Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 37
Þorkell Gunnar bar til bróður síns Hjalta og fjölskyldu hans. En Hjalti hafði ungur tekið að sér að uppfylla ósk afa um að búa á jörðinni og ger- ast bóndi, eftir að jörðin var keypt í nafni afa, en Kiðafell er fæðingar- staður hans, Sigurbjörns Þorkels- sonar, sem oft var kenndur við versl- unina Vísi við Laugaveg. Þótt ég fengist ekki til að dvelja langdvölum í sveitinni þrátt fyrir ítrekuð gylliboð þá fannst mér ætíð gaman að fara í heimsókn með for- eldrum mínum á ættaróðalið að Kiðafelli, einkum um helgar á sumr- in. Heima átti ég leikfanga traktora, bjó til búgarð og stundaði búskap af miklum móð. Setti ég vini mína inn í leikinn og nefndi persónur og leik- endur eftir frændfólki mínu og öðru heimilisfólki á Kiðafelli og dýrin eftir skepnunum á staðnum. Í þessum leikjum var Hjalti frændi eins og kóngur í ríki sínu og stjórnaði öllu með hægðinni og sínu vingjarnlega viðmóti eins og honum var svo lagið og eðlilegt. Á Kiðafelli fékk ég að setjast upp í dráttarvélarnar, sitja aftan á hey- vagninum þegar hann var keyrður inn í hlöðuna, fara í bíltúr á Rússa- jeppanum, síðar Land Roverum og fá jafnvel að prófa að keyra í fyrsta skipti undir öruggri handleiðslu Sig- urbjörns eða Þorkels sonar Hjalta. Ógleymanlegar og kærar minningar. Skáldið í mér segir að ég hafi eitt sinn, líklega fimm ára gamall, bakk- að traktor alla leið til Reykjavíkur og aftur upp á Kiðafell. Allt gert í skjóli Hjalta frænda og sona hans þriggja sem ég leit mikið upp til enda nokkru eldri en ég. Þetta var draumur sem ég sagði oft og lengi frá af þvílíkum sannfæringarkrafti að ég trúði sög- unni sjálfur. Þá gleymi ég ekki þegar Hjalti kom eitt sinn við hjá okkur í Sig- túninu og tilkynnti mér að hann hefði ákveðið að gefa mér nýfætt lamb og ég ætti að velja því nafn. Ákvað ég að gefa lambinu nafnið Fjóla af ein- hverjum óskiljanlegum og óútskýr- anlegum ástæðum. Ég skildi heldur ekkert í þessari ráðstöfun en þótti engu að síður mikið til hennar koma. Næstu misserin á eftir eignaðist Fjóla ekkert nema hrúta sem ég ákvað að skildu heita Rosi I., II., III. og IV. Þá var það mér algjörlega hlulin ráðgáta af hverju þeim var öll- um slátrað jafnóðum. Man þó að ég varð hálf fúll yfir þessu. Af hverju var ekki hægt að slátra einhverjum öðrum hrútum en endilega mínum? En ekki klikkaði þessi blessaði og kæri frændi minn á því að koma við í Sigtúninu með sláturféð, líklega tíu þúsund krónur, fyrir myntbreyt- ingu. Voru það hærri upphæðir en ég hafði áður handleikið, alla vega í einkaeigu fyrir utan spilapeninga. Á þessum tíma skildi ég ekki þessa miklu umhyggju Hjalta frænda, en fannst sannarlega mikið til hennar koma. Það er ekki fyrr en á seinni ár- um að ég hef farið að átta mig betur og betur á fortíðinni og sambandi þeirra bræðra pabba og Hjalta og síðan sambandi þeirra við afa og við fjölskylduna alla að ég hef öðlast lít- ilsháttar skilning á sögunni og sam- henginu og þeirri fölskvalausu um- hyggju, einstöku ættrækni og miklu samstöðu sem í þessari fjölskyldu hefur ríkt. Þegar Hjalti hætti búskap um tíma áður en hann gifti sig bjó hann með föður mínum sem á þeim tíma var einnig ókvæntur, og fleiri ætt- mennum þeirra á heimili pabba, fyrst á Hrefnugötu 4 og síðar í Sig- túni 29. Þótt það hafi verið tilviljun þá fór vel á því að þeir bræður dvöldust saman á Landakoti til hvíldar og hressingar í nokkrar vikur vorið sem leið og var pabbi ekki fyrr kominn heim er hann vildi fara og heimsækja Hjalta, litla bróður sinn. Síðan