Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VG OG „ÁSTANDIГ Steingrímur J. Sigfússon, formað-ur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, skrifaði athygl- isverða grein í Morgunblaðið í gær. Steingrímur fjallaði þar um málefni innflytjenda á Íslandi. Hann dregur þar fram málflutning VG í þessum mála- flokki og bendir með réttu á stefnumót- un og margvíslegan tillöguflutning flokksins á Alþingi, í því skyni að bæta hag og réttindi innflytjenda. Það er allt rétt sem Steingrímur hef- ur að segja um það hvernig standa eigi að móttökum og aðlögun innflytjenda. Það er rétt hjá honum hversu mikil- vægt það er að umræður um innflytj- endamál séu með þeim hætti að þær magni ekki upp hræðslu, andúð og að- greiningarhyggju. Steingrímur hefur líka rétt fyrir sér um að það þarf að styrkja þær stofnanir, félagasamtök og aðra sem vinna að móttöku innflytjenda og aðstoða þá við að aðlagast samfélag- inu. Sömuleiðis er rétt sú áherzla hans að sækja leiðsögn „í hugmyndafræði friðsamlegrar sambúðar ólíkra trúar- og menningarheima í anda norrænna hefða um lýðræðislega og friðsamlega samvinnu og sambúð.“ Og það er rétt hjá Steingrími og félögum hans í VG að það á ekki að gera neinar málamiðlanir hvað varðar grundvallarréttindi fólks, hver sem uppruni þess og menning er. En þá vaknar hins vegar sú spurning hvers vegna Steingrímur J. Sigfússon og fleiri talsmenn VG, til dæmis Ög- mundur Jónasson þingflokksformaður, skuli jafnframt öðrum þræði tala eins og hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé vandamál. Ögmundur sagði í ræðu á þingi BSRB á dögunum: „Markaðurinn er nú opnari en dæmi eru um frá fyrri tíð. Þegar saman fer opinn vinnumark- aður og gífurleg þensla sem haldið er uppi með gríðarlegum framkvæmdum af hálfu einkaaðila og einnig á vegum hins opinbera þá er ekki að sökum að spyrja – hingað streymir fólk án afláts. Á þessu ári hafa sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn erlendis frá; í septembermánuði einum um tólf hundruð einstaklingar. Er þetta heppi- leg þróun? Ég segi nei.“ Þrátt fyrir allar hinar góðu og gagn- legu tillögur Steingríms J. kveður við sama tón hjá honum, er hann lýsir fullri ábyrgð á „ástandinu eins og það er orð- ið á íslenzkum vinnumarkaði í dag“ á hendur ríkisstjórninni og segir að hún standi sig illa í að „takast á við það ástand sem hún sjálf ber mesta ábyrgð á að skapazt hefur.“ Steingrímur ítrek- ar líka að VG beri „ekki ábyrgð á því ástandi sem hér hefur verið að skapast á vinnumarkaði og í hagkerfinu.“ Hvaða „ástand“ er það? Hefur fjölg- un útlendinga hér skapað einhver stór- kostleg vandamál? Hafa Íslendingar á vinnumarkaði misst spón úr aski sínum af því að hingað hafi komið útlendingar sem keppa við þá um störf? Sögðust ekki nærri 88% svarenda í nýlegri könnun Starfsgreinasambandsins með- al félagsmanna sinna hafa það jafngott eða betra en fyrir þremur árum? Stein- grímur telur að hér ríki ójafnvægi á vinnumarkaði en má ekki eins líta þann- ig á málið að tilkoma erlendra starfs- manna hafi haldið vinnumarkaðnum í jafnvægi og jafnað út sveiflur? Hvernig væri ástandið til dæmis á bygginga- markaði ef erlendir iðnaðarmenn hefðu ekki komið hér til starfa? Hefði venju- legt fólk efni á að kaupa þjónustu iðn- aðarmanna sem vafalaust hefði hækkað í verði upp úr öllu valdi ef eftirspurn hefði haldið áfram að vaxa án þess að nokkuð bættist við framboðið? Hefur ekki tilkoma erlends starfsfólks stuðlað að því að tryggja bæði stöðugleika og lífskjör hér á landi? Steingrímur er augljóslega heldur ekki sáttur við að hér á landi skuli borg- arar frá öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eiga frjálsan at- vinnu- og búseturétt. Hann segir í grein sinni að með gildistöku EES-samnings- ins hafi Íslendingar orðið aðilar að hin- um sameiginlega vinnumarkaði Evr- ópusambandsins og EFTA-ríkja „og þangað er í raun að rekja rót þeirra að- stæðna sem við búum nú við.