Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 35
✝ Jóhanna Bac-her Ottósdóttir
fæddist í Austur-
Prússlandi 4. nóv-
ember 1922. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
17. nóvember síð-
astliðinn. For-
eldrar hennar
voru Otto Bacher,
járnsmiður og
bóndi í Kleehagen,
Kreis Gumbinnen í
A-Prússlandi, f.
1893, d. 1968 og
k.h. Emma Bacher, f. Balchu-
kat, hjúkrunarkona, f. 1888,
d.1946.
Hinn 16. október 1954 giftist
Jóhanna Karli Eldar, f. 27.
september 1918, d. 19. desem-
ber 1978. Börn þeirra eru: a)
Ottó Karl Eldar, f. 11. apríl
1956. b) Auðbjörg Stella Eldar,
f. 11. október 1957, giftist Ro-
naldi M. Kristjánssyni, f. 10.
maí 1951, d. 9. júní 1994. Dæt-
ur þeirra eru Jóhanna Bella, f.
9. september 1988 og Edda
Rós, f. 16. apríl 1991. Ronald
átti eina dóttur frá fyrra hjóna-
bandi, Ellen Mjöll, f. 21. mars
1980. Sambýlismaður Stellu er
Gústav Sveinsson. Jóhanna
fluttist til Íslands
frá Þýskalandi ár-
ið 1949. Hún var
lærður búfræð-
ingur og við kom-
una til Íslands hóf
hún störf í
Varmadal á Rang-
árvöllum Að lok-
inni vist í Varma-
dal flutti Jóhanna
til Reykjavíkur og
gerðist ráðskona
hjá Eyju Þórð-
ardóttur og Stef-
áni Bjarnasyni.
Jóhanna og Karl fluttu að
Fornhaga 17 árið 1956 þar sem
þau bjuggu síðan. Samhliða
húsmóðurstörfum gegndi Jó-
hanna ýmsum störfum, þ.á m.
ræstingum í Háskóla Íslands
um áratuga skeið, hún var dag-
móðir í nokkur ár og matráðs-
kona í Bláa Lóninu og leikskól-
anum Ægisborg. Frá láti Karls
hélt Jóhanna heimili með börn-
um sínum og síðar syni sínum
Ottó Karli þar til hún þurfti að
leggjast á líknardeild Landa-
kots í ágúst sl. Þar dvaldi hún
til dauðadags.
Útför Jóhönnu verður gerð
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kynni okkar Jóhönnu hófust á
þeim degi þegar ég byrjaði að skynja
umhverfi mitt og lýkur nú þegar Jó-
hanna hefur kvatt og heldur á vit æðri
tilveru. Foreldrar mínir og Jóhanna
og Kalli urðu nágrannar í sama stiga-
húsi á Fornahaga 17 þegar þau öll
urðu þar frumbyggjar árið 1956.
Tókst mikill vinskapur með fjölskyld-
unum sem ekki bar skugga á í þau 50
ár sem liðin eru. Ég var heimagangur
á heimilinu og var sérstaklega kært
með okkur heimasætunni fyrsta ára-
tuginn eða svo. Jóhanna og Kalli voru
glaðvær hjón og oft var hlegið dátt við
tafl eða spil. Kalli var bílstjóri hjá
ÁTVR. Oft var farið í bíltúr um bæinn
og margir voru veiðitúrarnir í ná-
grannavötn Reykjavíkursvæðisins.
Kalli missti heilsuna langt um ald-
ur fram og hjúkraði Jóhanna honum
mörg misseri. Þar sýndi hún úr
hverju hún var gerð, hún var afar
sterk persóna sem haggaðist aldrei
þrátt fyrir margvíslega ágjöf í lífinu.
Veikindi Kalla drógu hann til dauða
árið 1978 aðeins sextugan að aldri.
Jóhanna var elst fimm systra. Hin-
ar yngri eru Kristel, Lena, Lisbet og
Eva. Lena og Lisbet eru tvíburar og
eru þær enn á lífi. Lena býr í Sidney í
Ástralíu en Lisbet í bænum Erfde
sem er nálægt Flensburg í Þýska-
landi. Kristel lést í ágúst sl. en hún
bjó í Lübeck. Yngsta systirin Eva
fluttist einnig til Ástralíu en lést þar
1983. Það var alla tíð kært með systr-
unum og höfðu þær talsvert samband
þó að þær væru dreifðar um heiminn.
