Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 25
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 25
TREGÐA í súrefnisflæði til heilans
getur orsakað hraðari þróun Alz-
heimers-sjúkdómsins. Þetta eru
niðurstöður bandarískra vísinda-
manna sem forskning.no greinir
frá.
Tilraunir þeirra á sænskum,
genabreyttum músum, sýndu að lít-
ið súrefni til heilans olli samsöfnum
skaðlegra flekkja í heilanum sem
hafði í för með sér minnistap.
Alzheimer-sjúkdómurinn er
stærsta orsök minnisglapa á Vest-
urlöndum og veldur því að heilasell-
ur deyja smám saman. Enn sem
komið er hefur ekki fundist með-
höndlun sem snýr þeirri þróun við.
Ýmis sameiginleg einkenni eru
talin orsaka Alzheimer, s.s. öldrun,
æðakölkun, hjartasjúkdómar sem
og súrefnisskortur sem dregur úr
blóðflæði til heilans.
Nú hafa vísindamennirnir fundið
ákveðið gen, BACE1, sem tengir lé-
legt blóðflæði dæmigerðum ein-
kennum í heila hjá Alzheimer-
sjúklingum, þ.e. aukningu á próteini
sem nefnist aeta-amyloid. Þeir telja
að úr virkni BACE1 dragi þegar
súrefnisflæði til heilans minnkar.
Hins vegar fjölgar beta-amyloid-
próteinið skaðlegum flekkjum í heil-
anum. Þessir flekkir safnast saman
og verða að himnu eða vegg sem
smám saman hindrar heilafrum-
urnar í að senda boð sín á milli.
Telja vísindamennirnir því að að-
gerðir sem auka súrefnisflæði í heil-
anum geti gagnast við meðhöndlun
sjúkdómsins.
Súrefnisskortur
hraðar Alzheimer
Morgunblaðið/Ómar
Alzheimer Sjúkdómurinn er stærsta orsök minnisglapa á Vesturlöndum
og veldur því að heilasellur deyja smám saman.
Það er eftirsóknarvert að hafa heilbrigðar tennur alla
ævi. Flestir Íslendingar vita í dag hvað veldur tann-
skemmdum. Óhreinindi sem við köllum tannsýklu, setjast
á yfirborð tannanna og því er nauðsynlegt að bursta þær
kvölds og morgna. Mikilvægt er að bursta tennurnar með
flúortannkremi því flúorinn tekur þátt í því viðgerðarferli
sem stöðugt er í gangi við yfirborð tannanna og hefur
truflandi áhrif á starfsemi þeirra baktería sem valda
tannskemmdum. Ekki er hægt að bursta með tannbursta
á milli tannanna og er því nauðsynlegt að nota tannþráð.
Reglulega í tannskoðun
Mikilvægt er að fara í tannskoðun reglulega því
munnkvillar geta komið aftan að fólki. Á undanförnum
árum hafa neysluvenjur okkar breyst verulega og gos-
drykkjaneysla hefur aukist stórlega. Nú drekka margir
gosdrykki sem sinn helsta svaladrykk. Mikilvægt er að
átta sig á því að sífelld neysla á súrum og sætum
drykkjum getur valdið glerungseyðingu. Það er mjög
uggvænlegt ef glerungurinn, sem ver tennurnar, eyðist
utan af þeim. Tennurnar þynnast og verða mun við-
kvæmari fyrir kuli og hættan á tannskemmdum marg-
faldast.
Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is
er að finna upplýsingar um glerungseyðingu og góð ráð
við munnhirðu.
Þar er einnig hægt að nálgast tannburstatímaklukk-
una, sem er lítil hreyfimynd þar sem leiðbeint er skref
fyrir skref um tannburstun, klukkan er góð til upprifj-
unar og hún minnir okkur á að taka okkur tíma í tann-
burstunina.
Heilbrigðar tennur – heilar tennur
Jóhanna Laufey Ólafsdóttir,
verkefnisstjóri tannverndar á Lýðheilsustöð.
Hjálmar Freysteinsson yrkir íframhaldi af prófkjörum:
Virðist á prófkjörum versti gallinn
hve vitlaust margur í þeim kaus.
Nú er Valdimar fjórtándi fallinn
og Framsókn að verða sleggjulaus.
Guðmundur G. Halldórsson
sendir nokkrar gátur að norðan:
Liðið móða lagði af stað
langt var til næsta bæjar
þyrftu að fara í þrifabað
þeir sem að sárast klæjar.
Margt er það sem miður fer
mælirinn fyllir kornið
eins og geit á garða er
gamla kratanornið.
Allir taka eftir því
alveg er það á hreinu
að sumar hafa setið í
söðlinum báðir í einu.
Vilja gleymast mannleg mein
menn svo hljóti frið um stund
svona fór með Chamberlain
sem að gekk á Hitlers fund.
Af prófkjörum
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000