Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FUNDURINN, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær, var haldinn í ljósi skýrslu auðlindanefnd- ar „Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatns- afls“, sem kynnt var 11. október sl. Framsögumenn voru Jónína Bjart- marz umhverfisráðherra, Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, og Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallár ehf. Síðan voru pallborðsum- ræður sem Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, stjórnaði. Helgi Magnússon, formaður SI, setti fundinn og sagði skýrslu auð- lindanefndar þannig að SI teldu fulla ástæðu til að halda áfram þeirri um- ræðu sem hófst með fyrri fundi SI um náttúruvernd og nýtingu auðlinda sem haldinn var 5. október sl. Helgi taldi brýnt að fram færi málefnaleg og yfirveguð umræða, ekki síst með það að leiðarljósi hvort sátt um stefnu í þessum málum gæti náðst. Arðbær þjóðgarður Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra sagði spurninguna m.a. snúast um hve mikið inngrip í náttúruna við gætum sætt okkur við. Eins hvað af íslenskri náttúru væri okkur heilagt þegar kæmi að framkvæmdum sem breyttu svipmóti landsins. Hún ræddi um verndun landslags og landslagsforma og sagði að í strangasta skilningi væri ekkert svæði á Íslandi sem kalla mætti al- gjörlega ósnortið. Enn hefði ekkert landsvæði verið friðlýst sem víðerni, en áþreifanleg breyting yrði á því með Vatnajökulsþjóðgarði. Hún taldi Vatnajökulsþjóðgarð vera metnaðar- fyllstu áform í náttúruvernd sem fram hefðu komið hér á landi. Hann yrði stærsti þjóðgarður í Evrópu og drægi að fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Jónína sagði Rögnvald Guðmundsson ferðamálafræðing telja að yrði farið að tillögum um upp- byggingu Vatnajökulsþjóðgarðs mundi hann hafa aukið gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar árið 2012 um 3–4 milljarða á ári. Jónína sagði að nú væri unnið að öðrum áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í fyrsta áfanga var virkjunarkostum raðað í fimm flokka eftir hagkvæmni, arðsemi og mikilvægi fyrir umhverfi og náttúruvernd. Jónína sagðist vera þeirrar skoðunar að allir þeir kostir sem féllu undir flokk A og þeir kostir í B-flokki, sem ekki væri ágreiningur um, yrðu nýttir til orkuvinnslu. Aðrir kostir, í flokkum C, D og E, yrðu nýttir til náttúruverndar af einhverju tagi. Skipan nefndarinnar gagnrýnd Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, kvaðst ekki viss um að sátt gæti náðst á grund- velli skýrslu auðlindanefndar, en von- andi næðist þó sátt um aðferð til að ná sáttum eða einhvers konar sam- búð sjónarmiða. Hann sagði náttúru- vernd ekki vera andstæðu nýtingar nátturuauðlinda heldur gæti náttúru- vernd verið ágætist nýting á náttúru- auðlindum. Árni taldi ýmislegt gagnrýnivert við skipan nefndarinnar. Þar hefðu setið fulltrúar Alþingis, iðnaðarráðu- neytisins og orkuiðnaðarins. Hvorki hefði umhverfisráðuneyti né náttúru- verndarsamtök átt þar fulltrúa. Þá fékk nefndin aðeins fimm mánuði til verksins og sagði Árni að sér væri spurn hvort sátt hefði verið í sigtinu þegar þannig var staðið að málum. Árni kvaðst vilja að markaðsfors- endur giltu um uppbyggingu orku- iðnaðarins. Hann lagði til að lánsfé til nýrra virkjana yrði ekki með ríkis- ábyrgð heldur yrðu þær verkefna- fjármagnaðar. Eins ætti álver ekki að fá ríkisstyrki. Hann taldi einnig að meta ætti verðmæti lands, sem orku- fyrirtæki vildu leggja undir starfsemi sína. Eins ættu orkufyrirtæki að greiða fyrir afnot af því landi sem færi undir virkjanir. Árni vill einnig að beitt verði umhverfisvænni tækni við framkvæmdir og hönnun virkj- ana, t.d. með því að leggja háspennu- línur í jörðu. Stjórnvöld þurfa einnig að móta loftslagsstefnu til framtíðar, a.m.k. 20–40 ár fram í tímann, með skýr markmið um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Eins verði skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto-bókuninni virtar til fulls. Ný