Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ómar Neikvæðar horfur Lánshæfismat íslenska ríkisins er óbreytt. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is LÁNSHÆFISMAT íslenska ríkis- ins er óbreytt frá því sem var sam- kvæmt nýrri skýrslu matsfyrirtæk- isins Standard & Poor’s, en horfur fyrir lánshæfismatið eru enn nei- kvæðar, samanber tilkynningu fyr- irtækisins frá því í júní síðastliðnum, en þá breytti fyrirtækið horfum fyrir lánshæfismat ríkisins úr stöðugum yfir í neikvæðar. Lánshæfismatið er áfram AA- fyr- ir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og AA+ fyrir langtímaskuld- bindingar í íslenskum krónum og A1+ fyrir skammtímaskuldbinding- ar í krónum og erlendri mynt. Standard & Poor’s segja að styrk- leikar íslenska hagkerfisins séu stöð- ugt og þroskað stjórnmálakerfi, mjög háar þjóðartekjur á mann og góðar horfur á vexti efnahagslífsins í framtíðinni og heilbrigð opinber fjármál, þar sem skuldir fari hratt minnkandi. Veikleikarnir séu hins vegar þeir að peningamálastefnan og stefnan í í fjármálum hins opinbera vinni ekki nægjanlega vel saman í að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum, miklar erlendar skuldir þjóðarbús- ins og lítið og frekar einsleitt hag- kerfi. Góðar langtímahorfur Fram kemur að til langs tíma litið séu efnahagshorfur á Íslandi góðar, mikil velmegun og góðar horfur á verulegum hagvexti í framtíðinni. Til skamms tíma hins vegar standi ís- lenska efnahagskerfið frammi fyrir stöðnun og mögulegri hættu á harðri lendingu á meðan undið sé ofan af því ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem byggst hafi upp í mikilli fjárfest- ingargleði og skuldasöfnun síðustu tveggja ára. Standard og Poor’s segja horf- ur ennþá neikvæðar 6 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rósu Erlingsdóttur HALLDÓR Ás- grímsson, fyrr- verandi for- sætisráðherra var í gær kjör- inn fram- kvæmdastjóri norrænu ráð- herranefnd- arinnar til næstu fjögurra ára. Kjörið fór fram á fundi forsætis- ráðherra Norðurlandanna í gær- morgun sem haldinn var í tengsl- um við þing Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. Halldór er sá fyrsti af fram- kvæmdastjórum ráðherranefnd- arinnar sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ákaf- lega ánægður með að hafa verið valinn í þetta embætti og mikil- vægast væri að náðst hefði góð samstaða um valið. Hann vildi njóta stuðnings allra Norður- landanna og hann hefði ekki haft áhuga á starfinu hefði hann ekki fundið fyrir þessum stuðningi. Kjörið var gert opinbert á blaðamannafundi að loknum fundi forsætisráðherranna og tilkynnti Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, að náðst hefði sam- staða meðal ráðherranna um val á nýjum framkvæmdastjóra. Halldór Ásgrímsson er fyrsti Íslendingur- inn sem gegnir starfinu en Jan- Erik Enestam, umhverfisráðherra Finnlands og formaður sænska þjóðarflokksins, sóttist jafnframt eftir starfinu. Valið var erfitt Stoltenberg sagði valið hafa ver- ið erfitt þar sem tveir mjög hæfir umsækjendur hefðu verið um starfið. Aldrei hefði Íslendingur verið framkvæmdastjóri nefndar- innar og Halldór ætti að baki langan og farsælan feril í stjórn- málum. Finnski forsætisráð- herrann, Matti Vanhanen, sagði að Finnar hefðu kosið aðra niður- stöðu en lotið niðurstöðu meiri- hlutans. Framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar er æðsti embættismaður hennar með aðset- ur í Kaupmannahöfn. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með mögu- leika á tveggja ára framlengingu. Framkvæmdastjóri heldur utan um starf ráðherranefndarinnar og hefur, þó að starfið sé ópólitískt, áhrif á verkefnaval og áherslur starfsins. Halldór tekur við starf- inu af Per Unckel, fyrrverandi ráðherra í Svíþjóð, en hann hefur samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu norrænu ráðherranefndar- innar lagt áherslu á aukið sam- starf við Eystrasaltslöndin, Rússland og Hvíta-Rússland. Halldór sagði á blaðamanna- fundi að hann myndi leggja áherslu á samstarfið við Eystra- landslöndin og lönd A-Evrópu en jafnframt horfa til vesturs, þ.e. til Kanada og Bandaríkjanna. Varð- andi samstarfið við ESB minntist Halldór sérstaklega á baráttuna gegn glæpastarfsemi. Hefur 30 ára reynslu Í viðtali við Morgunblaðið sagði Halldór að hann teldi reynslu sína af norrænu samstarfi hafa vegið þyngst við valið en samkvæmt upplýsingum Halldórs hefur hann setið öll þing Norðurlandaráðs frá árinu 1976 fyrir utan eitt, árið 1979. Halldór sagði að hann hefði verið búsettur í Kaupmannahöfn 1971–1973 og þekkti því nokkuð vel til borgarinnar. Að mati Hall- dórs er norrænt samstarf mjög þýðingarmikið fyrir Ísland og samstaða Norðurlandanna á al- þjóða vettvangi mikilvæg. Hann segist búast við því að þingið í ár sendi frá sér skýr skilaboð um mikilvægi samstarfsins og að Norðurlöndin muni áfram standa vörð um norræna velferðarkerfið. Mikilvægara sé nú en áður að stjórnmálamenn á Norðurlöndum verði sammála um að leggja áherslu á samkeppnishæfi Norður- landanna í samkeppni á tímum al- þjóðavæðingar. