Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VINSAMLEGAST SENDIÐ SVAR TIL LÍSU LÆKNIS TIL ÞESS AÐ STAÐFESTA KOMU YKKAR ELSKU YNDISLEGA KRÚSÍ-MÚSÍ-MÚS... MÓTTAKA HA HVAÐ? KALLI GETUR EKKI SÉÐ UM LIÐIÐ OKKAR Í DAG VEGNA ÞESS AÐ HANN ÞARF AÐ ÝTA SYSTUR SINNI ÚT UM ALLT Í KERRU! ER ÞETTA SATT?!? ÉG GET EKKI HORFT FRAMAN Í HANN ÉG ER BÚINN AÐ LESA ALLT UM FORNLEIFA- UPPGRÖFT! MAÐUR ÞARF BARA AÐ FINNA GAMLA HLUTI SEM ERU ÚT UM ALLT. ÞESS VEGNA ER ÉG MEÐ SKÓFLUNA SVONA? ÞARF ÞAÐ AÐ VERA ELDRA EN SEX ÁRA? AUÐVITAÐ! SONUR SÆLL, EINHVERN TÍMANN KEMUR ÞÚ TIL MEÐ AÐ EIGA ALLT ÞETTA! HRÓLFUR ÞAÐ VAR AÐ KOMA ANNAR STAFLI AF REIKNINGUM! VÁ, ÉG GET EKKI BEÐIÐ ROSALEGA ER ÞETTA VANDRÆÐALEGT KJÓLFATA-LEIGA UNGAR VAMPÍRUR ÞURFA AÐ LEIGJA KJÓLFÖTIN SÍN ÞAÐ ERU SVO FÁIR BÚNIR AÐ SVARA BLOGGINU MÍNU KANNSKI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ SKRIFA UM EITTHVAÐ SEM ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á, EINS OG TÓNLIST GÓÐ HUGMYND, ÉG ER NEFNILEGA MEÐ KENNINGU UM ÞAÐ AÐ BÍTLARNIR OG ÞÆR HLJÓMSVEITIR SEM HERMDU EFTIR ÞEIM HAFI Í RAUN GRAFIÐ UNDAN ÍMYND ROKKSINS FINNST ÞÉR ÞETTA EKKI ÁHUGAVERT? GEISP! HA, HVAÐ? EF AÐ ÞETTA ER PETER PARKER... ...ÞÁ GETUR ÞÚ EKKI VERIÐ HANN! SKARPLEGA ATHUGAÐ EINSTEIN HVERNIG GAT MÉR SKJÁTLAST? VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT VONDI KALLINN Rannsóknastofa í kvenna-og kynjafræðum við Há-skóla Íslands býður tilhádegisfyrirlestrar á fimmtudag. Þá mun Kristín Jóns- dóttir sagnfræðingur flytja erindið „Hlustaðu á þína innri rödd“ – Kvennaframboð og Kvennalisti í Reykjavík. Fyrirlesturinn er haldinn í Nor- ræna húsinu og hefst kl. 12.15. „Ég mun fjalla um aðdragandann að stofnun Kvennaframboðs og Kvennalista, taka fyrir helstu stefnumál þeirra, og segja frá hug- myndafræðinni sem lá að baki,“ út- skýrir Kristín, en hún skrifaði meist- araritgerð sína í sagnfræði um efni fyrirlestrarins. „Ekki voru allar kvennaframboðs- konur sáttar við að bjóða fram til þings og þótti heillavænna að ein- beita sér eingöngu að borgarstjórn- armálum. Öðrum fannst full ástæða til að storka karlavíginu á Alþingi, og segi ég frá þeim deilum sem af þessu sköpuðust,“ segir Kristín. „Rauðsokkahreyfingin byggði hug- myndafræði sína á marxískum fem- ínisma og var það innan hennar sem hugmyndin að kvennaframboði kviknaði upphaflega. En þessar sömu konur tóku hugmyndafræði- lega u-beygju. Kvennaframboð byggir hugmyndafræði sína á menn- ingarfemínisma, sem var sá grund- völlur sem allt starf Kvennafram- boðs og Kvennalista byggðist á.“ Ekki hvað síst mun Kristín segja frá þeim árangri sem náðist með framboðum kvenna og hvernig á því stóð að sérframboð kvenna urðu jafnlanglíf og raunin varð: „Enginn flokkur hefur lifað jafnlengi við hlið fjórflokkanna og Kvennalisti og Kvennaframboð, sá fyrrnefndi var í 16 ár á þingi og sá síðarnefndi í 12 ár í borgarstjórn, eða þar til R-listinn er stofnaður í Reykjavík. Ekki er nóg með það heldur tvöfaldar Kvennalistinn fylgi sitt á þingi í kosningunum 1987.“ Áður en sérframboð kvenna komu til var hlutfall kvenna á Alþingi 5% og í sveitarstjórnum 6% á landsvísu. „Segja má að konur hafi ekki haft aðgang að hljóðnemum; raddir þeirra heyrðust ekki í fjölmiðlum né annars staðar þar sem völdin lágu. Einnig voru konur byrjaðar að streyma út á vinnumarkaðinn án þess að samfélagið væri í stakk búið til þess að taka á móti þeim enda voru sárafá dagheimilis- eða leik- skólapláss og skóladagurinn sundur- slitinn hjá fjölda barna. Þetta var meðal þeirra atriða sem helst hvöttu konur til að efna til sérframboðs,“ segir Kristín og bætir við að einnig hafi vinstrimeirihlutinn í Reykjavík á árunum 1978–1982 haft áhrif á að kvennaframboðin urðu að veruleika. Fyrirlestraröð Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands er öllum opin og að- gangur ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um dagskrá fyrirlestra- raðarinnar á heimasíðu rannsókna- stofunnar á slóðinni http://rikk.hi.is. Sagnfræði | Fyrirlestur um stofnun og störf Kvennalista og Kvennaframboðs á fimmtudag „Hlustaðu á þína innri rödd“  Kristín Jóns- dóttir fæddist á Siglufirði 1947 og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk kennara- prófi frá Kenn- araskóla Íslands 1973 og stúdents- prófi frá sama skóla 1974, BA-prófi í íslensku og sagnfræði 1979, B.Ed-gráðu frá KHÍ 1982, framhaldsnámi í tölv- unarfræðum frá Háskólanum í Kent 1987 og MA-gráðu í sagnfræði frá HÍ 2004. Kristín tók árið 1988 við starfi námsstjóra í tölvunar- fræðum hjá menntamálaráðuneyt- inu, hefur verið skrifstofustjóri þar frá 1990 til dagsins í dag utan þess sem hún var forstöðumaður rekstr- arsviðs HR 2000 til 2001. Kristín á tvö börn með Jóni Grétari Óskars- syni, f. 1947, d. 1985. BANDARÍSKI áhættulistamaðurinn David Blaine hangir nú fastur í snúði yfir Times-torgi í New York og mun þar snúast í nær þrjá daga. ,,Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert til þessa,“ sagði Blaine áður en hann var fest- ur í snúðinn og síðan hífður upp í 15 metra hæð. Snúðurinn mun snúa Blaine í allar áttir og í allt að átta hringi á mínútu. Blaine ætlar síðan að losa sig úr hlekkjum á morgun á meðan hann snýst. Ískalt er nú í New York og veldur það Blaine áhyggjum, auk svimans sem hann mun finna fyrir. Reuters Hangið í New York

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.