Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● GENGI hlutabréfa 365 hf. lækkaði
um tæp 8% í Kauphöll Íslands í fyrra-
dag en lækkaði enn meira í gær, eða
um 9,7%. Markaðsvirði félagsins
hefur lækkað um 2,3 milljarða
króna á þessum tveimur dögum, en
viðskipti með hlutabréf 365 hófust í
fyrradag eftir að Dagsbrún var skipt
upp í tvö félög síðastliðinn föstudag.
Úrvalsvísitala Aðallista Kauphall-
arinnar lækkaði um 0,5% í gær og er
lokagildi hennar 6.294 stig. Mest
hækkun varð á bréfum FL Group,
0,4%, en bréf 365 lækkuðu mest.
Gengi hlutabréfa 365
hf. lækkar um tæp 10%
● GREININGARDEILD Danske Bank
telur að auknar líkur séu á því að ís-
lenska hagkerfið fái harða lendingu.
Frá þessu er
greint í frétt á
fréttavef danska
viðskiptablaðsins
Børsen.
Telur Danske
Bank að allt bendi
til þess að gengi
íslensku krón-
unnar muni halda
áfram að lækka á
komandi vikum og mánuðum. Geng-
ið lækkaði um 1,4% í gær en hefur
lækkað um tæp 6% á rúmri viku.
Þá bendir Danske Bank á að mats-
fyrirtækin Fitch Ratings, Moody’s og
S&P séu sammála um að mikið
ójafnvægi sé í íslenska hagkerfinu
og aukin hætta á harðri lendingu á
næstunni.
Segir í frétt Børsen að greining-
ardeild Danske Bank ráðleggi við-
skiptavinum bankans að sýna mikla
varkárni ef þeir ákveði að fjárfesta á
íslenska markaðnum.
Danske Bank spáir
harðri lendingu
● INNLEND útlán innlánsstofnana
voru nánast óbreytt á milli mánaða
í október, að því er fram kemur í
tölum frá Seðlabanka Íslands.
Í Hálffimm fréttum greiningar-
deildar KB banka segir að þessar
tölur sýni að enn dragi úr útlána-
vexti í hagkerfinu. Á síðustu tólf
mánuðum hafi útlán til innlendra
aðila aukist um tæp 40%. Tólf mán-
aða aukningin hafi ekki verið minni
síðan í janúar 2005. Hins vegar
hafi útlán innlánsstofnana til er-
lendra aðila aukist talsvert milli
mánaða, eða um 7,5%.
Innlend útlán óbreytt
milli mánaða
GLITNIR hefur skrifað undir 550
milljóna evra sambankalán til næstu
þriggja ára, sem samsvarar 49 millj-
örðum króna. Lánið er stærsta
sambankalán Glitnis og stærsta ein-
staka útgáfa bankans á árinu. Alls
tóku 29 alþjóðlegir bankar og fjár-
málastofnanir frá 12 löndum þátt í
láninu. Lánskjör eru 30 punktar
(0,30 prósentustig) yfir millibanka-
vöxtum (EURIBOR) en 38 punktar
með þóknunum til lánveitanda.
Í tilkynningu frá Glitni kemur
fram að 16. október sl. hafi verið
opnað fyrir þátttöku fjárfesta í
sambankaláni að upphæð 300 millj-
ónir evra. Vegna mikils áhuga fjár-
festa var endanleg fjárhæð lánsins
hækkuð í 550 milljónir evra, sem er
83% umframáskrift.
Þann 13. nóvember síðastliðinn til-
kynnti bankinn útgáfu skuldabréfa í
Bandaríkjunum fyrir um 33,5 millj-
arða króna og hefur bankinn því gef-
ið út tvær opinberar útgáfur fyrir
samtals um 83 milljarða íslenskra
króna á rúmri viku.
