Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT París. AP, AFP. | Viðbrögð við Stern- skýrslunni um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru með ýmsu móti í gær. Í Bandaríkjunum og Ástralíu var henni fálega tekið en í Evrópu var henni fagnað sem tíma- bærri viðvörun. Í skýrslunni, sem birt var í Bret- landi í gær, segir, að verði ekki grip- ið í taumana, muni mengun og lofts- lagsbreytingar af hennar völdum valda mikilli, efnahagslegri afturför um allan heim. Segir höfundurinn, Sir Nicholas Stern, að í baráttunni við mengunina verði auðugar þjóðir að axla meiri byrðar en þær fátæku og ennfremur, að þessi barátta verði til einskis nema mestu mengunar- valdarnir, Bandaríkin, Kína og Ind- land, taki fullan þátt í henni. Í Bandaríkjunum voru opinber viðbrögð við Stern-skýrslunni næst- um engin, Bandaríkjastjórn staðfesti aðeins, að hún vissi af útkomu henn- ar, en Cato-stofnunin, sem er ákaf- lega markaðssinnuð og styður af- stöðu George W. Bush forseta, vísaði niðurstöðum hennar á bug. Telur hún, að afleiðingar loftslagsbreyt- inga verði litlar. Benti á Kína og Indland Hvorki stjórnvöld í Peking né Nýju-Delí tjáðu sig um skýrsluna en John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði, að ríkisstjórn sín hefði ekki undirritað Kýótó-sáttmál- ann vegna þess, að Kína og Indland hefðu verið undanskilin ákvæðum hans. Þótt Ástralar eigi ekki stóran hlut í menguninni á heimsvísu, eru þeir samt heimsmeistarar á því sviði miðað við höfðatölu. Skýrslunni var fagnað í Japan og í Evrópu. Jose Manuel Barroso, for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, ESB, sagði, að það yrði að taka forystu á þessu sviði en nú er stefnt að því að draga úr orku- notkun í Evrópu um 20% fyrir 2020. Misjöfn viðbrögð við Stern-skýrslunni bresku Reuters Sól tér sortna Umsvif mannanna, gróðureyðing af þeirra völdum og önn- ur hervirki gegn náttúrunni eru nú að koma þeim alvarlega í koll. Jákvæð í Evrópu en þögn í Wash- ington og Peking Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ZAFAR Adeel er framkvæmdastjóri Alþjóð- legs samstarfs á sviði vatns, umhverfis- og heilbrigðismála við Háskóla Sameinuðu þjóð- anna (INWEH) í Ontario, Kanada. Adeel hélt á mánudaginn var fyrirlestur á morgunverð- arfundi Landgræðslu ríkisins og Landbún- aðarháskóla Íslands, í tilefni þess, að SÞ hafa tileinkað árið 2006 baráttunni gegn land- hnignun og myndun eyðimarka í heiminum. Á árunum 2002 til 2005 átti INWEH aðild að samstarfi 1.360 sérfræðinga í 95 löndum, sem falið var að meta ástand vistkerfa jarðar. Benti sú rannsókn til þess að landeyðing væri þögult vandamál sem bregðast þyrfti fljótt við ætti ekki illa að fara í viðkvæmum vistkerfum. Spurður um ástæður þessarar hnignunar segir Adeel að þær séu tvíþættar: annars veg- ar sé um að ræða eyðingu landkosta af manna- völdum og hins vegar loftslagsbreytingar sem mannkynið eigi einnig nokkra sök á. Þetta geti skapað vítahring þar sem breytt loftslag geti aukið líkurnar á flóðum, skógar- eldum og þurrkum, á sama tíma og næringar- efni úr jarðvegi glatist, sem aftur geti ógnað fjölbreytileika lífríkisins og landbúnaði. Mikið kolefni bundið í gróðri á þurrlendi Hann telur því hlýnun andrúmsloftsins og hnignun landkosta samofin vandamál. „Með því m.a. að sporna gegn gróðureyðingunni er hægt að stíga mikilvægt skref í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Um 27 prósent af lífrænu kolefni sem er bundið í gróðurþekju jarðar er að finna á þurrsvæðum,“ segir Adeel. „Það eru miklir möguleikar á að binda kolefni úr andrúmsloftinu á slíkum svæðum. Að auki getur eyðingin aukið endurvarp jarðar á sólar- geislum sem aftur leiða til hærra hitastigs.“ Spurður um leiðir til að snúa þróuninni við segir Adeel lausnirnar þegar fyrir hendi. „Með því að stuðla m.a. að „grænni ferðamennsku“ er hægt að draga úr álagi á vistkerfin. Þá eru mikil sóknarfæri í orkuframleiðslu á þurrum svæðum þar sem sólar nýtur allt árið. Það er því hægt að snúa þróuninni við.