Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 27 Þjóðleikhúsið telst án efa ein afhöfuðbyggingum landsins.Byggingin telst enn fremurvera meðal helstu verka Guð- jóns Samúelssonar en hann var óumdeil- anlega einn merkasti arkitekt landsins. Sérstaða byggingarinnar felst í form- um hennar sem kallast á við íslenska náttúru og í allri efnisnotkun. Hugmyndir Guðjóns hneigðust mjög í þá átt að nota íslensk efni og íslensk form. Húsið er steinað að utan með þremur íslenskum berg- og steintegundum. Það var fyrsta stóra byggingin sem var steinuð á Íslandi, og reyndar í heiminum, og telst vera tilraunastaður í þeim efnum því aðferðin var ein- mitt fundin upp og þróuð í tengslum við bygginguna. Þessi samantekt er unnin fyrir þá og með þeim sem standa að endurnýjun Þjóð- leikhússins og fyrir hönnuði viðgerðanna. Af hverju steining? Því hefur verið haldið fram að hugmyndir um steiningu húsa séu sprottnar úr höftum kreppuára og hafi verið neyðarúrræði. Ef til vill var það svo í upphafi en fleira kemur til. Eftir því sem virðist af skjölum mun Guðjón Samúelsson allra fyrst hafa horft til húðunar- aðferðar sem sjá má á Aust- urbæjarbarnaskólanum og ættuð er frá Noregi. Þar er bergmylsnu hrært út í múrblöndu og henni svo „rappað“ á veggi. Eflaust hefur komið til greina í upphafi að nota erlenda bergmylsnu í slíka húð á Þjóðleikhúsið. En samvinna Guðjóns við Guðmund Ein- arsson frá Miðdal og aðra kunnáttumenn hér heima sem höfðu talað fyrir notkun íslenskra efna til bygginga leiddi til til- rauna með að festa steinmylsnu í múrhúð þannig að kornin sjálf sæjust. Efalítið hefur líka þá komið til greina að nota er- lenda mylsnu í slíka húð sem fékk heitið steining en hitt er næsta víst að Guðjóni hugnaðist mjög tilraunablanda ljósra og dökkra steinda sem hægt var að fá hér heima, hvað sem öllum neitunum yf- irvalda um innflutning líður. Þessi sátt Guðjóns við hina nýju aðferð með heima- fengnum efnum kemur fram í þeirri alúð sem lögð var í steiningu Þjóðleikhússins, í notkun stórra silfurbergskristalla utan á turnsteininguna og í klæðningu með slíp- uðum plötum úr steiningarefninu innan- húss. Enginn kreppubragur á neinu. Þannig er íslenska steiningin, nátt- úruform byggingarinnar, innviðir og frumgerð útveggjaklæðningar fernar eig- indir Þjóðleikhússins sem varla verða að- skildar, auk þess sem steiningin verður að teljast merkt framlag Íslendinga til byggingarlistar. Viðgerðir á steinuðum húsum Tugir húsa hafa verið endursteinuð, t.d. í Reykjavík, undanfarin fáein ár. Þeim byggingum fjölgar ört sem þarfnast viðamikilla viðgerða því það standa a.m.k. 3.000 steinuð hús í landinu með hinni eldri steiningu. Hingað til hafa nánast eingöngu verið notuð erlend efni til endursteiningar, út- lent kvars eða marmari, alls konar mis- dökkur, glerkenndur mulningur en ekk- ert silfurberg. Um hríð fékkst svartur mulningur úr framleiðsluferli Steinull- arverksmiðjunnar en ferlinu var breytt og þá tók fyrir það. Tvær meginund- antekningar eru á öllu þessu. Þegar end- ursteina átti Aðalbyggingu Háskóla Ís- lands var ákveðið, í ljósi þess að hún er ein höfuðbygging landsmanna og Guð- jóns, að nota íslenskt steiningarefni. Hin undantekning eru Hnitbjörg Einars Jóns- sonar myndhöggvara. Þannig fer því, að