Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan 10–15 m/s, hægari norð- an- og aust- anlands. Bjart- viðri á NA-landi, skýjað annars staðar. » 8 Heitast Kaldast 5°C -3°C HÁHITASVÆÐIÐ á Þeistareykjum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu er að öllum líkindum mun stærra en talið hefur verið, skv. nýjum rannsóknum sem kynntar voru í gær, allt að 45 ferkílómetrar en ekki 19 ferkílómetr- ar eins og haldið hefur verið fram að þessu. Jafnframt hefur komið í ljós að í rannsókn- arholu sem lokið var við að bora á svæðinu í september er 370 gráða heitt vatn, sem er það næstheitasta sem fundist hefur í bor- holu hér á landi, og er holan talin lofa mjög góðu vegna orkuöflunar í framtíðinni, að sögn sérfræðings. Þetta kom fram á kynningarfundum vegna hugsanlegs álvers, á Akureyri og Húsavík í gær. Einnig var greint frá því að við rannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík hefðu engar sprungur fundist á fyrirhugaðri byggingarlóð og jarðskjálftahætta væri ekki talin hindra byggingu 250 þúsund tonna álvers þar. | 18 Jarðskjálftar ekki hindrun Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Engar sprungur Séð yfir lóðina á Bakka, norðan Húsavíkur. Kinnarfjöll í baksýn. VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráð- herra sagði á Alþingi í gær að tjónið á íbúðarhúsum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um liðna helgi, eftir að vatnsrör sprungu sökum frosthörku, næmi tugum milljóna. Íslenska ríkið myndi bera kostnaðinn af því. Valgerður sagði að sér þætti leitt að tjón skyldi hafa orðið og baðst hún jafnframt afsökunar á því. Eignirnar voru ekki tryggðar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, vakti máls á þessu í upphafi þingfundar. Fram kom í máli ráðherra að rör hefðu sprungið í nítján fjölbýlishúsum á athafna- svæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. Vatn rann um húsin með þeim af- leiðingum að þrettán hús eru mjög skemmd, að sögn ráðherra, en sex eru minna skemmd. Jón Gunnarsson og aðrir þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu að ekkert eftirlit hefði verið haft innandyra í hús- unum, gríðarleg verðmæti hefðu því farið í súginn. Þeir sögðu það m.a. vítavert kæruleysi. | 10 og 19 Baðst afsökunar á vatnstjóni „ÞJÓÐARSÁTTIN sem við þurf- um snýst ekki um hvort nýta skuli orkulindirnar heldur hvernig,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær um skýrslu auðlindanefndar iðnaðar- ráðherra. Hann kynnti á fundinum þá hugmynd að allar sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og Lands- virkjun yrðu lagðar til félags sem gæti borið nafnið Íslenski auðlinda- sjóðurinn ohf. og yrðu allir íslensk- ir ríkisborgarar hluthafar í sjóðn- um. „[Sjóðurinn] myndi ljúka þeim virkjunum sem nú eru á borðum Landsvirkjunar í Þjórsá en að öðru leyti myndi hann hafa það hlutverk að leigja út virkj- unarrétt til ann- arra og stuðla að heilbrigðri samkeppni á orkumarkaði. Lögbundið yrði að sjóðurinn greiddi 30–35% af hagnaði sínum eftir skatt,“ sagði Víglundur og benti á að í Alaska starfaði sambærilegur sjóður sem greiddi út arð til íbúa árlega og sagði Víglundur arðinn hafa numið 1.106 dollurum í ár, jafngildi um 78 þúsunda íslenskra króna. „Megin- ávinningurinn ef vel tekst til yrði að færa þessi mál nær þjóðinni sjálfri og heim í hérað um leið og hún yrði beint tengd auðlindarent- unni í framtíðinni í gegnum árlegan arð,“ sagði Víglundur. Hann sagði tímabært að hugsa umhverfis- og virkjanamál upp á nýtt og ekki væri hægt að líta framhjá væntanlegri fólksfjölgun. Með 1% fjölgun á ári verði Íslend- ingar um 770 þúsund í lok aldarinn- ar og samhliða slíkri fólksfjölgun myndi orkunotkun aukast veru- lega. Kvaðst hann þess fullviss að losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni yrði skattlögð með grænum sköttum, sem mætti svo hagnýta til mótvægisaðgerða. Leggur til auðlinda- sjóð í eigu almennings  Sátt eða sundrung | 11 Víglundur Þorsteinsson