stóriðja greiði fyrir mengunarkvóta og gerð verði áætlun um að leggja slíkt gjald á eldri stóriðju einnig. Hver kynslóð ber ábyrgð Víglundur Þorsteinsson, stjórnar- formaður BM Vallár ehf., sagði m.a. í ræðu sinni að kynslóð hvers tíma bæri ábyrgð á auðlindum þjóðarinnar til sjálfbærrar nýtingar. Hann taldi fremur um að ræða tillögur auðlinda- nefndar en niðurstöður. Víglundur sagði að ekki vantaði frekari löggjöf til verndar nátt- úrunni, um auðlindanýtingu eða um- hverfismál. Fremur þyrfti að rýmka heimildir laga um auðlindanýtingu. Áhersla á rannsóknir Í pallborðsumræðum sem tóku við að loknum erindum kom meðal ann- ars fram hjá Jónínu að hún teldi koma til greina að flýta þeirri vinnu sem fram undan er þannig að nýjar reglur gætu tekið gildi fyrr. Árni sagðist reikna með að orku- fyrirtæki myndu halda áfram að sækja um rannsóknarleyfi og að hann teldi að hinar nýju reglur ættu að taka gildi strax. Víglundur tók hins vegar fram að hann sæi ekki að það væri nein tímaþröng fyrir hendi í þessum málum, heldur væri lykilat- riði að leggja áherslu á rannsóknir og nýja sýn í orkumálum. Jónína sagði að í umræðum um náttúruvernd og umhverfismál hér á landi væri mikilvægt að þrengja um- ræðuna ekki um of heldur yrði að horfa víðar en eingöngu til tiltekinna staða hér á landi. Til dæmis ætti að horfa til framtíðarfólksþróunar hér á landi og stöðunnar í alþjóðamálum. „Draumalöndin eru mörg,“ sagði Jónína og tók undir með Víglundi að leggja þyrfti meira fé í rannsóknir. Nokkur gagnrýni kom fram hjá bæði Árna og Jónínu á störf nefnd- arinnar. Sagði Árni það óásættanleg vinnubrögð að hleypa ekki almenn- ingi að störfum hennar og Jónína tók fram að nefndin hefði farið út fyrir verksvið sitt þar sem henni hefði ver- ið falið að semja verndunaráætlun en hefði samið nýtingaráætlun. Víglundur tók fram að það væru engar ástæður til að láta nýtingu orku á Íslandi ekki lúta almennum markaðslögmálum. Hann sagðist vilja finna leið til þess að sameina tvö markmið; annars vegar að losa Al- þingi út úr ákvörðunum um auðlinda- nýtingu og hins vegar að færa al- menningi hagnað af auðlindarentu. Sátt eða sundrung um virkjun eða verndun náttúrunnar Er sátt í sjónmáli? var yfirskrift opins fram- haldsfundar Samtaka iðnaðarins (SI) um nátt- úruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Fundurinn var haldinn í framhaldi af auðlinda- skýrslunni. Morgunblaðið/ÞÖK Rætt um náttúruvernd „Draumalöndin eru mörg,“ sagði Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra á ráðstefnunni. SAMSTARFSVERKEFNI Fjöl- menntar og Geðhjálpar varðandi menntun og starfsendurhæfingu fyrir geðfatlaða er í uppnámi. Að sögn Sveins Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar, verður sjálfhætt um áramót fáist ekki næg fjárveiting til verkefnisins og er boð- að til baráttufundar um málið á Hall- veigarstöðum kl. 16 í dag. Týndur hópur Sveinn Magnússon rifjar upp að menntamálaráðuneytið hafi í áratugi rekið svokallaða fullorðinsfræðslu fatlaðra, en frá og með 1. ágúst 2002 hafi sjálfseignarstofnunin Fjöl- mennt tekið við og verið rekin af Ör- yrkjabandalagi Íslands og Lands- samtökunum Þroskahjálp sam- kvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið til fimm ára. Markmiðið hafi verið að sinna öllum fötluðum en tilfellið hafi verið að geðsjúkir hafi verið týndur hópur. Ákveðið hafi verið að Geðhjálp ynni að því að kynna geðsjúkum mögu- leikana sem þeir hefðu. Samkvæmt könnun sem Helgi Jósefsson hafi gert meðal meðferðarstofnana fyrir geðsjúka hafi 170 einstaklingar get- að þegið þau menntunartilboð sem hafi verið í gangi. Geðhjálp hafi gert samning við Fjölmennt og í því sambandi hafi Geðhjálp boðið aðstöðu fyr- ir námið í húsi sínu við Túngötu 7, tækjabúnað og aðgengi fólks að húsinu. Á fyrstu önn, vorið 2003, hafi 85 manns út- skrifast og 107 á haustönn. 2004 hafi tölurnar verið 130 og 116, 93 og 84 árið 2005 og í ár 78 og 81. Sveinn segir að fækkunin hafi verið vegna þess að fjármagn hafi vantað og þar standi hnífurinn í kúnni. 