Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 45
dægradvöl
Staðan kom upp á alþjóðlegu atskák-
móti sem lauk fyrir skömmu í Korsíku í
Frakklandi. Stórmeistarinn Murtas
Kazhgaleyev (2.609) frá Kasakstan
hafði svart gegn kollega sínum Merab
Gagunashvili (2.611) frá Georgíu. 19.
… Hxd3! 20. Dxd3 Rxe4 svartur hótar
nú í senn riddaranum og peðinu á f2.
Hvítur gat ekki leyst sig úr þeirri úlfa-
kreppu með góðu móti. 21. Rf5 Df6 22.
Be3 Bxe3 23. Rxe3 Rxf2 24. Dd7 Rxd1
25. Hxd1 Bc6 svartur er nú tveim peð-
um yfir og vann skákina og lokum eftir
nokkurn barning: 26. Dc7 Bb5 27. Rg4
De6 28. Rxe5 Hc8 29. Hd8+ Hxd8 30.
Dxd8+ Kh7 31. Dd4 f6 32. Rf3 De2 33.
h3 b3 34. Kh2 Bc6 35. Rh4 Be4 36. Dc3
Df2 37. Dg3 Dxg3+ 38. Kxg3 g5 39.
Rf3 Bxf3 40. Kxf3 f5 41. Ke3 Kg6 42.
Kd4 h5 43. g3 Kf6 44. Kd5 g4 45. h4 f4
46. Kd4 og svartur vann.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Örugg svíning.
Norður
♠6
♥DG742
♦1085
♣K963
Vestur Austur
♠ÁK1095 ♠DG87432
♥K986 ♥103
♦D6 ♦43
♣52 ♣84
Suður
♠–
♥Á5
♦ÁKG972
♣ÁDG107
Suður spilar 6♣ og fær út spaðaás.
Hér er á ferðinni sígilt dæmi um
svíningu sem getur ekki misheppnast!
Sagnhafi trompar útspilið, tekur tvisv-
ar lauf og tígulás. Fer svo inn í borð á
tromp og spilar tígli á gosann. Vestur
fær slaginn á drottninguna, en skilar
slagnum strax til baka með því að spila
hjarta frá kóngnum eða spaða í tvö-
falda eyðu. Spilið er frá landsliðs-
keppni Bandaríkjamanna í fyrra. Fall-
enius og Welland voru meðal para í NS
og þeir fóru alla leið í sjö lauf. Austur
vakti á þremur spöðum og Welland
bauð upp á láglitina með 4G. Fallenius
valdi laufið og Welland sýndi áhuga á
alslemmu með fimm spöðum. Fallenius
taldi sér skylt að halda laufkóngnum til
haga með því að segja 5G, og Welland
skaut þá á sjö. En það var einum of
mikið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 feit, 8 heimild,
9 reiðan, 10 greinir,
11 hússtæðið, 13 gabba,
15 háðsglósur, 18 ís-
breiða, 21 kvendýr,
22 lengdareining,
23 dáin, 24 sannleikur-
inn.
Lóðrétt | 2 írafár, 3 af-
reksverkið, 4 ástund-
unarsamur, 5 blóðsugur,
6 gröf, 7 venda, 12 fag,
14 keyra, 15 heiður,
16 spilla, 17 bjór, 18 alda,
19 ól, 20 hirðuleysingi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kænir, 4 töfra, 7 rokum, 8 læðan, 9 mót,
11 arða, 13 knár, 14 græða, 15 hata, 17 lund, 20 átt,
22 fipar, 23 ótrúr, 24 ránið, 25 taðan.
Lóðrétt: 1 kárna, 2 nakið, 3 römm, 4 tölt, 5 fæðin,
6 annar, 10 óhætt, 12 aga, 13 kal, 15 húfur, 16 túpan,
18 umráð, 19 dýrin, 20 árið, 21 tómt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Skipulags- og mannvirkjanefndSeltjarnarness hefur hafnað til-
lögu fasteignafélags um landfyllingu
norðan við Eiðsgranda. Hvað heitir
fasteignafélagið?
2 Garðari Þór Cortes er tekið meðkostum og kynjum á söngferða-
lagi um Bretland með þekktri velskri
söngkonu. Hvað heitir hún?
3 Sólveig Pétursdóttir er á ferða-lagi í Asíu með sendinefnd frá
Alþingi. Í hvaða landi?
4 Friðþór Eydal er orðinn fulltrú hjáflugvallarstjóranum á Keflavíkur-
flugvelli. Hvaða starfi gegndi hann
áður?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Mýrin sópaði að sér verðlaunum á
Edduhátíðinni. Hveru mörg verðlaun hlaut
myndin? Svar: Fimm. 2. Ævisaga Ólafíu
Jóhannsdóttur er komin út. Hver er höf-
undurinn? Svar: Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir. 3. Þróunarsamvinnustofnun
Íslands hefur gengið frá samningum um
stærsta einstaka verkefni stofnunarinnar
til þessa. Í hvaða landi? Svar: Úganda.
4. Garðar Jóhannsson knattspyrnumaður
þurfti undanþágu frá FIFA til að geta geng-
ið til liðs Fredrikstad. Hvaða íslensku lið
voru það? Svar: KR og Valur.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
PÆLDU í því sem pælandi
er í er annar svokallaður
„heiðursdiskur“ sem kemur
út Megasi til heiðurs. Sá
fyrri, Megasarlög, kom út
árið 1997.
