Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 24
heilsa
24 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
N
ýgengi húðkrabba-
meina, sér í lagi
sortuæxla, hefur auk-
ist hratt hérlendis á
undanförnum áratug-
um og er nú með því hæsta sem ger-
ist í heiminum. Að meðaltali greinast
fimmtíu manns á ári með sortuæxli í
húð, jafnmargir með önnur húðæxli
og um 170 manns með svonefnd
grunnfrumuæxli í húð. Tíðni hú-
ðæxla hefur tvöfaldast á síðustu tíu
árum og mest er aukningin hjá ung-
um konum. Sortuæxlum hefur fjölg-
að mest, en þau eru alvarlegasta teg-
und húðkrabbameina og algengasta
krabbameinið hjá konum á aldrinum
15–34 ára.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Til að draga úr tíðni húð-
krabbameina og dauðsföllum af
þeirra völdum er talið árangursrík-
ast að beita fyrirbyggjandi aðgerð-
um og að greina meinin snemma auk
þess að veita fræðslu til almennings
og áhættuhópa, að sögn Bárðar Sig-
urgeirssonar, húðsjúkdómalæknis.
Húðkrabbamein eru algengari í
fólki sem er ljóst á hörund og er með
blá, grá eða græn augu, vegna þess
að það er síður varið frá náttúrunnar
hendi gegn skaðlegum áhrifum út-
fjólublárrar geislunar. Ein-
staklingum, sem hafa sólbrunnið illa
undir 20 ára aldri, er frekar hætt við
að fá sortuæxli síðar á ævinni. Þeir,
sem hafa óreglulega fæðingarbletti,
sérstaklega ef sortuæxli eru í ætt-
inni, fá fremur sortuæxli en aðrir.
„Almenn fyrirbyggjandi ráð fela í
sér að forðast sólbruna, klæða af sér
sólina, nota sólarvörn, vera ekki í sól-
skini um miðjan daginn og síðast en
ekki síst að nota ekki ljósabekki.
Þrátt fyrir að sterk rök séu gegn sól-
böðum bendir flest til þess að brúnn
húðlitur sé í tísku. Könnun, sem
framkvæmd var hérlendis, bendir til
að áhættuhegðun hér sé algeng og
því má segja að fræðslan hafi ekki
skilað sér nógu vel. Áberandi er að
flestir hafa brunnið í sólinni og að
regluleg notkun sólarvarnarkrema
er ekki almenn. Sérstaklega virðist
sem sólbruni barna og unglinga hafi í
för með sér meiri hættu á myndun
sortuæxla, en slík hegðun síðar á æv-
inni. Það er því afar mikilvægt að
huga vel að sólarvörnum barna og
unglinga."
Ljósabekkir áhyggjuefni
Hérlendis er það sérstakt
áhyggjuefni, að sögn Bárðar, hve
ljósabekkjanotkun virðist algeng hjá
börnum og unglingum og mun al-
gengara er að konur fari í ljós en
karlar og þá fremur yngri konur en
þær eldri. Þó ber að fagna því að
ljósabekkir hafa verið fjarlægðir úr
opinberum stofnunum svo sem sund-
stöðum og íþróttamannvirkjum enda
undarlegt að staðir, sem eiga að
bæta heilbrigði manna, selji aðgang
að ljósabekkjum, sem geta valdið
húðkrabbameini.
Útfjólubláu ljósi má skipta í stutta
UVB-geisla, sem valda sólbruna, og
langa UVA-geisla, sem bæla ónæm-
iskerfið og valda hrukkumyndun.
Ljósabekkir gefa frá sér nánast
eingöngu UVA-geisla. Í fyrstu voru
eingöngu UVB-geislar tengdir húð-
krabbameini, en seinni tíma rann-
sóknir hafa einnig sýnt sterk tengsl
við UVA-geisla, segir Bárður.