Jóhanna, Ottó og Stella fóru t.d. til
Ástralíu árið 1983 og hittu þar Evu,
Lenu og þeirra fjölskyldur. Aðeins
um mánuði eftir heimkomuna barst
þeim sú sorgarfregn að Eva hefði orð-
ið bráðkvödd. Jóhanna heimsótti
einnig systur sínar í Þýskalandi og
þær komu til Íslands. Faðir Jóhönnu,
Otto Bacher, átti þess einnig kost að
heimsækja sitt fólk á Íslandi nokkru
áður en hann lést árið 1968.
Jóhanna talaði oft um æsku sína í
sveitinni í A-Prússlandi og minntist
hennar ávallt með gleði og bros á vör.
A-Prússland var austasti hluti Þýska-
lands og lá að Litháen í norðri og
austri og Póllandi í austri og suðri.
Stórborg héraðsins hét Königsberg,
fræg borg sakir menningar, sögu og
lista. Uppvaxtarár Jóhönnu komu í
kjölfar fyrri heimstyrjaldar, framan
af ríkti óðaverðbólga og atvinnuleysi.
Weimar-lýðveldið leið undir lok og við
tók þriðja ríki nasismans. Ekki var að
heyra á frásögnum Jóhönnu að þetta
gríðarlega rót á sviði stjórnmálanna
hafi haft mikil áhrif á daglegt líf fólks-
ins í sveitinni. Seinni heimsstyrjöldin
hófst 1939 en skv. heimildum voru
áhrif hennar minni í A-Prússlandi en
flestum öðrum héruðum Þýskalands,
þangað til stórsókn Sovétmanna hófst
í október 1944. A-Prússland var
fyrsta þýska landssvæðið sem féll í
hendur bandamanna og máttu íbúar
svæðisins þola grimmd innrásarherja
sem vart er lýsanleg. Við bættist að
landsstjóri nasista bannaði íbúum að
flýja í lengstu lög. Það lagðist því allt
á eitt að gera stríðshörmungar þessa
fólks sem mestar. Um veturinn 1945
tókst mörgum íbúum A-Prússlands
þó að flýja til vesturs. Hremmingum
fólksins lauk þó ekki þar með enda
var hver borg Þýskalands á fætur
annarri lögð í rúst á þessum seinustu
mánuðum stríðsins og landið her-
numið úr öllum áttum. Eftir stríðslok
tók við alger fátækt og vonleysi sigr-
aðrar þjóðar. Það hefur því verið
þeim systrum léttir að komast frá
þessu landi, Lena og Eva til Ástralíu
og Jóhanna til Íslands. Hún talaði
ógjarnan um þessi ár þrenginga og
hörmunga.
Jóhanna ávann sér traust og vin-
áttu hvarvetna sem hún kom. Hún
átti stóran hóp vina m.a. úr hópi þess
þýska fólks sem kom hingað til lands
um svipað leyti og hún. Var oft glatt á
hjalla hjá Jóhönnu og varð tungutak
gestanna oft til nokkurrar skemmt-
unar. Þýsku vinkonurnar töluðu oft-
ast saman á þýsku en íslenskan var
notuð þegar makar og börn þurftu að
skilja. Jóhanna náði ágætu valdi á ís-
lensku. Hún var forkur mikill til
verka, ósérhlífin, tillitssöm og hand-
lagin. Það var alltaf hægt að leita til
hennar með hvers kyns vanda hvort
sem úrlausnin fólst í verklegum
gjörningi eða huggunar væri þörf.
Hún var einstaklega gestrisin og tók
öllum opnum örmum. Það var stutt í
glettnina og hláturinn var ekki langt
undan. Börn hændust mjög að Jó-
hönnu og einnig var hún dýravinur.
Hún hafði ánægju af mannfagnaði og
mörg urðu kvöldin þegar við Ottó og
Jóhanna gripum í spil.
