Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Seltjarnarnes | Sveinbjörn Hafliðason seg-
ir að mikil ánægja sé hjá sér og öðrum íbú-
um á Seltjarnarnesi vegna ákvörðunar
skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarn-
arnesbæjar um að hafna tillögu Þyrpingar
hf. um 22 þúsund fermetra landfyllingu
norðan við Eiðsgranda.
Eftir að Þyrping lagði til að um 6.500 fer-
metra verslanahúsnæði, meðal annars und-
ir verslanir Hagkaupa og Bónuss, yrði reist
á landfyllingunni fylktu íbúar liði. Gengið
var í hús og undirskriftum safnað í þeim til-
gangi að mótmæla landfyllingunni. Svein-
björn Hafliðason segir að skipuleggjendum
hafi alls staðar verið vel tekið og ekki síst
upplýsingabæklingi sem hafi verið dreift á
öll heimili í bænum. „Svo virtist sem fólk
væri alveg forviða á þessum áformum,“ seg-
ir hann og bætir við að bæklingurinn hafi
opnað augu almennings fyrir því hvað til
stæði að gera. „Nú vonum við bara að bæj-
arstjórnin samþykki þessa fundargerð og
ljúki málinu,“ segir Sveinbjörn.
)*+,-.-.*)
-*/!,&"!
Ánægja með
höfnunina
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Reykjavík | Sóknarnefnd Grafar-
holtssóknar hefur auglýst eftir um-
sóknum verktaka í samvinnu við
arkitekta um þátttöku í lokuðu
alútboði vegna hönnunar og bygg-
ingar á kirkju sem til stendur að
byggja fyrir sóknina og byggðina í
Úlfarsfelli á Kirkjustétt 8 í Reykja-
vík. Að loknu forvali metur bygg-
ingarnefnd Grafarholtskirkju
hæfni fyrirtækja til að framkvæma
verkið á grundvelli forvalsgagna
og gerir tillögu til sóknarnefndar
um fjóra verktaka til að taka þátt í
lokuðu alútboði.
Verkið felst í að hanna og byggja
kirkju og safnaðarheimili, samtals
um 750 fermetra, og greiðir sókn-
arnefndin 200 milljónir fyrir verk-
ið.
Nýjungar
Níels Árni Lund, formaður
sóknarnefndar Grafarholtskirkju,
segir að þetta sé í fyrsta sinn sem
óskað sé eftir alútboði vegna bygg-
ingar kirkju á Íslandi. Lóðin á bak
við Ingunnarskóla sé tilbúin og
stefnt sé að því að ljúka fram-
kvæmdum fyrir árslok 2008. Sam-
ráð og samvinna sé við biskups-
stofu um bygginguna og sé það
einnig í fyrsta sinn sem slíkt sam-
ráð sé við yfirvöld kirkjunnar
vegna kirkjubyggingar hérlendis.
Grafarholtshverfið hefur byggst
hratt á nokkrum árum og búa þar á
fimmta þúsund manns. Fyrstu árin
tilheyrðu þeir íbúar hverfisins, sem
skráðir eru í þjóðkirkjuna,
Árbæjarprestakalli en á nýliðnum
árum hefur söfnuðurinn verið með
aðstöðu í félagsrými fyrir aldraða
sem Reykjavíkurborg á í Þórðar-
sveig 3. „Við höfum haft þar mjög
góða aðstöðu en hún er ekki til
framtíðar,“ segir Níels Árni Lund
og vísar til æ öflugra safnaðar-
starfs. Í því sambandi nefnir hann
kirkjukór, barnakór, organista,
æskulýðsstarf og ýmsar uppá-
komur, til dæmis á sumardaginn
fyrsta og 1. desember. Ennfremur
bendir hann á fréttabréf sem sé
gefið út mánaðarlega og vef kirkj-
unnar (www.grafarholt.is).
