Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örnu Schram arna@mbl.is VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að sér þætti leitt að tjón skyldi hafa orðið á íbúðarhúsum á gamla varn- arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um liðna helgi, eftir að vatnsrör höfðu sprungið sökum frost- hörku. Hún baðst jafnframt afsökunar á því. Hún sagði að tjónið næmi tugum milljóna og að ís- lenska ríkið myndi bera kostnaðinn af því. Eign- irnar voru ekki tryggðar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, vakti máls á þessu í upphafi þingfundar. Fram kom í máli ráðherra að rör hefðu sprungið í nítján fjölbýlishúsum á athafnasvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. Vatn rann um húsin, með þeim afleiðingum að þrettán hús eru mjög skemmd, að sögn ráðherra, en sex eru minna skemmd. Hún sagði að hiti hefði verið á húsunum, en að þau rör sem hefðu sprungið hefðu einkum verið kaldavatnsleiðslur. Valgerður sagði aðspurð að sýslumannsembættið á svæðinu hefði aðallega fylgst með mannaferðum á staðnum, en vissulega væri hægt að halda því fram að þarna hefði líka átt að vera eitthvert viðhaldseftirlit. Það hefði hins vegar kostað peninga. Síðan sagði hún: „Ég ætla bara að taka fram að mér þykir mjög leitt að þetta skuli hafa gerst og biðst afsökunar á því.“ Jón Gunnarsson og aðrir þingmenn stjórnar- andstöðu gagnrýndu að ekkert eftirlit hefði verið haft innandyra í húsunum, gríðarleg verðmæti hefðu því farið í súginn. Þeir sögðu það m.a. víta- vert kæruleysi. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, tók hins vegar upp hanskann fyrir ráð- herra, og sagði að þarna hefðu átt sér stað mann- leg mistök. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði þá úr sæti sínu og spurði hvort mistökin hefðu verið tæknileg. Drífa ítrekaði þá að þetta hefðu verið mistök. Tjónið hefði auk þess getað orðið miklu meira en varð. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, vildi að lögreglan rannsakaði hvað hefði farið úrskeiðis, en Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokks, hafði efasemdir um slíka rannsókn. Orsakir tjónsins væru fyrst og fremst kuldi, hátt vindstig og sú staðreynd að byggingarnar væru mannlausar. Hugsanlega hefði eftirlit þó mátt vera meira. Valgerður kvaðst, undir lok umræðunnar, taka undir með þingmönnum: „Mér finnst mjög slæmt að þetta skuli hafa gerst — en það er svo auðvelt að vera vitur eftir á.“ Ráðherra harmar vatnstjón Stjórnarliðar tala um mannleg mistök á gamla varnarsvæðinu en þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkunum spyrja hvort mistökin hafi verið tæknileg LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp um að ökuleyfisaldur hækki í 18 ár. Fyrsti flutnings- maður er Kolbrún Baldursdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Meðflutningsmenn eru Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Þuríður Backman, Vinstri græn- um. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að 17 ára unglingar eigi ekkert erindi undir stýri og eru færð fyrir því margvísleg rök. Meðal annars er bent á að öku- menn á aldrinum 17 til 18 ára hafi undanfarin ár átt hlut að mörgum umferðarslysum vegna glæfralegs aksturslags. Þó er tek- ið fram að ekki sé verið að dæma alla unga ökumenn sem ábyrgð- arlausa. Í greinargerðinni segir m.a. að út frá sjónarmiðum þroskasál- fræðinnar sé auðvelt að leiða lík- um að því að 18 ára unglingar séu mun hæfari til að taka ábyrgð á sér og sínu lífi en þegar þeir voru 17 ára. Hvert ár á þessu tíma- skeiði geti þannig skipt sköpum. Morgunblaðið/Eyþór Íhugull Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fylgist einbeittur með umræðum á Alþingi. Fái ökuleyfi átján ára ÞINGMENN stjórnarandstöð- unnar sögðu á Al- þingi í gær að einkavæðing Símans hefði skaðað neytendur á landsbyggðinni; þeir sætu ekki við sama borð og íbú- ar þéttbýlisins hvað varðar þjónustu, verð og gæði. