Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GADDAVÍR
SIGURJÓN MAGNÚSSON
„Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð
skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta
fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi
og táknsögulega fjallar Gaddavír um
erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“
- Geir Svansson,
Morgunblaðið, 3. nóv. 2006
ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA
SEM HELDUR LESANDANUM
Í HELJARGREIPUM
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Staksteinar 8 Viðhorf 28
Veður 8 Umræðan 28/31
Úr verinu 13 Bréf 30/31
Viðskipti 14 Minningar 32/38
Erlent 15/16 Leikhús 42
Menning 17, 40/44 Myndasögur 44
Höfuðborgin 18 Dagbók 45/49
Akureyri 18 Bíó 46/49
Suðurnes 19 Staður og stund 46
Landið 19 Víkverji 48
Daglegt líf 20/25 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Eignarhaldsfélagið West Ham
Holding, sem skipað er Eggerti
Magnússyni og Björgólfi Guð-
mundssyni, formanni bankaráðs
Landsbanka Íslands, gekk í gær frá
kaupum á 83% hlut í enska knatt-
spyrnufélaginu West Ham.
Kaupverðið er 85 millj. punda auk
þess sem West Ham Holding
yfirtekur um 23 millj. punda
skuldir. » Íþróttir
Borgarstjórn samþykkti á fundi
sínum í gær samning við ríkið um
sölu á hlut Reykjavíkur í Lands-
virkjun. » 12
Geir H. Haarde forsætisráðherra
tók þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni
í New York í gær. Segir hann vonir
manna standa til að íslensk fyrirtæki
verði skráð í Kauphöllina þar fljót-
lega. » Baksíða
Viðskipti
Hluthafafundur Avion Group
samþykkti í gær að breyta nafni fé-
lagsins í Hf. Eimskipafélag Íslands.
Magnús Þorsteinsson, stjórn-
arformaður félagsins, segir að marg-
ir hafi saknað nafnsins. Það sé þó
ekki tilfinningasemi sem hafi gert að
verkum að nafnabreytingin hafi orð-
ið. Ríflega 80% af veltu félagsins
komi frá Eimskip. » 14
Erlent
Pierre Gemayel, viðskiptaráð-
herra Líbanons og kristinn maroníti,
var ráðinn af dögum í Beirút í gær.
Óttast er að morðið auki mjög
spennuna í líbönskum stjórnmálum
en Gemayel var andstæðingur Sýr-
lendinga. Stjórnvöld í Sýrlandi neit-
uðu ásökunum um að þau hefðu
staðið fyrir morðinu. » 15
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að
Bandaríkjamenn sætu „fastir“ í Írak
og ættu enga góða kosti í stöðunni
þar. Þeir gætu hvorki haft her sinn í
Írak til langframa né kallað hann
heim. » 16
Byssan, sem notuð var til að
myrða Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, er hugsanlega fundin.
Hún hefur verið afhent hópi lög-
reglumanna, sem hafa rannsakað
morðið alla tíð frá 1986, og er nú til
rannsóknar. » 15
VERULEGT tjón varð á sjúkra-
bifreið frá Akranesi í gærmorgun
þegar stór klakastykki flugu af
flutningabíl og lentu á sjúkrabifreið-
inni framanverðri. Mikil mildi þykir
að engin slys urðu á fólki við óhappið
sem varð við Köldukvísl í Mos-
fellsbæ. Talið er að tjónið á sjúkra-
bifreiðinni nemi allt að milljón króna
en höggið frá klakanum skemmdi
fjarskiptabúnað bifreiðarinnar.
„Við vorum að flytja sjúkling til
Reykjavíkur þegar við mættum
þessari flutningabifreið sem var með
gám á tengivagni. Við áttum okkur
einskis ills von en svo allt í einu
fljúga þessi svaka klakastykki af
gámnum og lenda framan á sjúkra-
bifreiðinni,“ segir Gísli Björnsson,
deildarstjóri sjúkraflutninga á Akra-
nesi, sem sat við stýrið þegar óhapp-
ið varð. „Það hefði ekki þurft að
spyrja að leikslokum ef klakastykkin
hefðu farið inn um framrúðuna, þá
væri ég ekki að ræða við þig,“ segir
Gísli og bendir á að ætla megi að
klakinn hafi verið einhver tugir kílóa
að þyngd.