Á síðasta aðalfundi fékk sóknar-
nefndin heimild til að halda áfram
undirbúningi vegna byggingar
kirkju en til að mega fara út í fram-
kvæmdir þarf að boða til aukasafn-
aðarfundar. Hann verður haldinn
klukkan 20 í Þórðarsveig 3 mið-
vikudaginn 6. desember og þar
verður leitað eftir samþykki safn-
aðarins til þess að fara út í fram-
kvæmdir. „Okkur finnst það vera
ábyrgðarhluti að geyma þetta mik-
ið lengur,“ segir Níels Árni Lund
um fyrirhugaðar framkvæmdir og
bætir við að kirkjuráð greiði 40%
byggingarkostnaðarins eða 80
milljónir króna.
Byggja kirkju í Grafarholti
Verkið á að hefjast í vor og sóknarnefndin áætlar verklok eftir um tvö ár
Morgunblaðið/ÞÖK
Kirkja Til stendur að byggja kirkju og safnaðarheimili fyrir Grafarholtssókn við Kirkjustétt 8 í Reykjavík.
Kirkjan verður skammt frá Ingunnarskóla og er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin í árslok 2008.
Í HNOTSKURN
» Nær 5.000 manns búa íGrafarholtshverfi en
Grafarholtssókn var stofnuð
árið 2003 og Grafarholts-
prestakall ári síðar.
» Séra Sigríður Guðmars-dóttir var valin fyrsti
sóknarprestur Grafarholts-
prestakalls og hafa guðs-
þjónustur verið haldnar í
þjónustusalnum í Þórðar-
sveig 3.
ENGIN merki eru um virkar sprungur á fyrir-
hugaðri byggingarlóð álvers á Bakka við
Húsavík og jarðskjálftahætta er ekki talin
hindra byggingu 250 þúsund tonna álvers þar,
skv. nýjum rannsóknum sem greint var frá á
kynningarfundum um stöðu mála, á Akureyri
og Húsavík í gær. Þar var einnig greint frá því
að háhitasvæðið á Þeistareykjum er að öllum
líkindum mun stærra en áður var talið og í
holu sem þar var boruð í sumar er 370 gráða
heitt vatn, sem er það næst heitasta sem fund-
ist hefur í borholu á Íslandi.
Fundirnir í gær voru á vegum Norðurþings,
Alcoa, Landsvirkjunar og Landsnets og voru
fjölsóttir en þar gerðu sérfræðingar grein fyr-
ir ýmsum niðurstöðum rannsókna vegna hugs-
anlegrar uppbyggingar álversins.
Fyrstu niðurstöður hvetjandi
Gunnar Guðni Tómasson frá HRV verk-
fræðisamsteypunni kynnti niðurstöður rann-
sókna á vegum Alcoa og í máli hans kom m.a.
fram að byggingarkostnaður fyrirhugaðs ál-
vers yrði tiltölulega hár vegna stærðar þess,
vegna jarðskjálftahættunnar og mögulegrar
byggingar í áföngum en fyrstu niðurstöður
rannsókna væru flestar mjög hvetjandi.
Gunnar Guðni sagði að Húsavíkur-Flat-
eyjarmisgengið væri virkt jarðskjálftasvæði
sunnan fyrirhugaðrar álverslóðar, en helstu
niðurstöður eftir ítarlegar rannsóknir væru að
engin merki væru um virkar sprungur á fyrir-
hugaðri byggingarlóð og jarðskjálftahætta
ekki talin hindra byggingu álvers.
„Þó má vænta stórra skjálfta á Húsavíkur-
misgenginu sem valda verulegri jarðskjálfta-
hröðun á Bakka og hafa ráðandi áhrif á burð-
arþolshönnun mannvirkja,“ sagði hann, en
bætti við að í næsta áfanga yrði áhersla lögð á
að ákvarða með meiri vissu hönnunarfor-
sendur vegna jarðskjálfta og áhrif þeirra á
byggingarkostnað.
Gunnar Guðni sagði að skv. fyrstu nið-
urstöðum rannsókna væri hætta á hafís
ásættanleg, en fengnir yrðu kanadískir sér-
fræðingar til þess að rannsaka þann flöt enn
frekar. Þá sagði hann að hætta á eldgosum á
Bakka eða í næsta nágrenni væri lítil sem eng-
in. Hann greindi og frá því að drög að skýrslu
um hugsanleg áhrif á dýralíf og gróður væru
tilbúin og skv. þeim virtust áhrifin ekki verða
mikil. Bein áhrif yrðu á hreiðursvæði innan
byggingarsvæðisins en áhrif utan þess ættu að
verða í lágmarki. Þá sagði hann afar mikilvægt
að kanna vel hvernig rekstur álvers gæti farið
sem best saman við þær atvinnugreinar sem
þegar væru fyrir hendi, ferðamennsku, fisk-
vinnslu og landbúnað og það yrði gert.