24 milljónir á ári Kostnaður vegna verkefnisins fyr- ir um 100 manns er um 24 milljónir króna á ári. Starfsmenntaráð, Fjöl- mennt, Geðhjálp og ýmsir velunn- arar fjármögnuðu fyrsta starfsárið en ríkissjóður hefur lagt 12 milljónir í það á ári árin 2005 og 2006. Sveinn Magnússon segir að í árslok 2004 hafi ríkisstjórnin falið menntamála- ráðherra að tryggja þennan rekstur en það hafi ekki gengið eftir. Námið hafi sannað gildi sitt en ekki verði haldið áfram að óbreyttu. Nám fyrir geð- fatlaða í uppnámi Sveinn Magnússon Baráttufundur vegna stöðunnar Eftir Andra Karl andri@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri var harðlega gagnrýnd- ur af borgarfulltrúum minnihlutans þegar sala á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í gær. Samning- urinn var samþykktur með átta at- kvæðum meirihlutans gegn sjö at- kvæðum. Borgarstjóri skaut föstum skotum í upphafsræðu sinni og sagði það aldrei hafa staðið til af hálfu þáver- andi meirihluta, á síðasta kjörtíma- bili, að selja Landsvirkjun þrátt fyrir yfirlýst markmið. Hann sagði þáver- andi meirihluta hafa stundað „sýnd- arviðræður“ og spurði hvers vegna kostnaðarsömum viðræðum hefði verið haldið úti í rúmt ár þegar aldrei hefði verið vilji til að selja eignar- hlutinn. „Það sem stendur upp úr í málflutningi minnihlutans er þeirra eigið getuleysi við að selja hlut borg- arinnar,“ sagði Vilhjálmur sem síðar mátti hafa sig allan við að svara gagnrýni borgarfulltrúa minnihlut- ans. Að beiðni Árna Þórs Sigurðsson- ar, borgarfulltrúa Vinstri grænna, var ræðutími ótakmarkaður en slíkt tíðkast nær einungis í afar umfangs- miklum málum, s.s. fjárhagsáætlun- um borgarinnar og aðalskipulagi. Af þeim sökum stóðu umræður á sjöttu klukkustund og gætti þá enn óánægju með svör meirihlutans. Meðal þess sem kom fram í um- ræðunum og varð síðar tilefni að frestunartillögu Vinstri grænna var umsögn stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar en megnið af söluhagnaði borgarinnar á hlut í Landsvirkjun mun renna til sjóðsins í formi skuldabréfa. Reglubreytingar þörf Í umsögninni segir m.a. að álita- mál sé hvort lífeyrissjóðum sé heim- ilt að taka við skuldabréfum sem ekki hafa verið skráð á skipulegan markað, eins og meginmarkmið líf- eyrissjóðalaga kveður á um. Bentu bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi VG, á að fullkomin óvissa væri um hvort sjóðnum væri heimilt að taka við bréfunum án breytinga á reglugerðum – en engar breytingar hafa verið gerðar. Vilhjálmur svaraði því til að ef þessi mál væru ekki komin í lag um áramót, þegar samningurinn tæki gildi, gæti ekki orðið af honum, alla vega í bili. Hann sagði hins vegar að fyrir lægi heiðursmannasamkomu- lag um að reglum yrði breytt. „Það segir sig alveg sjálft að breyting verður gerð á reglugerðum þannig að það gangi eftir sem búið er að skrifa undir.“ Tillögu Árna Þórs var vísað frá. Kynnti sér ekki lykilgögn Allir borgarfulltrúar minnihlutans sem stigu í pontu sögðu Vilhjálm hafa samið af sér í þessu máli og lýstu málsmeðferðinni sem ámælis- verðri. Dagur B. Eggertsson, borg- arfulltrúi Samfylkingar, var m.a. af- ar ósáttur við að samningurinn hefði ekki verið kynntur borgarráði og borgarfulltrúum fyrr en eftir að búið var að skrifa undir. „Hinn 8. september sl. átti [ég] viðræður við borgarstjóra og niður- stöður þeirra urðu að það yrðu haldnir óformlegir fundir á milli meirihluta og minnihluta um þetta mál, þar sem ég myndi kalla til þá sem helst höfðu komið að því af okk- ar hálfu, þegar línur færu að skýrast. Þessi fundur hefur ennþá ekki verið haldinn.“ Dagur sagði eins með ólík- indum að borgarstjóri hefði ekki kynnt sér öll efnisatriði málsins og lykilgögn. Vilhjálmur vændi Dag um rangfærslur og dylgjur og sagði samningana hafa verið vel undir- búna. Verðmatið væri traust og vandað hefði verið til verks og í málið rýnt af færustu sérfræðingum. Málsmeðferð meirihlutans harðlega gagnrýnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.