Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
É
g er nýkomin heim
frá útlöndum. Ég
var að koma frá
Ástralíu sem þýðir
að ég þurfti að fljúga
í ofsalega marga klukkutíma. Þetta
væri svo sem ekki í frásögur fær-
andi nema af því að það breyttist
eitthvað í flugvélinni á leiðinni, eða
öllu heldur flugvélunum.
Í vélinni frá Sydney til Bangkok
rifjaði ég upp góða daga í Ástralíu.
Ég var ennþá hálftapsár yfir að
fótboltaliðið mitt hefði ekki náð að
merja fram sigur í innanhússmóti
háskólans. Þetta var svo skemmti-
legt lið. Við vorum sjö leikmenn frá
jafnmörgum löndum og þremur
heimsálfum, að spila í þeirri fjórðu.
Helsti stuðningsmaðurinn okkar
kom svo frá fimmtu heimsálfunni.
Minningar brengla stundum veru-
leikann og allt í einu fannst mér
eins og það hefði alltaf verið sól
þegar við borðuðum hádegismat
eftir leiki og hlógum að mismun-
andi matarvenjum
Á flugvellinum í Bangkok komst
ég ekki hjá því að rifja upp gamla
daga í Taílandi á sama tíma og ég
nagaði mig í handarbökin yfir að
ætla að fljúga lengra norður í kuld-
ann. Burt frá ströndunum, burt frá
skóginum, burt frá fólki sem
reyndist mér svo vel – Íslend-
ingnum í Taílandi.
Á Heathrow-flugvelli í London
ríkti aðskilnaðarstefna í nafni ör-
yggis og viðskiptasamninga. Litað
fólk fór í eina röð og hvítt fólk í
aðra. Sú síðarnefnda var umtals-
vert styttri. Auðvitað voru nokkrar
undantekningar en þetta var meg-
inreglan.
Farþegar á leið í tengiflug voru
pirraðir. Sumir voru að missa af
flugi en raðirnar voru langar og
kröfurnar strangar. Örþreytt
starfsfólkið svaraði endurteknum
spurningum stuttaralega meðan
það rak fólk sem hafði fleiri en eina
tösku í handfarangri til baka og
sagði þeim að tjékka sig inn. Ég
setti tannburstann og tannkremið í
glæran plastpoka og reyndi að
fylgja öllum reglum til að flýta fyr-
ir.
Ég þurfti að bíða á Heathrow í
níu klukkutíma í stað fimm vegna
ófærðar heima fyrir. „Hlýlegar
móttökur föðurlandsins,“ hugsaði
ég og brosti í kampinn. Þegar ég
heyrði sífellt fleiri tala íslensku
fóru hlutirnir að breytast. Ég, sem
hafði verið útlendingur, breyttist í
Íslending og allir hinir í útlend-
inga.
Í vélinni heim sat ég við hliðina á
útlendingum sem blótuðu alla leið-
ina. Sætin voru óþægileg, frétt-
irnar í blöðunum heimskulegar og
fólk almennt fífl. „Vanþakklátt
pakk,“ hugsaði ég rétt áður en ég
kvartaði sáran yfir því að ekkert
Morgunblað væri um borð. En því-
líkur munur að geta kvartað á ís-
lensku. Og nú vil ég deila með ykk-
ur hugarangri mínu.
Frá því að ég kom heim hef ég
haft gríðarlegar áhyggjur af því Ís-
lendingar fari alltof mikið til út-
landa. Samkvæmt tölum frá Hag-
stofu Íslands fóru rúmlega 390
þúsund Íslendingar um Leifsstöð á
árinu 2005 sem er fjölgun um
hundrað þúsund frá árinu 2003.
Auðvitað eru sumir margtaldir en
þetta þýðir að á hverjum degi árs-
ins eru meira en þúsund Íslend-
ingar að fara til eða koma frá út-
löndum.
Engar rannsóknir hafa farið
fram á þeim áhrifum sem þessi
þvælingur Íslendinga hefur á ís-
lenskar listir og menningu. Hvað
verður um íslenskt tónlistarlíf þeg-
ar listafólkið okkar eyðir mestum
tíma sínum í útlöndum?
Ekki eru til neinar staðfestar
tölur um hversu margir Íslend-
ingar búa í útlöndum, m.a. vegna
skorts á upplýsingum um andlát
sem og barneignir. Á Norðurlönd-
unum einum búa sextán þúsund Ís-
lendingar! Á tímabilinu 2000–2005
fluttu 18.233 íslenskir ríkisborg-
arar til útlanda en aðeins 15.870
fluttu heim. Þetta þýðir tap upp á
2.363 Íslendinga. Í ofanálag dvelur
fjöldi Íslendinga í útlöndum í
skemmri eða lengri tíma án þess að
tilkynna brottflutning.