flutt- ist Hjalti á Elliheimilið Grund og var pabbi ekki í rónni fyrr en ég fór með hann þangað í heimsókn. Þeir fóru yfir ættfræði og minningar, jafnvel símanúmer. Hjalti spurði pabba hvað símanúmerið hjá honum væri og sagði pabbi honum það. „Nú það er bara það sama og í gamla daga,“ svaraði Hjalti, og hafði greinilega engu gleymt. Já, þeim var gefið ein- stakt minni þessum bræðrum. Þeir voru síðan flottir saman í 90 ára af- mæli Hjalta sem haldið var hátíðlegt á viðeigandi hátt á Kiðafelli hinn 8. júlí í sumar. Og svo kom haustið. Líkamar þeirra tóku að fölna og lauf- in að falla og allt breytti um lit. Það hægði á taktinum unz veturinn tók völdin. Þau Sigurbjörn Þorkelsson og Gróa Bjarnadóttir fyrri kona afa sem dó í spænsku veikinni frostavet- urinn mikla 1918 áttu saman sjö börn sem öll hafa náð 85 ára aldri, þar af hafa fjögur þeirra orðið 90 ára og eldri. Mikil blessun það. Þar sem minn elskulegi faðir get- ur ekki fylgt litla bróður sínum síð- asta spölinn í dag sökum ört hrak- andi heilsu, flyt ég hér með að hans beiðni kæra kveðju hans með þökk fyrir langa, kærleiksríka og afar far- sæla samfylgd. Niðjum Hjalta og fjölskyldum þeirra biðjum við feðgar blessunar Guðs um ókomna tíma um leið og við biðjum okkar kærleiks- ríka gjafara og fullkomnara lífsins að blessa okkur öllum minninguna um Hjalta Sigurbjörnsson. Sigurbjörn Þorkelsson. Þannig háttar til í fjölskyldu af- komenda Sigurbjörns í Vísi, að margir þeirra hafa átt um árabil tvö heimili, annað skráð en hitt á Kiða- felli í Kjós. Í bráðum þrjá aldarfjórð- unga hefur jörðin Kiðafell verið í eigu ættarinnar. Fyrst í eigu Sigur- björns en síðan í eigu barna hans og annarra afkomenda. Þarna hefur fjölskyldan átt sér afdrep í önn dags- ins aðeins snertispöl frá Reykjavík. Afi byggði sér fyrstur sumarhús en aðrir komu fljótlega á eftir. Og ekki hefur þurft sumarhús til að við fengj- um að njóta útivistar og margvís- legra leikja og afþreyingar á Kiða- felli. Allir hafa þar verið velkomnir ættliðirnir hver af öðrum með frændum og vinum. Við þessar aðstæður bjó Hjalti móðurbróðir minn á Kiðafelli í ára- tugi. Þurfti til þess nokkurt þrek og umburðarlyndi. Fyrst var hann ein- hleypur með ráðskonur og stundum vinnumenn, þar til Anna kom til hans með sinn stóra barnahóp. Anna var forkur til allrar vinnu innan húss og utan og saman byggðu þau mynd- arlega Kiðafellið. Hjalti hafði vissu- lega nokkurn hag af sambýlinu við sumarbústaðafólkið því vinsælt var að fá að taka þátt í bústörfunum t.a.m. þegar koma þurfti töðunni í hlöðu. En í þessum efnum var auð- vitað ekki á vísan að róa fyrir Hjalta. Oftast var hann einn að draga björg í bú með barnahópnum sínum. Þá var gaman að vera krakki á Kiðafelli og allir voru velkomnir við allsnægta- borðið hennar Önnu. Öll eiga hin mörgu systkini móður minnar sinn sérstaka stað í hjarta mínu. Þau voru og eru hvert með sínu móti gert og býsna ólík, ef út í það er farið. Ekkert þeirra hafði þó slíkt tækifæri til uppeldislegra áhrifa með leiðsögn við vinnu eins og Hjalti. Hjalti var afdráttarlaus í fyr- irmælum sínum, aðhaldssamur og stundum strangur en sjaldan óþol- inmóður og aldrei ósanngjarn. Hann hafði ríkan skilning á takmörkum barnsins og sá um að tækifæri gæfist til lesturs og leikja og annarrar upp- lyftingar svo sem útreiða. Sparaði hann þá ekki góðhesta sína fyrir okkur krakkana. Hjalti kunni vel að hrósa þegar við átti og örva okkur. Hann kunni líka að þakka þó barn ætti í hlut. Móðir mín sá um að dreifa vikulega eggjum fyrir Hjalta og Önnu