Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Grímsey | Baldur Sigurðsson, ís- lenskufræðingur og dósent í Kenn- araháskóla Íslands, kom til Gríms- eyjar vegna upplestrarkeppni grunnskóla á næsta ári. Baldur hefur stýrt þessari keppni og farið um allt Íslands síðustu 11 árin. „Þetta fór allt ró- lega af stað,“ sagði Baldur. „En nú með Grímsey, hefur skóla- hringnum verið lokað. Upplestr- arkeppnin hefur haft mikil og góð áhrif á bóklestur og ljóðalestur innan skólanna,“ sagði Baldur ennfremur. Æfingatímabilið spannar nokkra mánuði og opnar nemendum heim góðs lesturs. Eitt það dýrmætasta við lestrarkeppnina er, hve mikil áhrif skýr lestur hefur á stafsetn- ingu skólabarna. Guðrún Dagný Sigurðardóttir mun keppa fyrir hönd Grunnskól- ans í Grímsey. Baldur er með henni á myndinni. Morgunblaðið/Helga Mattína Lesa með í fyrsta skipti Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Sigmundur Sigurðs- son, loðdýrabóndi í Héraðsdal í Skagafirði, er nú að byggja 3400 metra stórt stálgrindarhús sem hann ætlar að fylla af loðdýrum. Sigmundur byrjaði í loðdýrarækt árið 1982 og er einn þeirra sem hefur aldrei hætt þrátt fyrir miklar sveifl- ur í afkomu í búgreininni. Hann seg- ir afkomuna af minkabúskap nú betri en verið hefur lengi og tekur því slaginn enn á ný og leggur út í stórfjárfestingu. Hættir með refinn Sigmundur er með um 3.000 minkalæður og 400 refalæður á búinu, en segist ætla að hætta með refinn í haust. Afkoman af honum sé algjörlega óviðunandi. Með tilkomu nýja hússins sem tekið verður í notk- un um áramót getur hann verið með um 5.000 minkalæður en reiknar ekki með að verða kominn í þann fjölda fyrr en eftir ár. Sigmundur hefur í mörg ár verið með búið á tveimur stöðum. Auk húsa á heimajörðinni keypti hann fyrir allmörgum árum loðdýraskála í landi Reykjaborgar sem er um sjö kílómetrum frá Héraðsdal. Þar byggði hann á síðasta ári nýtt hús sem í er fóðurstöð og frystigeymsla. Sigmundur hefur frá árinu 1992 rek- ið eigin fóðurstöð og sækir hráefni víða. Fiskúrgang til Dalvíkur, slát- urúrgang til Akureyrar og lýsi og mjöl til Siglufjarðar og fær að auki bætiefni í fóðrið frá Danmörku. Með tilkomu nýja hússins getur hann birgt sig betur upp af hráefni. – En hvernig er afkoman hjá loð- dýrabændum um þessar mundir? „Hún hefur lagast undanfarna mánuði, eftir að íslenska krónan fór að veikjast. Sterk staða krónunnar á síðasta ári kom illa við okkur loð- dýrabændur eins og aðra sem eru að flytja afurðir á erlendan markað. En verðið fyrir minkaskinnin hefur ver- ið að hækka á uppboðunum undan- farið og er með besta móti núna. Erf- itt er að ráða í verðið því þótt eitt uppboð gefi gott verð er ekki víst að verðið haldist eins hátt á næsta upp- boði. Maður hefur sé miklar sveiflur á verðinu, til dæmis þegar minka- skinnin voru á milli 700 og 800 krón- ur. Ég lét engin skinn á markað þá, hef raunar oft geymt skinn milli ára þegar verðið hefur verið lágt og það hefur alltaf borgað sig. En maður vonast til að svoleiðis stórniður- sveiflur verði ekki aftur. Staðan á skinnaverði í dag er með því skásta í langan tíma og það gefur manni til- efni til bjartsýni,“ sagði Sigmundur. Gott skinnaverð eyk- ur manni bjartsýni Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Loðdýrabóndi Sigmundur Sigurðsson, loðdýrabóndi í Héraðsdal í Skaga- firði, hugar að mink í búi sínu. Hann hyggst einbeita