Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 15
ERLENT
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
PIERRE Gemayel, kristinn mar-
oníti og ráðherra í Líbanonsstjórn,
var ráðinn af dögum í Beirút í gær.
Óttast er, að morðið auki spennuna í
líbönskum stjórnmálum en Gemayel
var andstæðingur Sýrlendinga.
Haft er eftir vitnum, að Gemayel
hafi verið skotinn í bíl sínum í Jdei-
deh, kristnu hverfi í norðurhluta
Beirútborgar. Var hann fluttur á
sjúkrahús en lést þar. Gemayel var
sonur Amin Gemayels, fyrrverandi
forseta, og andvígur Sýrlendingum
og afskiptum þeirra af líbönskum
innanríkismálum. Bróðir hans, Bas-
hir, var kjörinn forseti landsins 1982
en var myrtur nokkrum dögum áður
en hann átti að taka við embætti.
Mikil átök eru á þingi og innan rík-
isstjórnarinnar vegna hótana Hiz-
bollah-hreyfingarinnar, sem er hlið-
holl Sýrlandsstjórn, um að steypa
stjórninni verði orðið við kröfum
hennar um aukin völd.
„Vegið að
Sedrusbyltingunni“
Saad Hariri, leiðtogi meirihlutans
á þingi, staðfesti lát Gemayels en
faðir hans, Rafik Hariri, fyrrverandi
forsætisráðherra, var myrtur á síð-
asta ári. Hefur nefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna rannsakað morðið á
Hariri og bendir margt til, að Sýr-
lendingar hafi komið að því.
Hariri kvaðst viss um, að Sýrlend-
ingar hefðu einnig lagt á ráðin um
morðið á Gemayel. „Það er vegið að
Sedrusbyltingunni. Einn þeirra
manna, sem best hafa unnið í þágu
líbansks lýðræðis, var drepinn í dag.
Ég er viss um, að Sýrlandsstjórn var
þar að verki,“ sagði Hariri.
Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær
morðið á Gemayel sem hryðjuverk
og tilræði við stjórn Fouads Saniora
en Bandaríkjamenn hafa áður sakað
stjórnvöld í Sýrlandi og Íran um að
ætla að koma Líbanonsstjórn frá.
Gemayel-fjölskyldan er mjög
kunn í Líbanon en flokkur hennar
hafði á að skipa stærstu sveitum
kristinna manna í borgarastyrjöld-
inni í Líbanon, frá 1975 til 1990.
Líbanskur ráðherra
myrtur í Beirútborg
AP
Morðið Bifreið Pierre Gemayels eftir árásina. Ekki er vitað hverjir bana-
menn hans eru en böndin berast enn einu sinni að Sýrlendingum.
Í HNOTSKURN
» Morðið á Rafik Hariri ogkröfur, sem það vakti um
brottflutning Sýrlendinga frá
Líbanon, hafa verið kölluð
Sedrusbyltingin.
» Sýrlendingar hafa ennmikil ítök í landinu og eru
grunaðir um allmörg morð á
andstæðingum sínum.
HUGSANLEGT er, að byssan, sem
notuð var við morðið á Olof Palme,
forsætisráðherra Svíþjóðar, sé fund-
in. Hefur hún verið afhent Palme-
hópnum, sem unnið hefur að málinu
alla tíð frá 1986, og er nú til rann-
sóknar.
Tildrögin eru þau, að ókunnur
maður hafði samband við sænska
dagblaðið Expressen og skýrði frá
því, að byssuna væri að finna í vatni
skammt frá Mockfjärd í Dölunum.
Fundu kafarar á vegum blaðsins
byssuna og komu henni til lögregl-
unnar.
Stig Edqvist, sem fer fyrir
Palme-hópnum, segir byssuna mik-
ilvægan áfanga í rannsókn málsins
en hún er af gerðinni Smith &
Wesson .357 Highway Patrolman.
Var henni stolið í innbroti í Hap-
aranda 1983 og síðar játuðu tveir
finnskir bræður stuldinn.
Sams konar kúlur
Líklegt þykir, að byssan hafi ver-
ið notuð við rán í pósthúsi í Mock-
fjärd 1983 en þá var einn viðskipta-
vinur þess skotinn í fótinn. Var
kúlan rannsökuð og síðar kom í ljós,
að efnasamsetning hennar, blýsam-
sæturnar, var sú sama og í kúlunum
tveimur, sem fundust á Sveavägen
eftir morðið á Olof Palme. Eru kúl-
urnar þrjár af sömu gerð og þær,
sem hinn fyrri og rétti eigandi byss-
unar átti og ekki var stolið í inn-
brotinu. Það bendir því flest til þess,
að sama byssan hafi verið notuð í
bæði skiptin. Þótt rannsókn sýni, að
byssan hafi verið notuð við morðið á
Palme, getur hins vegar orðið þraut-
in þyngri að tengja hana við ein-
hvern ákveðinn mann.
