Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐA um skort á þjónustu við aldraða var farin að hljóma kunnuglega í eyrum landsmanna snemma á 9. áratugnum. Sagt er að allt hafi sinn tíma. Eigi vanda- mál að komast á dagskrá stjórn- málanna og fá þar varanlega lausn er tal- ið að þrennt þurfi að fara saman: óleyst vandamál sem flestir eru sammála um að leysa þurfi, tilteknar aðstæður í heimi stjórnmálanna og hug- mynd að fýsilegri lausn. Vandamál aldraðra eru nú enn og aftur til umræðu. Í heimi stjórnmálanna ráða kosningar og einstaka pólitískir leiðtogar miklu. Úrlausnir byggja hins vegar á hugmyndum sem eiga sér oft langa sögu í heimi reynslu og þekkingarþróunar. Þó frumkvæði að aðgerðum sé jafnan í höndum stjórnmálamanna ræðst sú lausn sem fyrir valinu verður oftast af stöðu þekkingarinnar og þeim hug- myndum sem þar eru uppi þegar hið pólitíska færi gefst. Í kjölfar umræðna um málefni aldraðra á 9. áratugnum hófst, árið 1989, umfangsmikil endur- skipulagning á þjónustunni við aldraða í Reykjavík. Ellimáladeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar varð að Öldrunarþjón- ustudeild. Undir þessa nýju deild var sameinuð öll þjónusta borg- arinnar við aldraða í Reykjavík, m.a. félagsleg ráðgjöf, heimaþjón- usta og rekstur félags- og þjón- ustumiðstöðva, þjónustuíbúða, dag- vistar- og dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðra í eigu borgarinnar. Starfsemi þessarar nýju deildar varð sýnilegri með hverju ári. Nýj- ar þjónustuíbúðir og félags- og þjónustumiðstöðvar voru teknar í notkun, starfsfólki með þekkingu og reynslu af þjónustu við aldraða fjölgaði og fagleg þekking á sviði öldrunarfræða innan öldrunarþjón- ustu borgarinnar efldist. Þar var að safnast saman á einum stað sér- þekking á framkvæmd, rekstri og stjórnun verkefna á öllum stigum félagslegrar þjónustu við aldraða. Starfsmenn deildarinnar veittu m.a. ráðgjöf við uppbyggingu öldr- unarþjónustu annarra sveitarfélaga og við stefnumótun í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Fram- sýni og markviss skref sem borgin hafði tekið í þróun félagslegrar þjónustu við aldraða varð fyr- irmynd annarra sveitarfélaga, og sú sérþekking sem þar var að þróast eftirsótt. Árið 1994 kom inn nýr félagsmálastjóri borgarinnar og lýsti því yfir að hún stefndi að því að leggja niður þessa öldrunarþjón- ustudeild. Hugmynd- ina um eitt samfélag fyrir alla átti að út- færa í þjónustu þar sem „one size fits all“. Starfsemi deildarinnar var sameinuð annarri starfsemi Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík og hún því lögð niður sem sérstök deild. Sú samsöfnun sérþekkingar sem var að myndast innan deildarinnar leystist upp og merkingar sem gáfu til kynna að þar væri þjónusta sérstaklega ætl- uð fyrir „aldraða“ voru afmáðar. Þessi aðgerð er dæmi um það hvernig brotlenda má góðri hug- myndafræði í framkvæmdinni. Ef þróun læknisfræðinnar hefði byggst á „one size fits all“ aðferð- inni byggjum við ekki að þeim framförum læknavísindanna sem við gerum í dag. Þar er samsöfnun reynslu og sérþekkingar lykilatriði í þekkingarsköpun og framþróun þjónustunnar. Öldrunarlækn- ingadeild LSH á Landakoti sem varð til við sameiningu Landakots- spítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur 1995 er dæmi um slíka samsöfnun þekkingar