eftir 2–3 áratugi verða fá ef nokkur hús eftir sem bera upphaflega steiningarkápu Unnið var að því í samráði við NÍ og UST að lenda málinu, af eða á. Nið- urstaðan varð sú að taka 50 tonnin við Hrafntinnusker á hluta af umræddum 8 hekturum. Eftir að sérfræðingar NÍ töldu alla efnistökuna kleifa við Hrafntinnusker í samráði við embættismenn UST, var formlega fengið grænt ljós hjá stofn- uninni, hjá ríkinu sem eiganda og sveit- arstjórn sem leyfisgjafa um efnistöku. UST gerði engar athugasemdir um að kynningar- eða matsskylda hvíldi á svona aðgerð. 50 tonnin í Hrafntinnuskeri UST lagði til strangar starfsreglur vegna hrafntinnunámsins og var þeim fylgt. Leyfi til hrafntinnutöku var veitt verkfræði- og ráðgjafastofunni Línuhönn- un sem hönnuði viðgerðanna fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins en FSR er kaupandinn og vinnur í nánu samráði við alla forsvarsmenn Þjóðleikhússins. Um efnistökuna sá Flugbjörgunarsveitin á Hellu og tveir sérstakir umsjónarmenn fylgdust með verkinu. Í starfsreglum UST kemur fram að magnið skuli vera 50 tonn, tekið á af- mörkuðu svæði á korti frá UST, að miðað sé við að taka 2,5 kg af fermetra að jafn- aði (helming tinnunnar) og vinna á 2 hekturum af 8 (0.22% af heildarsvæðinu) á hinu kortbundna svæði, að bílum sé að- eins ekið á tilteknum vegslóðum, að nota megi sexhjól á ógrónum melum á um- ræddu svæði eingöngu, að rakað skuli yf- ir tínslustaði og hjólför og að tinnan sé handtínd. Skýrslu björgunarsveitar um verkið skal skilað eftir lok þess. Eftir öllu þessu var farið í einu og öllu skv. orðum umsjónarmanna. Kynning og matsskylda Af sjálfu leiðir að allar aðgerðir á frið- uðum landsvæðum eru ekki matsskyldar né heldur útheimta þær allar almenna kynningu. Stærð og umfang ákveður slíkt. Í viðauka við lög og reglugerð sem varða mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda eru sett viðmið um hvað skuli matsskylt. Þar kemur fram að efnistaka sem raskar meiru en 50.000 fermetrum (5 hekturum) eða 150.000 rúmmetrum skuli sjálfkrafa fara í mat. Með efnisnámi þessu er auðvitað átt við mokstur eða fjarlægingu jarðefna þannig það sjái verulega á landi en varla hóflegri steina- tínslu (tinnan á Þjóðleikhúsið er um 20 rúmmetrar). Í viðauka 2 er sagt, undir yf- irskriftinni námuiðnaður, að efnistöku á meira en 25.000 fermetrum (2,5 hekt- urum), eða sem nemi meira en 50.000 rúmmetrum, skuli tilkynna til Skipulags- stofnunar og spyrjast fyrir um mat- skyldu. Með hugtakinu efnistaka undir liðnum námuiðnaður er væntanlega átt við gerð geila/gryfja í landslag eins og tölurnar bera með sér. Það skal einnig gert ef fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar ná yfir stærra svæði en 25.000 fermetrar samanlagt (eða efni nemur meiru en 50.000 rúmmetrum). Tínsla úr mörgum nokkurra fermetra flekkjum í misþéttum hrafntinnumel á alls 20.000 fermetra svæði (þannig að að- eins er hreyft við hluta þess og teknir um 20 rúmmetrar) er langt innan þessara marka. Í viðauka 3 er sagt að taka skuli tillit til nýtingar náttúruauðlinda og gæta skuli að friðlýstum náttúruminjum og sérstæðum bergmyndunum. Það var ein- mitt verkefni NÍ að meta umrætt inngrip í lausu tinnuna (fjórir þúsundustu hluta efnis hverfa á tveimur þúsundustu lands), og