til nokkurra fjölskyldna í nágrenni við okkur í Laugarnesinu. Eitt sinn, þegar for- eldrar mínir voru í leyfi, tók ég að mér að skipta upp eggjunum og dreifa á rétta staði. Ég hef verið e-ð um ellefu eða tólf ára. Þegar ég kom næst að Kiðafelli til útreiða með frænkum mínum, fékk ég að ríða besta reiðhrossinu og fór það ekki leynt, að það var endurgjald fyrir eggjasöluna. Þetta var alveg óþarfi en mér ógleymanlegt æ síðan. Hjalti varð háaldraður eins og öll hans alsystkini. Hann var skýr í hugsun en alveg farinn að líkamleg- um kröftum. Skömmu fyrir andlátið hitti ég hann og sagði honum frá byggingu nýs sumarhúss á Kiðafelli. Hann gladdist. Hús þetta reis dag- inn eftir að Hjalti dó. Þannig hitti nýi tíminn þann gamla á haustdögum á Kiðafelli. Guð blessi minningu Hjalta Sigurbjörnssonar. Sigurbjörn Sveinsson. Hjalti Sigurbjörnsson var vinur sem gott var að blanda geði við og fara og finna oft. Hjalti bjó á Kiða- felli í Kjós. Óvíða er fegurra en á Kiðafelli þegar sólin tyllir sér á bak við fjöllin á björtum sumarnóttum. Þar standa hús undir felli, þar liðast á til sjávar prúð í gljúfrum. Þar ilmar mjaðarjurt og blágresi og þúfutitt- lingur steypir sér úr háloftunum en hermenn faraós hvílast er döggin glitrar á Jónsmessunótt innan um lausnargras og óskasteina. Þar svíf- ur andi heilagra manna er leituðu kyrrðar að finna guð sinn og draugar friðlausra sýna sig í fjárhúshlöðum á haustkvöldum. Þar brennur eldur í arni þegar frostvindar svíða fjalla- toppa og mildar raddir opna barninu fjársjóði ævintýrisins. Hjalti föður- bróðir bjó rausnarbúi á Kiðafelli í hartnær hálfa öld. Þar höfðu áður búið forfeður hans af Kortsætt í marga ættliði. Þaðan er fyrsta kristna bænin sem til er á íslensku. Í Landnámu stendur að sonarsonur Svartkels á Kiðafelli hafi beðist svo fyrir að krossi: „Gott ei gömlum mönnum, gott ei órum mönnum“, sem útleggst, „heill gömlum mönn- um og ungum“. Hjalti missti ungur móður sína í spænsku veikinni 1918. Systkina- hópurinn hefur ávallt verið náinn og ættræknin mikil. Hjalti vann það af- rek í æsku með snarræði og harð- fylgi að bjarga dreng frá drukknun einn kaldan vetrardag í Reykjavík. Hann var íþróttamaður og söngvari í hópi fremstu skíða- og fimleika- manna landsins og sýndi fimleika á Þingvöllum við stofnun lýðveldis árið 1944. Eitt mest happ í lífi hans var þegar hann giftist Önnu Einarsdótt- ur stórglæsilegri konu, dugnaðar- forki og listamanni í mörgum grein- um. Saman sköpuðu þau fagurt heimili á Kiðafelli, prýtt listaverkum og dýrum steinum. Til skamms tíma þótti til hlýða að fara þangað með er- lenda þjóðhöfðingja. Þar ríkti höfð- ingsskapur og húmanismi enda gest- kvæmt og ávallt voru þar einhverjir erlendir menn, vinir og vandamenn. Hjalti fylgdist náið með þjóðmálum og hjarta hans sló náið með Sjálf- stæðisflokknum eins og flestra í hans ætt. Anna var ekki eftirbátur eiginmannsins í pólitík en deildi ekki ást hans á Sjálfstæðisflokknum. Þjóðmálaumræður voru því oft snarpar og markvissar á heimilinu þar sem mál voru sótt og varin og ekki mátti á milli sjá hvor hafði bet- ur. Mesta ríkidæmi þeirra hjóna var í börnunum. Kiðafellsbörnin voru mörg, öll glæsileg og mannvænleg. Á sumrum voru þar einnig börn í sveit og börnin úr sumarbústöðunum, frændur og frænkur. Hjalti var um- vafinn þessu barnastóði sem stund- um þvældist fyrir í heyskapnum um háannatímann. Hjalti var strangur, en leyfði þó krökkunum oft tugum saman að sitja á heyvagninum og ærslast í hlöðunni. Þá leyfði hann krökkunum ótakmarkað að fara í reiðtúr