Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 33
Tana voru nefnilega gefin sú örlög
að dauðinn sjálfur frekjaðist að stara
hann í augun, allar götur frá því við
vorum vart úr grasi vaxnir og hélt
áfram allt hans fullorðna líf. Margur
hefði flogið út af í einni af mörgum
erfiðleikabeygjunum sem einkenndu
alltof stutt líf Tana. Minningin um
æðruleysi hans í baráttunni við hinn
miskunnarlausa sjúkdóm er kennslu-
bókardæmi í mannlegri reisn og
kjarki. Eftir situr þakklætið eitt fyrir
að hafa fengið leyfi til að ferðast
spottakorn í fylgd slíks snillings. Jú,
tungan er treg en þetta skáld mun
verða syrgt löngu eftir að þessi dagur
dvín.
Þessi ástmögur og andans maður
mun ávallt búa í sinni mér sem æringi
og húmoristi. Frá okkar fyrstu kynn-
um hefur mér jafnan fundist snilld
hans að stórum hluta hafa legið í gáf-
unni að kunna að fá okkur hin til að
brosa. Jafnvel þegar andstyggilegur
sjúkdómurinn hafði rænt hann sjón
og mætti hreyfanleikans baunaði
hann á okkur hnyttnum gullmolum úr
hirslum síns frjóa hugar. Húmorinn
var vopn hans og verja gegn vágest-
inum sem réðst á líkama hans. Þó
þessi sami vágestur hafi rænt Tana
frá okkur langt fyrir aldur fram, þá
tókst honum aldrei að buga anda
þessa einstaka manns.
Með orðunum:
En skáldið er frjálst!
Fer sem orð milli manna,
laust úr búri dufts.
kvaddi Tani skáldið sitt. Þau ætla
ég að lána til að kveðja vin minn og
skáldið mitt. Orðin sem þú skildir eft-
ir handa okkur munu ylja er við sökn-
um þín hvað mest elsku vin. Orðin
sem börnin þín erfa er þau þurfa að
kveðja þig alltof snemma. Megi orð
þín vera þeim fró á þessari erfiðu
stund.
Nú ertu laus úr búri þíns dufts. Nú
mun sæl minningin um góðan dreng
sefa börnin þín og okkur hin. Fljúgðu
nú frjáls í hæstu hæðir. Vertu sæll að
sinni snillingur!
Barði Valdimarsson.
Góður vinur og skólabróðir er lát-
inn eftir erfið veikindi. Mér var
brugðið við að heyra tíðindin þótt ég
hefði vitað hvert stefndi. Eftir
menntaskóla fara menn í ýmsar áttir,
eftir áhuga og námsleiðum. Við það
losnar oft um samskiptin. Þannig var
það hjá okkur Tana. Við því er ekkert
að gera en óneitanlega er það afar
sárt að sjá á eftir mannkostamanni á
besta aldri án þess að hafa náð að
kveðja. Upp í hugann koma sælar
minningar frá menntaskólaárunum,
sérstaklega minningarnar frá Lier-
byen í Noregi en þangað fórum við
skólabræðurnir Tani, Siggi Elli og
undirritaður ásamt nokkrum góðum
skólasystrum úr Menntaskólanum í
Kópavogi til að vinna í garðyrkju tvö
sumur. Þetta voru dýrðlegir tímar.
Hópurinn var samheldinn og góður.
Tani var hrókur alls fagnaðar í hópn-
um, græskufullur og skemmtilegur.
Hann var einnig afar traustur félagi
sem gott var að leita til. Hann var ein-
staklega vel gefinn, fór létt með nám-
ið og virtist hafa óendanlega orku og
vilja til að láta gott af sér leiða.
Snemma bar á frábærum skálda- og
ljóðahæfileikum hans. Þar var hann
afreksmaður. Kjartan Árnason var
einhvern veginn miklu stærri en við
skólasystkini hans. Hans verður sárt
saknað. Megi minningin um góðan
dreng lifa. Fjölskyldu hans votta ég
mína dýpstu samúð.
Stefán Snær Konráðsson.
