Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Í INDVERSKRI dæmisögu segir af trjátegundinni Kalptaru sem óx vítt og breytt um Indland. Tréð var þannig af Guði gert að það raungerði hugsanir og óskir þeirra sem undir því sátu. Dag einn settist konungs- son undir slíku tré en varð á að strjúkast við trjágrein og rispa sig á fæti. Konungsson varð þá skelkaður og hugsaði að sennilega kæmi ígerð í fótinn sem mundi leiða hann til dauða. Og svo varð raunin. Brást konungur illa við fráfalli sonar síns og skipaði hermönnum sínum að höggva rætur Kalptaru í öllu land- inu. Framfylgdu hermenn skipun konungs og hjuggu öll trén nema eitt sem Guð faldi fyrir ill þenkjandi mönnum. Í aldir leituðu menn að þessu eina tré en án árangurs, eða allt þangað til að pílagrímur nokkur sat í hugleiðslu og fann Kalptaru djúpt í sjálfum sér. Hafði Guð þá fal- ið tréð í vitundinni þar sem engin hugsun komst að. Hugmyndin um að eitthvað sé djúpt innra með manninum annað en frumur og innyfli er trúarlegs eðlis og byggir á því að heimurinn að inn- an og utan sé sá hinn sami. Trú þessi er grunnurinn að málverkum á sýn- ingu Hjartar Hjartarssonar, Náttúr- an í sjálfum mér, sem stendur yfir í Anima galleríi við Ingólfsstræti. Sækir Hjörtur yfirheitið í ljóð Stein- gríms Thorsteinssonar; – Trúðu á tvennt í heimi / tign sem æðsta ber / Guð í alheims geymi / Guð í sjálfum þér. Málverkin eru óhlutbundin, svo- kölluð „over-all“ málverk sem gefa til kynna að myndin flæði út fyrir flöt- inn, eins og tíðkaðist með abstrakt- málverk eftirstríðsáranna. Þetta eru djúpstæðar myndir og dimmar sem listamaðurinn hleður með þunnum lögum af málningu þannig að litir skína í gegn og draga mann inn í hol- an myndflöt. Má sjá samsvörun við allmarga málara í fortíðinni, fjarlæga jafnt sem nálæga, allt frá Milton Resnick til Herberts Brandl. Hér er því ekki frumleiki eða nýstárleg nálgun í meginhlutverki heldur við- tekin aðferð sem listamaðurinn til- einkar sér er hann leitast við að tjá sitt innra sjálf. Ég segi „leitast“ sök- um þess að sjálft vinnuferlið felur í sér leit og er nokkurskonar píla- grímsferð í átt til vitundar þar sem æðsta ósk manna rætist. Að finna sig tilheyra öllu sem er, óaðskilinn nátt- úrunni, óaðskilinn guðdómnum. Leitin að Kalptaru MYNDLIST Anima gallerí Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13– 17. Sýningu lýkur 4. nóvember. Aðgang- ur ókeypis. Hjörtur Hjartarsson Jón B.K. Ransu Náttúran í sjálfum mér „Hér er ekki frumleiki eða nýstárleg nálgun í meginhlutverki heldur viðtekin aðferð sem listamaðurinn tileinkar sér er hann leitast við að tjá sitt innra sjálf.“ Hin 33 áragamla Tyra Banks hefur komið víða við. Hún hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransan- um, verið vinsæl sem sjónvarps- þáttastjórnandi og duflað við popp- tónlist. Samkvæmt Ananova-slúður- veitunni er framleiðsla kvikmynda svo næst á dagskrá. Tyra er sögð vera með bíómynd fyrir börn í burðarliðnum fyrir Nick- elodeon Films. Hún er þó þögul sem gröfin um verkefnið en lét þó í það skína í spjalli við StarPulse.com að svo kynni að fara að hún færi með smáhlutverk í myndinni: „Mig langar einhvern tímann að prófa að leika.