Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 37 dægradvöl 1. d4 d5 2. c4 e6 3. cxd5 exd5 4. Rf3 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bg5 O-O 7. e3 b6 8. Dc2 Bb7 9. Bd3 h6 10. h4 Rbd7 11. O-O-O c5 12. Bf5 c4 13. g4 He8 14. Bxf6 Bxf6 15. g5 Be7 16. gxh6 gxh6 17. Hdg1+ Kf8 18. Be6 Rf6 Staðan kom upp í fyrri hluta 2. deild- ar Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Halldór Grétar Ein- arsson (2261) hafði hvítt gegn Sigurði Herlufsen (1965).19. Hg8+! Kxg8 svartur hefði einnig orðið mát eftir 19... Rxg8 20. Dh7 fxe6 21. Re5. 20. Dg6+ Kh8 21. Dxh6+ og svartur gafst upp þar sem hann væri óverjandi mát eftir 21... Rh7 22. Bf5. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Erfið ákvörðun. Norður ♠G753 ♥1064 ♦K5 ♣K543 Vestur Austur ♠-- ♠2 ♥ÁKDG9853 ♥72 ♦G982 ♦ÁD7643 ♣7 ♣G1098 Suður ♠ÁKD109864 ♥-- ♦10 ♣ÁD62 Suður spilar 6♠ og fær út hjartaás. Vestur gaf og vakti á fjórum hjört- um. Sú sögn gekk til suðurs, sem beit á jaxlinn og stökk beint í sex spaða. Sem er vissulega frekjumelding, en það er erfitt að virkja makker til samstarfs í slíkum spilum. Alla vega lítur málið ágætlega út þegar blindur kemur upp. Laufið er hins vegar ekki líklegt til að falla og sagnhafi þarf gera upp við sig hvorum megin tígulásinn liggur. Á að spila að kóngnum, eða reyna að þvinga austur með tígulás og líklega lauf- lengd? Þetta er erfið ákvörðun, en ef sagnhafi reiknar með tígulásnum í austur er einfaldast að henda tígultíu í hjartaásinn í fyrsta slag. Austur mun þá þvingast sjálfkrafa þegar trompin eru tekin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 ungi lundinn, 4 eyja, 7 setur, 8 illa inn- rætt, 9 þrældómur, 11 hina, 13 glóandi aska, 14 kapítuli, 15 drepa, 17 úr- koma, 20 sjávardýr, 22 heyið, 23 opið, 24 setja í óreiðu, 25 deila. Lóðrétt | 1 kollótt ær, 2 útlimir, 3 hím, 4 trjá- mylsna, 5 lítill fingur, 6 rýma, 10 fjandskapur, 12 keyra, 13 málmur, 15 stúfur, 16 róin, 18 baun- in, 19 afkomenda, 20 sprota, 21 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 svipþungt, 8 kútur, 9 gæðin, 10 lóu, 11 purka, 13 renna, 15 spons, 18 sleit, 21 vik, 22 ginna, 23 julla, 24 greftraði. Lóðrétt: 2 vitur, 3 perla, 4 uggur, 5 goðin, 6 skap, 7 unna, 12 kyn, 14 ell, 15 segl, 16 ofnar, 17 svarf, 18 skjár, 19 efl- ið, 20 tían. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Uppreisnarmenn frá Sri Lankahættu við Íslandsferð eftir að upp úr slitnaði í sáttaviðræðum í Genf. Hvað kallast uppreisnarmenn? 2 Tímamót voru sögð í íslenskumkörfuknattleik í fyrrakvöld þegar mættust ÍS og Keflavík í efstu deild kvenna. Í hverju voru tímamótin fólg- in? 3 Avion Group hefur selt hlutastarfseminnar og hagnast um 10,5 milljarða króna. Hver er stjórn- arformaður félagsins? 4 Ný orðabók var að koma út.Hvaða tungumál geymir hún. Svör við spurningum gærdagsins: 1. Skólastjóri á Akranesi varð í efsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvest- urkjördæmi um helgina. Hvað heitir hann? Guðbjartur Hannesson. 2. Menningar- dagskrá var í Riverton í Kanada nýlega til að minnast sameiningar Nýja Íslands og Manitobafylkis. Hversu mörg ár eru liðin frá sameiningunni. 125 ár. 3. Forseti Brasilíu var endurkjörinn í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudag. Hvað heitir hann? Luiz Inacio Luka da Silva. 4. Íslenska landsliðið í handknattleik karla lék tvo landsleiki um síðustu helgi. Hvar fóru leikirnir fram? Ungverjalandi. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    KARLAKÓRINN Fóstbræður fagn- ar níutíu ára afmæli um þessar mund- ir og hélt upp á það ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands á hátíðartónleikum í Háskólabíói á laugardaginn var. Segja má að efnis- skráin hafi verið einskonar þver- skurður af starfi kórsins í gegnum tíðina, en hann hefur víða komið við í tónlistarlífinu, frumflutt ný tónverk, tekið þátt í óperusýningum, starfað í poppgeiranum, o.s.frv. Í rauninni er saga Fóstbræðra tengd órjúfanlegum böndum hinni ótrúlegu uppbyggingu sem átti sér stað í íslensku tónlistarlífi á 20. öld- inni. Því ættu allir sem einhvern áhuga hafa á tónlistarsögu að lesa vandaða bók Páls Ásgeirs Ásgeirs- sonar um kórinn. Tónleikarnir hófust á hinum gamla stríðshesti Fóstbræðra, „Brennið þið vitar“ eftir Pál Ísólfsson, en endaði á tveimur Stuðmannalögum sem kór- inn flutti með dyggum stuðningi þriggja meðlima úr hljómsveitinni sí- vinsælu. Inn á milli voru svo kóratriði úr þekktum óperum, lög eftir Holst, Grieg og Björk Guðmundsdóttur, auk þess sem frumflutt var nýtt verk eftir Áskel Másson. Óneitanlega var það síðastnefnda eitt hið athyglisverðasta, og um leið það skemmtilegasta á dagskránni. Verkið heitir Seig ég í björg, en text- inn, sem er eftir Hannes Pétursson, fjallar um það þegar Hólabiskup síg- ur í djöflasetið bjarg til að blessa það. Loðin loppa birtist þá og sker á reip- ið, og þótt þjóðsagan endi á farsælan hátt (ef ég man rétt) fer illa fyrir biskupnum í ljóðinu. Eftir þessu er stemningin myrk í tónlist Áskels og notar hann ýmis áhrifshljóð til því undirstrikunar. Hann gerir það samt svo smekklega að maður tekur nán- ast ekkert eftir því; þvert á móti falla áhrifshljóðin fullkomlega inn í tón- málið, sem er notalega auðskiljanlegt. Útkoman á tónleikunum var einfald- lega frábær, enda flutningur kórs og hljómsveitar undir markvissri stjórn Árna Harðarsonar ákaflega vand- aður. Margt annað var líka vel heppnað á dagskránni, t.d. voru óperukórarnir yfirleitt glæsilegir og einsöngur Bjarna Thors Kristinssonar í nokkr- um atriðum glimrandi góður. Sérstaklega gaman var að heyra Gáttir allar áður gangi fram úr „Þrymskviðu“ Jóns Ásgeirssonar; er ekki kominn tími til að flytja þá óperu alla í heild sinni aftur? Síðustu atriðin á tónleikunum voru þrír söngvar eftir Gustav Holst, en þeir voru ekki nægilega tærir í með- förum Fóstbræðra. Einnig hefði mátt sleppa „Army of Me“ eftir Björk, en þetta sjarmerandi lag naut sín engan veginn í útfærslu kórsins. Eitt af því sem einkennir tónlist Bjarkar er hinn sérstæði hljóðheimur sem hún skapar með hugvitsamlegu og óvenjulegu samspili mismunandi hljóðfæra og radda. Hér vantaði alla töfrana og þótt karlakórinn stæði sig vel náði hann ekki að gera neitt annað en að skrumskæla tónlistina. Upplifunin var eins og að sjá mynd af fagurri konu sem einhver hafði málað skegg á. Aðrar útsetningar voru betri; lögin „Slá í gegn“ eftir Valgeir Guðjónsson og Íslenskir karlmenn eftir þá Val- geir og Egil Ólafsson voru ein- staklega áhrifamikil í hljómsveit- arbúningi Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar. Flutningurinn var líka gæddur viðeigandi húmor og lífs- krafti, enda brutust gífurleg fagn- aðarlæti út í lokin. Óneitanlega var það vel heppnaður endir á tónleik- unum. Fóstbræðrum er hér með óskað til hamingju með afmælið; megi þeir halda áfram að gleðja okkur um ókomna tíð. Til hamingju með afmælið! Morgunblaðið/Sverrir Frá æfingu „Fóstbræðrum er hér með óskað til hamingju með afmælið; megi þeir halda áfram að gleðja okkur um ókomna tíð.“ TÓNLIST Háskólabíó Tónlist eftir Pál Ísólfsson, Grieg, Verdi, Jón Ásgeirsson, Weber, Gershwin, Holst, Áskel Másson, Björk Guðmundsdóttur, Valgeir Guðjónsson og Egil Ólafsson. Karlakórinn Fóstbræður söng ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Stuðmönnum undir stjórn Árna Harðarsonar. Ein- söngur: Bjarni Thor Kristinsson. Kynnir: Þorgeir J. Andrésson. Laugardagur 28. október. Kór- og sinfóníutónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.