Mér finnst það einkennilegt að ég
verkfræðingurinn skuli vera sestur
niður til að skrifa um vin minn rithöf-
undinn Kjartan Árnason. Hann hefur
nú þegar lýst svo mörgu í æskuum-
hverfi okkar að það er eins og að bera
í bakkafullan lækinn að ég bæti ein-
hverju þar við. Við Kjartan kynnt-
umst fyrst vel á menntaskólaárum
okkar og við brölluðum þá margt
saman. Síðan fórum við til Noregs og
unnum þar saman við garðyrkju en
það var ekki allt. Við ferðuðumst víða
um landið og eignuðumst marga
kunningja sem við höfum haldið sam-
band við allt til dagsins í dag.
Að loknum menntaskólanum lágu
leiðir okkar í mismunandi áttir og
löngum vorum við ekki einu sinni í
sama landi, ýmist við nám eða vinnu
en alltaf fundum við hvorn annan og
alltaf höfðum við nóg að spjalla um.
Við spjölluðum um heima og geima,
og það var fátt sem við létum ósnert.
Það var rætt jafnt um trúmál, vísindi,
menn og málefni, allt milli himins og
jarðar. Ég sakna þegar þessa spjalla
okkar, en vonandi fáum við tækifæri
til að taka upp þráðinn síðar.
Kæru Edda, Ólafur, María og
Marta – það er svo margt sem mætti
segja en ég ætla að láta mér nægja
huggunarorð sem ég sá á legsteini
einum úti í London og eiga svo vel við
Kjartan.
Við getum grátið yfir dauða hans, eða við
getum glaðst yfir lífi hans.
Við getum lokað augunum og beðið bæn um
að fá að sjá hann aftur, eða við getum opnað
augun og séð allt sem hann skildi eftir.
Sigurður Elías Hjaltason.
Við kveðjum í dag kæran félaga
okkar, Kjartan Árnason rithöfund.
Hann gekk til liðs við félagið fyrir um
tuttugu árum og tók mjög fljótt að sér
að ritstýra og móta málgagn félags-
ins.
Það var mikið gæfuspor fyrir félag-
ið, því Kjartan var ekki aðeins orðsins
maður heldur einnig leitandi og frjór
við efnisöflun. Það var undir hans rit-
stjórn að fréttabréf félagsins varð að
tímaritinu Megin Stoð, en heitið vísar
beint í innihald þess, þ.e. fræðslu og
umfjöllun um MS-sjúkdóminn. Kjart-
an var mjög leitandi og opinn fyrir
óhefðbundnum leiðum til bættrar
heilsu og leitaði víða fanga í efnisöflun
og kynnti okkur ýmsar hugmyndir á
því sviði.
Því miður lagðist sjúkdómurinn
óvenjuþungt á Kjartan, en hann gafst
aldrei upp og hélt áfram að skrifa og
yrkja þótt sjónin skertist mikið.
Kjartan fylgdist vel með störfum
og framgangi MS-félagsins til hinstu
stundar.
Við kveðjum mætan félaga og vin
og þökkum fyrir ómetanlegt framlag
hans í okkar þágu.
Fjölskyldu hans og vinum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd MS-félags Íslands,
Sigurbjörg Ármannsdóttir,
Hafdís Hannesdóttir.
Þarsem snjóhvítan skjöldinn
ber við himin
undir brennandi sól
verður birtan sem
milljón sólir skíni;
soldið einsog þessi
jökull
ert þú
bjartur en kaldur.
(K.Á.)
Ég held eiginlega mest upp á Las-
arus af verkunum þínum, svo meitl-
aður og þroskaður þótt hann væri
fyrsta bókin þín. Og þar sem Lasarus
tjáir sig um hitt og annað, lífið og
dauðann, ríkir lífsgleði og æðruleysi,
hvorki biturð né myrkur. Eins og í
þessu ljóði, Skilningur, þar sem Las-
arus þakkar og skilur (við). Og nú ert
þú sjálfur allur, langt um aldur fram,
eftir langa og stranga baráttu, en
stendur samt uppi sem sigurvegari.
Ég man eins og það hefði gerst í
gær þegar við hittumst fyrsta sinni.