Ingvar H. Ragnarsson, forstöðu-
maður Alþjóðlegrar fjármögnunar
Glitnis, segir að lánið núna sé að
mestu frá evrópskum bönkum og
það sé afar ánægjulegt að sjá það
traust sem Glitnir nýtur þar.
Glitnir tekur 49 milljarða
króna sambankalán
Fjárhæð lánsins var hækkuð um 83% vegna áhuga fjárfesta
saknað nafnsins. Það er þó ekki til-
finningasemi sem gerir það að verk-
um að þessi nafnabreyting hefur orð-
ið. Hins vegar skal ég viðurkenna að
mér og fleiri stjórnarmönnum finnst
einkar ánægjulegt að þetta stóra
nafn íslenskrar atvinnusögu sé á nýj-
an leik hafið til vegs og virðingar.“
Fram kom í máli Baldurs Guðna-
sonar, forstjóra Eimskips, að um
80% af veltu félagsins komi nú til
vegna starfsemi utan Íslands.
Eimskip rekur 157 starfsstöðvar í
Evrópu, N-Ameríku, S-Ameríku og
Asíu. Fyrirtækið er með 40–50 skip í
rekstri, 1.350 flutningabíla og yfir
100 frystigeymslur og starfsmenn
félagsins eru um 8.500.
Avion verður Eim-
skipafélag Íslands
Ánægðir Björgólfur Guðmundsson, Baldur Guðnason og Magnús Þorsteinsson ánægðir með nafnabreytinguna.
HLUTHAFAFUNDUR Avion
Group samþykkti í gær að breyta
nafni félagsins í Hf. Eimskipafélag
Íslands. Breytingin tók gildi þegar í
stað og var nafni félagsins breytt í
Kauphöll Íslands í gær.
Magnús Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Hf. Eimskipafélags Ís-
lands, sagði á hluthafafundinum að
ástæður nafnbreytingarinnar væru
aðallega þær að Eimskipsnafnið
væri þekktara á markaðssvæðum
samstæðunnar en Avion.
„Eimskip hefur vaxið með ógnar-
hraða á síðustu misserum. Með
kaupum á kanadíska fyrirtækinu
Atlas sem ræður yfir 53 frysti-
geymslum víðs vegar í Norður-Am-
eríku nánast tvöfaldast Eimskip á
nýjan leik. Nú er svo komið að ríflega
80% af veltu félagsins koma frá Eim-
skip,“ sagði hann.
„Það má heldur ekki gleyma því að
þetta óskabarn þjóðarinnar á djúpar
rætur í sögu hennar og margir hafa
Í HNOTSKURN
» Áætlað er að velta félags-ins verði 133 milljarðar
króna á árinu 2007.
» Um 80% af tekjum félags-ins koma til vegna starf-
semi þess utan Íslands.
ACTAVIS hefur fest kaup á 51%
hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu
ZiO Zdorovje sem starfar í borginni
Podolsk skammt frá Morskvu.
Kaupverðið er 47 milljónir evra, um
4,2 milljarðar króna, þar af verður 23
milljónum evra varið til að stækka
verksmiðju fyrirtækisins. Núver-
andi eigendur ZiO Zdorovje munu
eiga 49% í félaginu en starfsmenn
eru um 140 talsins.
Kaupin koma heim og saman við
frétt Reuters-fréttastofunnar frá því
í síðustu viku sem greint var frá í
Morgunblaðinu á laugardag.
Í tilkynningu frá Actavis segir
m.a. að Rússlandsmarkaður sé með-
al þeirra samheitalyfjamarkaða sem
vaxi einna hraðast í heiminum.
Reiknað sé með 15–17% árlegum
vexti á næstu fimm árum. Rússland
sé sjöundi stærsti markaður Actavis
og nemi tekjur af svæðinu tæplega
4% af heildartekjum samstæðunnar.