áhrif þess. Sem hún og gerði. Mat eðlilega sem ásættanlegt. UST hlýtur að hafa talið óþarft að tilkynna verkið til Skipulagsstofnunar með tilliti til hugs- anlegs mats á umhverfisáhrifum vegna þess að umfangið var langt innan viðmið- unarmarka. Sama má segja um alla aðra sem að verki komu. Þetta hrafntinnunám í Hrafntinnuskeri er ekki herför að náttúruverðmætum. Hér var verið að nýta náttúruna skyn- samlega til þess að hlúa að merkum og einstæðum menningarverðmætum. úr íslenskum efnum, nema kannski að einhverjum hluta, hvað þá hrafntinnu. Viðgerð á Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið hefur látið á sjá að utan í áratuga veðravolki. Löngu er kominn tími á víðtækar viðgerðir á ytra byrði þess, eða með öðrum orðum endursteiningu. Alþjóðleg hugmyndafræði friðunar felst meðal annars í því að leitast við að nota sem mest af upprunalegu efni í lagfær- ingar friðaðra bygginga, einkum á sýni- lega hluta þeirra, t.d. útveggi og þök. Þessi alþjóðlega hug- myndafræði sýnist gilda hér á landi þegar menn leggja sig fram, t.d. eins og við við- gerðir á Hóladómkirkju (rauður sandsteinn) og Há- skóla Íslands (steining). Rök fyrir þessu eru augljós og verða ekki tíunduð hér. Rétt viðgerð á Þjóðleik- húsinu leiðir til þess að það verður innan áratuga líklega eina byggingin í veröldinni, frumgerðin sjálf, sem stein- uð er með íslenskum efnum, þ.á.m. hrafntinnu. Hrafntinnurannsóknir Vorið 2005 hafði verk- fræði- og ráðgjafarfyr- irtækið Línuhönnun frum- kvæði að því að safna fé hjá næstum tug aðila til að fá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) til að rannsaka þrjá hrafntinnustaði. Tilgang- urinn var sá að fá grein- argott mat á möguleikum til hrafntinnunáms vegna stein- ingarviðgerða. Þeim rann- sóknum lauk sumarið 2006. Niðurstaðan er m.a. sú að 12.000– 13.000 tonn er að finna af þokkalegri eða fallegri tinnu sem lausa mola á mörgum stöðum í og við Hrafntinnusker. Þar er yfirleitt um ógróna mela og ruðning að ræða. Hraunið þarna (8 ferkm – 800 hektarar) er víða með hrafntinnuskán og líka lausum molum. Skánin er misþykk og þekur ekki hraunið alls staðar en magnið nemur tugum eða hundruðum þúsundum tonna. Tinnan liggur líka laus alllangt út frá hraunjöðrunum. Þannig dreifist laus tinna og fastar tinnuskánir á um 900–1000 hektara (9–10 ferkm) svæði og er það lágmarkstala. Tinnan veðrast hægt en jafnt úr fasta berginu, er í verulegu magni undir lausu yfirborði mela og svo liggur nokkuð af tinnu undir fönnum og gömlum jöklaleif- um. Rannsóknunum var ekki lokið þegar efnisþörf vegna viðgerða á Þjóðleikhúsinu varð ljós og var því unnt að nota störf sérfræðinga NÍ á vettvangi til þess að meta sérstaklega hvort taka mætti og þá hvar þau 50 tonn af lausri tinnu sem þarf til mulnings utan á bygginguna. Ákvörðun tekin Samkvæmt náttúruverndarlögum eru nýlegar gosmyndanir almennt friðaðar, ef ákvæðið er túlkað rúmt. Milljón ára gamlar gosmenjar eru það ekki. Þarf leyfi m.a. Umhverfisstofnunar (UST) til að nema nýleg gosefni. Ef til vill má deila um hvort 7.000 eða 20.000 ára gamlar gosmyndanir teljist nýlegar en hitt er óumdeilt að hrafntinna er fremur sjald- gæf. Engum vafa var þess vegna undir- orpið að tinnunám hvar sem er á landinu heyrir undir ákvarðanir UST að