„Fyrstu sólarvarnirnar veittu ein-
göngu vörn gegn UVB-geislun og
bruna og gátu þannig aukið UVA-
geislamengun þeirra sem notuðu sól-
arvarnarkrem. Flestar sólarvarnir í
dag veita vörn gegn bæði UVA- og
UVB-geislum, en sólarvarnarstuð-
ullinn segir eingöngu til um vörn
gegn UVB-geislum og mælir í raun
og veru hve miklu lengri tíma það
tekur að mynda roða í húð með sól-
arvarnarkremi samanborið við
ómeðhöndlaða húð. Er þá miðað við
að borið sé nokkuð þykkt lag á húð-
ina. Rannsóknir hafa sýnt að flestir
bera of þunnt lag á húðina og nota
sólarvörnina með röngu hugarfari,
til að lengja tímann sem hægt er að
vera í sól án þess að brenna. Þetta
kann að leiða til óhóflega mikillar
UVA-geislunar, en rétt notkun sól-
arvarnarkrema á ekki að leiða til
aukins tíma í beinu sólskini.“
Lífshorfurnar góðar
Sortuæxli er hættulegast allra
húðkrabbameina, en sé það fjarlægt
snemma, þegar það hefur aðeins vax-
ið grunnt í húðina, er það þó oftast
læknanlegt. Sortuæxli er oftast
dökkt að lit enda á það uppruna sinn
í frumum húðarinnar sem framleiða
litkornin. Sortuæxlin eru oft mislit,
ljósbrún eða dekkri, jafnvel svört og
geta myndast á eðlilegri húð eða
slímhúð, eða í eða við fæðingarblett.
Æxli þessi hafa ríka tilhneigingu
til að dreifa sér til ýmissa líffæra,
sem gerir það að verkum að mun erf-
iðara verður að lækna krabbameinið
ef það greinist seint. Þess vegna er
mikilvægt að fylgjast með fæðing-
arblettum og breytingum sem á
þeim verða.
Sortuæxli eru oft ósamhverf, það
er annar helmingurinn er ekki speg-
ilmynd hins. Jaðrar sortuæxla eru
gjarnan skörðóttir og oft ógreinilegir
og þau eru oft mislit. Önnur sjald-
gæfari einkenni sortuæxla eru breyt-
ingar á yfirborði þeirra, t.d. með
upphleyptu svæði eða sári, dreifingu
litar í húðinni umhverfis æxlin eða
óeðlileg tilfinning í þeim. Rétt er að
leita læknis ef vart verður breytinga
í fæðingarblettum. Að sögn Bárðar
hafa lífshorfur sjúklinga með sortu-
æxli batnað mikið og geta langflestir
þeirra, sem greinast snemma, vænst
þess að ná fullum bata. Tölur sýna að
90% þeirra, sem greinast með sortu-
æxli, eru á lífi fimm árum síðar.
Algengi sortuæxla eykst
hraðast allra krabbameina
Morgunblaðið/Ómar
Sólargeislarnir Læknar vara við notkun sólbekkja og óvörðum langtíma sólböðum.
Sortuæxli Fólk með marga fæðing-
arbletti ætti að fara mjög reglulega
í læknisskoðun því eitt af hverjum
fjórum sortuæxlum myndast í fæð-
ingarbletti.
2-&L (
(0' '
F
( ( 0' 12
!
"
#
$
$
!
$"
$
#
%
%
!
%"
%
#
!
!
!
!"
!
#
"
"
!
""
"
#
&
&
!
&"
&
#
'
'
!
'"
'
#
(
(
!
("
)
$ '
#
&
'
#
'
(
#
(
#
#
#
Ljósmynd/Steingrímur Davíðsson
Húðsjúkdómalæknirinn Bárður Sigurgeirsson segir sortuæxli alvarlegustu tegund húðkrabbameins. Þeim hefur
fjölgað mikið á síðustu árum, einkum meðal ungra kvenna á aldrinum 15 til 34 ára.
Sjúkdómur hvíta mannsins.
Nýgengi eykst um 4–8% á
ári.
Greinist venjulega um mið-
bik ævinnar.
Vaxandi hjá ungu fólki.
Sjaldgæft, en ekki óþekkt
hjá börnum.
Algengasti banvæni húð-
sjúkdómurinn.
Sólbruni er sjálfstæður
áhættuþáttur óháður húð-
gerðinni.
Sólbruni hjá börnum, allt að
18 ára aldri, virðist hafa í för
með sér mestu áhættuna.
Áhætta eykst marktækt á
myndun sortuæxlis ef ljósa-
bekkir eru notaðir oftar en
tíu sinnum á ári.
Staðreyndir um sortuæxli