Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Casino Royale kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára
Borat kl. 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 8 B.i. 12 ára
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 6
eeee
S.V. Mbl.
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
T.V. - Kvikmyndir.com
eeeee
EMPIRE
eeeee
THE MIRROR
70.000
gestir!
Casino Royale kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára
Casino Royale LÚXUS kl. 5, 8 og 11
Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Open Season m.ensku.tali kl. 4, 6, 8 og 10
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 4
eeee
„EIN BESTA MYNDIN FRÁ UPPHAFI...
BOND ER KOMINN AFTUR Í FJÓRAR OG
FEITAR STJÖRNUR, ÞAÐ ER EKKI HÆGT
AÐ ÓSKA SÉR BETRI AFÞREYINGAR Í
SPENNUMYNDAGEIRANUM.“
SV MBL
eeee
V.J.V, Topp5.is
“Besta Bond myndin í áraraðir”
eeee
Þ.Þ, FBL
“Besta Bond myndin frá upphafi...
Bond er kominn aftur með látum,
hefur aldrei verið betri...Alvöru
Bondarnir eru nú orðnir tveir”
MMJ KVIKMYNDIR.COM
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins,
besti leikar ársins,
besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn og
besta tónlistin (Mugison)
Lokasýning á leikritinu ,,Erf-ingjar eilífðarinnar“ í leik-
stjórn Rakelar Brynjólfsdóttur hjá
Platitude, leikfélagi KSS (Kristileg
skólasamtök), verður fimmtudags-
kvöldið 23. nóvember kl. 21. Leik-
ritið er í sýnt í sal KFUM og KFUK
við Holtaveg 28.
Höfundar leikritsins eru leik-
stjórinn sjálfur Rakel Brynjólfs-
dóttir og Þóra Jenný Benónýsdóttir.
Aðgöngumiðinn kostar 1000 kr.
Hægt er að panta miða hjá Rakel
leikstjóra í síma 694-4009.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Rannveig Helgadóttir opnaðisýninguna „MUSTERI í gall-
eríBOX um helgina þar sem hún
sýnir grafíkverk og málverk sem
hún hefur unnið á þessu ári.
Sýningin stendur til 7. desember.
Opið er á fimmtudögum og laugar-
dögum frá klukkan 14 til 17.
Pamela De Sensi flautuleikariog Rúnar Þórisson gítarleik-
ari munu leika í nýja safnaðar-
heimili Neskirkju fimmtudags-
kvöldið 23. nóvember kl. 20.30.
Tónleikarnir eru liður í tónleika-
röð kirkjunnar „Tónað í að-
ventu“.
Efnisskráin er fjölbreytt þar
sem leikin verða verk frá Suður-
Ameríku og Suður-Evrópu. Fyrri
hluti tónleikanna er að nokkru
leyti helgaður allskyns vættum
þar sem flutt eru verk eftir J.M. Cortes, E. Bozza, M.D. Pujol og E. Cordero.
Á seinni hluti tónleikanna, í verki eftir A. Piazzolla, er rakin saga tangósins
bæði í tali og tónum. Piazzolla er frá Argentínu og hóf árið 1936 að leika
með hinum ýmsu tangóhljómsveitum og aflaði sér í leiðinni frekari mennt-
unar á því sviði hjá helstu tangólistamönnum landsins. Hann er í dag talinn
vera meistari tangósins. Þetta kvöld koma fram, auk hljóðfæraleikaranna,
leikararnir Sigurþór Albertsson og Halldóra Malin Pétursdóttir en eitt af
markmiðum „Tónað í aðventu“ er að leiklist komi meira inn og að listform-
unum sé stillt upp hlið við hlið. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 kr.
Tónlist
DOMO Bar | Djassklubb Mulann, 23. nóv.
Erik Qvick og Jazz. Sendiboðarnir Erik
Qvick tekur ofan hattinn fyrir goðsögninni
Art Blakey ásamt vaskri sveit. Vinsælustu
lög Blakey. www.erikqvick.com.
Fella- og Hólakirkja | Kór kirkjunnar flytur
Gloria og Magnificat eftir Antonio Vivaldi
sunnudaginn 26. nóv. kl. 17. Einsöngvarar
verða Viera Manasek sópran, Sólveig Sam-
úelsdóttir messósópran, Guðrún Finn-
bjarnardóttir alt og Stefán Ólafsson tenór.
Miðaverð 1.000 kr.
Neskirkja | Sinfóníuhljómsveit unga fólks-
ins frumflytur Sprett eftir Tryggva M. Bald-
vinsson í kvöld kl. 20. Hljómsveitin leikur
einnig sellókonsert Haydns í D-dúr og sin-
fóníuna frægu í g-moll nr. 40 eftir Mozart.
Einleikari er Margrét Árnadóttir en stjórn-
andi Gunnsteinn Ólafsson. Miðaverð 1.500
kr.