Með kaupunum sé félagið nú þegar í
hópi 10 stærstu samheitalyfjafyrir-
tækja í Rússlandi. Þá eru sögð skap-
ast tækifæri til þess að flytja fram-
leiðslu ákveðinna lyfja Actavis til
Rússlands.
Búist er við að tekjur verksmiðj-
unnar á þessu ári nemi um 21 milljón
evra eða 1,9 milljörðum króna. Á
næsta ári er áætlað að tekjurnar
verði um 31 milljón evra.
Vaxtartækifæri
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis,
að ZiO Zdorovje sé mjög þekkt félag
í Rússlandi fyrir að reka eina bestu
lyfjaverksmiðjuna þar í landi.
„Kaupin eru mikilvægt skref í frek-
ari vexti okkar á markaðnum. Rúss-
nesk stjórnvöld hafa ákveðið að auka
til muna fjárveitingar til heilbrigð-
iskerfisins þar í landi og stefnum við
á að taka þátt í útboðum til lyfja-
dreifingar inn í opinbera kerfið. Með
kaupunum á ZiO Zdorovje erum við í
mjög góðri aðstöðu til þess og eru
möguleikar fyrir hendi að stækka
verksmiðjuna gefist tilefni til þess.“
segir Róbert.
Í tilkynningu Actavis er haft eftir
Vladimir Ageev, framkvæmdastjóra
ZiO Zdorovje, að samstarf félaganna
skapi mikil vaxtartækifæri tveggja
öflugra félaga á ört vaxandi rúss-
neskum lyfjamarkaði.
Actavis fjárfestir í Rússlandi
Auðveldar Actavis að taka þátt í útboðum til lyfjadreifingar í landinu
Morgunblaðið/Kristinn
Mikilvægt Róbert Wessman segir
kaupin vera mikilvægt skref.
Matsfyrirtækin
Standard &
Poor’s (S&P),
Moody’s og
Fitch Ratings
hafa öll gefið
nýrri skulda-
bréfaútgáfu rík-
issjóðs lánshæf-
iseinkunnir
sínar. Eru þær hinar sömu og
vegna fyrri útgáfu ríkissjóðs.
Útgáfan nú var sem kunnugt er
upp á einn milljarð evra, um 90
milljarða króna, með gjalddaga í
desember árið 2011 og er ætlað
að styrkja gjaldeyrisforða Seðla-
bankans.
S&P gefur einkunnina AA- fyr-
ir langtímaskuldbindingar í er-
lendri mynt og AA+ í íslenskum
krónum. Einkunnin fyrir skamm-
tímaskuldbindingar í erlendri
mynt og íslenskum krónum er
A-1+. Horfur eru neikvæðar að
mati S&P.
Matsfyrirtækið Fitch gefur
skuldabréfaútgáfunni sömuleiðis
einkunnina AA-. Hún er í sam-
ræmi við lánshæfismatið á erlend-
um skuldbindingum ríkissjóðs Ís-
lands sem var staðfest fyrr í
þessum mánuði með neikvæðum
horfum.
Moody’s gefur útgáfunni sína
hæstu einkunn, eða Aaa. Hún er
sú sama og er í gildi fyrir rík-
issjóð, þ.e. Aaa fyrir skuldbind-
ingar í innlendri og erlendri
mynt. Horfur fyrir lánshæfismatið
eru stöðugar að mati Moody’s.
Skulda-
bréfaútgáfa
metin
!
"#
$
%&'$
#( $) (
*
* "
+," + -
.-/ 01 "21$
3
45
" '
6 (
78
2
9 :-
9:'''-0 !0
; !0
!"
. 1< '.0 (
! #$ %
6=4>
& '
(
? (/
0
('
9 $0@ (' A
%.
/
/
/
/
/
;0 @B-
9?C
' "2! (
0
/
/
/
.@0
0 0
7 (D
.E+
F
F
"9.4
GH
F
F
==
I*H.
F
F
I*H%
!
7
F
F
6=4H GJK
F
F