“ Fólk folk@mbl.is Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Engin gerviefni í rúmfötunum frá okkur Sun 5/11 kl. 14 Sun 12/11 kl. 14 Sun 19/11 kl. 14 Sun 26/11 kl. 14 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Fim 16/11 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 Fös 17/11 kl. 20 Fös 24/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Fim 16/11 kl. 20 Fim 23/11 kl. 20 AUKASÝNING Sun 3/12 kl. 20 AUKASÝNING Fös 8/12 kl. 20 AUKASÝNING Fös 3/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Sun 19/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Lau 4/11 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 Sun 12/11 kl. 20 Í kvöld kl. 21 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS beethoven og brahms ii FIMMTUDAGINN 2. NÓVEMBER KL.19.30 – UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Víkingur Ólafsson rauð tónleikaröð í háskólabíói Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 3 Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 4 kammertónleikar í listasafni íslands LAUGARDAGINN 4. NÓVEMBER KL.17.00 Ton de Leeuw ::: Tónlist fyrir marimbu, víbrafón og japanskar musterisbjöllur Vanessa Lann ::: American Accents Astor Piazzolla ::: Tango svíta Steve Reich ::: Clapping music André Jolivet ::: Suite en concert fyrir flautu og fjóra slagverksleikara Flytjendur ::: Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árni Áskelsson, Jorge Renes López og Kjartan Guðnason, slagverk                                      ! "  ###     $                                                                  !"# $% & & '( )%% %&' ()*+',-./,0 Jólagospeltónleikar í Grafarvogskirkju Hinn frábæri kór, Osló gospelkór, er loksins að koma til landsins og verður hér með tvenna glæsilega tónleika laugardaginn 16. des. í Grafarvogskirkju kl. 18:00 og 21:00. Osló gospelkór þykir einn sá besti í Evrópu á sínu sviði og þótt víðar væri leitað. Kórinn er nánast bókaður allt árið um kring með tónleika út um allan heim. Hann hefur t.d. farið ár eftir ár til Sviss gagngert til þess að halda jólatónleika og fylla þar stór tónleikahús. Svisslendingar geta vart haldið jólin hátíðleg án þess að fá þessa músíkölsku gesti ár hvert. Það er því mikill fengur af því að fá kórinn hingað til lands í ár. Efnisskráin á þessum tónleik- um verður mjög fjölbreytt og vönduð og bókað að fallegur flutningur hans mun koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Við skulum ekki láta þetta tækifæri fram hjá okkur fara Miðasala er hafin hjá miði.is og í verslunum Skífunnar og BT-búðum Sýnt í Iðnó Laugardagur 4. nóv. Sunnudagur 5. nóv. Föstudagur 10. nóv Laugardagur 11. nóv Laugardagur 18. nóv Sunnudagur 19. nóv Miðasala er opin virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Síðasta vika kortasölunnar! Herra Kolbert – forsala í fullum gangi! Fim 2. nóv kl. 20 UPPSELT – 3 .kortasýn Fös 3. nóv kl. 19 örfá sæti – 4. kortasýn Lau 4. nóv kl. 19 UPPSELT – 5. kortasýn Fim 9. nóv kl. 20 örfá sæti – 6. kortasýn Fös 10. nóv kl. 19 UPPSELT - 7. kortasýn Lau 11. nóv kl. 19 UPPSELT - 8. kortasýn Næstu sýn: 16/11, 17/11, 18/11 Sýningin er ekki við hæfi barna. Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 4. nóv kl. 14 örfá sæti laus Lau 4. nóv kl. 15 Aukasýning – í sölu núna Sun 5. nóv kl. 14 UPPSELT Sun 5. nóv kl. 15 UPPSELT Sun 5. nóv kl. 16 Aukasýning – í sölu núna Sun 12.nóv kl. 14 UPPSELT Sun 12. nóv kl. 15 Næstu sýn: 19/11, 26/11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.