Ísland er fámennt land og ís-
lenskan brothætt. Þótt fæðing-
artíðni hér sé hærri en gengur og
gerist í Evrópu er augljóst að þjóð-
in má ekki við frekari brottflutn-
ingi. Auðvitað eru til Íslendinga-
samfélög í útlöndum sem halda í
hefðir og venjur en það er samt
erfitt að dvelja í útlöndum í lengri
tíma án þess að smitast af menn-
ingu heimamanna. Þetta ætti ég að
þekkja. Þegar ég kom heim frá As-
íu tók ég upp á því að elda núðlur
og hrísgrjón í öll mál. Það er auð-
vitað ógnun við matarmenningu
okkar Íslendinga. Hvað með soð-
inn fisk og svið? Eftir ársdvöl í
Danmörku drakk ég alltof mikinn
bjór (á kostnað maltöls) og talaði
um „góðan slag“ og „doblur“ þegar
ég spilaði kotru, sem ég auðvitað
kallaði bakcgammon eins og hver
annar viðvaningur. Og núna eftir
Ástralíudvölina finnst mér eins og
ég eigi að setja kommur út um allt
og byrja allar setningar á „takandi
mið af“ og „þrátt fyrir“. Í ofanálag
ætlaði ég að fara að spara vatn við
uppvaskið og flokka rusl. Það er
hræðileg ógn við uppvasksmenn-
ingu okkar Íslendinga sem og þá
hefð að henda öllu rusli í sama
poka.
Hvað næst? Hætti ég að halda
upp á jólin? Neita ég að borða hval-
kjöt? Gleymi ég öllu því sem gerir
mig að Íslendingi?
Ég vona að allir Íslendingar sjái
mikilvægi þess að við höldum okk-
ur heima við. Stöðugur þvælingur
út um allar trissur er stórhættu-
legur menningu okkar og gildum.
Ef við gætum okkar ekki þá
gleymum við því að við erum Ís-
lendingar og förum að líta á okkur
sem útlendinga, líkt og ég gerði áð-
ur en ég áttaði mig í Heathrow.
Um leið óska ég eftir að einhver
stjórnmálaflokkur taki þetta upp.
Það er alla vega löngu tímabært að
ræða þessi mál. Útlönd fyrir út-
lendinga.
Útlönd
fyrir
útlendinga
» Í ofanálag ætlaði ég að fara að spara vatn viðuppvaskið og flokka rusl. Það er hræðileg
ógn við uppvasksmenningu okkar Íslendinga sem
og þá hefð að henda öllu rusli í sama poka.
halla@mbl.is
VIÐHORF
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
„STÓRIÐJUSTEFNAN er ekki
til,“ sagði formaður Framsókn-
arflokksins skömmu eftir að hann
tók við starfi iðnaðarráðherra,
a.m.k. ekki af hálfu stjórnvalda.
Þessi yfirlýsing kom flestum sem
fylgst hafa með íslenskum stjórn-
málum undanfarið spánskt fyrir
sjónir. Jafnvel innan ríkisstjórn-
arinnar sperrti fólk
eyrun og var ekki
visst um að hafa
heyrt rétt. Sumir
veltu því fyrir sér til
hvers þeir hefðu vað-
ið eld og brennistein
fyrir stóriðjustefnuna
sem einkum var borin
uppi af forystu Fram-
sóknarflokksins, ef
nýkjörinn formaður
þess flokks gat síðan
strikað yfir hana og
látið eins og hún væri
ekki lengur til, án
þess að nokkur hefði
tekið eftir því að hún væri dáin
drottni sínum. Enda er hún það
ekki, hún lifir enn góðu lífi, þótt
einhverjir kjósi nú að geyma hana
í híði sínu fram yfir alþingiskosn-
ingar.
Það er engu líkara en nú hafi
ýmsir stjórnmálaflokkar áttað sig
á því að það er að verða viðhorfs-
breyting meðal þjóðarinnar um
umhverfismálin og atvinnustefnu
framtíðarinnar. Og stóriðjustefnan
er ekki líkleg til fylgissöfnunar en
það er einmitt það sem stjórn-
málaflokkarnir aðhafast helst á
kosningavetri, að safna sér fylgi
og þá má tilgangurinn helga með-
alið.
