Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kjartan Árna-son fæddist í
Hafnarfirði 12.
febrúar 1959. Hann
lést í Hátúni 12
mánudaginn 13.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Árni Björg-
vinsson, f. 26. maí
1936 og María Erla
Kjartansdóttir, f.
30. janúar 1936, d.
7. desember 2005.
Systir Kjartans er
Helga Aðalbjörg, f.
20. janúar 1969, maki Finnur Frí-
mann, f. 28. janúar 1967. Börn
þeirra eru Árni Þór, f. 1. maí
1987, Guðrún, f. 1. maí 1990 og
Kristjana, f. 12. október 1997.
Eiginkona Kjartans er Edda
Ólafsdóttir, f. 30. júní 1955. Kjart-
an og Edda eiga þrjú börn, þau
eru 1) Ólafur Sverrir nemi í Há-
skóla Íslands, f. 7. desember 1983,
í sambúð með Soffíu Adolfs-
dóttur, f. 3. október 1983, dóttir
þeirra er Saga Guðrún, f. 29.
október 2004, 2) María Erla nemi í
Verslunarskóla Íslands, f. 7. mars
1989, og 3) Marta nemi í Kárs-
nesskóla, f. 27. júlí 1992.
Kjartan ólst upp í Kópavogi.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Kópavogi.
Hann stundaði nám við Háskól-
ann í Osló og lauk
þaðan prófi í norsku
og málvísindum.
Einnig lagði Kjart-
an stund á nám í
bókmenntum við
Háskóla Íslands.
Kjartan skrifaði
pistla og bók-
menntagagnrýni
fyrir útvarp og dag-
blöð. Hann kenndi í
grunnskóla, fram-
haldsskóla og við
Háskóla Íslands.
Árið 1986 stofn-
aði Kjartan bókaforlagið Örlagið.
Þar komu út verk Kjartans, sög-
ur, smásögur, örleikrit, ljóð og
þýðingar, auk ljóðabóka eftir Jó-
hann Hjálmarsson og Berglindi
Gunnarsdóttur. Fyrsta bók Kjart-
ans var ljóðabókin Dagbók Laz-
arusar, en í kjölfarið kom smá-
sögusafnið Frostmark,
skáldsagan Draumur þinn rætist
tvisvar, barnabókin Kata manna-
barn og stelpa sem ekki sést,
ljóðabókin 7 ævidagar og safn ör-
leikrita, Laun heimsins. Nýverið
kom út geisladiskurinn Allt sem
var gleymt, er munað á ný, sem
hefur að geyma valið efni úr 20
ára sögu Örlagsins.
Útför Kjartans verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Söknuður var í brjóstinu þegar
haustaði og Daddi kvaddi sveitina.
Veturnir riðu yfir en vor varð þó
hvert vor. Hann kom annað hvort á
fleygiferð með bíl eftir Hvilftar-
ströndinni eða með flugvél sunnan að
í Holt. Það var fylgst með lending-
unni. Maður beið á garðveggnum í
góða veðrinu og dinglaði löppunum
með óþreyju. Eftir félaga, frænda og
vini. Sitjandi að bíða eftir Dadda. Eitt
sinn kom hann gangandi innan úr
firði, beygði yfir túnin og stytti sér
leið heim að bæ með töskuna á öxl-
inni. Það urðu fagnaðarfundir og
faðmlag á heimreiðinni að Jónshúsi.
Hann var kominn í sveitina á Hvilft.
Vor eftir vor. Fallegur fatapakki í
tösku frá mömmu hans og pabba sem
sáust á mynd í töskunni.
Vor af vori. Það tók nokkrar sek-
úndur að skipta um föt. Stundum ekki
og vaðið út í sparigallanum. Í sumarið
í Önundarfirði, að fara í fjósið og
tékka á nýfæddum lömbum. Þannig
var mjaltafélaginn. Gerði kýrnar okk-
ar klárar frá síðasta sumri og nostraði
við eitthvað sem ekki tókst að ljúka
við síðasta haust. Söng með vestfirsk-
um framburði fyrir Huppu og athug-
aði hver nytin hefði verið frá hausti.