Pravda | Nettettinn í kl. 21.30. Aðgangs-
eyrir er 500 kr. Nettettinn leikur tónlist úr
djass-funk geiranum. Ari Bragi Kárason –
trompet Sigurdór Guðmundsson – bassi
Kristján Tryggvi Martinsson – hljómborð
Jón Óskar Jónsson – trommur sérstakur
gestur: Andrés Þór Gunnlaugsson – gítar.
Myndlist
Anima gallerí | Helgi Þorgils Friðjónsson
og Einar Falur Ingólfsson Portrett af stað.
Til 2. des. Opið þri.–lau. Kl. 13–17
www.animagalleri.is.
Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd-
listarmaður sýnir teikningar og myndband
á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni
Tryggvagötu 15. Til áramóta. Nánar á
www.artotek.is
Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir
með sýninguna „Puntustykki“. Verkið sem
Hanna Hlíf sýnir er um stöðu og sögu
kvenna fyrr og nú. Sýningin stendur til 1.
des.
Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu
Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga kl.
8.30–6.
Gallerí Sævars Karls | Þráinn málar í
bernskustíl. Börn, tákn og tilfinningar. Til
22. nóvember.
Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Dagný Sif
Einarsdóttir sýnir. Opið virka daga kl. 14–18.
Til 30. nóv.
Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson)
með sýningu á olíumálverkum og teikn-
ingum í neðri sölum. nóv. Baski sýnir olíu-
málverk og teikningar sem tengjast Kili og
sögu Reynistaðarmanna sem þar urðu úti
1780.
Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30.
desember. Verkin eru úr væntanlegri bók
sem mun bera titilinn „Locations“. Þarna
er fyrst og fremst um að ræða myndir af
stöðum sem bera ummerki mannfólksins.
Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 8. janúar.
Hún og Hún | Skartgripaverslun, Skóla-
vörðustíg 17b. Sigrid Österby sýnir
grafik-mosaik og tréskurð. Formin á verk-
unum eru möndlulaga, sbr. mandorla:
mandla. Til 16. des. Opið á venjulegum
verslunartíma.
i8 | Klapparstíg 33–35. Katrín Pétursdóttir
Young vöruhönnuður sýnir snjóbretti og
hjálma.
Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig,
stendur yfir. Opið þri.–fös. kl. 11–17 og
laugardaga kl. 13–17.
Jónas Viðar Gallerí | Kristinn G. Jóhanns-
son sýnir grafík. Opið föstudaga og laugar-
daga 13–18. Heimasíða www.jvs.is.
Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með
myndlistarsýningu til 24. nóv. Unnur Ýrr er
með BA-gráðu í grafískri hönnun og hefur
einnig stundað myndlistarnám í mörg ár. Í
dag starfar hún sem grafískur hönnuður.
Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson
sýnir málverk á veitingastaðnum Karólínu.
Ásmundur bróðir Snorra sýnir á Café
Karólínu. Sýning Snorra stendur til 12.
janúar. Upplýsingar um verk Snorra eru á
www.this.is/snorri.
Kling og Bang gallerí | Laugavegi 23. Tvær
sýningar; Helga Óskarsdóttir og Kristinn
Már Pálmason sýna.
Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Kristinn
Már Pálmason sýnir málverkainnsetningu
byggða á samþættingu ólíkra aðferða og
merkingafræðilegra þátta í tungumáli mál-
verksins. Gryfja: Þráðlaus tenging. Kristín
Helga Káradóttir sýnir myndbands-svið-
setningu. Arinstofa: Óhlutbundin verk í
eigu safnsins. Aðgangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á
verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946–
2000). Dröfn lét mikið að sér kveða í ís-
lensku listalífi og haslaði hún sér völl í ein-
um erfiðasta geira grafíklistarinnar, trérist-
unni. Opið virka daga nema mánudaga kl.
12–17.
Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft-
ir 1980 í Listasafni Íslands. Sýningin rekur
þróunina í málverkinu frá upphafi níunda
áratugar tuttugustu aldar fram til dagsins í
dag. Á annað hundrað verk eftir 56 lista-
menn eru á sýningunni. Nánar á www.lista-
safn.is. Til 26. nóv.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn |
Kanadísk menningarhátíð í Kópavogi – 3
sýningar á nútímalist frumbyggja í Kanada.
Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á Lista-
safni Reykjanesbæjar. Sýningin nefnist
Sog. Viðfangsefni listamannsins er
straumvatn og sýnir hann þarna ný
málverk unnin með olíu á striga og rýmis-
verk.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31.
des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir
af fremstu listamönnum Bandaríkjanna,
sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn-
ingunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu
röð innan hins alþjóðlega myndlistarvett-
vangs. Sýningin hefur farið víða um heim,
m.a. til New York og Lundúna.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson
myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin
laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Sjá
nánar á www.lso.is
Lóuhreiður | Sýning Árna Björns verður
framlengd um óákveðinn tíma. Árni sýnir
olíumálverk 70x100. Opið kl. 9–17 alla daga
nema laugardaga er opið kl. 12–16.
www.arnibjorn.com.
