veðurfarið hafi mest um það að segja. Urðu skipverjar á Arnari undrandi á heimsókn þessa litla gests en uppáhalds vistkerfi hans er í barrskógum en alls ekki úti á sjó. Sjálfsagt má þó telja að þetta litla kríli hafi fokið á haf út, ann- aðhvort frá Íslandi eða meginlandi Evrópu. Morgunblaðið/ÓB Óvenjulegur meðafli Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.