Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 11
FRÉTTIR
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef-
ur gefið út bæklinginn Virk sam-
keppni – hagur almennings í þeim
tilgangi að kynna starfsemina,
skipulag og áherslur og auka vitund
almennings og annarra um sam-
keppni og samkeppnisreglur.
Gylfi Magnússon, formaður
stjórnar Samkeppniseftirlitsins, ýtti
bæklingnum úr vör á blaðamanna-
fundi á Nordica hóteli í gær. Hann
sagði að á smáum og að sumu leyti
einangruðum markaði eins og hér-
lendis væri fákeppni nánast reglan
og hún kallaði á viðameira starf sam-
keppnisyfirvalda en á stærri mörk-
uðum. Öflugt eftirlit væri mikilvægt
til að koma í veg fyrir misnotkun á
stöðunni á markaðnum. Ef vel væri á
málum haldið ætti starf samkeppn-
isyfirvalda að geta notið víðtæks
stuðnings almennings, stjórnvalda
og atvinnulífs. Skýrar og eðlilegar
samkeppnisreglur og skilvirkt eftir-
lit með þeim skiluðu öllum árangri.
Hann varaði við fákeppni og sagði að
fyrirtæki í einokunaraðstöðu koðn-
uðu niður, kostnaður yrði of mikill og
nýsköpun lítil. Þau gætu eitrað út frá
sér, væru yfirleitt slæmir birgjar og
gætu valdið miklu tjóni.
Áhersla á þrjú svið
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, kynnti bækl-
inginn og gerði grein fyrir starfsem-
inni. Hann benti á að til að byrja með
væri áherslan fyrst og fremst á að
fylgjast með samkeppnisumhverfi á
matvörumarkaði, í fjármálaþjónustu
og á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar.
Skýr samkeppnislög, nægt fjármagn
og verklag og umgjörð væru lykill-
inn að árangursríku samkeppniseft-
irliti. Samkeppniseftirlitið stuðlaði
að virkri samkeppni með ýmsum
hætti og m.a. gæti almenningur
komið ábendingum um brot á fram-
færi á netinu (www.samkeppni.is).
Gylfi Magnússon segir að útgáfan
sé liður í heilbrigðri og opinni stjórn-
sýslu. Það fari saman að vera með
aðgengilegt efni fyrir þá sem sækj-
ast reglulega eftir efni frá eftirlitinu
og efni sem eykur vitund almennings
um það sem verið sé að gera og þar
með um samkeppni almennt og sam-
keppnisreglur sérstaklega. Í mörg-
um tilfellum sé mikilvægt að breyta
hugarfari, sérstaklega stjórnenda
fyrirtækja, um það hvað sé eðlilegt
og æskilegt og hvað ekki, „þannig að
menn haldi ekki að það séu einhverj-
ar óskrifaðar reglur að þeir þurfi
ekki að bera allt of mikla virðingu
fyrir þessum lögum, ólíkt öðrum“.
Morgunblaðið/Ásdís
Virk samkeppni Guðmundur Sigurðsson, Gylfi Magnússon og Páll Gunnar Pálsson fletta bæklingnum.
Samkeppniseftirlitið
kynnir starfsemina
Gefur út bæklinginn Virk samkeppni – hagur almennings
Í HNOTSKURN
» Samkeppniseftirlitið tóktil starfa 1. júlí 2005, þegar
ný samkeppnislög tóku gildi.
Með sömu lögum voru Sam-
keppnisstofnun og samkeppn-
isráð lögð niður.
» Nýju lögunum er ætlað aðstuðla að markvissari
framkvæmd samkeppnislaga
og eflingu samkeppniseftirlits.
Lagabreytingunum var einnig
ætlað að styrkja áherslur í
starfinu.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
DÆMI eru um að nokkurra daga
gömul börn séu markhópur fyrir-
tækja. Drengur
einn var varla
kominn heim af
fæðingardeildinni
þegar hann fékk
bréf frá banka,
stílað á hann, og
honum boðnar
5.000 kr. ef for-
eldrarnir héldu
svo áfram reglu-
legum sparnaði.
Þá fékk móðir
hans símhringingu frá bókaklúbbi þó
að hann væri vart farinn að halda
höfði. Þykir mörgum nóg um og langt
seilst af hálfu fyrirtækja.
Barn fær kennitölu nokkurra daga
gamalt sem er samstundis færð inn í
þjóðskrá, þaðan sem markaðsfyrir-
tæki fá upplýsingar um markhópa. Í
lögum um meðferð persónuupplýs-
inga er ekkert sem bannar markaðs-
setningu gagnvart börnum. „Í lögun-
um er ekki gerður greinarmunur á
því hvort þú ert fimm ára eða fimmtíu
ára,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir,
forstjóri Persónuverndar. „Nema að
einu leyti, það er ef viðkomandi ætlar
að samþykkja að upplýsingar um sig
séu notaðar með einhverjum hætti, til
dæmis rannsókn eða verkefni, þá þarf
viðkomandi að vera orðinn átján ára.