sér að minkarækt. Ölfus | Landvernd, Eldhestar og Björn Pálsson hafa kært útgáfu Sveitarfélagsins Ölfuss á leyfi fyrir framkvæmdum Orkuveitu Reykja- víkur á Stóra-Skarðsmýrarfjalli vegna stækkunar Hellisheiðarvirkj- unar. Kemur þetta fram á vef Land- verndar. Í kærunni er þess krafist að leyfið verði ógilt þar sem útgáfa þess sam- ræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Vitnað er til úrskurðar Skipulags- stofnunar um mat á umhverfisáhrif- um vegna stækkunar á Hellisheiðar- virkjunar en þar hafi sveitarfélagið fengið ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig skuli standa að útgáfu fram- kvæmdaleyfa. Þar komi fram að áður en hægt sé að gefa út framkvæmda- leyfi þurfi að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi. Þá komi fram að áætl- un um efnistöku þurfi að liggja fyrir áður en heimilt sé að gefa út fram- kvæmdaleyfi. Fullyrt að hvorugt skil- yrðið hafi sveitarfélagið uppfyllt. Þá er það nefnt að sveitarfélagið hafi gefið út bráðabirgðafram- kvæmdaleyfi. Það hugtak sé hins veg- ar ekki til í íslenskri stjórnsýslu. Leyfi verði aft- urkallað AKUREYRI LANDIÐ TÍMAMÓTSAMKOMULAG Akureyrarbæjar og verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju var und- irritað í gær; um réttindi og kjör starfsmanna hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi (PIB) en þar vinnur fólk sem hefur skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum. Samkomulagið, sem tekur gildi í dag, 1. nóv- ember, er hið fyrsta sinnar tegundar sem sveit- arfélag gerir við verkalýðsfélag á Íslandi, á grundvelli yfirlýsingar ASÍ og Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun – frá því í maí 2006 þar sem fjallað var um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra. Þar lýstu ASÍ og Hlutverk sig sammála ákvörð- un sem tekin var á fundi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga fyrir tveimur árum, að unnið skuli að fullri samlögun fatlaðra „að sam- félaginu og vinnustöðum með því að stuðla að menntun, starfsþjálfun og endurhæfingu, berj- ast gegn öllum tegundum mismununar, aðlög- un vinnustaða og umhverfis og samvinnu við stjórnvöld og atvinnurekendur,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Samtökin eru sammála um að það sé mannréttindamál að allir sem geta og vilja vinna eigi kost á atvinnu. „Tryggja þarf að í samfélaginu séu til staðar úrræði fyrir þá sem þurfa stuðning við að komast í atvinnu og til að halda henni til frambúðar.“ Í yfirlýsingunni segir jafnframt: „Samtökin telja mikilvægt að íslenskt samfélag geri sér grein fyrir þeim verðmætum sem fólgin eru í virkri þátttöku fatlaðra í atvinnulífinu. Fjöldi fatlaðra starfar á almennum vinnumarkaði, nýtur sömu kjara og annað launafólk og á aðild að verkalýðsfélögum og stofnunum þeirra, þ.m.t. lífeyrissjóðum. Verkefni sambandsaðila Hlutverks er að þjálfa fólk til starfa á almenn- um vinnumarkaði og veita þeim atvinnu sem ekki eiga þess kost að starfa á almennum vinnumarkaði, eða eiga ekki afturkvæmt þang- að.