og reynslu og er eitt af flaggskipum sameiningarsögu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Í heimi stjórnmálanna hefur nú dregið til tíðinda í málefnum aldr- aðra. Á meðan nýjum félagsmála- stjóra var í tíð R-listans látið það eftir að leggja niður öldrunarþjón- ustudeild og afmá flest ummerki um sérstaka þjónustu fyrir aldraða, hafa nýjir valdhafar borgarinnar sett þjónustuna við aldraða í for- gang og hyggjast nú „hugsa stórt, horfa langt og byrja strax“. Þá vill svo til í hinum pólitíska heimi að stjórnmál fara saman hjá ríki og borg og eflaust ætla menn að nú sé lag og að tími góðra hugmynda sé kominn. Í stóra heimi hugmyndanna er áfram leitað leiða til að mæta þörf- um aldraðra fyrir margvíslega þjónustu. Samkeyrsla heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu er nú í flestum löndum hins vestræna heims í forgangi. Leitast er við að þróa meiri sveigjanleika í fram- kvæmd þjónustunnar, miða þjón- ustu við einstaklingsbundnar að- stæður hverju sinni og byrja ávallt á lægsta mögulega þjónustustigi. Ljóst er að öldrunarþjónusta heyr- ir til takmarkaðra gæða og mun alltaf þurfa að byggjast á umtals- verðu framlagi og samstarfi starfs- fólks með sérstaka kunnáttu og reynslu. Til að ná betri samþættingu þessarar þjónustu á Íslandi er nú rætt um að færa heilsugæslu og málefni aldraðra frá ríki til sveitar- félaga. Eflaust má segja að nú sé pólitískt lag fyrir slíka breytingu í Reykjavík en óhætt er að fullyrða að hagsmunum aldraðra hefði verið betur borgið við yfirtöku borg- arinnar á svo margbrotinni þjón- ustu ef sérþekking á málefnum aldraðra hefði fengið að þróast áfram innan sérstakrar deildar. Kosningar koma jú málum á dagskrá stjórnmálanna. En hvað þarf til í heimi hugmyndanna til að tími heildstæðrar öldrunarþjónustu komi á ný? Er góð viðskipta- hugmynd e.t.v. allt sem þarf? Hvernig er þá búið að mannlegri reisn og friðhelgi einkalífs? Og hvernig er jöfnuður tryggður og valfrelsi útfært í þjónustu við aldr- aða? Frá umræðu til aðgerða í málefnum aldraðra Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um málefni aldraðra » Ljóst er að öldr-unarþjónusta heyrir til takmarkaðra gæða og mun alltaf þurfa að byggjast á umtalsverðu framlagi og samstarfi starfsfólks með sér- staka kunnáttu og reynslu. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur MSc, PhD og fyrrum yfirmaður öldr- unarmála hjá Reykjavíkurborg. STJÓRNMÁL snúast um að gera þjóðfélaginu kleift að breytast. Þess vegna skiptir framtíðarsýn stjórn- málamanna miklu. Það skiptir máli hvernig morgundag við viljum skapa. Það er verkefni stjórnmálanna nú eins og alltaf að skapa fram- tíð. Þegar Íslendingar aðhyllast stjórn- málastefnu, þá eru þeir að velja sér og börnum sínum framtíð. Þeir eru að sýna afstöðu sína til grundvallarhluta. Þeir eru að sýna afstöðu sína, ekki endilega til þess sem við köllum vinstri og hægri, sem mörgum finnst óáþreifanleg heldur sýna þeir afstöðu sína til þeirra viðfangsefna sem hægri og vinstri standa í meginatriðum fyrir. Þá sjáum við muninn á íslenskum stjórnmálastefnum. Munurinn snýst um afstöðu til fá- tæktar. Hann snýst um hvort það sé sanngjörn framtíð að misskipting í þjóðfélaginu sé mikil, eða að þjóðin standi saman og stefni á að jafna kjörin, draga úr muni þeirra ríku og