Árni Gunnarsson, verkfræðingur hjá Lands-
virkjun og verkefnisstjóri Landsvirkjunar og
Þeistareykja, fjallaði um jarðhitarannsóknir á
Norðausturlandi, sem fram hafa farið til þess
að unnt verði að taka ákvörðun um hugsanlega
nýtingu þeirra fyrir allt að 250 þúsund tonna
álver á Bakka.
Árni upplýsti m.a. að í sumar hefðu verið
boraðar þrjár rannsóknarholur, ein í Bjarnar-
flagi, önnur á vestursvæði Kröflu og sú þriðja
á Þeistareykjum. Sú fyrstnefnda hefði reynst
mjög vel og gæfi 12 megavött á ársgrundvelli
sem væri tvöfalt á við það sem búast mætti við,
holan á Kröflusvæðinu væri léleg en sú á
Þeistareykjum lofaði mjög góðu. Borun henn-
ar lauk í lok september og í þessari tæplega 3
km djúpu holu væri 370 gráða heitt vatn. Að-
eins einu sinni hefur fundist heitara vatn í bor-
holu á Íslandi, á Nesjavöllum.
Árni greindi einnig frá því að skv. viðnáms-
mælingu virtist sem virkt háhitasvæði á
Þeistareykjum væri mun stærra en hingað til
hefði verið talið, eða alls 45 ferkílómetrar.
Fram að þessu hefði háhitasvæðið verið álitið
19 ferkílómetrar að stærð og þessi munur
skipti miklu máli vegna rafmagnsframleiðslu
fyrir hugsanlegt álver við Húsavík.
Skipulagsmál mikilvæg
Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Þingeyinga, sagði það
reynslu Austfirðinga, vegna framkvæmda við
álver Alcoa á Reyðarfirði, að skipulagsmál
væru gríðarlega mikilvæg enda legðu Þing-
eyingar mikla áherslu á að þau væru í góðu
lagi og þegar hefði verið samþykkt nýtt að-
alskipulag á Húsavík.
„Það er ljóst að ábúendur á Héðinshöfða,
næstu jörð við Bakka, verða fyrir einhverju
ónæði en viðræður eru í gangi við þá og von-
andi fæst viðunandi niðurstaða úr þeim,“ sagði
Tryggvi.
Hann upplýsti að á svæðinu umhverfis á
Bakka væru 40 skráðar fornminjar sem flestar
teldust smáar. „Um er að ræða þrjár bæjar-
rústir og fornan grafreit sem liggja utan fyrir-
hugaðs byggingarsvæðis. Aðrar minjar eru
helst stekkir, túngarðar, mógrafir og veitu-
skurðir, en einungis þrjár þeirra liggja innan
fyrirhugaðs byggingarsvæðis. Kortleggja þarf
áveitu- og fráveituskurði í Bakkamýrum og
aldursgreina þá og einnig þarf að aldursgreina
eina mógröf.“ Hann sagði nánari rannsóknir á
fornminjum verða hluta af umhverfismati
framkvæmdarinnar.
Tryggvi sagði að stærsta framkvæmdin sem
yrði að ráðast í af hálfu sveitarfélagsins væri
uppbygging hafnarinnar. Hann sagði líklegt að
ef yrði af byggingu álbræðslunnar yrði súrál
flutt í stærri skipum en hingað til. Vinna væri
hafin við skoðun á nauðsynlegum framkvæmd-
um og henni ætti að ljúka fyrir vorið.
Jarðskjálftahætta hindrar ekki
byggingu álvers á Bakka við Húsavík
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kynning Fjöldi fólks mætti á fundinn á Akureyri í gær, þar sem nokkrir sérfræðingar greindu
frá ýmsum niðurstöðum rannsókna vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík.