Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarinsKVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CENTER kl. 8 - 10:30 B.i. 12.ára THE QUEEN kl. 5:50 - 8 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6 - 10:10 LEYFÐ BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA „THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS Munið afsláttinn eee H.J. MBL eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV eeeee Jón Viðar – Ísafold Árnað heilla ritstjorn@mbl.is Fyrirkvíðanlegt að verða eldri borgari VIÐ eigum að búa við eitt besta heil- brigðiskerfi í heimi sem og svokallað velferðarkerfi! Hvar eru mannrétt- indi t.d. eldra fólksins okkar? Sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og ýmsir aðrir staðir á okkar landi er allt of víða svo illa mannað að starfs- fólkið sem vinnur þessi mikilvægu umönnunarstörf kemst ekki yfir að hugsa viðunandi um ástvini okkar sökum manneklu – ekki er við það að sakast. Við eigum mikið af mennt- uðu og góðu fólki sem vill vinna þessi mikilvægu umönnunarstörf en getur það ekki vegna launamála. Ef ráða- menn þjóðarinnar tækju sig saman, sýndu samstöðu, samvinnu og vilja til að manna þau fjölmörgu stöðu- gildi sem þarf að manna STRAX, gæti umönnunin orðið mannsæm- andi en ekki þjóðarskömm eins og staðan hefur verið allt of lengi. Það má tala um að byggja og byggja ný sjúkrahús og hjúkrunarheimili, en manna fyrst þær stöður sem bráð- vantar nú þegar víða á landinu. Í okkar velferðarþjóðfélagi og með einhverja fullkomnustu heilbrigð- isþjónustu í heimi! Ástandið er til skammar. Olga Björk Ómarsdóttir. Réttmeti Ömmubakstur, Ormsson og World Class í samstarfi við Ríkisútvarpið Rás 2. Þetta eru fyrirtæki sem eiga heiður skilinn. Ég undirrituð tók þátt í leik þar sem viðkomandi átti að skrifa nafn, vinnustað og sam- starfsmenn. Við vorum svo heppnar að vera dregnar út. Við erum því búnar að borða hvern réttinn á eftir öðrum frá Ömmubakstri, alveg nýja rétti sem heita Réttmeti, þvílíkt góða, í fimm daga. Ekki nóg með það því á fyrsta degi var komið með örbylgjuofn frá Ormsson til að hita réttina í og svo var okkur öllum boðið í líkamsrækt hjá World Class í eina viku. Svo í lokin var komið með kaffibrauð frá Ömmubakstri, svona til að enda vik- una. Þess vegna viljum við þakka kær- lega fyrir okkur. Hrafnhildur og stelpurnar í Skógarbæ. Kira er týnd 30. október sl. hvarf Rottweiler-tíkin mín Kira frá vinnusvæðinu við Bláa lónið. Hún er 3ja mánaða og er ör- merkt. Þeir sem hafa séð hana eða vita um hana eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 858 7102. Eins er hægt að senda tölvupóst um hvar ég get nálgast hana á: langholtsvegur79@visir.is , eða skila henni til lögreglu, á sama svæði og hún var tekin af eða til næsta dýralæknis. Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára af-mæli. Í dag, 1. nóvember, er níræður Guðni Eyjólfsson, fyrr- verandi skip- stjóri og vigt- armaður, Höfðagrund 23, Akranesi. Hann tekur á móti gest- um í sal Félags eldri borgara á Akra- nesi, Kirkjubraut 40, laugardaginn 4. nóvember kl. 15–18. Hann biðst ein- dregið undan öllum blómum og gjöfum en biður sem flesta að gera sér þá ánægju að líta við og þiggja veitingar. 