Fyrir meira en aldarfjórðungi. Við
vorum báðir mættir í okkar fyrsta
fyrirlestur við Háskólann í Ósló, að
lesa heimspekisögu, glíma við Arne
Næss og Gunnar Skirbekk. Mér
fannst ég ekki botna neitt í neinu, og
einhvern veginn fór háskólanorskan
fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Svo
í kaffihléinu hittumst við og vorum
eiginlega strax sannfærðir um að við
værum landar, þótt við hefðum aldrei
hist fyrr. Efnið sem við lásum lá ein-
hvern veginn svo miklu betur við þér
en mér, þú hafðir strax góð tök á
tungumálinu og talaðir norsku betur
en innfæddir. Þú varst svo heimspeki-
lega þenkjandi að allar kenningarnar,
sagan og hin pólitíska heimspeki lá
fyrir þér eins og opin bók, meðan ég
burðaðist með þetta allt saman. En
þér tókst að kveikja áhuga minn og
þessa fyrstu önn í háskólanum eydd-
um við ófáum stundum saman, fórum
á fyrirlestra, lærðum saman og sátum
yfir heimaverkefnunum, eða skrupp-
um á kantínuna og fengum okkur
kaffibolla eða ölglas. Og kláruðum hin
heimspekilegu forspjallsvísindi með
láði. Ræddum heimsmálin og leiðir til
að bjarga heiminum frá glötun.
Síðan fluttum við okkur úr gamla
háskólanum í miðborginni upp á
Blindern, þú hélst áfram á heimspeki-
legum nótum í hugvísindadeild, ég fór
í hagfræðina í félagsvísindadeild en
eftir sem áður var kaffistofan hinn
sameiginlegi vettvangur okkar og
margra fleiri Íslendinga. Þar var
notalegt að hitta góða félaga, kryfja
mál til mergjar, leggja á ráðin um
framtíðina. Einmitt þar minnist ég
fyrstu merkjanna um þann vágest
sem gerði sig heimakominn í þér,
þegar kaffibollinn einhvern veginn
smaug úr greip þinni og niður á borð
og gólf með öllu tilheyrandi. Enginn
vissi þá hvaða glímu þú áttir í vænd-
um eða að það væri yfirleitt eitthvað
sem hrjáði þig. Þó getur verið að þú
hafir sjálfur vitað að það var ekki allt
með felldu þótt þú hefðir ekki orð á
því við okkur hin. Ekki þá. Síðar feng-
um við að vita að þessi hræðilegi MS-
sjúkdómur hefði læst klónum í þig.
Og það var áfall, kannski ekki síst
óvissan og vanþekkingin á því sem
þessu fylgdi og erfiðleikarnir því sam-
fara að horfast í augu við raunveru-
leikann, svo ósanngjarnan og tillits-
lausan. Við spjölluðum stundum um
þessar breyttu aðstæður í lífi þínu en
eftir á að hyggja er ég ekki viss um að
ég viti neitt hvernig þér í rauninni
leið. Sársaukinn og vanmáttarkennd-
in sem ég og aðrir samferðamenn þín-
ir á þessum tíma fundum voru auðvit-
að bara smámunir hjá því sem barðist
um í huga þínum. En þrátt fyrir þetta
allt var aldrei langt í gleðina, kímnina,
góða skapið og glottið sem var svo
gefandi, uppörvandi, eins og allt þitt
líf hefur verið.
Þú fluttir svo heim til Íslands, ég
var enn um sinn í Noregi en fór svo til
Svíþjóðar. Edda var þá þegar komin
til sögunnar í lífi þínu, þú hafðir ástina
að hugsa um og ég veit að hún skipti
þig miklu máli og hún hefur verið þér
ómetanleg. Árin liðu og samfundir
urðu færri eins og svo alltof oft gerist
í hraðfleygu samfélagi nútímans.