Skaftfell | Sýning vegna Listmunaupp-
boðs. 42 verk eftir 36 listamenn af öllum
stærðum og gerðum. sjá www.skaftfell.is.
VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda
af málverki og pólitísku innleggi í anda
hefðbundins veggjakrots. Sem málverk
takmarkast verkið af eðli Gallerísins Vegg-
Verk. Þannig á þetta verk, og þau sem á
eftir munu koma, styttra líf en hefðbundin
málverk, því listamennirnir munu allir nota
sama rýmið. Til 25. nóv.
Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning
á ljósmyndum sem varðveittar eru í
myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hef-
ur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru
myndir af óþekktum stöðum, húsum og
fólki og gestir beðnir um að þekkja mynd-
efnið og gefa upplýsingar um það.
Söfn
Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek-
ið á móti hópum eftir samkomulagi.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af
20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju er
sýning í forkirkjunni um tilurð og sögu
kirkjunnar sem Borgarskjalasafn hefur
sett saman með sóknarnefnd og Listvina-
félagi Hallgrímskirkju. Minnst er einstakra
þátta úr byggingarsögunni og fórnfýsi fylg-
ismanna til að gera kirkjuna að veruleika.
Til. 30. nóv.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú-
inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk-
aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í
gamla prestshúsinu. Opið eftir sam-
komulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð-
leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og
sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu-
leiðir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld
sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja-
vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er
miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla
daga kl. 10–17.
Landsbókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn | Sú þrá að þekkja og
nema … Sýning til heiðurs Jónas Jón-
assyni frá Hrafnagili – 150 ára minning.
Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og
fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir
þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar
æviferill Jónasar.
Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson
var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar.
Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og
Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir
sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Til 31.
des.
Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð-
deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög-
um til Íslands í gegnum aldirnar. Nánar á
heimasíðu: www.landsbokasafn.is.
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns
| Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1
hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís-
lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu
safnsins. Þar er einnig kynningarefni á
margmiðlunarformi um hlutverk og starf-
semi Seðlabanka Íslands. Gengið er inn um
aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur
er ókeypis. Sýningin er opin mán.–föst. kl.
13.30–15.30.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 12–
17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leik-
myndir sem segja söguna frá landnámi til
1550. www.sagamuseum.is.
Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýjar
lifandi sýningar. Innreið nútímans og upp-
haf símasambands við útlönd. Símritari
sýnir gamla ritsímabúnaðinn í fyrstu rit-
símastöð landsins. Vjelasmiðja Jóhanns
Hanssonar – Málmsteyperíið, Kapalhúsið
og húsin á Wathnestorfunni. Opið virka
daga kl.13–16 www.tekmus.is.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
íslensk og erlend skotvopn ásamt upp-
stoppuðum veiðidýrum og veiðitengdum
munum. Sjá nánar á www.hunting.is. Opið
um helgar í nóvember kl. 11–18. Sími 483
1558 fyrir bókanir utan sýningartíma.
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning á bókum
Berlínarforlagsins Mariannenpresse stend-
ur yfir. Hver bók er listaverk unnið í sam-
vinnu rithöfundar og myndlistarmanns.
Aðrar sýningar eru Handritin, Íslensk tísku-
hönnun og Fyrirheitna landið. Veitinga-
stofa með hádegisverðar- og kaffimatseðli
er í húsinu, einnig safnbúð.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal er til
sýnis útsaumað handverk listfengra
kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin bygg-
ist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson, text-
íl- og búningafræðings. Myndefni útsaums-
ins er m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýra-
veröld fyrri alda; þarna er stílfært jurta- og
dýraskraut o.fl.
Þjóðskjalasafn Íslands | Í tilefni af nor-
ræna skjaladeginum 2006 hefur safnið
sett upp sýningu á nokkrum skjölum um
stofnun símans í lestrarsal safnsins á
Laugavegi 162. Sýningin er opin á sama
tíma og lestraralurinn til 28. feb.
Leiklist
Reiðhöll Gusts | Hvað er Þjóðarsálin? Er
hún hjartnæm fjölskyldusápa? Er hún
dramatísk og kraftmikil hestasýning? Er
hún hárbeitt ádeila? Er hún sterkar konur í
fyrsta klassa? Eða hraustir menn með
stinna rassa? Þjóðarsálin er allt þetta og
svo miklu meira. Miðasölusími: 694-8900
midasala@einleikhusid.is.
Sauðárkrókur city | Leikfélag Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki
sýnir um þessar mundir söngleikinn
Draumalönd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörns-
staðurstund
Myndlist
Sýnir grafík-
og málverk
Leiklist
Barátta
góðs og ills
Tónlist
Saga tangósins í leik og tónum