Kjartan og Huppa voru í sérstöku
ástarsambandi. Hann söng á fjóskóst-
inn á meðan ég mjólkaði júgrin, aftan
og framan. Síðar kom í ljós að Huppa
var geðklofi og mjólkaði því tvöfalt að
framan og einfalt að aftan … og
spekti skap hennar þannig að ég
mjólkaði hana við eitthvert topplagið.
Til dæmis sín uppáhaldslög frá Elvis
eða Bowie. Vorið var komið og ákaf-
inn svo sterkur að maður þurfti hjálp
til að reyna að skipa fyrir. Fyrst var
það mjólkurhúsið og fjósið, svo hlaðan
og allar dauðu mýsnar. Inn í Gömlu-
hlöðu varð súgþurrkun að spurnar-
efni og hausinn sem var horfinn.
Hvað er þetta? Jú, margt skrýtið í
kýrhausnum. Þá var Daddi kátur og
hress. Öngvir gúmmískór með en
vettlingar frá Jönu ömmu. Fíflarnir
sprungu út. Sóleyjarnar líka. Grín var
gert að heilögum sem góðum anda.
Girðingar gerðar klárar. Hvar eru
hreiðrin? Virðing fyrir spóaleggjum
sem voru á kafgrasinu á vestfirskum
túnum. Stelpurnar úti um allt. Kálf-
unum gefin útvötnuð blanda af und-
anrennu – í tuttugu lítra fötu? Með
mjólkurblandi? Og rafmagnið ekki í
lagi! Hvar á að bera á í sveitinni? Og
lestur góðra bókmennta til sveita.
Eftir allmikla baráttu á fótboltaæf-
ingum á Flateyri var hætt. Daddi
hafði fengið nóg bæði fyrr og síðar af
því að sitja á varamannabekk. Ég
líka. Við höfðum svo oft eftir mjaltir
sem snöggvast spítt í legilinn (ekki lit-
ið í spegilinn) og dembt okkur í sport-
ið fram á nótt.
Haustið var oft hiklaus heyvinna
með Veðrarárfólkinu, Dóra í Breiða-
dal, Mása frænda og fleirum. Heim-
ferð undir heysæng á hægri heimferð
út allan Önundarfjörð í ljóslausri
kyrrð svartamyrkurs. Samhyggja og
söngur um miðja nótt þegar sólin
hafði gengið til hvílu og það var alls
ekkert að, nema að sólarlagið og sum-
arið var á förum. Að látnum Dadda
frænda dettur mér ekki annað í hug
en reyna að rífast við almættið um
þennan vorvind að sunnan sem hægt
var að rífa kjaft við og hann sló svo
niður með einhverri gáfulegri athuga-
semd um lærdóm ást og von. Uppá-
tæki hans voru fyrir vestfirskt barn
svo skemmtileg að það var ekki annað
hægt en að fíflast með af öllum lífs og
sálarkröftum. Það gerði hann líka.
Þannig varð ljóst að síðasti söngur
Maríu Callas var þegar hún datt nið-
ur af stillans í Dallas í Texas.
Við eignuðumst hund saman (68)
og Dadda þótti vænt um. Fagnað var
á báða bóga hvert vor. Lappi skildi
betur lappaðu af Slappi en slappa þú
af Lappi. Dadda þótti hvolpurinn lík-
lega orðinn slappur, þótt hann væri
aðeins bróðir Loppu sem hann þekkti
af sögn en Loppa systir Lappa dó í
hörmulegu bílslysi neðan við Hvilft
eftir að hafa ekki fattað hættur veg-
arins. Móðir þeirra dó síðar á sama
stað. Hún hét Lotta.
Ég kynnti Dadda gjarnan sem
móðursysturdótturson minn. Sam-
band okkar slitnaði aldrei og hin síð-
ari ár rifjuðum við oft upp það helsta
úr brandara tilverunnar og Daddi hló
hjartanlega. Undanfarin ár hefur
dropi hans fallið hægt að jörð. Hann
er nú lentur og hefur hlotið miskunn
hennar. Öllum ættingjum hans, Eddu
og börnum sendum við vestanvinir og
fleiri okkar dýpstu samúð og heitustu
kveðjur. Megi minningin um sólar-
geislana hans kveða upp lífið að nýju
hvert ár.
Finnur Magnús Gunnlaugsson.
Æskufélagi okkar, Kjartan Árna-
son, skáld og forleggjari, er fallinn frá
eftir áralanga baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Við félagarnir í „Sam-
bindinu“ kynntumst árið 1966 í Kópa-
vogsskóla. Þar tókst með okkur náin
vinátta sem enn sér ekki fyrir endann
á. Kópavogur var á þessum tíma á
margan hátt ævintýralegur staður til
að alast upp og varla finnast betri lýs-
ingar á því samfélagi og umhverfi en í
bók Kjartans, „Draumur þinn rætist
tvisvar“.
Við fylgdumst að í gagnfræðaskóla
í Víghól en leiðir skildu að hluta í
framhaldsskóla og fór hluti hópsins,
Kjartan þar á meðal, í Menntaskól-
ann í Kópavogi. Nú var drifkraftur-
inn, greindin og húmorinn farinn að
beinast í markvissari farveg. Kjartan
var formaður nemendafélagsins, rit-
stjóri skólablaðsins og sat í skóla-
stjórn. Hann gat valið úr námsgrein-
um en hugur hans stóð til bókmennta
og fræðimennsku, tungumál lágu sér-
staklega vel fyrir honum og hann
hafði einstaka heyrn fyrir framburði.
Það er áleitin hugsun hverju Kjartan
hefði áorkað ef heilsan hefði ekki bil-
að.
Það ræður enginn sínum örlögum
en við ráðum hvernig við bregðumst
við þeim. Kjartan var ótrúlegur að
þessu leyti og fyrir okkur fékk æðru-
leysishugtakið nýja merkingu við að
sjá hvernig hann tókst á við veikindi
sín, nokkurskonar fangi í hrörnandi
líkama. Einstök andagift og húmor,
lífsgleði og eðlislæg þrjóska urðu til
þess að Kjartan brosti lengur en
nokkurn hefði órað fyrir framan í
óumflýjanleg örlög.
Kímnigáfa Kjartans er rannsókn-
arefni út af fyrir sig – hann var alltaf
tilbúinn að sjá hina hliðina á öllum
málum. Nafnið á útgáfufyrirtæki
hans, Örlagið, var gott dæmi um
húmorinn, hann hafði þó stjórn á einu
„örlagi“. Jafnvel síðustu dagana, þeg-
ar ljóst var hvert stefndi, greip hann
hvert tækifæri til að skjóta að okkur
eitruðum athugasemdum. Sambindið
er ekki það sama og áður og mun
aldrei verða. Kjartan var á margan
hátt samviska Sambindisins, hann gaf
aldrei afslátt af sínum grunngildum í
lífinu og sendi þau skilaboð rækilega
inn í hópinn.