fátæku. Undanfarin fimmtán ár hefur munurinn aukist. Því þarf að breyta. Munurinn snýst um afstöðu til auð- hyggju og félagshyggju. Hann snýst um hvort þeir sem eiga fjármagn megi beita því til hvers sem er, hvort þeir megi nota fjármagn í hvað sem er. Hvort þeir sem eiga mikinn auð geti keypt land, vatn, nátt- úru, réttinn til meng- unar og hafi rétt til þess að eignast meiri auð eða hvort við gerum frekar öllum kleift að eiga sam- an þær auðlindir sem við þurfum til þess að lifa, eiga saman vatnið svo allir geti notið þess, átt hreina og óspillta nátt- úru svo allir geti notið hennar. Und- anfarin fimmtán ár hefur auðhyggjan aukist. Því þarf að breyta. Munurinn snýst um afstöðu til ei- lífrar hagvaxtarhyggju. Hann snýst um það hvort hagvaxtarkrafan og hagvaxtarmælikvarðinn verði not- aður við öll viðfangsefni. Hagvaxt- arhyggjan hefur stýrt þjóðfélaginu undanfarin fimmtán ár. Hagvaxt- armælikvarðinn er sífellt notaður sem leiðarljós, að hagvöxturinn í þjóðfélaginu skuli aukast, hvað sem hann kostar. Okkar skoðanir snúast um að náttúran og maðurinn þurfi að vera í takt við efnahagslífið, að hag- vaxtarhyggjan skuli ekki vega þyngst þegar meta á velsæld fólks, framtíð náttúrunnar. Við viljum þjóðfélag sem breytist í átt til jöfnunar, við höfnum blindri hagvaxtarhyggju sem endar í þeirri græðgishyggju sem við þekkjum í dag. Við vinstri græn viljum gera þjóðfélaginu kleift að breytast í átt til hins betra, breytast þannig að nátt- úra og manneskjur verði metnar á sínum eigin forsendum. Við vinstri græn viljum breyta. Hvað eru stjórnmál? Gestur Svavarsson kynnir stefnumál sín » ...við höfnum blindrihagvaxtarhyggju sem endar í þeirri græðgishyggju sem við þekkjum í dag. Gestur Svavarsson Höfundur býður sig fram í 2. sæti í forvali VG á höfðuborgarsvæðinu. UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið um það fjallað í fjölmiðlum, að til stendur að leggjast í flakk með Gröndalshús (Vesturgötu 16B) og koma því fyrir á Árbæjarsafni. Mun ákvörðun þessi hafa verið tekin í tíð fyrrverandi borg- arstjórnarmeirihluta. Það verður því ekki annað séð, en algjör samstaða sé um það í borgarstjórn, að fjar- læga þetta merka hús úr eðlilegu umhverfi þess og gera það að dúkkuhúsi langt utan við Reykjavík, eins og hún var á tímum Benedikts Gröndals. Nýlega heyrði ég útvarpsviðtal við borgarminjavörð, og var svo að skilja, að það væri tekið að þessu tilefni. Því miður varð ég litlu nær um það, hvað lægi að baki þessari ákvörðun. Ljóst má þó telja, að þarna sé um hrein gróðasjónarmið að ræða, þ.e.a.s. að einhverjir vilja byggja á lóðinni. Væri það eitt út af fyrir sig nógu slæmt, enda hlyti það að raska heild- armynd gamla Vesturbæjarins. Því miður hafa Reykvíkingar lítt borið gæfu til þess, að standa vörð um minningu sinna bestu sona og dætra. Til að mynda er ekkert skáldahús í borginni, meðan þrjú slík hús eru á Akureyri; Nonnahús, Sigurhæðir og Davíðshús. Má þetta teljast með ólíkindum. Benedikt Gröndal var ekki aðeins eitt af höf- uðskáldum sinnar tíðar á Íslandi, heldur merk- ismaður fyrir margra hluta sakir. Skal ferill hans ekki tíundaður hér, utan hvað geta verður endurminninga hans, Dægradvalar, en þær skráði hann einmitt í umræddu húsi. Þessi bók er eitt af und- irstöðuritum varðandi sögu Reykjavíkur á 19. öld. Það eitt á