80ára af-mæli. Í dag, 1. nóv- ember, er átt- ræður Valdimar Tryggvason, loftskeytamað- ur, Hjallahlíð 12, Mosfellsbæ. Valdimar dvelur á heimili dóttur sinnar, á Hrafnshöfða 19, Mosfellsbæ, á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Eltið peningaslóð-ina,“ var við- kvæðið hjá stjórnmálafræði- prófessor, sem Vík- verji sat eitt sinn í tímum hjá, þegar hann var spurður um það hverjir stæðu best að vígi í kosn- ingum, sem þá stóðu fyrir dyrum í Banda- ríkjunum. Prófess- orinn heitir Tom Ferguson og hefur fjallað rækilega um þessi tengsl peninga og fylgis í ræðu og riti vestan hafs. Kenning hans snýst ekki aðeins um það að peningar búi til fram- bjóðendur, heldur einnig að pen- ingarnir elti þá frambjóðendur, sem þyki sigurstranglegir og geri síðan að verkum að þeir verði óstöðvandi. Stundum geta þeir, sem eiga peningana einnig verið seinir að taka við sér og þá elta peningarnir almenningsálitið. Það virðist vera að eiga sér stað í bandarískum stjórnmálum þessa dagana. Bandaríkjamenn kjósa til þings og um nokkra ríkisstjórastóla eftir viku. Ef horft er á fjárframlög fyr- irtækja til þingframbjóðenda und- anfarin tólf ár hefur yfirleitt hallað mjög á demókrata. Í bandaríska dagblaðinu The New York Times um helgina kom fram að síðast hefðu fram- lög verið nokkurn veg- inn jöfn tímabilið jan- úar fram í september 1994. Mánuði fyrir kosningar fór hins vegar að halla undan fæti, repúblikanar fengu mun hærra hlutfall framlaga og náðu enda meirihluta í kosningunum þá um haustið. Síðan hafa framlög skipst þannig að demókratar hafa fengið um 30% framlaga, en repú- blikanar 70%, allt þar til nú í októ- ber. Frá janúar og út september var staðan þannig að demókratar fengu 33% framlaga, en repúblik- anar 67%. Í október hafa demó- kratar hins vegar fengið 43% og repúblikanar 57%. Þetta er 11 pró- sentustiga sveifla og þykir bera því vitni að fyrirtækin séu að búa sig undir það að demókratar nái meirihluta bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Þau koma sér í mjúkinn hjá flokknum, sem spáð er meirhluta og talið er að geti jafnvel náð völdum í Hvíta húsinu þegar forsetakosningar verða haldnar eftir tvö ár. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is               dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 1. nóvember, 305. dagur ársins 2006 Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig. “ (Jh. 12, 44.) Victoria Beckham skrökvar aðbörnum sínum með því að segja þeim að hún sé enn í hljómsveitinni Spice Girls. Victoria, sem er gift knattspyrnumanninum David Beck- ham, hefur viðurkennt að synir þeirra þrír hafi ekki haft hugmynd um hvað hún gerði áður en þeir fæddust. Hún sýndi þeim því kvik- myndina Spice Girls: The Movie. Victoria, sem einnig er þekkt undir nafninu Posh Spice, gat hins vegar ekki fengið sig til þess að segja drengjunum, sem eru sjö, fjögurra og eins árs, að hljómsveitin væri hætt. „Ég sýndi þeim myndina um daginn af því að á Spáni snýst allt um fótbolta, og allt snýst um pabba. Strákarnir spurðu nefnilega Bandaríski leikarinn Sylvester Stallone hefur lýst þvíyfir að hann ætli að hætta að leika þegar hann hefur leikið í nýjustu myndinni um Rambo sem ber heitið Rambo 4: In The Serpent’s Eye. Tökur á myndinni hefj- ast í byrjun næsta árs. Stallone hefur hins vegar lýst því yfir að hann ætli að halda áfram að vinna í Hollywood, en eingöngu sem leikstjóri. „Þegar ég verð búinn með Rambo ætla ég að einbeita mér að leikstjóraferlinum. Ég hef verið óánægður með nokkrar af nýjustu myndunum mínum, auk nokkurra eldri mynda,“ segir Stallone. Stallone, sem er orðinn sextugur, var gríðarlega vin- sæll á áttunda og níunda áratugnum þegar hann lék í fjölmörgum myndum um hnefaleikamanninn Rocky og stríðsmanninn Rambo. Ferill hans hefur verið æði mis- jafn síðan. Ný mynd um Rocky er hins vegar væntanleg á næsta ári, en hún verður sú sjötta í röðinni og nefnist einfaldlega Rocky Balboa. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.