Þegar ég hitti þig síðast rann upp fyr-
ir mér að það gæti orðið okkar hinsti
fundur. Sjúkdómurinn hafði leikið þig
grátt, líkamlega, en enn sem fyrr var
stutt í brosið og jákvæðnina, æðru-
leysið og hinn andlegi styrkur ótrú-
legur, en samt svo mikið þú. Ég var
erlendis þegar ég fékk fréttina um að
þú værir farinn í ferðina miklu og er
enn þegar þú verður borinn til hinstu
hvílu. Einmitt á svona stundu verður
fjarlægðin hvað erfiðust. Ástvinir þín-
ir hafa misst mikið og hugur okkar
allra er hjá þeim. En þau mega vera
stolt af því að hafa átt þig að og af öllu
því sem þú fékkst áorkað. Milljón sól-
ir skína yfir minningunum um þig og
lýsa ganginn á enda. Ég þakka þér
fyrir vináttu og uppörvun og kveð þig
með þínum eigin orðum úr sögunni
Draumur þinn rætist tvisvar: „Ferðin
út eftir ganginum langa er ferð á enda
veraldar. Þar sem gangurinn endar
sé ég skært ljós. Enn á ný mun ég
deyja inní ljósið. Ég elska lífið og allt
sem í því er.“
Árni Þór Sigurðsson.
Alveg frá upphafi var eitthvað svo
kunnuglegt við þig. Mér fannst eins
og ég þekkti þig frá fornu fari, að ein-
hvers staðar hefðu leiðir okkar legið
saman. En því var ekki svo farið. Við
áttum bara að hittast. Þegar ég lít til
baka er mér sérstaklega minnisstætt
þegar ég hitti þig fyrir utan Borgar-
leikhúsið í júnílok ’92 eftir fyrirlestur
jógakennarans Gurudev. Þá varst þú
33 ára gamall og síðhærður minnir
mig, gott ef ekki með tagl, þú varst
með gleraugu man ég og merktur
sjúkdómnum studdistu við hækjur á
leið út í bílinn þinn. Samt var eitthvað
svo bjart yfir þér. Ég átti við þig er-
indi. Það tengdist bókinni þinni.
Draumnum. Þessi bók tengdi okkur
saman. Og varð upphaf kynna sem
hafa varað allar götur síðan. En nú er
komið að kveðjustund. Stríði þínu er
lokið. Þú ert farinn á aðra vegu, far-
inn með „klofinn hjálm og rifinn
skjöld, slitna brynju og sundrað
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR
áður húsfreyju
á Höfða, Dýrafirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Tjarnar á Þingeyri fyrir frábæra umönnun og hlýju á liðnum
árum.
Fríður Guðmundsdóttir, Trausti Þorleifsson,
Gísli Rúnar Guðmundsson, Hrafnhildur Hilmarsdóttir,
Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður R. Guðmundsson,
Vilborg Guðmundsdóttir, Gísli Óskarsson,
Sighvatur Dýri Guðmundsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR UNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður til heimilis
á Kaplaskjólsvegi 56.
Bestu þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli fyrir góða umönnun.
Gyða Theodórsdóttir,
Gylfi Theodórsson,
Hulda Theodórsdóttir,
Sigurbjörn Theodórsson,
Theodór Theodórsson,
Steinar Engilbert Theodórsson,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og
mágur,
PÉTUR ÞÓR MELSTEÐ
hárskerameistari,
Rauðarárstíg 3,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur að kvöldi mánudagsins
13. nóvember.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
24. nóvember kl. 13.00.
Ragnheiður Melsteð, Magnús Scheving,
Grétar Melsteð, Cilje Alexandersen,
Jónína Melsteð, Gunnar H. Gunnarsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
JÓHANNA OLGA ZOÉGA
BJÖRNSDÓTTIR HJALTALÍN,
Öldutúni 12,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 20. nóvember.
Útför auglýst síðar.
Sigurður Trausti Sigurðsson,
Olga S. Zoéga Jóhannsdóttir, Alejandro Sua’rez,
Bryndís Erla Zoéga Jóhannsdóttir,
Þórður Örn Hjaltalín,
Guðjón Þór Hjaltalín,
systkini, ömmubörn og aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÞORSTEINN LÁRUS PÉTURSSON
vélstjóri,
Laufrima 34,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
19. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Unnur Guðmundsdóttir,
Rut Þorsteinsdóttir, Olgeir Kristjónsson,
Hörður Þorsteinsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Hafdís Þorsteinsdóttir,
afabörn og langafabörn.