Það er eina aldursreglan sem er að
finna í persónuverndarlöggjöfinni.“
Þjóðskrá heldur samkvæmt lögum
skrá yfir þá sem ekki vilja að nöfn
þeirra séu notuð við dreifingu mark-
pósts. Í lögunum kemur fram að
ábyrgðaraðilar sem starfa í beinni
markaðssókn og þeir sem nota skrá
með nöfnum, heimilisföngum, net-
föngum, símanúmerum og þess hátt-
ar eða miðla þeim til þriðja aðila í
tengslum við slíka starfsemi skulu
bera hana saman við skrá þjóðskrár
til að koma í veg fyrir að markpóstur
verði sendur eða hringt verði til ein-
staklinga sem hafa andmælt slíku.
Foreldri getur látið bannmerkja börn
sín.
Eðlilegra að beina
markpósti til foreldra
Ingólfur Hjörleifsson, fram-
kvæmdastjóri SÍA, Sambands ís-
lenskra auglýsingastofa, segist aldrei
hafa heyrt um að markaðssetningu sé
beint að svo ungu barni, og telur að
um mistök hjá fyrirtækinu hljóti að
vera að ræða. Eðlilegra hefði verið að
stíla bréfið á foreldra barnsins, sem
síðan myndu velja eða hafna boðinu.
Hann segir engin lög eða reglur
banna markaðssetningu gagnvart
börnum, en í auglýsingaiðnaði sé farið
eftir ákveðnum línum og ætlast til að
almenns velsæmis sé gætt, samanber
siðareglur SÍA, en þar er sérstakur
kafli sem fjallar um börn. Hann segir
ákveðna tilhneigingu í umræðu um
markaðssetningu vera til að stilla
neytendum upp sem viljalausum fórn-
arlömbum. Hins vegar sé það alltaf
svo að fólk ákveði sjálft hvort það taki
boði um viðskipti eða kaup á vörum og
þjónustu. Hann segir siðareglur SÍA
nú í endurskoðun.
Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður
barna, gagnrýndi m.a. í ársskýrslu
sem kom út í ágúst sl. markaðssetn-
ingu sem beint er að börnum og ung-
lingum.
Fékk nokkurra
daga gamall póst
frá bankanum
Ingólfur
Hjörleifsson
Í HNOTSKURN
» Í siðareglum SÍA er kafli umbörn og unglinga. Þar segir
m.a. að í auglýsingum skuli
hvorki misnota eðlilega trúgirni
barna né reynsluskort og þess
gætt að auglýsingar raski ekki
samlyndi innan fjölskyldunnar.
» Einnig segir að auglýsingarsem beint sé til barna eða
unglinga skuli ekki innihalda
staðhæfingar eða myndir sem
gætu skaðað hina yngri geðrænt,
siðferðislega eða líkamlega.
þannig að þær geta ekki komið til
frádráttar skaðabótakröfunni þegar
hún verður sett fram,“ segir Ragnar.
Hagsmunir sjúklinga að fá
Stefán aftur til starfa hjá LSH
Í samtali við Morgunblaðið segir
Stefán bótaleiðina vera síðustu út-
leiðina og ekki hans ósk, því hans ósk
sé að snúa aftur til starfa á LSH.
„Það liggur fyrir að allt þetta ferli er
ólöglegt,“ segir Stefán og bendir á að
deilan snúist um tvíhliða ráðningar-
samning sem gerður var milli hans
og spítalans. „En stjórnendur LSH
ákváðu einhliða að standa ekki við
sinn hluta samningsins,“ segir Stef-
því sterk rök að það væru hagsmunir
sjúklinga og skattgreiðenda að Stef-
án yrði ráðinn í fyrri stöðu sína hjá
LSH. „Í íslenskum vinnurétti er ekki
hefð fyrir því að menn séu dæmdir
inn í starf sitt aftur og það er í sjálfu
sér skiljanlegt. Í þessu tilviki er
staðan hins vegar önnur af því að við
erum bara með eitt háskólasjúkra-
hús hérlendis, það er bara einn
vinnuveitandi og hann er opinber.
Hann er að veita þjónustu til sjúk-
linga sem eru skattgreiðendur í
landinu sem eiga rétt á bestu þjón-
ustu hverju sinni. Í tilfelli Stefáns er
hann með afar sérhæfðar aðgerðir á
sinni könnu sem hann getur ekki
sinnt að öllu leyti nema innan veggja
spítalans. Þetta þýðir að þeir sjúk-
lingar sem myndu þurfa á aðstoð
hans að halda innan veggja spítalans
fá ekki þessa þjónustu hér á landi og
þurfa þá hugsanlega að fara til út-
landa til að fá hana, sem er miklu
dýrara fyrir íslenskt þjóðfélag og ís-
lenska skattgreiðendur,“ segir
Gunnar og telur í ljósi þessa eðlilegt
að LSH væri gert að ráða Stefán aft-
ur til starfa á einhvern hátt, hvort
heldur í starf yfirmanns eða sér-
fræðings í hlutastarfi.