Við kveðjum Jóhönnu nú með
söknuði. Hún hafði glímt við heilsu-
brest um nokkurt skeið. Við Svana
sendum Ottó, Stellu, Gústa, Jóhönnu
Bellu, Eddu Rós og Stellu Maríu,
mágkonu Jóhönnu, innilegar samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu Jó-
hönnu Ottósdóttur.
Sæmundur E. Þorsteinsson.
Jóhanna okkar er látin rétt rúm-
lega 84 ára gömul. Við heimsóttum
hana á líknardeildina á síðasta afmæl-
isdeginum hennar og kvöddum hana
þá. Það er alltaf mikill söknuður þeg-
ar nánir vinir deyja en Jóhanna hafði
lifað langa og viðburðaríka ævi.
Jóhanna fæddist í Þýskalandi og
ólst þar upp. Hún fluttist til Íslands
1949. Okkar kynni af Jóhönnu hófust
rétt eftir 1963 þegar fjölskylda okkar
flutti að Fornhaga 17 en þar bjó Jó-
hanna ásamt Kalla eiginmanni sínum
og börnunum sínum tveimur þeim
Ottó og Stellu.
Jóhanna reyndist okkur sem önnur
mamma með sitt stóra hjarta og
mjúka faðmlag. Öll börn hændust að
henni og var oft stór krakkahópur í
kringum hana. Jóhanna var ein af
þessum bóngóðum konum og það var
ekki mikið mál fyrir hana þegar hún
passaði eitt okkar nokkurra mánaða
gamalt í tvær vikur.
Heimili hennar stóð alltaf opið og
leið okkur alltaf vel í faðmi fjölskyldu
hennar. Jóhanna var búkona mikil og
bjó til stórar og miklar tertur sem
okkur systkinunum fannst frábærar
ásamt öðrum mat sem hún fram-
reiddi. Jóhanna var einstaklega ráða-
góð og hafði ráð við öllu. Ef einhver
vandamál komu upp á Fornhaganum
var hún kölluð til og skipti það ekki
máli hvort það var einhver leyniupp-
skrift að mat eða að ráða niðurlögum
á rottum, hún sá um að klára málin.
Jóhanna hafði mjög gaman af að
segja sögur og hafði skemmtilegan
frásagnarstíl. Oftast enduðu sögurn-
ar með hlátri og skipti þá ekki máli
hvort hún sagði sögur af fólki eða
köttunum sínum en Jóhanna var mik-
ill kattavinur.
Jóhanna hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á málefnum líðandi stundar og
ástandinu í Þýskalandi þegar hún var
að alast upp.
Aðstæður hennar breyttust þegar
Kalli veiktist og hætti hún þá að vinna
úti og gerðist dagmamma.
Líf hennar var ekki alltaf dans á
rósum en hún kvartaði aldrei og lét
aðra ekki finna fyrir því.
Elsku Ottó, Stella og fjölskylda.
Guð styrki ykkur í sorginni, minning-
in um yndislega konu lifir í huga okk-
ar.
Ingibjörg, Guðmundur og
Guðrún Rós.
Skömmu eftir seinni heimstyrjöld-
ina kom stór hópur kvenna frá Þýska-
landi og settist að á Íslandi. Einkum í
sveitum. Konur þessar vöktu
snemma athygli fyrir dugnað og sam-
viskusemi.
Afkomendur þessara kvenna eru
orðnir margir og hefur munað um
þetta duglega fólk í þjóðfélaginu.
Í dag er ein úr hópnum, Jóhanna
Bacher Ottósdóttir, kvödd hinstu
kveðju. Jóhanna var af prússneskum
bændum komin og var vön öllum
störfum á sveitaheimili jafnt inni sem
úti. Vinnugleði hennar var einstök.
Gekk ávallt að störfum með bros á
vör. Traust var hún og velviljuð.
Fyrstu árin starfaði hún á bænum
Varmadal í Rangárvallasýslu.
Árið 1952 hóf Jóhanna störf hjá
foreldrum mínum, Stefáni Bjarna-
syni, forstjóra og Þóreyju Þórðar-
dóttur, að Sólvallagötu 11.