á reiðhestum og gæðingum heimilisins. Síðar þegar við sem nut- um sólardaga æskunnar á Kiðafelli urðum fullorðin jafnaðist út aldurs- munurinn. Hjalti var síungur gleði- gjafi. Hann var félagslyndur, vinmargur höfðingi og á ómældum gleðistund- um hefur tær tenórrödd hans ómað um Kjósina. Afmæli hans voru með þeim fjölmennari og veglegri. Hann var einn af okkar bestu vin- um, ófáir voru skemmtilegri að fá í heimsókn eða heimsækja. Og það var eins og segir í stefinu í Háva- málum: Veistu, ef þú vin átt þanns þú vel trúir, ok vill þú honum gott geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta fara og finna oft. Við þökkum Hjalta fyrir sam- fylgdina og óskum honum farar- heilla. Þorvaldur Friðriksson og Elísabet Brekkan. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 37 ✝ Anna Finn-bogadóttir fæddist í Skarfanesi í Landsveit í Rang- árvallasýslu 11. júlí 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 14. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elísabet Þórð- ardóttir, f. á Gröf í Hrunamannahreppi 1.12. 1877, d. í Reykjavík 16.11. 1958 og Finnbogi Höskuldsson, f. í Stóra Klofa, Landmannahreppi 9.10. 1870, d. í Reykjavík 20.4. 1950 Systkini Önnu voru Magnús Víglundur menntaskólakennari, f. 23.10. 1902, d. 4.1. 1994, Arndís, f. 6.8. 1904, d. 22.8. 1904, Þórður rafvirkjameistari, f. 5.6. 1906, d. 5.1. 1991, Dagbjört hárgreiðslu- meistari, f. 21.3. 1908, d. 17.8. 1999, Þóra húsfreyja, f. 28.4. 1910, d. 16.6. 2001, Arndís hús- freyja, f. 21.8. 1912, d. 24.4. 1987, Óskar Höskuldur sóknarprestur, f. 13.9. 1913, d. 24.2. 1976, Valdi- mar verslunarmaður, f. 16.10. 1915, d. 4.9. 1985, Guðmundur Karl málarameistari, síðar bíl- stjóri, f. 13.9. 1917, d. 21.1. 1997, og Þóra Laufey hárgreiðslukona, f. 3.10. 1919, d. 14.7. 1957. Fyrri maður Önnu var Guðmar Ingi Guðmundsson bílstjóri í Reykjavík, f. 4.8. 1908, d. 26.3. 1993. Börn þeirra eru: 1) Finnbogi, f. 1939, kvæntur Mettu Kwanthong. Börn Finnboga eru Anna, María, og Guðmar Ingi. 2) Erna, f. 1940, gift Steinþóri Sigurðssyni mynd- listarmanni. Börn þeirra eru Orri og Anna Þóra. 3) Örn, f. 1943, kvæntur Jó- hönnu Vilhjálms- dóttur, börn Arnar eru Sigrún, Bjartur, Fríða, Höskuldur og Gunnar Ingi. Seinni maður Önnu var Ágúst Halldórsson, sjómaður frá Pat- reksfirði, f. 30.8. 1907, d. 21.3. 1973. Dóttir þeirra er Elín, f. 1953, gift José Ramos, þau eru bú- sett á Kanaríeyjum. Anna ólst upp í Skarfanesi til ársins 1930. Þá flutti hún til Reykjavíkur og lærði kjólasaum í Iðnskólanum. Eftir það vann hún á saumastofum og opnaði síðan sjálf saumastofu 1937. Anna vann alla tíð við saumaskap og eftir að börnin fæddust saumaði hún heima. Anna fékk meistarabréf í kjólasaum 1948. Anna bjó lengst af á Langholtsvegi 50 í Reykjavík. Útför Önnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Tengdamóðir mín Anna Finn- bogadóttir var hjartahlý og hæglát kona sem vann stöðugt á við okkar löngu kynni. Þau hófust þegar Anna bjó í Álfheimum 64 ásamt seinni manni sínum Ágústi Hall- dórssyni og fjölskyldu. Anna var útlærð saumakona bæði flink og eftirsótt og vann hún við sauma- skap svo lengi sem heilsan leyfði. Anna var ákaflega barngóð og greiðvikin og nutum við þess þar sem hún var ætíð boðin og búin að líta eftir barnabörnunum. Síðast- liðin fjögur ár naut hún góðrar umönnunar á Droplaugarstöðum og bestu stundir hennar voru þeg- ar rifjaðar voru upp minningar um fyrri tíð. Hún átti sitt „Draumaland“ æsku og uppvaxtarára sem er Skarfanes í Landsveit. Hún hvarf auðveldlega þangað á fund