Þó við höfum haldið vel hópinn þá á
hver okkar sínar minningar og man
Kjartan á sinn hátt. Hvort sem er að
springa saman úr hlátri við almennan
samsöng í upphafi skóladags í 7 ára
bekk – að halda fyrsta bekkjarpartýið
hjá Orra í 10 ára bekk – spila fótbolta
í skólanum eða með strákafélögum
þess tíma – að leggja hitaveitu á
Borgarholtsbrautinni – vinna Ís-
landsmeistaratitil í fótbolta með
þriðja flokki Breiðabliks – á dansgólf-
inu á Hótel Borg – að mála klessumál-
verk 10 ára undir samsetta lista-
mannsnafninu „KjarVal“ og
„Tan[n]Garður“ – að sjá þjóðfélagið í
nýju ljósi og finnast „alltof margir
heimskir menn ráða örlögum okkar
hinna“ – að hlusta saman á nýjar og
spennandi plötur kvöld eftir kvöld –
betri Janis Joplin en hún sjálf á
furðufatadansleik Sambindisins – að
veltast úr hlátri yfir eigin útsetning-
um á lögum úr óskalagaþáttum Guf-
unnar – að raka skegg Kjartans öðru
megin til að hrekkja norskan vin hans
undir mánudagsmorgun eftir langa
helgi – að klára skólablaðið eftir
margra sólarhringa vinnu þar sem
Kjartan var manna líflegastur að leið-
beina öðrum og bæta sjálfur við efni á
síðustu metrunum.
Núna er sorgin og söknuðurinn yf-
irþyrmandi. En þó sjúkdómurinn hafi
haft betur að lokum í baráttunni við
líkamann tekur enginn frá okkur
minninguna um Kjartan og enginn
sjúkdómur getur sigrað þau verk sem
hann sendi frá sér og ef við lifum
áfram gegnum börnin okkar þá lifir
Kjartan góðu lífi.
Þau Edda eignuðust Ólaf Sverri,
Maríu Erlu og Mörtu og fyrir tæpum
tveimur árum náði Kjartan þeim
merka áfanga, fyrstur okkar félaga,
að verða afi þegar þau Óli og Soffía
eignuðust Sögu Guðrúnu.
Fjölskylda hans – sem hann mat
meir en allt annað í lífinu – gerði allt í
mannlegu valdi til að létta honum til-
veruna og það sama má segja um
fólkið í Hátúninu.
Um leið og við sendum Eddu og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur, kveðjum við Kjartan með
hans eigin orðum: „Ég elska lífið og
allt sem í því er. Með Kjartans kveðju
…“
Hákon Gunnarsson, Hálfdan Þór
Karlsson, Höskuldur Ólafsson,
Jón Orri Guðmundsson, Tómas
Þór Tómasson,
Valgarður Guðjónsson.
Skáldsaga Kjartans Árnasonar,
Draumur þinn rætist tvisvar, (1989)
endar á orðunum: „Ég elska lífið og
allt sem í því er.“ Við nokkuð annan
tón kveður í ljóðabókinni 7 ævidagar
(1998), til dæmis í ljóðinu Merking:
„það var engin merking“. Skáldið er
hvergi statt og ekki að gera neitt.
Engin merking er í sólinni, nóttinni,
stjörnunum og því sjálfu.
Það er sár tónn í 7 ævidögum.
Skifting er óhugnanlegt ljóð:
Vakna
við að sól fellur
ofan
lít glóandi
eldpunkt ískra niður
rúðuna
hinsti geislinn
krækir blikandi kló
efst í augað og
rífur sig niður hornhimnuna
skilur eftir rispu í
miðju auga
sem skiftir
heiminum í tvennt
Mér hefur alltaf þótt að Kjartan
væri að lýsa sjúkdómi sínum í þessu
ljóði, en kannski er það misskilningur.
Ms sjúkdómurinn greip hann
snemma heljartökum og þótt hann
væri vongóður dugði það ekki.
Kjartan var að eðlisfari glaðlyndur
og afar jákvæður þótt stundum gæti
hann verið eilítið stríðinn og jafnvel
hæðinn. En hlýleikinn setti mark sitt
á hann.
Hvergi kemur hlýleikinn betur
fram en í skáldsögunni Draumur þinn
rætist tvisvar. Það er ekki síst í lýs-
ingunni á söguhetjunni og ömmunni
og í frásögn af samskiptum við aðra.
Drengurinn í sögunni stendur and-
spænis miklum örlögum en kann að
sjá hið skoplega í sjálfum sér og öðr-
um.