“ Spurður að lokum hvort hann telji að yfir- vofandi vatnsskortur víða um heim muni leiða til átaka í framtíðinni segir Adeel svo ekki endilega þurfa að vera. „Vatnsskortur getur aukið á samvinnu ríkja. Ég nefni Jórdaníu og Sýrland sem dæmi. Það er ennfremur hæpið að tengja hann við hryðjuverk, með dæmi af heimalandi mínu Pakistan þar sem rætur þeirra eru oft miklu flóknari.“ „Hægt að snúa eyðingunni við“ Umhverfismál Zafar Adeel starfar í Kanada. Zafar Adeel, sérfræðingur í gróðureyðingu hjá SÞ, telur vatnsskort munu geta aukið samstarf ríkja Í HNOTSKURN » INWEH áætlar að árið 2000 hafi34,7 prósent jarðarbúa búið á svæð- um sem eru skilgreind sem þurrsvæði. » Loftslagsbreytingar eru sagðargeta ógnað lífsskilyrðum þessa fólks og dregið úr aðgengi þess að vatni. Morgunblaðið/RAX Peking. AFP. | Stjórnvöld í Norður- Kóreu hafa fallist á að taka á ný þátt í viðræðum um kjarnorkumál, aðeins þremur vikum eftir að þau gerðu til- raun með kjarnasprengju. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins greindi frá þessu í gær en samkomulag um það náðist á óformlegum fundi milli N-Kóreu, Kína og Bandaríkjanna. Þá ítrekaði fulltrúi N-Kóreustjórnar, að hún væri reiðubúin að leggja öll áform um kjarnavopn á hilluna svo fremi sem öryggi landsins væri tryggt. Sinnaskipti N-Kóreumanna komu mjög á óvart en þeim hefur verið fagnað víða. Ekki þykir ólíklegt, að þær refsiaðgerðir, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyr- ir hálfum mánuði, kunni að hafa átt þátt í þeim en þær voru allviðamikl- ar. Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að vonandi væri, að Ír- anar gætu eitthvað af þessu lært. En stjórnin í Teheran er grunuð um að stunda úranauðgun í því skyni að koma sér upp kjarnavopnum. Fallist á viðræður Sinnaskipti í Norður- Kóreu komu á óvart Los Angeles Times. | Sú skoðun virð- ist njóta æ meira fylgis meðal bandarískra her- foringja, að nauð- synlegt sé að ákveða hvenær bandaríski herinn verður fluttur frá Írak. Hingað til hefur það verið kenningin, að slíkt myndi verða vatn á myllu skæruliða og al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna, en nú segja margir, að ákveðin dagsetning sé það eina, sem geti orðið til að hreyfa við íröskum stjórnvöldum. Háttsettir menn í ríkisstjórn George W. Bush forseta ýjuðu að hugsanlegum ákvörðunum um brott- flutning nú fyrir skemmstu en eftir viðræður við Nouri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks, þögnuðu þær raddir alveg. Afstaða Bush og ann- arra helstu ráðamanna hefur verið sú, að brottflutningur nú eða ákvörð- un um hann myndi auka líkur á alls- herjarborgarastríði í landinu og sú skoðun hefur líka verið ofan á innan hersins. Sinnaskiptin, sem orðið hafa, stafa hins vegar af því, að bandarísku herforingjarnir eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi írösku stjórnarinnar. Vilja her- inn heim frá Írak Al-Maliki, forsætis- ráðherra Íraks. Þreyttir á aðgerða- leysi Íraksstjórnar JÓLASVEINAR eru ómissandi hluti af jólahátíðinni, að minnsta kosti fyrir börnin, en þá er líka eins gott fyrir þá að kunna vel til verka. Í London er rekinn sérstakur jólasveinaskóli og hér má sjá nokkra af nemendunum. Í þessum tíma var verið að kenna þeim að reka upp hrossahláturinn, sem aðeins jólasveinum er laginn. Reuters Jólasveinahláturinn æfður Jóhannesarborg. AFP. | P.W. Botha, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lést á heimili sínu í bænum Wildern- es í gær, níræður að aldri. Botha var nefndur „Krókódíllinn mikli“ („Groot Krokodil“ á máli Búa) og fór fyrir stjórn hvíta minnihlutans á árunum 1978–89, þegar kynþátta- aðskilnaðarstefnan var enn í gildi í landinu. Botha virti að vettugi kröfur um að aðskilnaðarstefnan yrði afnumin en vék síðar fyrir F.W. de Klerk sem boðaði til fyrstu þingkosninganna með þátttöku allra kynþátta árið 1994 þegar Afríska þjóðarráðið komst til valda með Nelson Mandela í broddi fylkingar. Flokkur Botha, Þjóðarflokkurinn, var seinna lagður niður. P.W. Botha látinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.