Olof Palme var myrtur 28. febr-
úar 1986. Voru þau hjónin, Lisbeth
og hann, að koma úr kvikmyndahúsi
er maður kom að þeim og skaut
Palme.
Við sakbendingu benti Lisbeth á
Christer Pettersson, afbrotamann
og eiturlyfjaneytanda, og var hann
dæmdur í undirrétti í júlí 1989. Var
dóminum áfrýjað og í hæstarétti var
málinu vísað frá vegna skorts á
sönnunum.
Lisbeth og börn þeirra Palme og
raunar mjög margir Svíar eru enn
viss um, að Christer Pettersson hafi
orðið Palme að bana. Líkur á, að
málið upplýsist hafa hins vegar
dofnað mjög með árunum og eru
ekki miklar enda lést Pettersson
fyrir tveimur árum.
Byssan í Palme-
morðinu fundin?
Fannst eftir ábendingu í litlu vatni
Reuters
Áfangi Blaðamannafundur um
byssuna í Stokkhólmi í gær.
Los Angeles. AFP. | Fjölmiðlabaróninn
Rupert Murdoch hefur fallið frá „illa
ígrunduðum“ áætlunum um útgáfu
bókar og útsend-
ingar sjónvarps-
viðtals við
íþróttastjörnuna
fyrrverandi O.J.
Simpson. Var
ætlunin sú, að
Simpson fjallaði
um það hvernig
hann hefði getað
orðið fyrrverandi
eiginkonu sinn,
Nicole Brown-Simpson, að bana, en
hann var sem kunnugt er sýknaður
af morðinu á henni og vini hennar
Ron Goldman í einhverjum frægustu
réttarhöldum sögunnar.
„Yfirstjórn [News Corp] og ég er-
um sammála bandarískum almenn-
ingi um að þetta hafi verið illa
ígrundað verkefni,“ sagði Murdoch í
yfirlýsingu. „Við biðjumst afsökunar
á þeim sársauka sem þetta kann að
hafa valdið fjölskyldum Ron Gold-
mans og Nicole-Brown Simpson.“
Talsmenn Fox-sjónvarpsstöðvar-
innar, sem er í eigu News Corp, al-
þjóðlega fjölmiðlarisans sem Mur-
doch er í forsvari fyrir, höfðu
tilkynnt að þeir myndu senda út tvö
viðtöl við Simpson, sem í lauslegri
þýðingu áttu að bera titilinn „Ef ég
gerði það, hérna er lýsingin á því
hvernig það atvikaðist“.
Átti að fá 247 milljónir króna
Simpson var sem fyrr segir sýkn-
aður af morðinu og var sú dómsnið-
urstaða mjög umdeild. Meintur flótti
Simpsons frá morðstaðnum í hvítum
Ford Bronco jeppa sumarið 1994 var
sýndur í beinni útsendingu sjón-
varps og kvað dómstóll götunnar
upp þann úrskurð að hann væri sek-
ur. Það er af þessum sökum, sem út-
gáfa bókar samhliða viðtalinu með
sama titli, sem tryggja átti Simpson
247 milljónir króna, hefur vakið svo
mikla fordæmingu vestanhafs.
Hætta við
útgáfuna
O.J.
Simpson
Nútímalegar og glæsilegar
álsúlurnar í KHT5005 línunni frá
KEF gefa rétta mynd af þeirri
háþróuðu tækni sem býr að baki
og þeim íburðarmikla hljómi
sem þær skila frá sér.
Krafmiklar en grannar súlurnar
búa yfir svokallaðri „Sit-any-
where Uni-Q“ tækni sem KEF
hefur þróað og engir aðrir
hátalarar búa yfir enda hefur
KEF einkaleyfi á þessari
einstöku tækni.
„Tweeter“ hátalarinn er
staðsettur í miðju bassahá-
talarans (ekki sitthvor hátalarinn
eins og í hefðbundnum há-
tölurum). Hljómurinn hefur því
eina uppsprettu og fyrir vikið
stækkar sæti bletturinn heima hjá
þér (sweet spot). Hljómurinn
dreifist um mun stærra svæði í
rýminu.
Fyrir utan háþróaða tækni hefur
KEF lagt mikla áherslu á glæsilegt
útlit, nútímalega og stílhreina
hönnun sem fyrir marga er einnig
helmingurinn af ánægjunni.
KEF KHT5005.2
Helmingurinn
af ánægjunni
Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
0
5
6
0