Morgunblaðið - 22.11.2006, Page 19

Morgunblaðið - 22.11.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 19 SUÐURNES GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY No. 1 í Ameríku NORÐFJARÐARSAGA I Áhugafólk um byggðasögu og sögu Norðfjarðar ætti ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | ORF Líftækni hf. hefur fengið úthlutaðri lóð í Grindavík fyrir gróðurhús. Fyrirtækið er að auka ræktun á byggi til prótein- framleiðslu og mun flytja alla rækt- un sína í gróðurhúsið. ORF Líf- tækni er jafnframt að undirbúa markaðssetningu afurða sinna. ORF Líftækni hf. hefur frá árinu 2000 þróað tækni til framleiðslu á verðmætum sérvirkum próteinsam- eindum í erfðabættu byggi. Þróun- arstarfið hefur gengið vel og eru starfsmenn þess nú komnir með hátt í 80 mismunandi tegundir af próteini, segir Björn Örvar fram- kvæmdastjóri. Ætlunin er að hefja sölu á þeim á næsta ári, væntanlega um mitt ár. Í uphafi verður áhersla lögð á sölu próteina á rannsókna- og þróunarmarkaði í Bandaríkjunum. Vel útbúið gróðurhús Fyrirtækið þarf að auka ræktun sína á byggi til að hafa nægilegt hráefni. Segir Björn að rækta þurfi nokkra tugi kílóa af hverju afbrigði. Svo sé nauðsynlegt að hafa rækt- unina afar nákvæma og hún þurfi að fara fram við aðstæður þar sem hægt er að hafa stjórn á öllum að- stæðum. Ákveðið var að byggja nýtt 2000 fermetra gróðurhús af fullkomn- ustu gerð í Grindavík fyrir þessa framleiðslu, sem fyrsta áfanga, og flytja þangað alla ræktunina. Hún fer nú fram í minna gróðurhúsi í Hveragerði. Björn Örvar segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi fengið góðar mót- tökur í Grindavík og þar hafi reynst ágætar aðstæður til að koma þess- ari starfsemi upp. Segir hann einnig litið til þess að Grindavík sé á vinnumarkaði höfuðborgarsvæðis- ins. Reiknað er með að bygging hússins hefjist í byrjun mars og að hægt verði að taka það í notkun á vormánuðum. Flutt milli húsa ORF Líftækni flytur sig um set um áramót. Fer úr húsi Landbún- aðarháskóla Íslands á Keldnaholti í svonefnt líftæknihús hjá Iðntækni- stofnun sem einnig er á Keldna- holti. ORF Líftækni byggir yfir byggræktun sína Morgunblaðið/Kristinn Verðmæt framleiðsla Björn Örvar og Einar Mäntylä, tveir af frumkvöðl- unum í ORF Líftækni, umvafðir byggi í rannsóknarstofunni. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Keflavíkurflugvöllur | Ekkert eftir- lit var haft með húseignum á varn- arsvæðinu á Miðnesheiði, en tals- verðar skemmdir urðu á alls 19 fjölbýlishúsum þegar vatnslagnir sprungu vegna frostsins um síðustu helgi, enda vaktar sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli einungis mannaferðir á svæðinu. Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra segir að jafnvel þótt eftirlit hefði verið haft sé óvíst að tekist hefði að forðast tjónið. Gríðarleg vinna væri í því fólgin að ganga reglulega í öll hús á svæðinu, og líklega hefði mikið tjón orðið þótt slíkt eftirlit hefði verið í gangi. Hiti hefði verið á húsunum, en kaldavatnsleiðslur hefðu sprungið þar sem ekki hefði verið hreyfing á vatninu. Fjármálaráðuneyti og utanríkis- ráðuneyti hafa nú haft samband við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem taka mun við fasteignum á svæðinu. Gerður verður