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði að hann væri mjög ánægður með kjörið. Vissulega hefði skipt máli að Íslendingur hefði ekki áður gegnt starfi fram- kvæmdastjórans en reynsla Hall- dórs hefði þó haft mest áhrif á ákvörðun ráðherranna. Mikilvægast að góð samstaða náðist um valið Ljósmynd/Lennart Perlenhem Nýr starfsvettvangur Halldór Ásgrímsson sagðist afar ánægður með að hafa verið valinn sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Halldór Ásgrímsson kemur til með að stýra norrænu ráðherranefndinni Geir H. Haarde 58. ÞING Norðurlandaráðs var sett í Kaupmannahöfn í gær og stendur það fram á fimmtudaginn 2. nóvember. Yfir eitt hundrað þingmenn og mikill fjöldi ráðherra frá Norðurlöndunum fimm og sjálfstjórnarsvæð- unum þremur taka þátt á þinginu. Þingið hófst með leiðtogafundi sem fjallaði um hvernig Norðurlöndin geta staðið vörð um og þróað velferðarsamfélag sitt til að halda forystu í alþjóðlegri samkeppni. Þátttakendur á fundinum voru forsætisráðherrar landanna og leiðtogar stjórnarandstöðu á Norðurlöndunum. Á þinginu munu utanríkisráðherrar landanna kynna nýja skýrslu um samstarf sitt. Á meðan á þinginu stendur halda ráðherrar fjármála, umhverfismála og menningar- og menntamála einnig fundi í Kaupmannahöfn. Á komandi þingdögum verður rætt um nýjar tillögur um mansal, lofts- lagsmál og rannsóknir. Á þinginu verður kynnt nýtt verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, Ný norræn matargerðarlist, og tilnefndir verða norrænir matarsendiherrar en ráðgert er að hefja átak um markaðs- setningu norrænnar matargerðar innan skamms. Finnar sem fara með formennsku í samstarfi ríkisstjórnanna á næsta ári munu gera grein fyrir áherslum formannstíðar þeirra sem mun að öllum líkindum fylgja formennskuáætlun þeirra í ESB. Norðurlandaráðsþing er haldið árlega og fundað er til skiptist í höfuð- borgum Norðurlandanna. Norrænir matarsendiherrar verða tilnefndir á þinginu BANDARÍSK yfirvöld lýsa miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ís- lendinga að hefja hvalveiðar að nýju, en Carol van Voorst, sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, hélt í síðustu viku á fund Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra og afhenti honum bréf þar sem ákvörð- un Íslendinga er hörmuð. Sendi- herrann hvatti íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða þá ákvörðun sína að hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni og gerði sjávarútvegsráð- herra henni grein fyrir stöðu máls- ins. Í fyrradag átti Van Voorst fund með Valgerði Sverrisdóttur og lýsti þar andstöðu Bandaríkjamanna við veiðarnar, en Sigfús Ingi Sigfússon, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að Valgerður hafi útskýrt sjónarmið Íslend- inga. Í bréfinu sem Van Voorst af- henti sjávarút- vegsráðherra segir að Banda- ríkjamenn telji að sú ákvörðun Íslendinga að veiða hvali í at- vinnuskyni muni auka enn á deilur og klofning innan Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Þá hafi Íslendingar lýst því yfir, þegar þeir gengju í hvalveiði- ráðið á ný, að þeir myndu „ekki und- ir neinum kringumstæðum hefja hvalveiðar í atvinnuskyni án þess að fyrir lægju traustar vísindalegar forsendur og að virkt stjórnunar- og eftirlitskerfi væri fyrir hendi. Bent er á í mótmælabréfinu að vísindanefnd hvalveiðiráðsins hafi enn ekki lagt fram tillögu um hvern- ig ákveða eigi veiðikvóta fyrir lang- reyðar í Norður-Atlantshafi. Þá hafi staða langreyðar í Samningi um al- þjóðaverslun með tegundir í útrým- ingarhættu (CITES) ekki enn verið tekin til endurskoðunar. Ekki sett fram vísindaleg rök Ennfremur segir í bréfi banda- rískra stjórnvalda að þegar Íslend- ingar tilkynntu að þeir hygðust hefja hvalveiðar að nýju hafi hvorki komið fram nein vísindaleg rök né niðurstöður útreikninga á kvótanum sem Íslendingur hefðu sett sér. Ekki hefði heldur verið útskýrt hvernig staðið yrði að stjórnun og eftirliti með veiðunum. Bandaríkjamenn lýsa von- brigðum með hvalveiðar Segja veiðarnar munu auka klofning innan hvalveiðiráðsins Carol van Voorst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.