Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 4

Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borðaði ég kvöldmat í gær? Frásagnargáfa og húmor eins og Íslendingar vilja hafa hann „Þetta er þaulhugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu 13. nóvember Nýtt íslenskt skáld Óskar Magnússon MAGNÚS Stefánsson, félagsmálaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor og Stefán J. Hreiðars- son, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins (GRR), undirrituðu í gær samstarfssamning sem GRR og HÍ hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir. Tilgangur samningsins er að efla sam- starf stofnananna með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir. Samningurinn þykir ný- lunda en með honum er styrkt með formlegum hætti miðlun, þróun og rannsóknir á sérfræðilegri þekkingu á sviði fötlunar og þroskafrávika barna. Markmið samningsins mun m.a. vera að styrkja ný- liðun fagfólks í starfi með fötluðum börnum, tryggja gagnkvæman aðgang starfsfólk við grein- ingu, ráðgjöf og og framkvæmd úrræða á fagsvið- um GRR sem og nemenda og starfsfólks HÍ að sér- þekkingu og að stuðla að framgangi vísindarann- sókna faggreina tengdum greiningu, ráðgjöf og framkvæmd. Stórt skref í rannsóknum á fötlun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dómtekið mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna afnáms úr- skurðar Kjaradóms frá í desember 2005 um hækkun launa embættis- manna og þjóðkjörinna fulltrúa. Þegar Alþingi samþykkti lög þann 20. janúar sl. þar sem úrskurði Kjaradóms var hnekkt, brást Dóm- arafélag Íslands hart við og taldi það algjörlega óviðunandi að aðrir en Kjaradómur hefðu afskipti af laun- um dómara. Guðjón ákvað að höfða mál gegn ríkinu þegar ljóst var að dómarafélagið myndi ekki standa að málsókn. Fyrir dóm í gær kom Garð- ar Garðarsson þáverandi formaður Kjardóms og gaf skýrslu. Að lokinni aðalmeðferð og flutningi var málið tekið til dóms og má vænta niður- stöðu fyrir jól. Guðjón krefst þess að fyrrnefnd lög verði ekki skuldbindandi og er krafan í fyrsta lagi byggð á því að lögin feli í sér slíka skerðingu á sjálf- stæði dómsvaldsins að þau standist ekki stjórnarskrána og Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Í öðru lagi er byggt á því að lögin standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með því að laun svo fárra einstak- linga í samfélaginu séu tekin út úr og skert. Í þriðja lagi byggist krafan á eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar. Þar sem málið snertir dómara sjálfa eru þeir vanhæfir til dómsetu. Dóminn skipa því þrír lögfræðingar, dómsformaðurinn Þórður S. Gunn- arsson forstöðumaður lagadeildar HR, Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við HR og Róbert Spanó lagadósent við HÍ. Niðurstöðu í máli dómara gegn ríkinu vænst fyrir jól Morgunblaðið/Kristinn Gengið úr dómsal Gestur Jónsson hrl. ásamt Guðjóni St. Marteinssyni. Í HNOTSKURN »Stjórnarfrumvarp um afnámúrskurðar Kjaradóms frá 20. jan sl. gerði ráð fyrir því að úrskurður Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættis- manna og þjóðkjörinna fulltrúa um u.þ.b. 8% félli úr gildi frá og með 1. febrúar sl. Þess í stað áttu laun þessara aðila að hækka um 2,5% frá sama tíma. »Um prófmál er að ræða ogflytur Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður mál Guð- jóns St. Marteinssonar gegn ríkinu. ÞAÐ eru Norðurlandaþjóðir sem standa sig best í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna en ekkert land heims hefur náð því algjörlega, samkvæmt niðurstöðum Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF). Mestar framfarir í jafnréttismálum hafa orð- ið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en Þýskaland er í fimmta sæti. „Niðurstaða okkar er að ekkert land hefur útrýmt kynjamisrétti al- gjörlega,“ segir í skýrslunni. Kynja- misrétti er mikið í fimm Evrópusam- bandsríkjum: Grikklandi, Frakk- landi, Möltu, Ítalíu og Kýpur. Í skýrslunni er farið fögrum orðum um fjölda kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndunum, en í Svíþjóð eru jafnmargar konur og karlar í