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu um þróun fjarskiptaþjón- ustu eftir einkavæðingu Símans. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi umræð- unnar. Hann sagði m.a. að eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda með einkavæðingu Símans hefði ver- ið að lækka notendagjöld og hækka þjónustustig. Það hefði ekki gengið eftir. „Ekkert er mikilvægara til að jafna búsetuskilyrði í landinu en jafnt aðgengi að fjarskiptum. Þar þurfa að vera jöfn gæði og sama verð en svo er ekki. Bilið virðist aftur far- ið að breikka milli íbúanna eftir því hvar þeir búa,“ sagði þingmaðurinn m.a. Aðrir stjórnarandstæðingar tóku í sama streng. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að draumur ríkisstjórnarinnar um hraða einkavæðingu og aukna sam- keppni hefði því miður snúist upp í martröð þeirra sem ættu að njóta. „Það er öðruvísi verðlag á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þar er slakari þjónusta og starfs- stöðvar lagðar niður.“ Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra vísaði þessu á bug og sagði m.a. að uppbyggingin á sviði fjar- skipta hefði verið mikil á undanförn- um árum. Hann sagði ennfremur að halda mætti að þingmenn hefðu ekki komið í kjördæmi sitt lengi. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi óskap- lega neikvæði málflutningur í garð þjónustu við landsbyggðina og söng- ur um að allt sé að fara í kalda kol birtist síðan í prófkjörsárangri þing- manna,“ sagði hann og kvaðst vísa sérstaklega til þingmanna Samfylk- ingarinnar. Einkavæð- ingin skaði neytendur Jón Bjarnason FJÁRFRAMLÖGUM til Sunda- brautar verður frestað um eitt ár, samkvæmt frumvarpi til laga, sem Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Með frum- varpinu eru lagðar til breytingar á tímasetningu á tilteknum ráðstöfun- um vegna söluandvirðis Símans. Yfir heildina er lagt til að samtals 2,4 milljarða ráðstöfun verði færð af árinu 2007 til ársins 2008. Á sama tíma er lagt til að samtals eins millj- arðs ráðstöfun verði færð af árinu 2007 til ársins 2006. Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á fjárframlögum til vega- gerðar. Í fyrsta lagi er lagt til að til Sundabrautar verði varið 100 millj- ónum kr. árið 2007 og 3,9 milljörðum árið 2008, í stað 1,5 milljarða og 2,5 milljarða. Í öðru lagi er lagt til að áður ákveðnu 600 milljóna kr. heildar- framlagi til gatnamóta við Nesbraut, sem átti að falla til árið 2007, verði skipt á tvö ár, þ.e. 400 milljónir kr. árið 2007 og 200 milljónir kr. árið 2008. Í þriðja lagi er lagt til að til Tröllatunguvegar um Arnkötludal verði varið 200 milljónum kr. árið 2007 og 600 milljónum kr. árið 2008, í stað 400 milljóna kr. og 400 milljóna kr. Í fjórða lagi er lagt til að áður ákveðið 300 milljóna kr. framlag til Norðausturvegar fyrir árið 2007 verði fært yfir á árið 2008 og verður framlag þess árs þá 700 milljónir kr. Að auki eru m.a. lagðar til breyt- ingar á framlagi til Fjarskiptasjóðs, þ.e. í stað 500 milljóna á árinu 2007, verði þær færðar fram til ársins í ár. Framlögum til Sundabrautar frestað um ár Í HNOTSKURN » Alþingi samþykkti árið 2005lög um ráðstöfun á sölu- andvirði Símans. » Í lögunum var m.a. gert ráðfyrir 15 milljarða fjárveit- ingu til vegamála á árunum 2007 til 2010. » Nú hefur forsætisráðherralagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á þessum lögum. » Samkvæmt frumvarpinuverður fjárveitingum til Sundabrautar frestað um eitt ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.