að duga til þess, að Gröndalshús verði varðveitt þar sem það hefur alltaf staðið. Væri verðugt að koma þar upp safni, bæði til minningar um Gröndal, sem og sam- tíð hans í Reykjavík. Treysti ég því, að borgarstjórn sjái að sér í þessu máli. Einu gildir, hversu margir búa á stað, þar sem ekki er borin virðing fyrir sögu- legum verðmætum; slíkur staður verður aldrei borg í eiginlegri merk- ingu þess orðs, heldur aðeins þétt- býli. Gröndalshús á sínum stað Pjetur Hafstein Lárusson skrif- ar um áform um að flytja hús Benedikts Gröndals í Árbæj- arsafn Pjetur Hafstein Lárusson »… að fjarlæga þettamerka hús úr eðli- legu umhverfi þess og gera það að dúkkuhúsi langt utan við Reykja- vík, eins og hún var á tímum Benedikts Grön- dals. Höfundur er rithöfundur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÁGÆTA Hydro. Í frétt sem er byggð á frétta- tilkynningu frá Hydro og birtist m.a. á www.mbl.is 16. nóvember sl. kemur fram að Hydro hafi „opnað skrifstofu á Íslandi með það að markmiði að leita uppi og þróa ný umhverfisvæn viðskiptatækifæri á sviði ál- og orkuframleiðslu“. Einn- ig kemur fram að Hydro leiti að nýjum tækifærum í álframleiðslu víðsvegar um heiminn, á svæðum þar sem hagkvæma orkugjafa er að finna. Við lestur þessarar greinar vökn- uðu nokkrar spurningar sem und- irrituð biður Hydro um að svara: 1. Felur „að leita uppi og móta ný viðskiptatækifæri í álframleiðslu“ í sér að Hydro hafi í hyggju að reisa álver á Íslandi og/eða auka framleiðslu þeirra sem fyrir eru með stækkunum? 2. Ef svo er, hvernig áætlar Hydro að mæta orkuþörfinni? Með virkjunum? 3. Í fréttinni er kemur fram að Hydro leggur mikla áherslu á umhverfisvernd. Hvernig sam- ræmist umhverfisvernd þeirri mengun sem fylgir álbræðslu og umhverfisspjöllum sem virkj- unarframkvæmdir fela í sér? 4. „Ál er eitt af umhverfisvænstu hráefnum sem fáanlegt er“ segir í fréttinni, en gerir það ál um- hverfisvænt – þar sem súráls- námi fylgja umhverfisspjöll, ál- bræðslu mengun auk þess sem það er mjög orkufrekur iðnaður og öflun orkunnar krefst í besta falli náttúrufórna, og ál, sem er í litlum sem engum mæli endur- unnið, tekur langan tíma að eyð- ast í náttúrunni? 5. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá Hydro að það hefur ekki ríkt „sátt og samlyndi“ í íslensku samfélagi með núverandi og til- vonandi stóriðjuframkvæmdir og virkjanir. Ef það er rétt skilið að „leita uppi og móta ný við- skiptatækifæri í álframleiðslu“ feli í sér að byggja álver og/eða auka framleiðslu þeirra sem fyrir er, hvernig ætlar Hydro vinna það „í sátt og samlyndi við ís- lenskt samfélag“? 6. Gamalt máltæki segir „að fara yfir lækinn til að sækja vatnið“, hefur Hydro skoðað þá virkj- unarmöguleika sem er að finna í Noregi, heimalandi Hydro, og myndi fullnægja kröfum Hydro um hreinleika og hagkvæma orkugjafa? Þar sem undirrituð veit fyrir víst að þessar spurningar – og eflaust enn fleiri – brenna á landsmönnum vonast undirrituð til að Hydro svari þeim sem allra fyrst. Virðingarfyllst, AGNES SIGTRYGGSDÓTTIR, Frakklandi sigtryggsdottir@gmail.com. Opið bréf til Hydro Frá Agnesi Sigtryggsdóttur: Sagt var: Af því mun hann bíða hnekk. RÉTT VÆRI: Af því mun hann bíða hnekki. (Það er hnekkir (ekki hnekkur) sem hann bíður.) Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.