Að sögn Gísla ákvað hann að snúa
bílnum við og hafa uppi á ökumanni
flutningabílsins þegar þeir sáu
hversu alvarlegar skemmdirnar
voru. „Þegar við náðum tali af hon-
um var hann alveg miður sín og
sagðist ekki hafa tekið eftir því þeg-
ar klakinn flaug af bílnum.“
Hjá umferðardeild lögreglunnar
fengust þær upplýsingar að öku-
mönnum flutningabíla bæri, líkt og
öðrum ökumönnum, að huga að því
að ekki skapaðist hætta í umferðinni
vegna snjóþyngsla eða klaka á bif-
reiðum þeirra. Í samtali við lögregl-
una sagðist hún beina þeim til-
mælum sérstaklega til ökumanna
flutningabifreiða að þeir hugi vel að
klaka sem myndast geti ofan á farmi
bifreiða þeirra.
„Allt í einu fljúga svaka
klakastykki af gámnum“
Mikil mildi að klakastykkin fóru ekki inn um framrúðuna
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
BANN við fóstureyðingum sem lög-
leitt var í Mið-Ameríkuríkinu Ník-
aragva nýlega er ekki í samræmi við
jafnréttisstefnu Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands (ÞSSÍ), og mun
bannið hafa þær afleiðingar að ekki
verði haldið áfram með verkefni önn-
ur en þau sem tengjast jarðhitarann-
sóknum, segir Valgerður Sverrisdótt-
ir utanríkisráðherra.
ÞSSÍ hefur verið með starfsmann í
Níkaragva undanfarið og hefur hann
sinnt störfum tengdum vinnslu jarð-
hita. Nýlega hófst svo undirbúningur
fyrir stofnun heimilis fyrir verðandi
mæður sem eiga í vanda á meðan á
meðgöngu stendur og segir Valgerð-
ur að það verkefni hafi verið það vel á
veg komið þegar bannið við fóstur-
eyðingum var lögleitt að ákveðið hafi
verið að ljúka því.
„En síðan mun þetta bann gera það
að verkum að við verðum ekki í þró-
unarsamvinnu á þessu sviði,“ segir
hún.
„Þrátt fyrir þetta munum við ekki
fara út úr landinu,“ segir Valgerður,
en áframhaldandi starfsemi í landinu
er þó háð því að þing Níkaragva sam-
þykki ramma-
samninginn um
þróunaraðstoð.
Hún segir það
fagnaðarefni að
Daniel Ortega,
nýkjörinn forseti
Níkaragva, hafi
sagst ætla að
standa við samn-
inga sem gerðir
hafa verið eftir að
hann tekur við embætti forseta í jan-
úar, þar með talið rammasamning við
Ísland um þróunarsamvinnu og hjálp-
arstarf. Nú séu líkur á því að stjórn-
kerfi landsins færist í eðlilegt horf en
undanfarið hafi sú staða verið uppi að
þingið og ríkisstjórnin hafi ekki unnið
saman sem hafi m.a. sett samþykkt
samningsins í uppnám.
Hundsum ekki Níkaragva
„Það vill nú svo til að ég hitti utan-
ríkisráðherra Níkaragva þegar ég var
á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í New York [í september sl.] og
hann var óskaplega áhugasamur um
að eitthvað færi að gerast á sviði jarð-
hitarannsókna. Þarna eru víst heil-
miklir möguleikar en þá vantar þekk-
inguna,“ segir Valgerður.
„Ég tel einsýnt að við höldum
áfram á þessu sviði, ef þeir skapa að-
stæðurnar, þrátt fyrir að þeir hafi sett
löggjöf sem er okkur ekki að skapi,“
segir hún. „Ég tel að það sé ekki rétt
að hundsa þetta land þrátt fyrir þessa
afstöðu til þessara mála sem er mér
ekki að skapi. Þessi þjóð þarf bara
virkilega á því að halda að við eigum
við hana samstarf á sviði jarðhita og
þess vegna munum við halda okkar
striki.“
Ekki fleiri þróunarverk-
efni fyrir verðandi mæður
Fóstureyðingabannið í Níkaragva hefur áhrif á aðstoð
Valgerður
Sverrisdóttir
Í HNOTSKURN
»Þróunarsamvinnustofnun Ís-lands hóf starfsemi í Mið-
Ameríkulandinu Níkaragva í
byrjun árs og er nú einn starfs-
maður í landinu.
»ÞSSÍ hefur aðallega sinntverkefnum tengdum jarðhita
og m.a. staðið fyrir ráðstefnu
með þátttöku íslenskra vísinda-
manna.
»Ráðgert var að vinna einnig íþágu verðandi mæðra og
einu verkefni komið af stað en
það er nú í uppnámi.
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
blaðið Hafnarfjörður.
LANGHOLTSSKÓLI bar sigur úr býtum í Skrekk,
hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem fram fór
í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Um 1.000 krakkar tóku
þátt í keppninni í ár sem var haldin í 17. skiptið. Í öðru
sæti hafnaði Hagaskóli en Álftamýrarskóli hreppti
þriðja sætið. Sýnt var beint frá keppninni á Sirkus.
Morgunblaðið/Golli
Taumlaus gleði