Þess má að lokum geta að boðað
hefur verið til fundar læknaráðs
LSH þar sem ræða á málefni Stefáns
annars vegar og hins vegar Tómasar
Zoëga, yfirlæknis á geðsviði.
án og tekur fram að eðlilegast hefði
verið að menn settust að samninga-
borðinu og reyndu að finna lausn á
málinu. „Það hefur ekki staðið á mér,
en fulltrúar spítalans hafa vísað öll-
um þeim tillögum og lausnum sem ég
hef haft fram að færa á bug og sjálfir
aldrei komið með neina uppástungu
að lausn málsins,“ segir Stefán og
minnir á að ábyrgð stjórnenda LSH
sé mikil þar sem spítalinn sé sá eini á
landinu þar sem er að finna heild-
stæða starfsemi fyrir æðaskurð-
lækningar.
Í samtali við Gunnar Ármannsson,
framkvæmdastjóra Læknafélags Ís-
lands, sagði hann að færa mætti fyrir
lækningadeild en ekki fengið.
Að sögn Ragnars verður bótakraf-
an í máli Stefáns lögð fram fljótlega,
en gera megi ráð fyrir að hún nemi
mörgum tugum milljóna króna.
Spurður hvernig skaðabætur séu
reiknaðar út segir Ragnar að stuðst
verði við dómafordæmi hæstaréttar,
en samkvæmt því er tekið tillit til
tekjumissis sem einstaklingur verð-
ur fyrir og þar getur komið til frá-
dráttar ef viðkomandi hefur haft ein-
hverjar tekjur sem hann hefði ekki
haft samhliða aðalstarfi. „Stefán var
með sinn læknastofurekstur til hlið-
ar við aðalstarfið og þeim tekjum
hefði hann haldið hvort sem var,
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
STJÓRNENDUR Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) hafa ákveðið
að áfrýja ekki niðurstöðu héraðs-
dóms í máli Stefáns E. Matthíasson-
ar, fyrrverandi yfirlæknis æðaskurð-
lækningadeildar spítalans. Í dómi
héraðsdóms var kveðið á um það að
LSH hefði ekki haft neina lögmæta
ástæðu til að veita
Stefáni áminn-
ingu fyrir að
óhlýðnast fyrir-
mælum spítalans
með því að halda
áfram rekstri
lækningastofu
sinnar, en Stefáni
var á grundvelli
áminningarinnar
sagt upp störfum
hjá spítalanum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ragnari H. Hall, hrl. og lögmanni
Stefáns, hafa að undanförnu verið
reyndar viðræður við stjórnendur
LSH með það að markmiði að fá þá
til að ráða Stefán aftur til starfa.
„Spítalinn hefur hins vegar bitið það
í sig að ætla ekki að ráða hann, hvort
heldur sem yfirmann eða sérfræðing
í hlutastarfi,“ segir Ragnar og bend-
ir á að Stefán hafi nýverið sótt um
lausa stöðu sérfræðings á æðaskurð-
LSH mun ekki áfrýja dómnum
„ÞAÐ var mat okkar að það væri ekki víst að dómi
héraðsdóms yrði snúið við og það væri þess vegna
skárra að hafa þetta svona,“ segir Jóhannes Gunn-
arsson, lækningaforstjóri LSH, og vísar til þess að
málið sé nú í höndum lögfræðinga málsaðila sem
muni semja um skaðabætur. Aðspurður segir Jóhann-
es ekki enn farið að nefna neinar tölur í því sam-
hengi, en tók fram að allar líkur væru til þess að að-
eins yrði um óverulegar upphæðir að ræða.
„Skaðabætur eru metnar út frá hugsanlegum heildar-
tekjumissi og viðkomandi maður hefur býsna miklar
tekjur annars staðar sem koma til
frádráttar.“ Spurður hvort hann
hefði ekki áhyggjur af því að hugs-
anlegar skaðabætur yrðu það háar
að erfitt yrði fyrir stjórnendur spít-
alans að réttlæta þær fyrir skatt-
greiðendum svaraði Jóhannes neit-
andi.
Aðspurður segir Jóhannes úti-
lokað að Stefán verði ráðinn til
starfa á ný þrátt fyrir úrskurð hér-
aðsdóms.
Spurður hvort ekki væri verið að fórna hags-
munum sjúklinga með því að ráða Stefán ekki aftur
til starfa svaraði Jóhannes því neitandi. „Það eru
fleiri læknar í þessari sérgrein sem geta axlað
ábyrgð. Það er enginn maður ómissandi.“
Telur að skaðabætur
muni verða óverulegar
Stefán E.
Matthíasson
Jóhannes
Gunnarsson