“ Steingrímur J. Sigfússon var auðvit- að á móti EES-samningnum á sínum tíma. Ein ástæða þess var að honum hugnuðust ekki ákvæði hans um frjáls- an atvinnu- og búseturétt. Hann útmál- aði í þingræðum að ekki þyrfti „nema bara að íbúar í tveimur til þremur blokkum í Lissabon kæmu hingað til þess að ójafnvægi gæti skapazt á ís- lenzka vinnumarkaðnum.“ Í nýlegri Gallup-könnun kom skýrt fram að kjósendur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs skera sig úr hvað það varðar að þeir eru miklu um- burðarlyndari gagnvart útlendingum en kjósendur annarra flokka. Aðeins 9% stuðningsmanna VG sögðust telja neikvætt að Ísland þróaðist í átt til fjöl- menningarsamfélags en 70% sögðust telja það jákvætt. En ef fjölmenning- arsamfélag á að verða til hér á landi, er þá ekki gott að fólki af erlendum upp- runa fjölgi? Að hingað komi jafnvel íbú- ar tveggja til þriggja blokka í Lissabon eða Varsjá? Ef VG ætlar að halda trúverðugleika sínum í umræðunni um innflytjendur geta forystumenn hennar ekki haldið því fram í öðru orðinu að þeir vilji allt fyrir innflytjendur gera en í hinu orðinu sagt að það hafi verið mistök að opna landið fyrir útlendingum og að hingað- koma þeirra hafi skapað eitthvert óæskilegt „ástand“. ÚR UMFERÐ Á sunnudag birti Morgunblaðiðmynd af vörubíl með stóran timb- urfarm, sem var svo illa festur að lög- reglan mat það svo að stórhætta stafaði af, enda voru reglur um frágang á farmi þverbrotnar. Í gær, þriðjudag, mátti á baksíðu blaðsins lesa um að festingar á hitaveiturörum á vörubílspalli hefðu slitnað, þannig að rörin flugu um gatna- mót Suðurlandsbrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Ökumaðurinn verður kærður. Í blaðinu í dag má lesa um að vegna vanrækslu vörubílstjóra lá við stórslysi þegar tuga kílóa klakastykki losnaði af vöruflutningabíl og lenti framan á sjúkrabíl. Þetta er ekkert nýtt. Slælegur frá- gangur farms á flutningabílum hefur ógnað umferðaröryggi árum saman. Fyrirtækin, sem í hlut eiga, lýsa því reglulega yfir, að þau muni taka á mál- unum, fara eftir reglum, fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig o.s.frv. o.s.frv. Samt endurtekur það sig í sífellu. Það er ljóst að þetta getur ekki geng- ið svona lengur. Það verður einfaldlega að taka þá úr umferð, sem stöðugt ógna öryggi samferðamannanna. Hinn 14. nóvember sl. stilltuborgarstjórnarflokkar Sam-fylkingar og Vinstri grænnasaman strengi sína og kynntu sameiginlega framkvæmda- áætlun í málefnum innflytjenda. Fram- kvæmdaáætlunin hefur verið í smíðum síðan í haust og grundvallast á mann- réttindastefnu borgarinnar sem sam- þykkt var á vordögum í borgarstjórn. Flokkarnir hafa þegar lagt til að stefn- an verði þýdd á helstu tungumál inn- flytjenda. Framkvæmdaáætlunin byggist á mannréttindastefnu Reykjavík- urborgar en endurspeglar jafnframt að samþætting, farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum og aðgreiningu er fjöl- þætt og mikilvægt samfélagslegt verk- efni sem vinnst ekki án athygli og at- beina stjórnvalda. Markmið framkvæmdaáætlunar- innar er að Reykjavíkurborg verði áfram í forystu í málefnum innflytj- enda. Þeirri forystu verður ekki haldið nema með aukinni þátttöku og greiðara aðgengi innflytjenda að samfélaginu, eflingu íslenskukennslu, stuðningi við skóla í einstaklingsmiðaðri nálgun og með því að tryggja félagslega blöndun í öllum hverfum borgarinnar. Þátttaka og menning Reykjavíkurborg var fyrst sveitarfé- laga til að setja sér fjölmenningarstefnu og leiddi hún meðal annars til stofnunar Alþjóðahúss árið 2001. Markmið þess var að laga íslenskt samfélag að aukinni fjölbreytni. Þátttaka allra í samfélaginu á sviðum atvinnu, menningar og þjóð- mála er lykilatriði til að árangur náist. Því leggja Samfylking og Vinstri græn í borgarstjórn eftirfarandi til: 1) Þörf fyrir íslenskukennslu verði end- urmetin með tilliti til fjölgunar í hópi innflytjenda. Í gildi er þjónustusamn- ingur um niðurgreiðslu á íslensku- kennslu fyrir 700 nemendur en ljóst er að mun meiri eftirspurn er eftir náminu. 2) Leitað verði eftir því við Alþjóðahús að byggð verði upp starfsemi í aust- urhluta borgarinnar samhliða því að málefni innflytjenda verði samofin öllu starfi þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. 