mann- lífs í tíma sem horfinn er, en er ef til vill samtvinnuð því á ný. Ég þakka þér samfylgdina og góð kynni, kæra tengdamamma. Steinþór Sigurðsson. Elsku amma mín, alltaf var heimili þitt opið fyrir mig, hvenær sem mér datt í hug að koma til Reykjavíkur. Seinna þegar ég svo flutti sjálf var ég tíður gestur hjá þér á Langholtsveginum. Það var svo gaman að hlusta á þig segja frá æsku þinni í sveitinni og bæj- arlífinu í Skarfanesi. Svo sagðir þú mér líka frá saumastofunni þinni og stelpunum sem unnu hjá þér og þú seinna útskrifaðir og hvernig þú þurftir að berjast fyrir að fá meistarabréfið þitt í kjólasaum gefið út. Þú varst mikil handa- vinnukona, saumaðir, prjónaðir og fannst þinn eigin stíl. Þú varst líka svo sanngjörn, hreinskilin og afar réttlát. Þú lést alveg heyra í þér ef þér líkaði ekki eitthvað sem var gert á hlut annarra. Ég hlustaði stundum á þig spila á orgelið þitt og fannst merkilegt að sjá þig spila eftir nótum. Það var alltaf gott að vera ná- lægt þér, elsku amma. Hvíl í friði. Anna Finnbogadóttir. Amma passaði mig oft þegar ég var lítil og stundum rifjuðum við það upp þegar ég var hjá henni í tvær vikur aðeins fjögurra ára gömul þegar mamma og pabbi fóru til Bahama-eyja. Einu sinni stalst ég í burtu. Hafði nælt mér í tóma kókflösku og ætlaði með hana út í sjoppu til að kaupa nammi. Svo datt ég á leiðinni úr innkeyrslunni, glerið brotnaði og í sömu mund kom amma hlaupandi að leita að mér. Ég var grátandi og amma var í miklu uppnámi en skammaði mig ekki. Eftir þetta varð ég að láta mér það lynda að hreyfa mig hvergi án þess að amma héldi fast í höndina á mér. Hún gætti mín eins og sjáaldurs auga síns og ég sem var í miðri sjálfstæðisbaráttu. Amma kenndi mér að prjóna. Þolinmóð lagaði hún hvert lykkju- fallið á fætur öðru á prjónunum mínum þar til ég náði sjálf tökum á þessu. Lengi vel prjónaði hún látlaust lopapeysur, vettlinga og húfur á okkur barnabörnin og það var sannarlega góðs viti að fá mjúkan pakka frá henni á jólunum. Hún naut þess að sjá okkur í flík- unum sem hún hafði gert og í minningunni var okkur aldrei kalt í „loppunum“ frá ömmu. Bestu minningarnar um ömmu eru frá því hún bjó á Langholts- veginum. Ég tók oft strætó til hennar og hélt á tímabili að leið 5 hefði verið hönnuð með það í huga að ferja mig úr Litla-Skerjó beina leið til hennar ömmu á Langholtsvegin- um. Það var svo notalegt að koma til hennar og setjast í eldhúskrókinn og fá kleinu og gos. Þar var maður alltaf umvafinn hlýju hennar og gæsku. Við spjölluðum þá um dag- inn og veginn og oft sagði hún mér frá æsku sinni í Skarfanesi, hvern- ig foreldrar hennar komu þeim systkinunum til manns og mennta og stundum talaði hún um „kisa sinn“ sem hlýjaði henni á fótunum á veturna. Hún spilaði á orgelið og söng og svo fengum við krakkarnir að glamra svolítið á það líka. Á unglingsárum mínum breyttist geymslan hennar ömmu í fjár- sjóðskistu. Á þessum árum var fatastíllinn heldur sérstakur og amma skemmti sér vel yfir því að sjá gamla frakka, buxur, húfur og hatta fá nýtt líf en mér þótti þetta mikill fengur. Amma var gjafmild og gaf okkur börnunum flest það sem við báðum um. Amma átti myndarlegt safn af ljósmyndum í mörgum albúmum sem við skoðuðum aftur og aftur og úrklippubók með blaðagreinum um sína nánustu. Manni leiddist aldrei í heimsókn hjá ömmu. Hún tók okkur barnabörnunum alltaf opnum örmum og við munum öll sakna þess umburðarlyndis og hlýju sem hún geislaði ávallt af. Anna Þóra Steinþórsdóttir. Anna Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.