skamm- tímasamningur um að félagið taki að sér mat á tjóninu og aðgerðir vegna þess. Félagið muni í raun hefja sína starfsemi nú þegar, jafn- vel þótt ekki hafi verið gengið frá þjónustusamningi við ríkið. Íslenska ríkið tryggir ekki eigur sínar, þar sem það er ekki talið svara kostnaði, og verður því kostn- aður sem til fellur vegna tjóns helg- arinnar greiddur úr ríkissjóði. Val- gerður segir að tjónið nemi líklega tugum milljóna kr., en það nái ekki hundrað milljónum eða meira eins og í fyrstu var talið. „Þetta eru fyrst og fremst hús sem var reiknað með að nýtt væru áfram, svo fram- arlega sem hægt væri að koma þeim í einhver not,“ segir hún. Víkurfréttir/Þorgils Jónsson Vatnstjón Kostnaður vegna tjónsins er talinn nema tugum milljóna króna. Kostnaður vegna vatns- leka mun falla á ríkissjóð Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Við Reykjahlíð- arskóla er að fara af stað um- hverfisverkefnið „Skóli á grænni grein“. Í tilefni þess var öllum nemendum boðið að koma í verk- smiðju Grænna lausna, leggja þar inn pappírsúrgang til endur- vinnslu og fá í staðinn að litast um í verksmiðjunni í fylgd Eiðs Guðmundssonar verksmiðjustjóra. Heimsóknin vakti mikla ánægju meðal barnanna, sem á myndinni eru í fylgd verksmiðjustjórans. Þegar skólinn hefur náð ákveðnum markmiðum í umhverf- ismálum verður sótt um „Græn- fánann“ sem er sérstök viður- kenning Landverndar til skóla sem náð hafa skilgreindum mark- miðum í umhverfismálum. Í Reykjahlíðarskóla eru 73 nem- endur í vetur. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Skóli á grænni grein Húsavík | Haldið verður upp á 110 ára afmæli Borgarhólsskóla á Húsa- vík í dag. Bæjarbúum er boðið í heimsókn og taka þátt í skólastarf- inu. Á árinu 1896 reistu Húsvíkingar fyrst skólahús og Barnaskóli Húsa- víkur, síðar Borgarhólsskóli, varð til. Í tilefni dagsins munu kennarar Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur kenna fyrir opnum tjöld- um og nemendur sýna afrakstur þemavinnu í skólastofum og á göng- um. Þrjár stuttar samkomur verða haldnar í sal skólans á afmælisdag- inn fyrir nemendur. Fagna 110 ára afmæli LANDIÐ Borgarfjörður | Lögreglan í Borgarnesi sá för eftir bíla á heið- um Borgarfjarðar í eftirlitsflugi en ekki voru neinar rjúpnaskyttur staðnar að verki við ólöglegar veið- ar. Lögreglan í Borgarnesi fór í veiðieftirlitsflug með þyrlu Land- helgisgæslunnar TF-SIF í gær- morgun. Þyrlan lenti á Kárastaða- flugvelli ofan við Borgarnes og tók þar upp tvo lögreglumenn. Síðan var flogið vestur að Hítarvatni og síðan um hálendið norður á Holta- vörðuheiði, um Arnarvatnsheiði og yfir Geitland og Kaldadal. Snjór var lítill á heiðum uppi en víða var þó vel sporrækt. Á nokkr- um stöðum mátti sjá för eftir bíla á vegum á hálendinu en engar rjúpnaskyttur voru staðnar að verki. Veiðum lýkur í mánaðarlok. Tveir hafernir sáust leika listir sínar upp af Mýrum en engar rjúp- ur. Það vakti athygli lögreglu- manna að þótt ís væri á öllum helstu stöðuvötnum á svæðinu var Háleiksvatnið íslaust og autt með öllu. Háleiksvatnið er í um 540 metra hæð yfir sjó en Langavatnið sem er í um 215 metra hæð var allt þakið ís. Morgunblaðið/Theodór Engar rjúpnaskyttur staðnar að verki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.