Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » Á fyrstu níu mánuðumársins myndaðist 38% af hagnaði Glitnis fyrir skatta af starfsemi utan Íslands. » Arðsemi eigin fjár nam41,9% á ársgrundnvelli á fyrstu níu mánuðum árs- ins en var 33,8% á sama tímabili í fyrra. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is HAGNAÐUR Glitnis á þriðja árs- fjórðungi nam 8,8 milljörðum króna en á sama tímabili í fyrra nam hagn- aðurinn 4,8 milljörðum króna og er aukningin milli ára því um 83%. Hagnaðurinn er yfir væntingum en greiningardeild Landsbankans hafði spáð 7,7 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum og greiningardeild Kaupþings banka hafði spáð 8,4 millj- örðum í hagnað á tímabilinu. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam hagnaður Glitnis 11 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður Glitnis 28,9 milljörðum króna samanborið við 15,4 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. Aukning rekstrartekna Hreinar vaxtatekjur námu 9,7 milljónum á þriðja ársfjórðungi sam- anborið við 6,5 milljarða á þriðja árs- fjórðungi í fyrra og hreinar þóknana- tekjur námu 5,1 milljarði á fjórð- ungnum en þær voru rétt rúmir tveir milljarðar á sama tímabili í fyrra. Hreinar rekstrartekjur námu 15,5 milljörðum króna á fjórðungnum en á sama tíma í fyrra námu þær 9,6 millj- arða á sama tímabili í fyrra. Hagn- aður af sölu eigna var 4,2 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,3 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrarkostnaður þriðja árs- fjórðungs var 6,7 milljarðar króna samanborið við 3,5 milljarða á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Heildareignir bankans námu tæp- um tveimur milljörðum króna í lok september og hafa aukist um 33% frá áramótum. Lán og kröfur námu 1,5 milljörðum króna í lok þriðja árs- fjórðung og jukust um 32% á tíma- bilinu. Um 55% af heildarútlánum Glitnis í lok september voru til viðskiptavina utan Íslands. Þar af námu lán til ann- arra en lánastofnanna 1,4 milljörðum króna. Ef frá eru talin áhrif geng- islækkunar íslensku krónunnar er vöxturinn 15% á fyrstu níu mánuðum ársins og 2% á þriðja ársfjórðungi. Innlán námu alls 393 milljörðum króna, þarf af námu innlán frá fjár- málafyrirtækjum 23 milljörðum. Eigið fé bankans nam 130 milljörð- um króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eigið fé jókst um 45 milljarða frá ára- mótum en þetta skýrist af hlutafjár- aukningu með sölu 1 milljarðs nýrra hluta í janúar og arðgreiðslu í formi hlutafjár, 130 milljónir hlutir. Óvarin staða í erlendum dótturfélögum jók eigið fé bankans um 3,1 milljarð á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður Glitnis 8,8 millj- arðar á þriðja ársfjórðungi Greiningardeildir höfðu spáð aðeins minni hagnaði á fjórðungnum Uppgjör Hagnaður Glitnis fyrstu níu mánuði ársins nam 28,9 milljörðum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● JÓN ÞÓRISSON hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri VBS fjárfest- ingarbanka í stað Jafets S. Ólafs- sonar. Jafet, sem leitt hefur bank- ann á und- anförnum árum, hefur selt nær allan sinn hlut til FSP (Fjárfestingafélags Sparisjóðanna) og sest nú í stjórn bankans, auk þess sem Sund ehf. og Saxbygg ehf. hafa gengið til liðs við bankann. Stefna nýrrar stjórnar VBS er að efla fjárfest- ingarbankann og blása til nýrrar sókn- ar á markaði. Stjórnin hefur gengið frá ráðningu Jóns Þórissonar í starf fram- kvæmdastjóra en hann hefur fjöl- breytta reynslu úr fjármálalífinu. Áður en hann hóf störf hjá VBS starfaði hann að ýmsum verkefnum fyrir eign- arhaldsfélagið Samson en þar áður sem aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. Gísli Kjartansson er formaður nýrr- ar stjórnar VBS en Björn Ingi Sveins- son varaformaður og aðrir í stjórn eru Jafet S. Ólafsson, Kristinn Geirsson og Ólafur Elísson. Jón Þórisson fram- kvæmdastjóri VBS MP Fjárfestingarbanki er að hefja samstarf við austurríska eignastýr- ingarfyrirtækið Raiffeisen Capital Management, RCM. Hyggst MP bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi en auk Austurríkis rekur RCM útibú í mörgum löndum í Mið- og Austur-Evrópu. MP Fjárfestingarbanki hefur starfað í Austur-Evrópu í nokkur ár og markað sér þá stefnu að auka starfsemi sína þar enn frekar, að því er haft er eftir Styrmi Þór Bragasyni, framkævmdastjóra bankans í tilkynningu. „Samstarfið við Raiffeisen Capital Management gefur bankanum kost á að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskar- andi sjóði sem fjárfesta í Austur- Evrópu í gegnum eignastýring- arfyrirtæki sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu á svæðinu,“ segir hann. Raiffeisen Capital Management var stofnað árið 1985 og er með 22% markaðshlutdeild í Austurríki, um 250 starfsmenn, og rekur hátt í 50 sjóði. RCM rekur 870 útibú í löndum Mið- og Austur-Evrópu og er með viðskiptabankaþjónustu, tryggingar, eignaleigur