3) Menningarstofnanir Reykjavík- urborgar leitist við að endurspegla fjölmenningu borgarinnar og setji sér skýra stefnu um aðkomu og þjón- ustu við innflytjendur. 4) Alþjóðahús og Reykjavíkurborg setji á stofn menningarmálaráð skipað innflytjendum. Ráðið verði menning- ar- og ferðamálaráði til samstarfs og ráðgjafar í verkefnum og stefnumót- un á sviði fjölmenningar. 5) Reykjavíkurborg í samstarfi við fé- lagasamtök vinni að því að innflytj- endafjölskyldum gefist kostur á að kynnast stuðningsfjölskyldum. 6) Þjónustumiðstöðvar borgarinnar geri innflytjendum kleift að sækja þau námskeið sem í boði eru á vegum stöðvanna. Námskeiðin taki mið af fjölda innflytjenda í hverju hverfi og hafi meðal annars að markmiði að kynna íslenskt samfélag, réttindi og skyldur. 7) Styðja ber áfram þróunarverkefni í samvinnu við leikskóla sem miða að því að bjóða foreldrum leikskóla- barna af erlendum uppruna íslensku- kennslu jafnhliða fræðslu um starf- semi leikskólanna. Skóli Stefna Reykjavíkurborgar um opið og sveigjanlegt skólastarf með áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun er ótvírætt besta leiðin til að ná árangri í fjöl- breyttum hópum nemenda. Styðja þarf skóla enn frekar í þessu efni. Fjölmenn- ingarstefnu leik- og grunnskóla er ætl- að að miða að sama marki. Næstu ár er brýnt að borgin haldi áfram á þessari að blöndun. Fyrstu ar verið seldar og fl settar í sölu á næstu 13) Borgarstjórnar arinnar og Vins að Félagsbústað sömu braut og a mið af markmið blöndun við fjölg íbúða. Við lok kj hlutfall félagsle jafnt í öllum hve 14) Borgarstjórnar arinnar og Vins að á nýbygginga hlutfall leiguíbú en þar af verði h leiguíbúða ekki Reykjavíkurborg sem atvinnureka Reykjavíkurborg starfstengt íslensku innflytjenda sé met markvisst hefur ver dómum á ýmsum vi arinnar. Félagsþjón urborgar hlaut viðu Alþjóðahúss fyrir s menningar árið 200 15) Þjónustusamnin við Alþjóðahús u Reykjavíkurbor mannréttindafr 16) Reykjavíkurbor braut og marki sér enn skýrari stefnu varðandi tvítyngd börn í fjölmenning- arlegu samfélagi. Í því skyni leggjum við fram eftirfarandi tillögur: 8) Starfshópur verði skipaður sem geri úttekt á því hvernig sú góða þekking sem safnast hefur á undanförnum árum í skólum sem flesta nemendur hafa af erlendum uppruna sé best varðveitt, kortlögð og nýtt í þágu annarra skóla sem taka við nem- endum af erlendum uppruna. 9) Áfram verði grunn- og leikskólum gert kleift að mæta þörfum barna af erlendum uppruna og efla skilning nemenda á ólíkri menningu. 10) Kannaðir verði kostir þess að öll börn njóti móðurmálskennslu og hagkvæmni ólíkra leiða að því marki. 11) Áfram verði leitað leiða til að börn af erlendum uppruna njóti tóm- stunda- og íþróttastarfs til jafns við íslensk börn, m.a. með auknum stuðningi við frístundamiðstöðvar og íþróttafélög. 12) Komið verði á fót samstarfsverkefni á milli menntasviðs Reykjavík- urborgar, Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands um eflingu ís- lensku sem annars tungumáls, námsefnis- og námsskrárgerðar. Húsnæði Borgarstjórnarflokkar Samfylking- arinnar og Vinstri-grænna leggja áherslu á að öll hverfi borgarinnar end- urspegli félagslega fjölbreytni borg- arsamfélagsins. Mikilvægt er að allir borgarbúar geti fundið sér húsnæði við hæfi. Á síðasta kjörtímabili setti Vel- ferðarráð Reykjavíkurborgar sér þá stefnu að selja hluta af íbúðum Fé- lagsbústaða í Efra-Breiðholti og kaupa í öðrum hverfum borgarinnar til að draga úr félagslegri einsleitni og stuðla Málefni innflytjend vík – framkvæmda » Framkvæ unin hef smíðum síða grundvallast indastefnu b sem samþyk dögum í borg Borgarstjórnarflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænn í málefnum innflytjenda. Eftir Oddnýju Sturludóttur, Sól- eyju Tómasdóttur, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóhann Björnsson, Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur og Toshiki Toma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.