mati þeirra sem óskuðu eftir efninu utan á Þjóðleikhúsið. Í reglugerð um Friðland að Fjallabaki segir að ekki megi hreyfa við bergmynd- unum en að UST geti leyft efnistöku. NÍ kannaði hrafntinnu víða í og við Hrafntinnusker og mat nokkra meg- instaði. Í seinni vettvangsferð einbeittu menn sér að svæði sem er um 8 hektarar og aðgengilegt. Metið er svo, að þar liggi að meðaltali 5 kg af tinnu á fermetra í bland við annað grjót. Tinnan er í raun í misstórum flekkjum. Heildarmagnið er þarna 400 tonn, eða 3,3% af lausu tinn- unni á þessu svæði einu saman Náttúruvernd og menning- arvernd – um hrafntinnu og Þjóðleikhúsið Eftir Ara Trausta Guðmundsson »Hér var ver-ið að nýta náttúruna skyn- samlega til þess að hlúa að merkum og ein- stæðum menn- ingarverðmæt- um. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er ráðgjafi Línuhönnunar. undan með góðu fordæmi í anda ný- samþykktrar mannréttindastefnu borgarinnar. Þannig verði fólk af er- lendum uppruna hvatt til að sækja um störf hjá borginni, það njóti jafn- ræðis í ráðningarferli og Reykjavík- urborg bjóði því upp á starfstengt íslenskunám. Hlutverk stjórnvalda Eins og ofangreind framkvæmda- áætlun ber með sér er hlutverk borg- arinnar sem stjórnvalds margþætt. Samhliða aðgerðum er mikilvægt að afla upplýsinga og þekkingar til að byggja undir aðgerðir sem stuðla að farsælu fjölmenningarsamfélagi. Til að meta árangur mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, og framkvæmda- áætlana sem á henni byggjast, leggja flokkarnir til að reglulega verði gerð út- tekt á stöðu, líðan og þátttöku innflytj- enda í Reykjavík. Reykjavíkurborg ein og sér getur þó ekki borið ábyrgð á málaflokknum, heldur verður ríkisvaldið að axla þá ábyrgð sem því ber. Því skora borg- arstjórnarflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna á ríkisvaldið að mynda þegar í stað heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda hvað varðar réttindi á vinnumarkaði, endurgjalds- lausa íslenskukennslu, eflingu trúar- bragðafræða í grunnskólum, aðgerðir gegn brottfalli ungmenna úr framhalds- skólum og úrræði fyrir konur af erlend- um uppruna sem beittar eru ofbeldi. Ríkisstjórn Íslands og sveitarfélögin í landinu þurfa að taka höndum saman við að vinna gegn aðgreiningu, með þátttöku og aðlögun að leiðarljósi, í þágu öflugs og fjölbreytts samfélags 21. aldarinnar. u íbúðirnar hafa þeg- leiri íbúðir verða unni. rflokkar Samfylking- tri-grænna leggja til ðir haldi áfram á að áfram verði tekið ðum um félagslega gun félagslegra jörtímabilsins verði gra íbúða í borginni erfum hennar. rflokkar Samfylking- tri-grænna leggja til arsvæðum verði úða ekki undir 20% hlutfall félagslegra yfir 10%. g andi g hefur lagt áherslu á unám og að menntun tin að verðleikum og rið unnið gegn for- innustöðum borg- nusta Reykjavík- urkenningu tarf sitt í þágu fjöl- 05. ngur verði gerður um að öllu starfsfólki rgar standi til boða ræðsla. rg gangi áfram á da í Reykja- aáætlun æmdaáætl- fur verið í an í haust og t á mannrétt- borgarinnar kkt var á vor- garstjórn. Morgunblaðið/Eggert na skora á ríkisvaldið að mynda þegar í stað heildstæða stefnu Höfundar eru í borgarstjórnarflokkum Samfylkingar og Vinstri-grænna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.