Gamla kosningatrixið er að gera
út á skammtímaminni kjósenda,
lofa því sem talið er heppilegast
og gefa sér síðan að það komi ekki
að skuldadögum. Stundum virkar
þetta, stundum ekki. Mín reynsla
er að sannleikurinn sé sagna best-
ur, frambjóðendur og flokkar eigi
að segja hreinskilnislega frá því
sem þeir vilja gera og telja best,
jafnvel þótt það kunni að fæla frá
einhverja kjósendur, þegar upp er
staðið kann fólk þó alltaf best við
hreinskilni og trúverðugleika.
„Hver á sér fegra föðurland?“
spurði skáldkonan Hulda í ætt-
jarðarljóði frá Lýðveldishátíðinni
1944. Og öll vitum við svarið, ekk-
ert jafnast á við Frónið okkar, öll-
um þykir okkur vænt um það, við
virðum það og dáum. En vandinn
er sá að stundum rekast hags-
munir á, stundum er
þess krafist að landið
færi fórnir til þess að
unnt sé að skapa
skammgóðan auð sem
svo alltof oft nýtist
fáum meðan fórnirnar
eru á kostnað fjöldans
og kynslóða framtíð-
arinnar. Þannig
tryggjum við ekki
hagsmuni komandi
kynslóða, það er ekki
sjálfbær nýting nátt-
úruauðlinda. Og er þá
trúverðugt að tala um
virðingu fyrir landinu,
fegurð þess og náttúruverðmæt-
um? Svari hver fyrir sig.
Hvernig er hægt að fara um
landið og boða stefnubreytingu í
umhverfismálum með áherslu á
hið fagra Frón en styðja um leið
og hafa jafnvel frumkvæði að stór-
iðjuuppbyggingu með tilheyrandi
umhverfisfórnum vítt og breitt um
landið? Virkjun jökulsánna í
Skagafirði er nú komin á dagskrá,
álverskröfur eru uppi á Húsavík, í
Hafnarfirði og Helguvík. Er trú-
verðugt að boða á sama tíma að
umhverfið eigi nú að hafa forgang
en styðja um leið í verki þær um-
hverfisfórnir sem t.d. ofannefnd
álver myndu hafa í för með sér?
Að mínu mati þurfa menn að gera
betur til að meint stefnubreyting
verði trúverðug.
Það er jákvætt þó, að stjórn-
málaflokkar ræði umhverfismálin
af fullri alvöru, þótt augljóslega
nálgist flokkarnir málin hver á
sínum forsendum. Á forsendum
markaðshyggjunnar, hinnar ís-
lensku „þjóðhyggju“ eða jafn-
aðarstefnunnar. Vinstrihreyfingin
– grænt framboð sker sig þó úr
vegna þess að sjálfbær sam-
félagsþróun er einn af horn-
steinum stefnu flokksins og nær
til allra annarra þátta stefnunnar.
Við viljum nýta hugmyndagrund-
völl sjálfbærrar þróunar á alla
aðra málaflokka en ekki öfugt. Í
þeirri nálgun liggur mikil sér-
staða, og hún er í raun hin eina
sem stenst til framtíðar litið. En
jafnvel þótt aðrir flokkar nálgist
umhverfismálin með öðrum hætti
er umræðan til marks um að öll-
um flokkum er að verða alvaran
ljós; við getum ekki haldið áfram á
sömu braut og hingað til.
Á næsta kjörtímabili verður að
verða stefnubreyting í umhverf-
ismálum. Ég tel að meðal meg-
inverkefna stjórnvalda á næstunni
verði:
að tryggja þróun íslensks at-
vinnulífs er taki mið af hags-
munum komandi kynslóða og
þar sem umhyggja fyrir um-
hverfi og náttúruvernd er leið-
arljós en ekki afgangsstærð
að móta langtímastefnu í orku-
nýtingu sem tekur ekki síst mið
af þeim verðmætum sem felast
í verndun náttúru og umhverfis
að taka forystu í þróun nýrra,
umhverfisvænna og endurnýj-
anlegra orkugjafa
að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda, m.a. með stór-
efldum almenningssamgöngum.
Eigi að tryggja stefnubreytingu
sem m.a. tekur mið af þessum
verkefnum, verður Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð að gegna
lykilhlutverki í næstu landsstjórn.
Til þess eru allir möguleikar og
víst er að við vinstrigræn erum
reiðubúin að axla þá ábyrgð sem
því fylgir.
Hver á sér fegra föðurland?
Árni Þór Sigurðsson skrifar um
stefnumál stjórnmálaflokkanna » ...stóriðjustefnan erekki líkleg til fylgi-
ssöfnunar...