Í HNOTSKURN » Víglundur Þorsteinssonkynnti þá hugmynd að all- ar auðlindir landsins, þ.m.t. fiskimiðin, færu til félags í sameign allra landsmanna. » Að mati hans þarf aðrýmka heimildir raf- orkulaga um nýtingu auð- linda. GEIR H. Haarde forsætisráðherra tók þátt í sérstökum Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York í gær. Ráðherra flutti ávarp og átti fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku við- skiptalífi. Undir lok dags hringdi ráðherrann út viðskiptin í Kauphöll- inni. Það fer þannig fram að fyrst er bjöllu hringt og síðan er notast við fundarhamar. Með Geir á myndinni eru Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, John A. Thain, forstjóri Kauphallarinnar í New York, og Björgólfur Thor Björgólfsson, alþjóðlegur fjárfestir. Ljósmynd/Miles Ladin Geir H. Haarde hringdi út viðskiptin á Wall Street „ÞETTA er til marks um aukinn áhuga á Íslandi, íslenskum efnahagsmálum og íslenskum fyrir- tækjum,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra sem staddur var í Kauphöllinni í New York í gær þegar blaðamaður náði tali af honum, um sér- stakan Íslandsdag sem þar var haldinn. „Það er margstaðfest að það er mun meiri áhugi á öllu því sem okkur viðkemur og tengist viðskiptum held- ur en áður var. Þeir eru líka mjög spenntir fyrir því að einhver íslensk fyrirtæki verði skráð í Kauphöllina í New York og vonandi verður það áður en langt líður,“ sagði Geir. Að sögn Geirs var talsvert tilstand í tilefni Ís- landsdagsins. „Þeir buðu bæði íslenskum við- skiptamönnum og einnig fjölda fulltrúa úr fjár- málaheiminum hérna sem hafa einhver viðskipti við Ísland, s.s. stóru bönkunum.“ Geir flutti ávarp í húsakynnum Kauphallarinnar og þar fluttu einnig erindi þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, alþjóðlegur fjárfestir, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Síðan hafði ég þann heiður að loka markaðinum sem alltaf er gert með formlegri athöfn eins og vel er þekkt úr viðskiptalífinu. Fyrst er hringt bjöllu og síðan er notaður fundarhamar til að slíta viðskiptunum. Þetta var auðvitað skemmtilegt og gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessu,“ segir Geir, en þess má geta að athöfninni er ávallt sjónvarp- að beint. Að sögn Geirs fékk hann þær upplýsingar að ríflega 120 milljónir manna horfðu á þessa athöfn á hverjum degi. Spurður hvaða máli það skipti að Ísland hafi verið sýnilegt við fundarslitin svarar Geir: „Ég held það geti ekki verið nema jákvætt og gagn að því,“ segir Geir og tekur fram að það hafi þótt góðs viti að markaðurinn hækkaði í gær. „Við vorum auðvitað ánægð með það.“ Aukinn áhugi á Íslandi  Vonir standa til að íslensk fyrirtæki verði skráð í Kauphöllina í New York  Talið að ríflega 120 milljónir manna horfi á lokun markaðarins daglega Í HNOTSKURN »Sérstakur Íslandsdagur var haldinn íKauphöllinni í New York í gær. »Reikna má með að á annað hundraðmilljónir manna hafi fylgst með þeg- ar Geir H. Haarde hringdi út viðskiptin í Kauphöllinni. Eftir Silju Björk Huldudóttir silja@mbl.is BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gær samning við ríkið um sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun. Merkja mátti mikla andstöðu minnihluta við ákvörðunina og var málsmeðferðin sögð ámælisverð auk þess sem enn ætti eftir að leysa úr málum varðandi skuldabréf sem rynnu til Lífeyr- issjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, benti m.a. á að í umsögn sjóðsins kæmi fram að álitamál væri hvort honum væri heimilt að taka við þessum bréfum þar sem þau hefðu ekki ver- ið skráð á markað, eins og meginmarkmið laga um lífeyrissjóði kvæði á um. „Það segir sig alveg sjálft að breyting verður gerð á reglugerðum þannig að það gangi eftir sem búið er að skrifa undir,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri en samningurinn gengur í gildi um næstu áramót. | 12 Sala á hlut í Landsvirkjun samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.