Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær að Bandaríkjamenn sætu „fastir“ í Írak. Bandaríkjastjórn ætti enga góða kosti í stöð- unni, hún gæti hvorki haft her sinn í Írak til lang- frama né gæti hún kallað herinn heim. „Tímasetn- ing heimkvaðningar hersins verður að vera hárrétt,“ sagði Annan. Brotthvarf Bandaríkjahers, sem án efa kemur til á einhverjum tímapunkti, megi ekki leiða til þess að ástandið í Írak versni enn frekar. Ummæli Annans koma á sama tíma og mikil um- ræða fer fram um það í Bandaríkjunum hvað Bandaríkjamenn eigi til bragðs að taka í Írak. Dag- blaðið The Washington Post greindi frá því á mánu- dag að innan varnarmálaráðuneytisins væru þrír möguleikar nú einkum taldir vera í stöðunni:  Einn kostur er sagður vera að fjölga verulega í hernum í Írak (e. Go big), þ.e. um nokkur hundruð þúsund, þannig að hægt verði að heyja hefðbundinn skæruhernað við uppreisnarmenn hvar sem er í landinu. Þessum kosti hefur í reynd verið hafnað, að sögn Washington Post, m.a. vegna þess að ekki séu nægilega margir hermenn tiltækir.  Annar kostur er að kalla einfaldlega herinn heim (e. Go home). Honum hefur ráðgjafarnefnd varnarmálaráðuneytisins í reynd hafnað nú þegar, á þeirri forsendu að allsherjar borgarastríð myndi brjótast út þegar í kjölfarið.  Þriðji möguleikinn, sem menn eru sagðir velta fyrir sér, er að horfa til langs tíma (e. Go long), en það fæli í sér að fækka í herliðinu í Írak, í stað hefð- bundinna hersveita yrðu sendar til landsins ráð- gjafarsveitir sem fá myndu það verkefni næstu árin að þjálfa upp íraskar öryggissveitir. Sagði í frétt Washington Post að innan Banda- ríkjahers hölluðust menn að einhverri blöndu fyrsta og þriðja möguleikans; þ.e. að fjölga her- mönnum um 20–30.000 – en nú eru um 144.000 bandarískir hermenn í Írak – á meðan verið er að víkka út þá þjálfunaráætlun sem nú er haldið úti og ná tökum á ástandinu. Þegar þeirri aðlögun væri lokið yrði hermönnum í Írak fækkað í um 60.000. Annan segir Bandaríkja- menn sitja fasta í Írak Reuters Miður sín Óöldin í Írak virðist engan enda ætla að taka, öryggisleysi þjakar fólk dag hvern. Mikil umræða fer nú fram í Washington um það hvað til bragðs skuli taka í Írak STUÐNINGSMENN Jean-Pierre Bemba, sem var í kjöri í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó nýver- ið, gera hróp að óeirðalögreglunni í Kinshasa í gær. Bemba hefur neitað að viðurkenna ósigur í kosning- unum – sem úrslit sýna að Joseph Kabila vann – og til óeirða kom í miðborg Kinshasa í gær þegar stuðnings- menn hans komu þar saman í mótmælaskyni. Þá báru þeir eld að hæstarétti landsins um það leyti sem vitna- leiðslur voru að hefjast þar vegna ásakana um svindl í kosningunum. Þurfti að rýma bygginguna um tíma. Reuters Götuóeirðir í Kinshasa RERU al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin að því öllum árum, að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og þá vegna þess, að þau töldu það þjóna hagsmunum sínum best? Er því haldið fram í nýrri bók, „Liðsmanni heilags stríðs“, „Inside the Jihad“, en bandaríska sjónvarpsstöðin CNN átti viðtal við höfund- inn. Höfundur bókarinnar notar dulnefnið Om- ar Nasiri og í viðtali við CNN viðurkenndi hann, að „næstum allt“, sem hann segði um það hver hann væri, væri tilbúningur. Nasiri sagði, að hann hefði verið njósnari á vegum bresku, frönsku og þýsku leyni- þjónustunnar og vegna þess hefði hann farið í þjálfunarbúðir al-Qaeda í Afganistan. Það var fyrir 10 árum en þá stýrði CIA- foringinn Michael Scheuer leitinni að Osama bin Laden. Scheuer, sem er nú sérfræðingur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í hryðjuverka- málum, var beðinn að lesa bók Nasiris yfir fyrir útgáfu og hann segist viss um, að höf- undur hennar fari með rétt mál. Upplýsing- arnar séu oft svo nákvæmar, að útilokað sé, að þær séu uppdiktaðar. „Þetta er besta frásögn af al-Qaeda, sem ég hef séð, og ég vildi, að ég hefði haft hana þegar ég var hjá CIA,“ sagði Scheuer í við- tali við CNN. Bætti hann við, að bókin skýrði að nokkru leyti innrás Bandaríkja- manna í Írak. Laug til um gereyðingarvopn Nasiri segir, að al-Qaeda hafi viljað, að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak til að færa þannig út hið heilaga stríð. Þegar bandarískir hermenn hefðu handtekið yf- irmann hans í al-Qaeda-búðunum í Afganist- an, Ibn Sheikh al Libi, hefði hann einmitt gert það, sem hann hafði