Árni Þór
Sigurðsson
Höfundur er borgar-
fulltrúi Vinstri grænna.
ÞAÐ ER afar undarleg tilfinn-
ing því samfara að sitja mánuðum
saman á þrefi við rík-
isstjórnarfulltrúa um
bætt kjör eldri borg-
ara. Mestur tíminn
fór í útreikninga og
umræður um hvað
þetta eða hitt myndi
kosta „virðulegan rík-
issjóð“. Sumir nefnd-
armanna tóku jafnvel
bakföll þegar við bár-
um fram ákveðnar
kröfur, sem að mínu
viti eru svo sjálfsagð-
ar að varla er um þær
ræðandi.
Tilfinningin var svona undarleg
þar sem ég leit svo á að við værum
að ræða eins sjálfsagðan hlut og að
tryggja þeim sem byggðu upp
landið áhyggjulaust ævikvöld.
„Viðsemjendur“ okkar komast von-
andi líka á eftirlaunaaldur þannig
að líka er verið að búa í haginn
fyrir þá, þó svo að allt aðrar og
miklu betri reglur gildi um emb-
ættismenn ríkisins varðandi eft-
irlaun en okkur „venjulega fólkið“.
Raunar erum við aðeins að berjast
fyrir því að okkur sé skilað til
baka því sem við eigum með réttu.
Undarleg tilfinning fylgir því að
þrefa mánuðum saman um sjálf-
sagða hluti!
Eftirtekjan eftir
alla þessa fundarsetu
og útreikninga er
heldur rýr, eins og sjá
má á umfjöllun um
„samkomulagið“ hér á
hinu virðulega alþingi.
Núið gildir fyrir okk-
ur, svo við þurfum
lagfæringar strax – en
jafnsjálfsagðan hlut
eins og að heimila
okkur ellilífeyr-
isþegum að vinna fyr-
ir smáupphæð án þess að það hafi
áhrif á greiðslur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins var ekki
mögulegt að fá fram fyrr en á
árinu 2009! Þessu fólki virðist ger-
samlega fyrirmunað að samþykkja
einhverjar bætur okkur til handa
núna. Ef vilji og vit er fyrir hendi
gætu ráðamenn lagað þetta á
stundinni.
Lagfæring á grunnlífeyri öllum
ellilífeyrisþegum til handa er al-
gjört forgangsmál. Þar er aðeins
um að ræða leiðréttingu frá því að
grunnlífeyrir var tekinn úr sjálf-
virku sambandi við launaþróun í
landinu. Ég tel að með því að
tekjutengja grunnlífeyrinn (ellilíf-
eyri) sé ríkissjóður í raun að hafa
af okkur eftirlaun sem við höfum
þegar borgað með greiðslum okkar
til almannatrygginga í gegnum ár-
in.
Öll starfsárin borguðum við til
almannatrygginga. Nú er rík-
issjóður að ræna eftirlaunum okk-
ar með því að tekjutengja grunnlíf-
eyri.
Eftirlaun ellilífeyrisþega eiga að
koma bæði frá hinum frjálsu líf-
eyrissjóðum og Tryggingastofnun
ríkisins, algjörlega án tillits til
annarra tekna eða ráðdeildarsemi.
Að bera á borð fyrir okkur að lag-
færing á kjörum okkar eldri borg-
ara kosti svo og svo mikið er gjör-
samlega út í hött. Löngum hefur
sýnt sig að í fjárhirslum ríkisins
eru alltaf til nægilegir fjármunir til
þeirra verkefna sem áhugi er á að
leysa hverju sinni, svo og ýmissa
gæluverkefna.
Ágætu lesendur! Við skulum
hver um sig reyna að veita kjara-
málum okkar brautargengi með
þeim ráðum sem við höfum tiltæk
og ekki láta bjóða okkur það að
aðeins sé á okkur hlustað rétt fyrir
alþingiskosningar. Fulltrúar okkar
á Alþingi eiga og geta lagað þessa
hluti. Þetta skulum við hafa í huga
þegar að næstu kosningum kemur.
Núið gildir – krefjumst
lagfæringa strax!
Helgi K. Hjálmsson leiðir rök
að tafarlausum leiðréttingum á
grunnlífeyri og tekjutryggingu
»Nú er ríkissjóður aðræna eftirlaunum
okkar með því að tekju-
tengja grunnlífeyri.
Helgi K. Hjálmsson
Höfundur er varaformaður LEB, við-
skiptafræðingur og átti sæti í samráðs-
nefnd ríkisstjórnar og eldri borgara.