Þrettán sveitir eða tón-
listarmenn heiðra meistarann á nýja disknum,
og eins og gengur er misjafn sauður í mörgu
fé. Það er mikill munur á því hversu vel flytj-
endurnir hafa stúderað texta Megasar, en í
þeim liggur nú oft snilldin. Það er sérstaklega
gaman þegar langir kvæðabálkar hans öðlast
aukið gildi með nýjum flytjendum sem, með
sínum áherslum, glæða textann nýju lífi.
Þeir sem standa sig allra best í þessu eru
Trabant-piltarnir í lokalagi disksins, „Björt
ljós, borgarljós“. Lagið er hægt og langt, en
flutningur Ragnars Kjartanssonar og tónlistin
kraumandi undir heldur hlustendum algerlega
við efnið. Myrkur textinn grípur mann heljar-
tökum í þessum flutningi og skolar manni eitt-
hvað í burt, og vel er við hæfi að hafa þetta
lokalag disksins því það kemst ekkert lag vel
frá því að vera næst á eftir.
Þó nokkrir aðrir flytjendur standa vel fyrir
sínu, og má þar nefna Hjálma sem matreiða
skemmtilega reggíútgáfu af „Sögu úr sveit-
inni“, KK sem er einfaldlega alltaf flottur í ein-
lægni sinni, Baggalút sem er að vanda
skemmtilega kaldhæðinn og Pál Óskar og
Moniku sem hljóma afar vel.
Óvæntasta útgáfan er hljómsveitin Þrumu-
kettir með lagið „Drukknuð börn“, og veit ég
engin nánari deili á þeirri sveit, en þeir breyta
laginu hæfilega mikið og koma sínum hljómi
eftirminnilega á framfæri.
Í heildina séð er ríflega helmingur laganna
flottur, tæplega helmingur síðri, og kemur
spólutakkinn á græjunum vel að notum við að
fletta yfir þau síðarnefndu við hlustun.
Nauðsynleg eign fyrir Megasaraðdáanda.
Ágætis
pæling
TÓNLIST
Geisladiskur
Geisladiskur með lögum og textum Megasar í flutn-
ingi ýmissa tónlistarmanna. 13 lög, heildartími
52.21 mínútur. Fram koma Hjálmar, KK, Ragnheiður
Gröndal, Magnús Eiríksson, Hera, Baggalútur,
Þrumukettir, Raxon Paxon, María Sól, Papar, Rúnar
Júlíusson, Páll Óskar & Mónika og Trabant. Loka-
hljóðvinnsla: Bjarni Bragi Kjartansson. Hönnun um-
slags: Bjarni Guðmann Jónsson og Birgir Heiðar. Um-
sjón: Eiður Arnarsson og Stefán Ingólfsson. Sena
gefur út 2006.
Ýmsir – Pældu í því sem pælandi er í
Ragnheiður Eiríksdóttir
Í HLÉINU á tónleikum píanóleikarans Eliza-
vetu Kopelman heyrði ég gamla konu furða sig
á því hve prelúdíurnar og fúgurnar eftir Sjos-
takóvitsj væru ólíkar þeim sem Bach samdi.
Það er ekkert skrýtið; ytri umgjörð þessara
verka er sú sama og í hinu svokallaða Vel
stillta píanói eftir Bach, sem einnig saman-
stendur af 24 prelúdíum og fúgum í öllum tón-
tegundum. Málið er hinsvegar það að þótt
Sjostakóvitsj hafi samið mun aðgengilegri tón-
list en margir samtímamanna hans, skildu
tvær aldir á milli þessara tveggja tónskálda.
Og maður þurrkar ekki burt söguna svo auð-
veldlega.
Verkin eftir Sjostakóvitsj eru talsvert frjáls-
legri en þau sem Bach samdi. Sum þeirra eru
líka erfiðari; hin ógnarhröðu áttundahlaup í
þriðju prelúdíunni og fúgunni virkuðu svo
háskaleg í meðförum píanóleikarans að ég
fékk verk í hendurnar. Samt virtist Kopelman
ekki hafa mikið fyrir þeim. Hún hefur afburða-
tækni og spilaði allt af glæsibrag. Hljómurinn í
píanóinu var tær og gæddur réttu mýktinni og
túlkunin var ávallt sannfærandi. Geri aðrir pí-
anóleikarar betur!
Ég varð var við nokkurn kurr meðal ein-
stakra tónleikagesta vegna þess að Kopelman
studdist við nótnabók á meðan hún spilaði. Það
er vissulega ekki algengt á einleikstónleikum
píanóleikara; helstu undantekningarnar eru
þegar fluttar eru flóknar nútímatónsmíðar
sem ógjörningur er að leggja á minnið. Og pre-
lúdíurnar og fúgurnar eftir Sjostakóvitsj eru
ekki beinlínis af þeirri gerðinni.
En hver segir að píanóleikarar þurfi alltaf
að leika einleiksverk utanað? Það er auðvitað
hefð, en stundum er allt í lagi að brjóta út af
vananum. Einn mesti píanósnillingur sögunn-
ar, Sviatoslav Richter, studdist við nótur síð-
ustu árin á ferli sínum.
Óneitanlega skapar það gífurlegan tauga-
óstyrk að þurfa að reiða sig á að minnið bregð-
ist ekki á ögurstundu. Og Kopelman virtist
ekki taugaóstyrk; þvert á móti flæddi tónlistin
áfram án nokkurrar fyrirstöðu. Enda var út-
koman samfelldur unaður frá upphafi til enda.
Háskalegur píanóleikur
Jónas Sen
TÓNLIST
Píanótónleikar
Sjostakóvitsj: Prelúdíur og fúgur nr. 1–12. Flytjandi:
Elizeveta Kopelman píanóleikari. Miðvikudagur 15.
nóvember.
Salurinn