kennt Nasiri og öðrum, að ljúga því að Saddam Hussein ætti mikið af gereyðingavopnum, sem al-Qaeda vildi komast yfir. Í viðtalinu sagði Nasiri, að al Libi hefði sagt Bandaríkjamönnum það, sem þeir vildu sjálfir heyra. Þótt Nasiri hefði verið njósnari á vegum vestrænna leyniþjónustna þá virðist hann hafa gengið al-Qaeda á hönd og hann barðist með skæruliðum í Tétsníu gegn Rússum. Síðar var hann sendur til Evrópu til að vinna hinu heilaga stríði áhangendur þar og létu Frakkar sér það vel líka því að þeir töldu, að þá gæti dulargervi hans ekki verið betra. Nasiri segist hafa fengið fé hjá bresku leyniþjónustunni, sem hann kvaðst ætla að senda háttsettum al-Qaeda-manni í Pak- istan, en það ótrúlega hafi gerst, að engin leyniþjónustnanna hafi fylgt peningaslóðinni eftir. Maðurinn, sem fékk peningana, hafi átt aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum 11. sept. 2001. Vegna þessa hafi Nas- iri ákveðið að draga sig í hlé. Heilagt stríð um allan heim Scheuer segir, að frásögn Nasiris sé ekki bara liðin saga, heldur vegvísir fyrir fram- tíðina. Segir hann, að eins og Nasiri bendi á, þá snúist barátta al-Qaeda ekki um yfirráð í einu landi eða tveimur, heldur um heilagt stríð um allan heim. Þess vegna sé rétt að taka mark á Nasiri. Í nýrri bók er því haldið fram, að skipulega hafi verið logið um gereyðingarvopn Saddam Husseins Kyntu al-Qaeda undir Íraksinnrás? AP Hryðjuverk Árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Höfundur segir, að al-Qaeda vilji heilagt stríð um allan heim. Jerúsalem. AFP. | Um 40% af landi, sem Ísraelar hafa tekið búsetu á Vesturbakkanum, er í einkaeign Pal- estínumanna. Kemur það fram í skjölum, sem ísraelska friðarhreyf- ingin „Friður nú“ hefur komist yfir. „Ísrael kemur fram eins og maf- íuríki með því að taka þátt í að stela landi, sem er löglega í annarra eigu, og brýtur með því ekki aðeins gegn alþjóðalögum, heldur líka ísr- aelskum lögum og úrskurðum hæstaréttar,“ sagði Dror Etkes hjá friðarsamtökunum. Ísraelskir embættismenn hafa haldið því fram, að einkaeignarrétt- ur hafi ávallt verið virtur og gyðinga- byggðirnar séu á svæði, sem hafi verið í opinberri eigu. Samkvæmt skjölunum er hins vegar Maale Ad- umim, langstærsta gyðingabyggðin, að 86% á landi í einkaeigu Palest- ínumanna. Alls eigi það sama við um 61 ferkílómetra stórt svæði á Vest- urbakkanum. Talsmaður helstu samtaka ísr- aelskra landtökumanna sagði um upplýsingarnar, að þær væru „lyga- þvættingur“ en samkvæmt alþjóða- lögum eru allar byggðir Ísraela á hernumdu svæðunum ólöglegar. Virða ekki einkaeign- arréttinn Kigali. AFP. | Stjórnvöld í Rú- anda höfnuðu í gær með öllu kröfum fransks dómara þess efnis að Paul Kagame, forseti Rúanda, verði ákærður fyrir meinta aðild að morðinu á þá- verandi forseta Rúanda, Juvelan Habyarimana, árið 1994 en það hratt af stað þjóðar- morði hútúa á tútsum. Dómarinn, Jean-Louis Bruguiere, vill að Kagame verði ákærður fyrir stríðsglæpi og leiddur fyrir sérstak- an stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna vegna atburðanna í Rú- anda sem starfræktur hefur verið í Tanzaníu. Tharcisse Karugarama, dómsmálaráðherra Rúanda, segir hins vegar allsendis ósannar ásak- anir Bruguiere þess efnis að Ka- game, sem fór fyrir sveitum tútsa sem stöðvuðu þjóðarmorðið í júlí 1994 og tóku völdin í Rúanda, hefði verið aðalhvatamaður þess að flugvél Habyarimana var skotin niður yfir Kigali í apríl 1994. Talið er að um 800.000 manns hafi verið drepin þegar hútúar hefndu morðsins á Habyarimana. Yfirvöld í Rúanda hafa sakað Frakka um að hafa stutt hútúa og samskipti ríkjanna hafa verið slæm sl. ár. Kagame verði ákærður Paul Kagame Stjórnvöld í Rúanda hafna kröfunni alfarið Jakarta. AFP. | Stjórnvöld í Indónesíu leita nú leiða til að auka skilvirkni í stjórnkerfinu og hafa í því skyni í hyggju að fækka opinberum starfs- mönnum um helming frá því sem nú er fram til ársins 2014. Um verulega uppstokkun er að ræða enda nemur fjöldi opinberra starfsmanna nú fjór- um milljónum. Fréttavefsíðan Detikcom hafði þetta eftir Taufik Effendi, ráðherra sem fer málefni opinberra starfs- manna, í gær. Til að ná þessu mark- miði fram hyggst stjórnin ekki ráða í stöður þeirra sem láta af störfum fyrir aldurs sakir, auk þess sem sér- stök landspróf sem hafa veitt aðgang að slíkum stöðum verða aflögð. Uppstokkun í Indónesíu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.