“ Þeir sem tóku til máls á samkomunni í gær, í Plastiðjunni Bjargi-Iðjulandi, lýstu allir yfir mikilli ánægju og sögðu nú stigið gríðarlega mikilvægt skref í réttindabaráttu þeirra sem hlut ættu að máli. „Þetta er mjög merkilegur dagur,“ sagði Kristján Valdimarsson, formaður Hlutverks, og þau tóku í sama streng Björn Snæbjörnsson, Ólöf Leifsdóttir, forstöðumaður PIB, og Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagsmálaráðs Ak- ureyrar. Formaður Einingar-Iðju sagði m.a. að félag- ið hefði alltaf hugað vel að málefnum fatlaðra og að hann væri stoltur af að vera í forsvari fyr- ir það félag sem fyrst skrifaði undir slíkt tíma- mótasamkomulag. Akureyrarbær rekur PIB samkvæmt þjón- ustusamningi við félagsmálaráðuneytið, en þar eru m.a. framleidd kerti, vinnuvettlingar og ýmiskonar plastvörur fyrir raflagnir. Vinnusamningar starfsmanna geta ann- aðhvort verið tímabundnir starfsþjálfunar- samningar um tímavinnu eða ótímabundnir ráðningarsamningar um starfshlutfall miðað við starfsgetu skv. starfsmati Hlutverks. Starfsþjálfun eða starfsendurhæfing er ætl- uð einstaklingum á aldrinum 16–65 ára. Starfs- þjálfun er tímabundin og er í 6 mánuði í senn. Hægt er að framlengja tímabundna ráðning- arsamninga ef þörf er á lengri þjálfun eða ef bið er eftir öðrum atvinnuúrræðum. Í starfsþjálfun eru greidd 30% af launum fyrstu tvo mánuðina. Eftir það fer fram starfs- mat og laun geta hækkað í 50% ef það er nið- urstaða matsins. Vinnutími er að hámarki 4 tímar á dag, alls 20 tímar á viku eða 50% starfshlutfall. Lág- marks starfshlutfall er 10% eða 4 tímar á viku. Ótímabundnir ráðningarsamningar eru ætl- aðir einstaklingum á aldrinum 18–67 ára. Þeir eru ætlaðir starfsmönnum sem að lokinni starfsþjálfun komast ekki eða vilja ekki fara á aðra vinnustaði. Samkvæmt samkomulaginu sem gert var í gær fá starfsmenn PIB persónuuppbót 1. des- ember ár hvert, þeir fá sérstaka orlofsuppbót 1. maí og verða að taka sumarfrí. Þá njóta starfsmenn á ótímabundnum ráðn- ingarsamningi og í starfsþjálfun nú sambæri- legra trygginga og aðrir starfsmenn hjá Ak- ureyrarbæ sem eru félagsmenn í Einingu-Iðju. Vinnuveitandi tekur að sér innheimtu fé- lagsgjalda til Einingar-Iðju. Greitt er í orlofs- sjóð, starfsmenntunarsjóð og sjúkrasjóð og starfsfólkið greiðir í lífeyrissjóð. Starfsmaður greiðir 4% iðngjald af heild- arlaunum en launagreiðandi 11,5% með sama hætti. Þeir starfsmenn sem nú greiða í Söfn- unarsjóð lífeyrisréttinda geta valið um hvort þeir halda áfram að greiða í hann eða í LN. Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignasjóð, greiðir vinnu- veitandi framlag á móti allt að 2% gegn 2% framlagi starfsmanns. „Þetta er mjög merkilegur dagur“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sögulegur dagur Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri með þremur starfsmönnum í PIB, frá vinstri: Magnús Ásmundsson, Elma Berglind Stefánsdóttir, Kristján Þór og Vignir Hauksson. Í HNOTSKURN » Fyrsta samkomulagið á grundvelliyfirlýsingar ASÍ og Hlutverks um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra. » Starfsmenn á ótímabundnumráðningarsamningi og í starfs- þjálfun njóta sambærilegra trygginga og aðrir. » Mikilvægt að íslenskt samfélaggeri sér grein fyrir þeim verðmæt- um sem fólgin eru í virkri þátttöku fatlaðra í atvinnulífinu. Samkomulag um réttindi og kjör starfsmanna Plast- iðjunnar Bjargs-Iðjulundar Bolungarvík | Bænastund verður haldin við Óshyrnu á Óshlíðarvegi í kvöld, klukkan 20. Tilefnið er sú hætta sem stafar af grjóthruni úr fjallinu. Beðið verður fyrir vegfar- endum og þeim er ákvarðanir taka um endurbætur. Sr. Skírnir Garð- arsson annast bænastundina. Bænastund í Óshlíð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.