stjórn- málastöðum. Í Svíþjóð og Noregi eru fæðingarorlof hvað lengst og greiðslur úr þeim sjóðum hærri en nokkurs annars staðar í heiminum. Mestar framfarir í jafnréttisátt Ísland í hópi ríkja með mest jafnrétti ÍSLENDINGURINN sem ráðist var á í Lundúnum að morgni sunnudags er enn í lífshættu og er haldið á gjör- gæslu. Hann hlaut alvarlega höfuð- áverka í árásinni og gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Þrír hettuklæddir menn réðust að til- efnislausu á manninn, sem heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og er ljósmyndari búsettur í Lundún- um. Í fréttatilkynningu frá aðstand- endum hans segir m.a.: „Aðstand- endur Haraldar Hannesar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðj- um og beðið fyrir góðum bata hans. Í tilefni af fyrirspurnum þess efnis hefur verið stofnaður reikningur í nafni Haraldar Hannesar hjá Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, nr. 1150-26-26600, kt. 070970-4229.“ Enn í lífshættu eftir árás í Lundúnum ÁFORM borgar- stjóra um að semja beint við sjálfseignar- stofnunina Eiri um byggingu menningarmið- stöðvar í Grafar- vogi stangast á við fyrirliggjandi álit lögmanna Reykjavíkur- borgar frá 2005 um að framkvæmd- in sé útboðsskyld á Evrópska efna- hagssvæðinu. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem hyggst láta kanna hvort tilefni sé til að beina kvörtun til Eftirlits- stofnunar EFTA, á vinnubrögðum meirihlutans, þegar fyrir liggur viljayfirlýsing um það að borgin semji beint við Eiri um byggingu og rekstur menningarmiðstöðvar án auglýsingar og útboðs. Útboðsskyld framkvæmd Stefán Jón Hafstein TEKIST hefur að minnka út- streymi gróðurhúsalofttegunda frá álveri Alcan á Íslandi um 70% fyrir hvert framleitt tonn áls frá 1990. Þetta kom fram á fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins (SA) um út- streymi frá álverum á Íslandi. Beitt hefur verið umhverfisstjórnun til að lágmarka áhrif á umhverfið og hámarka um leið rekstrarlegan ár- angur, samkvæmt upplýsingum SA. Útstreymi 70% minna frá 1990 KONUR sem lokið hafa sveinsprófi eða meira í rafiðnaðargreinum eru með rúmlega 18% hærri dagvinnu- laun en karlar með sömu menntun. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsam- bandið í september um laun fé- lagsmanna. Þegar litið er á daglaun þeirra sem aðeins hafa lokið iðnnámi eða minna þá er 6,5% munur á dag- vinnulaunum körlum í hag. Að sögn Guðmundar Gunnarsson- ar, formanns og framkvæmdastjóra Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hafa fyrri launakannanir starfs- manna RSÍ gefið til kynna að engin launamunur sé milli rafiðnaðar- kvenna með sveinspróf eða meiri menntun og rafiðnaðarkarla með sömu menntun. Spurður hvort hann kunni einhverja skýringu á launa- muninum sem nú birtist svarar Guðmundur því neitandi. Bendir hann þó á að kon- ur með rafiðnar- menntun vinni fremur ýmis þjónustustörf, hafi t.d. umsjón með tölvum og viðhaldi á vélum og búnaði. Þær séu síður í ákvæð- isvinnu sem fylgi t.d. byggingar- vinnu en dagvinnutaxtar í ákvæðis- vinnu eru yfirleitt frekar í lægri kantinum, að sögn Guðmundar. „Við höfum oft verið undrandi á því að konur sæki ekki í meira mæli inn í rafiðnaðargreinarnar, vegna þess að arðsemi náms í rafiðnaðar- greinum er töluvert meiri en í flest- um öðrum háskólagreinum. Þannig er arðsemi náms í rafiðnaðargrein- um 16%, meðan hún er aðeins 12% í viðskiptafræði og lögfræði.“ Að sögn Guðmundar eru konur aðeins 12% félagsmanna RSÍ. Guðmundur segir Rafiðnaðarsam- bandið á síðustu misserum hafa lagt sig fram um að kynna rafiðnaðar- greinar fyrir 10. bekkingum grunn- skólans. „Því við þurfum að fjölga í stéttinni um 5% á ári á næstu árum til þess að anna þeirri eftirspurn sem er eftir rafiðnarmenntuðu fólki. Við þurfum hæft fólk, bæði konur og karla,“ segir Guðmundur og bendir á að mörg rafiðnaðarstörf henti kon- um jafnvel og körlum, ef ekki betur. Könnunina má nálgast í heild sinni á vef RSÍ á vefslóðinni: www.rafis.is. Undrast að ekki séu fleiri konur í greininni Rafiðnaðarkonur með 18% hærri dagvinnulaun en karlar Guðmundur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.