Stöku sinnum bregður fyrir kald-
hæðni eða tvísæi hjá Kjartani, eins og
ég hef áður vikið að, einkum í ljóðum,
smásögum og leikritum. Að því leyti
standa leikritin sér eins og kynnast
má í örleikritasafninu Laun heimsins
(2000). Í þessum leikritum eins og víð-
ar er Kjartan stundum forspár.
Þótt náttúran sé Kjartani hugleikin
yrkir hann um manninn, hamingju
hans og vanda.
Kjartan hafði gaman af að skrifa
fyrir börn og hafði á tímabili í hyggju
að snúa sér einkum að slíkum skrif-
um. Gott dæmi er Kata mannabarn
og stelpa sem ekki sést (1999). Þar er
spurt hvort álfar séu kannski menn.
Bestu bækur Kjartans eru í
fremstu röð þess sem kynslóð hans
lætur eftir sig. Nú er kominn tími til
að vega hann og meta og fjalla um
skáldskap hans í heild. Þá ber ekki
síst að þakka Sigurði Skúlasyni leik-
ara sem m.a. las Drauminn í útvarp
og sem hljóðbók.
Kjartan Árnason var fram-
kvæmdamaður eins og stofnun Ör-
lagsins 1986 er til vitnis um, en á veg-
um þess komu út átta bækur og
Smáprent Örlagsins. Smáprentið
vakti slíka hrifningu á Spáni að Þýð-
endamiðstöð Spánar í Tarazona hóf
að gefa út svipuð smáprent að dæmi
hans.
Kjartan var einn af ritstjórum
Ljóðaárbókar Almenna bókafélags-
ins (1988 og 1989) ásamt Berglindi
Gunnarsdóttur og undirrituðum. Til-
gangurinn var að skapa vettvang fyr-
ir ný skáldskaparmál.
Eftir Kjartan liggur töluvert af
þýðingum, ritdómum og bókmennta-
ritgerðum.
Það var gott að vinna með Kjartani
og dapurt til þess að hugsa hvað hann
átti margt eftir ógert og hverju hann
hefði getað komið í verk hefði heilsan
ekki bilað.
Ég kveð hann með söknuði.
Jóhann Hjálmarsson.
Ecce homo – sjá mannssoninn!
Það var haustið1987 sem ég hitti
Kjartan Árnason fyrst. Ég beið,
ásamt Jóhanni Hjálmarssyni skáldi,
eftir því að hann birtist á Fógetanum.
Meiningin var að hefjast handa um að
velja ljóð sem koma skyldu út í safn-
riti sem Almenna bókafélagið hafði
fyrirhugað að gefa út.
Það eina sem ég vissi um Kjartan
var ritdómur um eina ljóðabók mína
sem hann flutti í útvarp í menning-
arþætti nokkrum. Seinna sagði
stjórnandi þáttarins mér að hann
hefði verið spurður að því hvort við
Kjartan værum skyld vegna þess að
ritdómurinn þótti vera svo jákvæður.
Ég veit ekki hvort þetta er dæmigert
fyrir viðhorf manna til gagnrýni.
Hvort Kjartan forðaðist oflof veit ég
ekki heldur, en ég get vel trúað hon-
um til að hafa ekki sparað hrósyrði
þegar honum þótti ástæða til. Það er
fallegt sjónarmið og vel sæmandi góð-
um gagnrýnanda.
Eftir nokkra bið kom Kjartan inn á
Fógetann; tæplega meðalmaður á
hæð með mýkt í fasi og grönnum lík-
ama þrátt fyrir að hann styddist við
staf. Hárið var dökkt og sítt og féll
slegið niður á bakið, andlitið dálítið
fölt og grannt. Hann virtist sameina
æsku og aldur, enda haldinn skæðum
sjúkdómi sem setti þá þegar svipmót
sitt á hann. Á þessum tíma hafði hann
kollvarpað lífi sínu og lífsviðhorfi til
að veita sjúkdómnum hið mesta við-
nám sem hann mátti og fólst m.a. í því
að leggja af kæruleysislegar siðvenj-
ur og umturna mataræði sínu, en líka
í því að íhuga trúmál. Kannski var
hann dálítið alvörugefinn á þessum
fyrsta fundi okkar – sem var ekki al-
veg dæmigert fyrir það grínagtuga
viðmót sem honum var tamt að sýna
vinum sínum og var einnig til marks
um að hann leyfði ekki sjúkleikanum
að smækka sig.