Foreldrar mínir dvöldust langdvöl-
um erlendis vegna veikinda móður
minnar. Jóhanna annaðist heimilið og
nutum við bræður góðs af mannkost-
um hennar. Þegar Stefán Bjarnason
faðir minn andaðist kom afí minn
Þórður Bjarnason frá Reykhólum á
heimilið og annaðist Jóhanna hann
einnig með ágætum.
Jóhanna varð frá upphafi ein af
fjölskyldunni og hafa börn mín og
Birnu eiginkonu minnar haldið vin-
áttu við hana. Jóhanna var ávallt boð-
in og búin til að aðstoða, þegar tíma-
mót og fagnaðir voru í fjölskyldunni.
Jóhanna stofnaði heimili er hún gift-
ist Karli Eldar bifreiðastjóra. Eign-
uðust þau tvö börn, Stellu og Otto.
Nú á kveðjustund vil ég, eiginkona
mín Birna og fjölskyldan öll, þakka,
vináttu og tryggð alla tíð og votta fjöl-
skyldu Jóhönnu dýpstu samúð. Með
Jóhönnu er genginn góður vinur sem
gott er að minnast. Hún hvíli í friði.
Birna og Bjarni, Galtafelli
við Laufásveg.
Elsku amma Jóhanna, það er sárt
að sjá þig fara, og við eigum eftir að
sakna þín mikið, en við vitum að engl-
arnir passa þig, og að þú horfir niður
og passar okkur öll.
Kær minningin stendur um sterka,
hjartahlýja og umfram allt kærleiks-
ríka ömmu sem alltaf tók okkur með
opnum örmum og stóru brosi. Þegar
við heimsóttum þig var svo gott að
koma til þín, alltaf kát og búin að laga
fram dýrindis kræsingar, enda kokk-
ur af guðs náð. Og Það er okkur ómet-
anlegt hvað þú styrktir mig og hana
Esmeröldu í gegnum tíðina. Og fyrir
það erum við ævinlega þakklátar.
Minningin lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð, elskum þig, elsku amma
Jóhanna.
Ellen Mjöll Ronaldsdóttir.
Jóhanna Bacher
Ottósdóttir
Aðalheiður Una
Sigurbjörnsdóttir
✝ Aðalheiður UnaSigurbjörns-
dóttir fæddist á
Geitagili í Örlygs-
höfn í Rauðasands-
hreppi 23. maí 1915.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
31. október síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Neskirkju 9. nóv-
ember. Vegna mis-
taka féll niður nafn
yngsta barns henn-
ar, Steinars Eng-
ilberts, í formála minning-
argreina á útfarardegi hennar.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Elsku langamma.
Með þessari fallegu
kvöldbæn langar okk-
ur að kveðja þig. Takk
fyrir alla góðu stund-
irnar sem við áttum
með þér.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig
dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi
rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Þín
langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VALGERÐAR JÓNU PÁLSDÓTTUR
frá Sunnutúni, Eyrarbakka,
Baugstjörn 6,
Selfossi.
Ingunn Hinriksdóttir, Sigurður Ingólfsson,
Jón Halldórsson, Svana Pétursdóttir,
Stefán Halldórsson, Erna Friðriksdóttir,
Páll Halldórsson, Ingibjörg Eiríksdóttir,
Anna Oddný Halldórsdóttir, Jón Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN BJÖRNSSON
frá Siglunesi,
Laugarvegi 28,
Siglufirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 18. nóvember.
Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 25. nóvember kl. 15.00.
Ingeborg Svensson,
Björn Jónsson, Helena Dýrfjörð,
Anna Marie Jónsdóttir, Steingrímur J. Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg dóttir okkar, fósturdóttir, systir, barnabarn
og frænka,
BERGLIND ELÍNARDÓTTIR,
lést laugardaginn 4. nóvember.
Útförin fór fram í kyrrþey frá Mosfellskirkju miðviku-
daginn 15. nóvember síðastliðinn.
Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur
samúð á þessum erfiðu tímum.
Aðstandendur.