og eign- astýringu á sínum snærum. MP í samstarf við Raiffeisen Capital PROMENS, dótturfélag Atorku Group, hyggst leggja fram val- frjálst (þ.e. gagnvart hluthöfum) tilboð upp á 1.279 milljónir norskra króna, jafngildi tæpra 13,3 millj- arða íslenskra króna, í allt hlutafé Polimoon ASA sem skráð er í norsku kauphöllinni. Tilboð Pro- mens er háð skilyrði um fjármögn- un og hlutafjáraukningu sem Atorka og Landsbankinn munu leiða. Polimoon framleiðir plastpakkn- ingar og íhluti úr plasti og helstu vöruflokkar fyrirtækisins eru neyt- endapakkningar og pakkningar fyrir efnaiðnað. Fyrirtækið er með starfsemi í 16 Evrópulöndum með 39 verksmiðjur og hjá því vinna um 4.000 starfsmenn. Tilboð Promens, sem hljóðar upp á 32,50 norskar krónur á hlut, er liðlega 18% hærra en tilboð sem finnska fjárfestingarfélagið Cap- Man hefur lagt fram í Polimoon en það rennur út eftir viku. Verð á forsendum Promens Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segist reikna með að málin muni skýrast á næstu dögum eða vikum. „Málið ætti að skýrast á næstu dögum eða vikum. Við vorum búin að skoða þetta fyr- irtæki áður og í nokkurn tíma. Þetta er verð á okkar forsendum sem við erum sátt við að bjóða í Polimoon.“ Ragnhildur segir að með kaup- um á Polimoon, ef af verði, stækki Promens verulega sem sé í sam- ræni við stefnu félagsins. Promens stefnir að frekari landvinningum Morgunblaðið/Ásdís Sátt Ragnhildur segir verðtilboðið byggt á forsendum Promens. Býður 13,3 milljarða í Polimoon ● VÆNTINGAVÍSITALA Gallup fyrir október mældist 136,2 stig og hækk- aði um 17 stig frá fyrri mánuði. Þegar vísitalan stendur yfir 100 stigum eru fleiri bjartsýnir en svartsýnir. Hún hefur ekki mælst hærri frá því í febrúar á þessu ári en í júlí mældist vísitalan 88,1 stig sem er lægsta gildi sem af er þessu ári. Í Morgunkorni Glitnis segir að á sama tíma hafi gengi krónunnar hækkað mikið og hlutabréf í kauphöll- inni sömuleiðis. Hækkun vísitölunnar nú bendi til þess að einkaneyslan kunni að vera að aukast að nýju eftir skammvinnan samdrátt yfir mitt árið. Um 44% neytenda telja efnahags- ástandið gott en aðeins 16,4% telja það slæmt. Um 56% neytenda telja atvinnumöguleika mikla en aðeins 12,5% telja þá litla. Þegar horft er sex mánuði fram í tímann telja 32% að efnahagsástandið verði þá betra, en 17% telja að það verði verra. Fleiri bjartsýnir en svartsýnir                      !!"#          $"%&' (!!)(        *  + , ')                            - .( /0 12 "&# 3&)- "&#  0! /0 12 "&# .( ' /0 12 "&# 4 !! .%0 /0 12 "&#  5607' "&# 8 /0 12 "&# /3('(0 6 '!( "&# $ 129('5 6 '!( "&# 8 '6 '!( :3 ' "&#  0)3 "&#   (-  "( ' "&# ; 3 '(- )0 3)1< 0 1<10=410> 0? @?0&#6# "&# A10 "&#     B( "&# 3 5 /0 12 "&# *-)3 '(- /0 12 "&# C")0@( "&# 0D55('5 <(>%>(' "&# E(''31%>(' "&#     !" 3?10&F3 5 1>103 ' .&# ! #$ %& *G ' (  )                                                                      H)(3 0= .(>!(2(  5(' (36 > I 3 !  5J $ 12 3 #  # #  # # ## # # # # # ## # # #  # #  # # ## # # # #  # # # # #  ##   # = # # = = =                                       = =  E(>!(2( I !0K'1< H# L "151' 03(( @%3( .(>!(2        = = = = I>  .(>!#.)0> ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,26% í 6.319 stig. Verslað var með hlutabréf fyrir 40,5 milljarða króna, mest með bréf í Avion Group eða fyrir 28,4 milljarða króna, en gengi þeirra hækkaði um 1,4%. Gengi bréfa Glitnis hækkaði þó mest eða um 2,2% en bréf Flögu lækkuðu mest eða um liðlega 5%. Krónan styrktist um 0,75% og kost- ar dalurinn nú 67,60 kr., evran 86,40 og pundið er 129 krónur. Króna styrkist annan daginn í röð HAGNAÐUR Alcan, móðurfélags álversins í Straumsvík, á þriðja árs- fjórðungi nam 456 milljónum dala eða sem svarar 31 milljarði íslenskra króna. Þetta er rúmlega fimmföldun á hagnaði þriðja ársfjórðungs í fyrra en þá hafði neikvæð gengisþróun þau áhrif að hagnaðurinn var um 115 milljónum dala minni en ella. Hagnaður þriðja ársfjórðungs nú er jafnframt sá mesti sem Alcan hef- ur skilað á þriðja ársfjórðungi til þessa, sem yfirleitt er sá fjórðungur þar sem hagnaður er hvað lægstur yfir allt árið vegna árstíðarbundins samdráttar í eftirspurn í Evrópu. Hagnaður Alcan á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 1.364 milljónum dala en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 490 milljónir dala. Sala á fjórðungnum nam 5,8 millj- örðum dala samanborið við 4,9 millj- arða í fyrra. Methagn- aður Alcan á þriðja árs- fjórðungi ● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Grettir hefur keypt 22,8% hlut í Avion Group og á nú 34,37% hlut í félaginu. Voru þetta bréf sem Avion Group keypti af starfsmönnum og stjórnarmönnum eftir lokun markaða á mánudaginn. Grettir keypti bréfin í gærmorgun en dagsetning lokauppgjörs við- skiptanna er 3. nóvember. Grettir með rúm 34% í Avion Group

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.