Þarna hófst vinátta sem stóð síðan
og ófst saman við bókmenntaiðju og
samstarf í útgáfumálum. Þegar ég nú
minnist Kjartans Árnasonar verður
mér hugsað til Ragnars í Smára.
Ragnar átti sér sterkt líkamshulstur
sem gat borið hann um allar jarðir í
hans stórkostlegu viðleitni og mikla
árangri að halda uppi nánast öllum
listgreinum á þessu landi um langt
árabil og efla þær og frjóvga með til-
stilli smjörlíkisverksmiðjunnar sem
hann var alla tíð kenndur við. Seint
verður allt það talið sem hann gerði
menningu þessa lands til góða á sinni
tíð; það fer enginn einn maður í hans
spor.
Afrek Kjartans voru kannski frem-
ur á hinu innra plani heldur en í um-
fangi ytri verkaskrár. Þegar allt kem-
ur til alls á hann líklega það
sammerkt með Ragnari í Smára að
það er hinn mikli andlegi kraftur og
bjartsýni sem mynda grunninn að
persónu þeirra og ævistarfi. En
Kjartan var vinum sínum og sam-
ferðamönnum lifandi lexía í hugrekki
og æðruleysi sem er manni leiðarljós
þegar á móti blæs. Það gerir hann
stóran í huga þeirra sem þekktu hann
og vekur hjá þeim bæði virðingu og
væntumþykju. Þrátt fyrir vaxandi
blindu og líkamlega hrörnun sem
jókst smám saman, en var þó lengi
haldið hetjulega í skefjum, hafði hann
til að bera þann stórhug sem gerði
honum kleift að stunda metnaðarfullt
útgáfustarf, auk ritstarfa. Ritverk
hans spegla styrk hans og gamansemi
og lýsa oftar en ekki hinu fjarstæðu-
kennda; brothættum mannverum
sem lenda í fáránlegum aðstæðum og
broslegum tilburðum þeirra til að
krafla sig út úr þeim. Nýverið kom
svo út geisladiskur með úrvali af út-
gáfu Örlagsins, sem Sigurður Skúla-
son leikari sá um í hans nafni. Og iðu-
lega kom það fyrir þegar undirrituð
talaði við hann í síma að málin snerust
þannig að það var hann sem gaf góð
ráð og veitti hvatningu.
Þegar ég heimsótti Kjartan fyrir
um tveimur vikum mátti hann varla
mæla, svo var af honum dregið. Samt
hafði hann uppi tilburði til gaman-
semi sem er ótrúlegt við slíkar að-
stæður, en húmorinn var alla tíð hans
sterkasta vopn í baráttunni við MS-
sjúkdóminn. Og það er einhvern veg-
inn við hæfi að þegar honum varð um
megn að mæla, þá skyldi hann kveðja,
þessi orðsins maður um sína tíð. Um
leið og ég kveð þennan öðling og góða
vin votta ég Eddu konu hans, börnum
og öðrum aðstandendum innilega
samúð mína.
Berglind Gunnarsdóttir.
Ég á hvorki orðskrúð né orðafjöld í
mínu ranni til að senda Tana með inn í
eilífðina. Kannski er það bara vel, því
skáldið Kjartan Árnason kenndi okk-
ur sparsemi á orð í örverkum sínum.
Skáldinu sínu sendi hann hinstu
kveðju með orðunum:
Skáldið er látið,
syrgt uns dagur dvín. Tregt er
tungu að hræra.
Kjartan Árnason